Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. Fréttir - DV-mynd Hanna Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra: Ríkisskólarnir hafa gott af að fá samkeppni Muntu halda kröfum um breyting- ar á útlánareglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, LÍN, sem leiða eiga til 300 milljóna króna sparnaðar, til streitu? Já. Ég óskaði eftir því við stjórn Lánasjóðsins að hún breytti út- lánareglum ef mögulegt væri til að ná þessu markmiði. Þetta markmiö þarf að nást á fjárlagaárinu 1991 en við tölum alltaf um fjárlagaárið en námsmenn um námsáriö. Á næsta ári þurfum við að sjálfsögðu einnig að ná þessari íjárþörf niður. Mín ákvörðun er því aö endur- skoða lögin um LÍN þannig að nýtt frumvarp verði lagt fyrir þingið í haust. Ég óska eftir að nefnd, sem fjalla á um breytingarnar, skili til- lögum sínum fyrir 1. september. Þá mun ég hafa samband og sem best samráð við námsmenn. Ég mun ekki leggja fram neitt frum- varp fyrr en þeir hafa fengiö tæki- færi til aö tjá sig um þær hugmynd- ir sem þar kunna að vera uppi. Framlög fjárveitingarvaldsins til Lánasjóðsins voru 1730 milljónir á íjárlögum þessa árs. Ef við breyt- um ekki útlánareglum stefnir í að framlag til sjóðsins á næsta ári verði allt að 3 milljarðar króna. Ég hef ekki trú á að Alþingi sé bjóð- andi upp á slíkt. Hveijar eru meginbreytingarnar sem þú leggur áherslu á við endur- skoðun laga um Lánasjóðinn? Úthlutunarreglur sjóðsins eru um margt óheppilegar þar sem þær bjóða sumar hveijar upp á að menn séu að notfæra sér smugur sem er varla siðlegt að gera. Við getum tekið dæmi af einstaklingi sem býr í foreldrahúsum og fær ekki lán eins og hann sé leigjandi. Þetta hefur orðið til þess að alls konar málamyndagemingar um húsa- leigu, sem ekki eiga sér neina stoð í veruleikanum, eiga sér stað. Regl- ur sem bjóða upp á svona kúnstir vil ég ekki hafa. Annað varðar námsframvinduna. Þar vil ég setja strangari skorður en þó hafa svig- rúm sem gerir ráö fyrir veikindum, félagsstörfum og slíku. Þá má nefna hámark á lán vegna skóla- gjalda. Það hafa komið fram hug- myndir um aö takmarka lán vegna skólagjalda við 27 þúsund dollara yflr námstímann allan en i ein- staka tilvikum eru skólar að krefj- ast 25 þúsund dollara fyrir árið. Þegar lánað er fyrir slíkum upp- hæðum erum við að tala um lán sem aldrei verða endurgreidd. Ég vil frekar taka upp styrkjakerfi samhliða lánum. Sérstakir styrkir til greiðslu skólagajalda koma til greina. Veiting þeirra yrði á hönd- um stjórnar Lánasjóðsins. Sjálf- taka styrkja er ósiðleg. Þú hefur boðað endurskoðun ný- samþykktra grunnskólalaga. í hverju er sú endurskoðun fólgin? Minn flokkur styddi lögin í lok þingsins vegna þess að við komum ýmsum breytingum fram. En það vantar alveg framkvæmda- og fjár- mögnunarþætti inn í þessa löggjöf. Ég vil ná nánu sambandi við Sam- band sveitarfélaga vegna gunn- skólalaganna. Það er mikill kostn- aöur því fylgjandi að ná markmið- um grunnskólalaganna og full ein- falt fyrir löggjafarvaldið að segja: Svona ætlum við að gera þetta og þið borgið án þess að fá nýja tekju- stofna. Þar þarf að athuga hvort gerlegt sé að ná ýmsum góðum markmiðum grunnskólalaganna en í þinglok var nánast ekkert sam- starf haft við sveitarfélögin um þau mál. Samfelldur skóladagur og einset- inn skóli eru gömul baráttumál. í nýjum grunnskólalögum segir að þeim verði framfylgt á næstu árum. Verður það gert á kjörtimabilinu? Þetta þýðir að fjölga þarf kennur- um mjög verulega. Það kostar ekki einungis mikið fé heldur búum við við alvarlegan kennaraskort, sér- staklega í dreifbýlinu. Hvar ætlar þú að spara i skólakerf- inu? Það þarf að fara ofan í alla rekstr- arþætti ráðuneytanna. Við verðum að hafa í huga að eins og ástandið er í ríkisfjármálum verðum við að fresta ýmsu af því sem við vildum gjarnan sjá framkvæmt sem allra fyrst. Muntu beita þér fyrir meiri einka- væðingu í skólakerfinu, fleiri einkaskólum? „Einkavæðing" á fullan rétt á sér í skólakerfinu. Ég mótmæli hins Yfirheyrsla Haukur L. Hauksson vegar alveg að einkaskólar muni hafa í för með sér eitthvert val á nemendum þannig að einungis nemendur vel stæðra foreldra komist í þá. Slíkir skólar munu stuðla að samkeppni sem ríkisskól- amir hafa gott af. í nýjum lögum og reglum um skóla- starf eru gerðar auknar kröfur til kennara i starfi. Kennarar vilja að þessar auknu kröfur komi fram í hærri launum. Hvernig munt þú taka á þeim málum? Samningar við opinbera starfs- menn era ekki beint á mínu borði. Launamál kennara era áhyggju- efni út af fyrir sig og ég skil vel þeirra kjarabaráttu. Ég á enga ein- falda lausn á þessu máli og staðan til samninga er mjög þröng. Finnst þér eðlilegt að foreldrar taki þátt í pappirskostnaði skólanna með greiðslu svokallaðs pappírs- gjalds? Ég sé ekkert sem mælir gegn því að það sé greiddur sérstakur kostn- aður við hina ýmsu þjónustu sem veitt er. Þetta er ein leið til aö halda niðri skattheimtunni þar sem þeir borga fyrir þjónustuna sem njóta hennar. En auðvitað þarf þama að vera hóf á. Muntu beita þér fyrir því að virðis- aukaskattur af islenskri tónlist verði afnuminn? Við eram með þetta mál sérstak- lega til athugunar í ráðuneytinu. Þama þarf að verða breyting á. Forveri þinn í starfi setti á laggirn- ar nefnd til að selja íslenska menn- ingu og popptónlist erlendis. Held- ur starfsemi þeirrar nefndar áfram? Það hafði verið geíinn ákveðinn ádráttur um fjárstyrk í þessu skyni og ég á eftir að fara sérstaklega ofan í það mál. Ég er hér ekki sér- staklega til að svíkja loforð forvera míns. Orð skulu standa og halda skal gerða samninga. Ég gæti vel hugsað mér að hafa annað form á þessari markaðssetningu, vil hafa afskipti ráðuneytis og ráðherra í lágmarki. Verður byggingu Þjóðarbókhlöð- unnar lokið á kjörtímabilinu eða fer eignaskattsaukinn, sem lagður var á vegna byggingar hennar, áfram í ríkishítina? Það er raunalegt að á hveiju ári hefur stór hluti þessa skatts runnið beint í ríkissjóð. Nú er þessi skattur orðinn fastur og á féð að renna til viðhalds ýmissa opinberra bygg- inga. Þjóðarbókhlaðan á þó að hafa algeran forgang að þessum skatti þar til hún verður fullgerð. Sam- kvæmt tímaáætlun á byggingu Þjóðarbókhlöðu að vera lokið 1994. Bygging hennar var ákveðin 1974 og lágmark að 20 árum síðar verði þessu verki lokið. Miklar og kostnaðarsamar við- gerðir þurfa að fara fram á Þjóð- minjasafninu sem er hriplekt. Hve- nær fara þær framk væmdir af stað? Það er verið að vinna í málinu með íjármálaráöuneytinu en ég get ekki sagt hver niðurstaöan verður. Það vantar gífurlega íjármuni til þessa en ekki verður undan því vikist að laga húsið. Framkvæmdum við endurbygg- ingu Þjóðlekhússins er langt frá því lokið. Verður fé sett í þær fram- kvæmdir á næstunni? Það liggur ekki önnur ákvörðun fyrir en aö leggja fram 250 milljón- ir umfram það sem fjárlög ákváðu á þessu ári. Það veröur gert með fjáraukalögum í haust. Um frekara framhald get ég ekki sagt nú. SS-húsið í Laugarnesi var keypt undir listaháskóla. Hvenær mun hann taka til starfa? Því get ég ekki svarað. Frumvarp um hstaháskóla liggur í ráðuneyt- inu og verður allt endurskoðað. Það er enn spurning hvort sérstak- ur listaháskóli verður stofnaöur eða hvort um verði að ræða deild innan Háskólans. Ég mun meta þetta sérstaklega fyrir haustþingið. Það er áhugamál að koma húsinu í gagnið en það kostar hálfan millj- arð króna. Fyrir því var ekki séð við kaupin og lausn þess verkefnis bíður þessarar ríkisstjórnar eins og svo margt fleira. Ætlarðu að selja rás 2? Nei. Landsfundur Sjálftæöis- flokksins ályktaði aldrei að selja rás 2 heldur að athugað yrði hvort fela mætti öðrum en Ríkisútvarp- inu rekstur rásar 2. Á þessu tvennu er reginmunur. Annars er það mál ekki forgangsmál hjá mér. Muntu afturkalla einhverjar af ákvörðunum forvera þíns frá síð- ustu dögum fyrri rikisstjórnar? Nei. Ég hef einungis afurkallað skipan í nefnd sem í raun ekki var til. Gerðir Svavars síðustu dagana voru ekki vafasamar út frá laga- legu eða siöferðilegu sjónarmiöi eins og þær gerðir sem dómsmála- ráðherrann stóð frammi fyrir. En ég er óánægður með að allir sjóðir, sem ráöuneytiö ráðstafar, upp á nokkra tugi milljóna, skyldu vera tómir þegar ég kom í ráðuneytið. Það var búið að þurrka alla þessa sjóði upp og því lokið 29. og 30. apríl, tvo síðustu lífdaga fyrrver- andi ríkisstjómar. Þetta er óþægi- lega þröng staöa fyrir viðtakandi ráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.