Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991.
Húsnæði fyrir héraðsdómstól
Hafnarfjarðar óskast
Öskaö er eftir til kaups eða leigu húsnæði i Hafnarfirði fyrir héraðs-
dómstól Hafnarfjarðar. Um er að ræða 450-600 m2 skrifstofuhús-
næði með greiðri aðkomu og aðgengi fyrir fatlaða. Til greina kem-
ur húsnæði á byggingarstigi. Afhending skal miðast við að hús-
næðið verði fullbúið um mitt næsta ár. Tilboði, ásamt nánari lýs-
ingu og teikningu, sé skilað á skrifstofu vora að Borgartúni 7 eigi
síðar en 25. júní nk.
IIMNKAUPASTOFIMUN RIKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
í GIFTINGARHUGLEIÐINGUM?
Fyrirtæki, sem er að undirbúa markaðsátak, óskar
eftir að komast í samband við ungt par sem ætlar
að stofna heimili og ganga í hjónaband í september
1 991. Þarf að vera fólk sem á eftir að verða sér úti
um meginhluta búslóðar.
Mjög góð laun eru í boði, eða 200 þúsund krónur.
Þau sem hafa áhuga á að kynna sér þetta tilboð
nánar og uppfylla framangreind skilyrði sendi bréf,
merkt „Markaðsátak", til auglýsingadeildar DV fyrir
1. júli nk. Æskilegt að mynd fylgi.
Til sölu áhaldahús Vegagerðar ríkisins,
Blönduósi
Kauptilboð óskast í áhaldahús Vegagerðar ríkisins að Efstubraut
5, Blönduósi, samtals 1152 m3 að stærð. Brunabótamat kr.
11.643.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Þorvald Böðvars-
son rekstrarstjóra, Hvammstanga (s. 95-12455).
Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrif-
stofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík.
Tilboð merkt: „Útboð nr. 3703/1" berist skrifstofu vorri fyrir kl.
11.00 þriðjudaginn 25. júní nk. þar sem þau verða opnuð í viður-
vist viðstaddra þjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
--------------------------------------------------------N
Útboð
Kollafjöröur 1991
y/jHT Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu
’w/JEr 6,2 km kafla á Vestfjarðavegi um Kollafjörð.
Helstu magntölur: Fyllingar 3.800 m3, neðra
burðarlag 15.500 m3, bergskeringar 1.250 m3,
malarslitlag 3.000 m3.
Verki skal lokið 1. nóvember 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á ísafirði og í Reykjavík, Borgartúni 5 (aðalgjald-
kera), frá og með 11. þ. m.
Skila skal tilþoðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 24. júní 1991.
Vegamálastjóri
£HS '*
%is^h
Tívolí-
Hveraportið
Glæsilegt markaðstorg alla sunnudaga í
Hveraportinu. Góðar vörur á lágu verði.
Pantanir á sölubásum í s. 91-676759
(Kristín) og 98-34673 (Tívolí).
Tívolí er opið alla daga vikunnar.
____Til okkar er styttra en þú heldur.
Tívolí, Hveragerði
Leikarinn Fred Dryer hefur rifið þættina um Hunter
lögregluforingja upp vinsældastigann.
Ung gestaleikkona sem kemur til starfa með Hunter
í júlímánuði en hann hefur verið iðinn við að skipta
um samstarfskonur að undanförnu.
Vinsæll lögguþáttur á Stöð 2:
Hunter og
löggukonumar
Hunter þykir allmjög sérkennilegur i fatavali en hann klæðist jafnan
gallabuxum og fínum jökkum með bindi. Þarna hefur hann hins vegar
klætt sig upp á ásamt hinni nýju aðstoðarkonu og fá sjónvarpsáhorfend-
ur væntanlega að sjá af hvaða tilefni í byrjun júlímánaðar.
Lögreglumaðurinn Hunter á Stöð
2 hefilr fyrir löngu aflað sér tals-
verðra vinsælda hér á landi. Hunt-
er hefur þó ekki verið við eina fjöl-
ina felldur í kvennamálum að und-
anförnu og mörgum aðdáendum
varð ekki um sel þegar dökkhærða
snaggaralega lögreglukonan
McCall var allt í einu hætt störfum
og ung ljóska komin í staðinn. Hún
á þó ekki eftir að endast lengi því
að í byrjun júlí kemur ný lögreglu-
kona til starfa með Hunter. Það er
leikkonan Lauren Lane sem leikur
Chris Novak.
Það er leikarinn Fred Dryer sem
leikur hinn snjalla lögreglumann
Hunter. Þættirnir eru enn í fram-
leiöslu en þeir þykja óvenjulegir á
margan hátt og þaö er ekki síst að
þakka Fred Dryer sem leikstýrir
oftast sjálfur. Fred hefur talsverð-
an metnað gagnvart þáttunum um
Hunter og hikár ekki við að breyta
handritinu ef honum finnst að það
gæti verið betra. Og hann þykir
kröfuharður í garð samleikara.
Fred Dryer var atvinnumaður í
fótbolta áður en hann sneri sér að
leiklistinni. Hann segist vilja vera
atvinnumaður í leiklistinni eins og
í fótboltanum og því á allt að vera
pottþétt.
Þættirnir um Hunter voru fyrst
geröir árið 1984 en í fyrstu voru
þeir ekkert sérstaklega vinsælir og
voru því sendir út á miður heppi-
legum sjónvarpstíma. Dallas var
þá ofarlega á vinsældarlista fólks
um allan heim. En Fred Dryer var
ákveðinn í að drífa þættina upp
vinsældastigann og það hefur tek-
ist. Líklegast má þakka það Fred
Dryer sem nánast fékk því ráðið
hvernig persóna lögregluforinginn
Rick Hunter ætti að vera.
Þann 2. júlí byijar Stöð tvö að
sýna nýja þáttaröð um Hunter en
þá kemur nýja leikkonan til sög-
unnar. Reyndar eru tveir fyrstu
þættirnir framhaldssaga. Lauren
Lane, sú er fékk hlutverk lögreglu-
konunnar, hafði aldrei séð einn
einasta þátt af Hunter er henni
bauðst hlutverkiö. í Hollywood
segja þeir að saga hennar sé líkust
ævintýrinu um Öskubusku því að
áður hafði hún nánast aldrei stigið
á svið né leikið í sjónvarpsþáttum.
Reyndar hafði Lauren mestan
áhuga á að læra fjölmiðlun en
kennari hennar hvatti hana á leik-
listarbraut eftir að hún hafði sýnt
dágóða hæfileika í skólaleikritum.
Hún fór í leiklistarháskóla í San
Fransisco og gekk mjög vel. Hún
var ein af tíu leiknemum sem kom-
ust áfram í skólanum og fékk í
framhaldi af því nokkur hlutverk
í sambandi við skólann og leikhóp
sem hún starfaði með.
Þegar háskóli hennar kynnti
nemendur fyrir leikstjórum og
framleiðendum kom einn slíkur frá
NBC sjónvarpsstöðinni auga á
Lauren Lane og hún fékk hlutverk
í Hunter þáttunum. Eins og áður
sagði hafði leikkonan unga aldrei
séð Hunter-þættina en það höíðu
hins yegar foreldrar hennar og vin-
ir gert og ráku allir upp stór augu
þegar fréttist af henni sem Chris
Novak, lögreglukonu í Hunter.
Þannig geta ævintýrin ennþá gerst.
Lane er ógift. Hún hefur áhuga á
leikhúsferðum þangað sem hún fer
oft með vinum sínum. Eins og Fred
Dryer býr hún í Los Angeles. Og
nú geta Hunter-aðdáendur beðið
og dæmt sjálfir um leikhæfileika
þessarar „nýju stjörnu".