Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 29
41 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. Albanía, fátækasta ríki Evrópu, stendur á tímamótum: Ég hata Hoxha og nú má ég segja það - Hoxha og Stalín fallnir af stalli sínum en Lenín stendur uppi Albanía, lítiö ríki á vestanverð- um Balkanskaga sem talið er það fátækasta í Evrópu hefur verið talsvert í fréttunum að undan- fórnu. Það er ekki að ástæðulausu. Landið hefur veriö að mestu leyti lokað frá því í síðari heimsstyrjöld- inni en síðustu mánuði hafa þær bylgjur frjálsræðis, sem hafa leikið um Austur-Evrópu síðustu misseri, loksins náð þangað. Enver Hoxha, leiðtogi kommún- istaflokksins og einvaldur í fiörtíu ár, til dauðadags árið 1985, er fall- inn af stalli sínum - stytta af hon- um í miðborg Tirana, höfuðborgar landsins, var brotin niður í mót- mælum almennings í vetur. Stytta af Stalín við breiðstræti, sem kennt er við hann, fékk að íjúka sömu leið. Fall þessara leiðtoga, þótt báð- ir hafi verið úr steini, er táknrænt fyrir þær breytingar sem nú eru orðnar. Þriðja styttan, af Lenín, hefur fengið að vera í friði. Kommúnistaflokkurinn - skipti um nafn í vetur, heitir nú Verka- mannaflokkurinn, og vann örugg- an sigur í fyrstu kosningum í land- inu í 40 ár sem fram fóru í lok mars. En meö hörðum verkfallsað- gerðum, sem hófust 16. maí, tókst stjórnarandstæðingum með. hinn nýstofnaða lýðræðisflokk í farar- broddi að koma stjórn hans frá völdum nú í vikunni og nýjar kosn- ingar hafa verið ákveðnar á næsta ári. Blaðamaöur DV sótti Albaníu heim í síðasta mánuði og kynntist a einni viku ýmsum hliðum þessa sérstaka þjóðfélags sem nú horfir fram á örar breytingar á næstu mánuðum og árum. Albanir kunna greinilega að meta þá þróun sem hefur orðið í frjáls- ræðisátt og Armand Hasani, ungur sölumaður, orðaði hana svona viö DV: „Ég hata Hoxha og nú loksins má ég segja það án þess aö verða handtekinn!" Háskólinn lokaður í 4 mánuói Edvin er 22 ára gamall nemandi í máladeild háskólans i- Tirana. Hann sagði að háskóhnn hefði ver- ið lokaður í fjóra mánuði af fjár- hagsástæðum en hann myndi sjálf- ur sleppa þar sem hann væri að taka lokaprófin um þessar mundir. „Fyrir tveimur árum var ástand- ið hérna yfirþyrmandi en nú hefur margt breyst í betri átt. En fólk er mjög áttavillt, bæði pólitískt séð og einnig andlega. Mín fjölskvlda hef- ur það gott, atvinnu og nóg að borða, en síðan eru aðrir sem eru ekki eins vel settir," sagði Edvin sem hefði getað verið ungur maður hvar sem var í Vestur-Evrópu, í leðurjakka og gallabuxum. Lítió aö fá fyrir peningana Mikill vöruskortur er í Albaníu og á fólki, sem DV ræddi við í Tir- ana, var að heyra að hann væri það vérsta. „Vandamálið er ekki launin sjálf, sem eru sæmileg, heldur að það er lítið hægt að fá fyrir pening- ana. Hér hafa ekki fengist barnafót í sex mánuði og ég og vinur minn ætlum bráðum til Ítalíu til að kaupa föt á börnin okkar,“ sagöi Arjan Voioli, þrítugur kráareig- andi. Nenaj Sejfulla, fertugurtónlistar- kennari og fyrrum blaðamaður, Gamall maður á ferð á þjóðveginum á asnanum sinum með kúna í taumi. Enver Hoxha-safnið í miðborg Tirana var reist fyrir þremur árum. Það hefur verið lokað siðan í desemb- er og óvist talið hvort það verður nokkurn timann opnað en uppi eru hugmyndir um að breyta því i diskótek! Lítili veitingastaður í Tirana, ágætar pylsur og ham- borgarar steiktir á hellum en flöskurnar í hillunum gefa villandi mynd af úrvali drykkjarfanga! Fjölbreytt mannlif á markaði i Tirana. Þar var ótrúlegasta varning að finna, frá svissneskum úrum til landbún- aðarafurða. DV-myndir VS Algengur ferðamáti á þjóðvegum Albaníu og lýsandi dæmi um hve miklu þarf að breyta til að koma land- inu á réttan kjöl. Þessi skotbyrgi voru reist út um allar koppagrundir eftir að Albanía sagði sig úr Varsjárbandalaginu árið 1968 og voru ætluð til varnar ef ráðist yrði á landið. sagði að innan fimm ára yrði lífið í Albaníu gjörbreytt og landið gengi íljótlega í Evrópubandalagið. „Lýð- ræðisflokkurinn er kominn með yfir 60 prósent fylgi og verður inn- an skamms með 90-100 prósent fylgi. Ég er sósíaldemókrati og vil fá Sali Berisha, formann ílokksins, fyrir forseta landsins," sagði Sej- fulla. Flóttafólk fheimsókn Undanfarnar vikur hafa margir Albanir sótt fóðurlandið heim, sumir í fyrsta skipti, aörir eftir margra ára, jafnvel áratuga, íjar- veru. Meðal þeirra sem voru sam- ferða blaðamanni DV frá Zúrich til Tirana var hópur Albana sem nú eru búsettir í Bandaríkjunum. Einn þeirra, maður á fimmtugs- aldri, sem býr í New York og var leiðtogi hópsins, sagði í spjalli við DV að hann hefði flúið landið fyrir 26 árum og myndi nú sjá það í fyrsta skipti síðan. „Öll fjölskylda mín er í Albaníu en ég flúði. með móður minni árið 1965.“ Vitum ekki hvað bíður okkar Hjón um þrítugt, meö fjögurra ára gamla dóttur sína, sem eru búsett í New Jersey í Bandaríkjun- um, gátu ekki leynt eftirvænting- unni. „Nú fyrst er þetta hægt, það hafa orðið breytingar og landiö opnast. En ég er mjög óstyrk, í raun dauðhrædd, og við vitum ekki hvað bíður okkar,“ sagði konan sem er af albönskum ættum en leit nú fóst- urjörðina í fyrsta skipti augum. Maður hennar flúði frá Albaníu fyrir níu árum. „Ég er kpminn til að sjá bræður mína og systur, ég á stóra fjölskyldu í Albaníu. Það er ekki ákveðið hvað við dveljum lengij vonandi sex mánuði, en það ræðst af fjárhagsástandinu í land- inu. Ég veit ekki við hverju á að búast, margt gott hefur gerst en líka margt slæmt,“ sagði hann og bætti síðan við í lágum hljóðum. „Ekki tala hátt, þú veist aldrei hver gæti verið að hlusta!" Greinilegt að hann treysti breytingunum var- lega. Eftirvæntingin meðal farþeganna jókst greinilega eftir því sem vélin nálgaðist Albaníu og þegar hún sveif inn yfir ströndina hópaðist fólkið út í gluggana. Margir tóku myndir út um þá, einn var meira að segja með myndbandstæki og tók upp. „Skrýtið að sjá enga um- ferð á vegunum," sagði þrítuga konan. Og þegar vélin lenti harka- lega á steinlagðri flugbrautinni kvaö við dynjandi lófatak. Fólkið var komið heim. Hjartnæmar senur í flugstöðinni Fyrir framan flugstöðina biðu nokkrir aðstandendur og þar urðu margar hjartnæmar senur þegar ættingjar og vinir hittust á ný eftir langan aðskilnað. Áþekkir hópar hafa komiö heim síðustu vikurnar en ekki virðist vaka fyrir ferðalöngunum að setj- ast að í landinu á ný, þeir eru fýrst og fremst að heimsækja ættingja og vini. Þessar heimsóknir eru tím- anna tákn, þær hefðu verið óhugs- andifyrirfáummánuðum. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.