Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. LAUg’aRDÁGÍÍr '8.' JÚNÍ' lWt1 Skallaaðgerðir hafnar hér á landi: „ H ægt að gera hálf- iö innundir hársvörðinn og þá situr þetta fast. Ég hef enga sérstaka reynslu af þvi en ég hef heyrt fólk tala vel um þetta. Stundum er beitt þeirri tækni að skera burt skallasvæði og sauma saman hárkantana, oft í nokkrum aðgerðum. Ég er lítið spenntur fyrir þeim aðgerðum því hárþynningin heldur áfram og hárið dettur af í kring um sauminn og eftir situr örið eftir skurðinn. Enn önnur aðferð við hárígræðslu er sú að ílytja flipa sem eiga líf sitt undir stórum æðum sem ganga eftir þeim miðjum. Þetta eru viðamiklar aðgerðir og tiltölulega lítið notaðar. Það fylgja þessum aðgerðum vanda- mái; saumarnir geta gefið sig. Það hefur komið fyrir þegar menn koma að utan eftir svona aðgerðir að upp koma vandamál sem við læknar á íslandi þurfum að grípa inn í og laga. Önnur aðferð er svokölluð veíja- þenslutækni. Þar er farið með sili- konbelg innundir ákveðið svæði, það blásið upp gríðarlega mikið og síðan fellt yflr skallann í áföngum. Það er blásið upp á einum til tveimur mán- uöum. Þessi aðferð er mikið notuö á sködduð svæði vegna slysa, eins og við bruna, með góðum árangri. Með henni er hægt að gera hálfgerð kraftaverk. Mikill peningasparnaður Það munar auðvitað óskaplega miklu fyrir menn að geta farið að heiman frá sér klukkan níu og verið komnir heim upp úr tólf, í stað þess að leggja í tímafrekar og kostnaðar- samar aðgerðir erlendis. Það eru ótvíræðir kostir sem fylgja því að láta gera þetta hér. Aftur á móti get- ur vel verið að sumum þyki það þægilegt að fara í ferðalag í einhverj- ar vikur og fá þessa aðgerð gerða. Þetta er feimnismál hjá mörgum. Þá eru þeir stikkfrí þennan tíma sem þeir annars yrðu að loka sig inni hér heima. Þessar aðgerðir hafa aldrei verið framkvæmdar inni á sjúkrahúsun- um. Okkar heilbrigðiskérfi er ekki þannig uppbyggt að að menn labbi inni í hið opinbera tryggingakerfi og fá þannig aðgerðir borgaðar. Þessar aðgerðir eru ekkert niðurgreiddar heldur algerlega greiddar af sjúkl- ingnum. Það eru ekki margir sem hafa not- fært sér þessa aðstöðu hér á landi og biðtími eins og er ekki langur. Þetta er og verður sennilega verkefni lýtalækna hér á landi. Fólk á að hafa eðlilegan umþóttunartíma eftir við- tal. íslenskir lýtalæknar eiga að geta annað algerlega þessum heimamark- aði án þess aö ég líti það einhverju hornauga þó að sjúklingar fari ann- að. Hárgreiðslumeistarar sem hafa haft milligöngu um ferðir í hár- græðslu erlendis, hafa eftir því sem ég best veit, staðið sómasamlega að þessu. Þeir kíkja á þá, skoða þá og dæma og fara með hópa út. Þar koma þeir fólki á framfæri við skurðlækna. I sumum tilfellum gefa þeir upp nöfn á læknum erlendis sem framkvæma svona aðgeröir. Aðgerðirnar verða þó alltaf mun ódýrari fyrir viðkom- andi ef þær eru framkvæmdar hér á landi því þá bætist ferðakostnaður- inn ekki við,“ sagði Rafn aö lokum. Frá hinu ríka til hins fátæka Fjölmargir íslenskir karlmenn eiga við skallavandamál að glíma. Sum- um er hjartanlega sama þó hárið sé að þynnast á toppnum en aðrir þjást vegna þessa. Þeir sem líður illa vegna þynningar hársvæða reyna ýmsar leiðir til úrbóta. Margir fá sér hár- toppa en þeir hafa ýmis óþægindi í fór með sér og eru oft áberandi. Aðr- ir leggja meira á sig og láta fram- kvæma á sér hárígræðslu. Það er kostnaðarsöm aðgerö og hefur þurft að sækja hana til útlanda. Það er ekki alkunna en skallaað- gerðir hafa verið framkvæmdar á Islandi í rúmt ár. Með því að láta gera hana hér á landi, gefur viðkom- andi sparað fjárhæöir sem nema jafnvel hundruðum þúsunda. Rafn Ragnarsson lýtalæknir hóf þessar aðgerðir hér á landi. Hann er mennt- aður í Svíþjóð og hafði stundað skallaaðgerðir þar í landi. Nokkuð er um liðið síðan Rafn kom frá námi sínu í Svíþjóð en hann hóf skallaað- gerðir fyrir um ári. „Ég kom til landsins fyrir tveimur árum og það var fyrir um ári sem ég framkvæmdi fyrstu hárígræðsl- una. Það eru aðallega lýtalæknar sem hafa séð um þessar aðgerðir og fleytt þeim í gegn um hin ýmsu þró- unarstig en ég er lýtalæknir. Ég var við nám í Svíþjóð og stund- aði skallaaðgerðir þar. Ég komst fyrst í kynni við þessar aðgerðir þeg- ar ég var að gera aðgerðir á fólki sem hefur farið illa út úr bruna. Maður býr þá til augabrúnir og græöir sköll- ótt svæði. Svæði sem þarf að laga upp á nýtt er hægt að eiga við með ýms- um hætti. Ég veit að markaðurinn hér er öðruvísi uppbyggður en erlendis. Af því að ég vissi að ég yrði mikið við þetta kíkti ég nánar á þessar venju- legu skallaaðgerðir á námstíma mín- um erlendis. Þær aðgerðir eru ná- tengdar hinum en aðgerðir vegna brunaskaða eru mun erfiðari við- fangsefni. Þegar um er að ræða hefð- bundnar skallaaðgerðir er verið að flytja svæöi frá hinu ríka til hins fá- tæka. í aðgerðum vegna bruna er ef til vill ekkert fyrir hendi til þess að flytja. Hvaðeina sem gert er og hve langan tíma sem þaö tekur þá er sjúklingur- inn mun þægilegri þegar einungis er um skallaaðgerðir að ræða. Aðgerðin verður að gerast nokkuð fyrirhafn- arlítið. Sjúklingurinn verður að komast út í atvinnulífið fljótt þannig að aðferðirnar sem maður notar við skallaaðgeröir eru annars eðlis. Maðurinn, sem sést á myndunum á síðunni, var í erfiðisvinnu sem hann svitnar í og þess vegna var æskilegt að hann tæki minnst viku frí frá störfum. Það er sá tími sem tekur að fleyta honum yfir erfiðasta hjallann. Það verður að tryggja það að hann fái öruggan hárinnvöxt og að hárið, sem maður flytur, lifi. Hann átti í erfiðleikum í Englandi þar sem hann fór fyrst í aðgerðir vegna skallamyndunar. Hann réð illa við enskuna en mikilvægt er, fyrir þá sem fara til útlanda, að kunna málið vel til að hægt sé að fara nákvæmlega eftir þeim leiðbein- ingum sem gefnar eru. Hann klæjaði í hársvörðinn og kroppaði eitthvað burtu af því sem grætt haföi verið Rafn Ragnarsson lýtalæknir við hárígræðsluna. I viðtalinu lýsir hann hvernig verkið er unnið, hár er tekið úr heilbrigðu svæði og flutt yfir í skalla- svæði. „Svæðið grær tiltölulega fljótt og eru merki um aðgerðina orðin mjög ógreinileg eftir vikutíma.“ á. Það eru eðlileg viðbrögð að klóra sér og nudda þegar mann klæjar, en má helst ekki í tilfellum sem þess- um,“ sagði Rafn. Margar aðferðir notaöar „Það eru nokkrar aðferðir notaðar við hárígræðslu. Það sem mest er notað í dag er svokallað punch grafts. Þaö eru teknir kónískir húðstansar úr efstu lögum húðarinnar niður í þær neðstu. Þeir innihalda hárin og hárrótina en ræturnar veröa nauð- synlega að fylgja með til þess að tryggja það að hárið lifi og vaxi eðli- legá. Teknir eru á bilinu 50-70 stansar sem innihalda 15-20 hár á hverja fjóra fermillimetra. Þau svæði eru yfirleitt sótt í vangann eða hnakk- ann. Það hár, sem grætt er á með stönsum, vex á eðlilegan hátt. Til þess að sjúklingur geti farið í stansa- aðgerð þarf hann að ganga í gegnum skoðun og til þess að aðgerð geti far- ið fram veröur að vera fyrir hendi hárberandi svæði með ríkulegum hárþéttleika sem maður sér í hendi sér að eigi ekki eftir að verða sköll- ótt. Annars yrði mikilli vinnu og peningum kastað á glæ. Við aðgerö er alltaf svæfingar- læknir á staðnum og hann sér um það að sjúklingnum líði vel á meðan. Það þarf ekki að svæfa sjúkhng, það er alger óþarfi en hann er slævður með róancfi lyfjum og verkjalyfjum þannig að hann verður ekkert var við það þegar hann er staðdeyfður í hársverðinum. Hársvörðurinn er staðdeyfður, bæði á þeim staö þar sem hár er fengið að láni og síðan einnig þar sem hárið á að fara. Þar verður að gera holur, eða kóníska stansa eins og við köllum það, til þess að fella niður þær torfur sem fengnar voru að láni (innsk blm: sjá nánar á skýringarmyndum). Það er gert í áföngum, ekki allt gert í einni aðgerð. Svæðið grær tiltölulega fljótt og eru merki um aðgerðina orðin mjög ógreinileg eftir vikutíma. Byrjað er á því að raka hársvörðinn þannig að upp úr standa stubbar, kannski svona 2-3 mm. Stubbarnir eru til leiðbeiningar til að sjá í hvaða átt hárið vex. Það er til þess að geta með sínum stans tekið hárið samsíða rót- inni svo hún verði ekki fyrir skemmdum eða sitji eftir. Þetta er þolinmæðisverk, en ekki mjög vandasamt tæknilega séð. Að- ferðin með stansana er þó ekki 100% örugg. Það er viðbúið að þurfi að lag- færa örlítið í framtíðinni ef skallinn heldur áfram að stækka eða ef mynd- ast óþægilega gisin svæði,“ sagði Rafn ennfremur. Skallasvæði skorið burt „Ein aðferðin sem ég hef ekkert verið í er græðsla gervihárs. Þá eru tekin þar til gerö hár með ankeri eða einhvers konar önglum og þfeim skot- gerð kraftaverk" i. 39 „Ég var átján ára þegar ég fann og sá að hárið var farið að þynnast tals- vert í hvirflinum. Faðir minn er sköllóttur og ég sór þess eið að verða ekki eins og hann. Mér skilst að skalli sé arfgengur,“ segir þrítugur maður sem hefur þrisvar farið í hárí- græðslu, nú síðast hjá íslenskum lýtalækni, Rafni Ragnarssyni, og er mjög ánægður með útkomuna. Þessi ungi maður er að öllum líkindum sá fyrsti sem fer í hárígræðslu hér á landi. „Líf mitt hefur gjörbreyst enda var ég í algjörri sálarflækju í mörg ár,“ segir þessi ungi maður. Þai* sem hann hefur engum sagt frá vanda- máli sínu áður fyrir utan lækna og ráðgjafa telur hann sig ekki geta komið fram undir fullu nafni. „Nán- ustu ættingjar, vinir og vinnufélagar hafa ekki hugmynd um þetta stríð mitt segir hann. Ég hef ekki þorað að segja neinum frá þessu og ekki orðað hárígræðsluna við nokkurn mann. Hins vegar er mér fullkunn- ugt um að íjöldamargir íslenskir karlmenn eru með sama vandamál, stööuga minnimáttarkennd vegna skallavandamála. Mig langar til að þeir frétti af því að hægt sé að gera þetta hér á landi,“ segir maöurinn ennfremur. Plataður með heilsulyfjum „Strax átján ára var ég farinn að skoða höfuðið gaumgæfilega í spegli og áhyggjurnar voru mig lifandi að Hann hafði eytt hundruðum þúsunda i hin ýmsu skallameðul, hárþvottaefni, vitamín, geislameðferð og tvær hár- igræðslur í London þegar hann komst í kynni við íslenskan lýtalækni sem leysti allar hans sálarflækjur sem hann hafði barist við í tólf ár. DV-mynd BG Tólf ára sálarflækja leyst: Iif mitt hefur gjörbreyst - segir þrítugur maður sem fór í fyrstu hárígræðsluna á íslandi drepa. Ég las allt sem ég komst yfir sem fjallaði um skalla og hvaö væri hægt að gera. Ég reyndi allt. Fyrst prófaöi ég alls kyns skallameðul sem seld eru og hárþvottaefni en ekkert dugði. Ég fór í heilsubúð og lét plata inn á mig vítamínum og meðulum fyrir ijörutíu þúsund krónur árið 1986 og eftir því sem afgreiðslukonan sagði áttu öll mín vandamál að leys- ast. Ég fór á strangan kúr með öllu þessu lyfjadóti en hárið hélt áfram að þynnast. Ætli ég hafi ekki tekið fiörutíu töflur á dag á meðan á þess- um kúr stóð en það var ekki fyrr en nokkru síðar sem ég sá aö ég hafði verið plataöur. Áhyggjur mínar uxu enn, ég var sífellt að skoða mig í spegli og velta málinu fyrir mér. Sennilega missti ég hárið mun fljótar af öllum þessum áhyggjum. Ég pukraðist með öll skallameðul sem fundust í bænum en enginn mátti vita af þessu áhyggjuefni mínu. Þetta var því orðið mjög sálrænt vandamál," heldur maðurinn áfram. Hárígræðsla í London „Árið 1988 sá ég auglýsingu um að hingað væri að koma sérfræðing- ur í hárígræðslu og hægt væri að panta tíma sem ég náttúrlega gerði. Áður hafði ég nefnilega prófað ein- hverja rándýra geislameðferð sem ekkert hafði að segja frekar en ann- að. Ég fékk viðtal við þennan útlenda lækni og farið var með þessa heim- sókn eins og mannsmorð. Enginn þeirra manna sem komu fengu að sjá hina þannig að þetta var eins og felu- leikur. Þessi læknir skoðaði mig og sagði að ég ætti mikla möguleika á hárígræðslu því ég væri með mjög þykkt og gott hár og myndi sennilega ekki missa það nema á hvirflinum og að ofan. Ennið var þó farið að hækka. Hann sagði að ég yrði að koma í minnst tvær aðgerðir. Ég fékk hins vegar nokkurt bakslag þegar ég heyrði um kostnaðinn en hver að- gerð mun hafa kostað mig um 250 þúsund krónur. Þetta var um mitt sumar en um haustið tók ég þá ákvörðun að reyna hárígræðsluna og fara til London. Ég kunni ekki orð í ensku en var lofað að það yrði séð um mig á allan hátt. Hörmuleg van- líðan í útlöndum Ég var sóttur á Heathrow-flug- völlinn og ekið með mig á gistiheim- ili sem var nokkuð út úr bænum. Mér leist ekki alveg á blikuna og var eiginlega dauðhræddur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór út fyrir land- steinana, kunni ekkert að tala, og var að fara í aðgerð sem ég var ekkert alltof viss um að myndi heppnast. Ég sagði fólkinu heima að ég væri að fara í vinnu út á land í stuttan tíma. Satt að segja leið mér hörmu- lega illa. Daginn eftir var ég sóttur og ekið með mig á læknastofuna þar sem átti að gera aðgerðina. Ég var svo yfirspenntur á taugum að það leið yfir mig í stólnum. Þar fyrir utan leist mér ekki alveg á starfsfólkið en mér hafði verið lofað aö maðurinn sem ég talaði við heima á íslandi myndi gera aðgerðina en svo var ekki. Aðgerðin var gerð og ég fór heim fimm dögum síðar. Ég býst við að vegna þess hversu taugaóstyrkur ég var hafi aðgerðin ekki heppnast mjög vel. Á heimleiðinni millilenti vélin í Glasgow og ég næstum missti af henni því ég var svo utan við mig. Þeirri vanlíðan sem fylgdi þessari ferö verður vart lýst með orðum. Ég vissi alltaf að ég yrði að fara í aðra aðgerð til London og ég gerði það. Sama sagan endurtók sig. Ég hafði engan að tala viö, gat ekki skil- ið orð sem læknirinn sagði og vissi því ekkert hvað hann var að gera eða hvað ég átti að passa. Nóttina eftir aðgerðina fær maður mikinn verk í höfuðið eftir öll götin og það er mjög óþægilegt að líða illa og geta ekki fengið stuðning frá nokkrum manni. Auöveldara á íslandi Tíminn líður og ég vissi að ég yrði að fara í þriðju aðgerðina. Hins vegar gat ég ekki hugsað mér það. Bæði er þetta mjög dýrt og einnig leist mér ekki á hvernig aðgerðin var framkvæmd. Á síðasta ári, þegar áhyggjurnar voru enn að fara með mig, hringdi ég í landlækni og spurði hvort ekki væri einhver læknir á ís- landi sem framkvæmdi hárígræðslu. Hann taldi svo ekki vera en það væri þá helst lýtalæknar. Ég fór í síma- skrána og sá þar nafn Rafns og fyrir algjöra tilviljun hringi ég í hann. Það kom i ljós þegar ég sagði honum alla mína sögu að Rafn hafði starfað við hárígræöslu erlendis og kunni því til verka. Hann bauð mér að panta tíma og koma til sín í skoðun sem ég gerði. Ég ætla ekki að lýsa því hvað það var á allan hátt miklu betra að koma til læknis sem skildi mig og ég hann. Mér leið strax mjög vel og treysti honum fullkomlega. Það var ákveðið að Rafn tæki aðgerðina að sér. Minni kostnaður Strax og ég settist i stólinn hjá Rafni fann ég að allt öðru vísi var staðið að öllu en ég hafði áður kynnst. Handtökin voru miklu traustari og ég fann að hægt var að treysta lækninum. Við gátum rætt saman og hann lýsti fyrir mér hvað hann var að gera. Ég var mjög ánægður með aðgerðina sem tókst mjög vel. Þar fyrir utan gat ég farið beint heim á eftir og hvílt mig sem er nauðsynlegt og notalegra en að kúldrast á einhverju gistiheimili. Að síðustu kostaði þessi aðgerð lítið brot af því sem hinar kostuðu. Því verður ekki neitað að peningamenn notfæra sér barnaskap og sálarflækjur þeirra manna sem líða vegna skallavanda- mála.“ Þessi ungi maður var staðráðinn í að missa ekki hárið og hefur staðiö við það þótt það hafi reynst honum heldur dýrt fiárhagslega. Hann á ekki von á að missa hárið eftir þessar aðgerðir og sálarflækjan er leyst. „Ef ég hefði ekki gert þetta væri ég bara með hárkraga núna en sköllóttur að ofan,“ segir hann. „Ég sé þó núna aö betra hefði verið að segja einhverjum frá þessu og tala um vandamáliö. Þaö er ekki nógu sniðugt að pukrast með slíka vanlíðan. Ég held að þetta sé ekkert til að skammast sín fyrir og líklegast myndi ég viðurkenna það núna að hafa farið í þessar aðgerðir ef ég yrði spurður. Mér finnst alveg sjálfsagt að menn leiti sér hjálpar við þessu eins og hverju öðru. Það má kannski líkja þessu við fegrunarað- gerðir sem margar konur fara í. Ef maður er óánægður með útlit sitt, líður fyrir það, en getur látið laga það, finnst mér að maður eigi að gera það.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.