Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Iþróttir_____________________ Öruggt hjá FH-ingum - Eyjamenn fengu skell í Kaplakrika Mjóikurbikarinn ÍK~Valur 1-2 (1-0) 1-0 Úlfar (4.), 1-1 Ágúst (68.), 1-2 Sævar (80.). Lið ÍK: Ragnar Bogi, Gunnar, Halldór, Ólafur Már, Helgi, Stefán (Steinar 89.), Úlfar (Rúnar 70.), Reynir, Þröstur, Ómar, Hörður Már. Lið Vals: Bjarni, Snævar, Gunn- laugur, Magni, Einar Páll, Sævar, Ágúst, Steinar, Þórður ( Antony Kari 69), Jón Grétar, Baldur (Gunnar Már 89.). Gul spjöld: Ómar (ÍK), Úlfar (ÍK), Eínar Páll (Val). Rauð spjöld: Engin. D.ómari: Egill Már Markússon og dæmdi ágætlega. Áhorfendur: 209. Skilyrði: Ágætur grasvöllur, hægur andvari og 16 stíga hiti. Fram-Víðjr 1-2 (0—1) 0-1 Grétar (10.), 1-1 Rfkharður (70.), 1-2 Sigurður (78.). Lið Fram: Birkir, Jón, Kristján, Pétur O., Viðar, Kristinn R., Ás- geir, Steinar, Baldur (Anton 83.), Jón Erling ( Pétur M. 83.), Ríkharð- ur. Lið Víðis: Gísii, Kiemens, Bjöm, Sigurður, Ólafur, Daníel, Guðjón, Sævar, Hlynur, Steinar, Grétar (Karl 83.) Gul spjöld: Sævar (Víðí), Grétar (Víöi). . Rauð spjöld: Engin. Dómari: Ólafur Ragnarsson, og var mjög góður. Áhorfendur: 600. Skilyröi: Fínasta veður og góöur grasvöllur. Leiftur-Þróttur N. 0-0 (0-0) (5-3 - vitaspyrnukeppni) 1-0 Aðalsteinn, 1-1 Sófus, 2-1 Sig- urbjöm, 3-1 Gunnlaugur, 3-2, Kristján, 4-2 Matthías, 4-3 Ey- steinn, 5-3 Þorlákur. Lið Leifturs: Rósberg, Friörik, Gunnlaugur, Aðalsteinn, Sigur- björn, Matthias, Guðjón (Bergur 80.), Friðgeir (Róbert 27.), Þorlák- ur, Stefán, Steingrímur. Liö Þróttar: ívar, Bjarni, Hörður, Guömundur, Eysteinn, Kristján, Sigurjón, Þráinn, Sófus, Örn, Kristinn. Guðl spjöld: Eysteinn (Leiftri), Öm (Leiftri). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Bragi Bergmann og dæmdi vel. Áhorfendur: 150. Skilyrði: Norðaustan vindur á annað markiö sem gerði mjög erf- itt fyrir og ágætur grasvöllur. FH-ÍBV 4-1 (3-0) 1-0 Hörður (12.), 2-0 Hallsteinn (14.), 3-0 Dervic (32.), 4-0 Pálmi (65.), 4-1 Jón Bragi (73.). _ Lið FH: Stefán, Ólafur J„ Bjöm, Ólafur K„ Halsteinn, Guðmundur Valur (Auðunn 79.), Þórhallur, Dervic, Pálmi (Kristján 74.), Andri, Hörður. Lið ÍBV: Adólf, Friðrik, Heimir, ELÍas, Lúðvík, Sigurður, Martin, Hlynur, Bergur (Jón Bragi 57.), Nökkvi (Huginn 61.), Amljótur, Leifur Geir. Gul spjöld: Dervic (FH), Leifur Geir (ÍBV). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Sæmundur Víglunds- son og dæmdi þokkalega. Áhorfendur: Um 400. Skilyrði: Um 16 stiga hiti, hægur andvari og góður grasvöliur. Bubka með heimsmet Sovétmaðurinn Sergei Bubka sló heimsmetiö í stangarstökki á móti á ítalíu í gærkvöldi. Bubka stökk 6,09 metra og sló þar með eigið heimsmet. -RR Höttur sigraöi Leikni, 5-2, í 4. deild í gærkvöldi. Mörk Hattar gerðu Jónatan Vilhjálmsson 2, Höröur Guðmundsson, Eysteínn Hauksson og Kári Hrafnkelsson en Jóhann Jóhannsson og Helgi Ingason mörk Leiknis. -MJ „Þetta var okkar besti leikur í langan tíma og ég hef trú á að hlut- irnir séu að koma hjá okkur. Hugarf- arið hefur batnað og liðsandinn er virkilega góður. Við ætlum okkur að fara aíla leiö í bikarnum og ég hef trú á að það takist," sagöi Hallsteinn Arnarson, besti leikmaður FH-inga í gærkvöldi en Hafnarfjaröaliðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum með öruggum sigri á Vestmannaeyingum, 4-1, í Kaplakrika. FH-ingar voru mun sterkari aðil- inn og léku mjög vel en Eyjamenn voru óvenju daprir. FH-ingar gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum með þremur mörkum. Það var eins og gestimir væru ekki komnir í land eftir flugferðina frá Eyjum því þeir voru hreinlega ekki með í leiknum framan af. Á 12. mínútu náðu FH- ingar forystunni þegar Hörður Magnússon skoraði af markteig og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Hallsteinn öðru markinu við eftir glæsilega sókn. Hafnfirðingar héldu áfram að sækja og Júgóslavinn Izud- in Dervic skoraði þriðja markið með glæsilegu skoti frá vítateigshorni á 32. mínútu. Staðan 3-0 í leikhléi og síðari hálf- leikur var nánast formsatriði. Eyja- 3. deildar lið Leifturs komst afram í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi með því að sigra Þrótt frá Neskaupstað, 5-3, eftir vítaspymukeppni á Ólafs- flrði. Markalaust var eftir venjuleg- an leiktíma og framlengingu. Leift- Ekkert verður af því að Jens Erik Rassmussen, færeyski landsliðsmað- urinn í knattspyrnu, leiki með Fylki í 2. deildinni í sumar. Rassmussen varð löglegur með Árbæjarliðinu 24. júní og var væntanlegur til landsins tveimur dögum síðar en hefur ekki sést. Að sögn Bergsveins Ólafssonar hjá Fylki telja menn þar á bæ nú fullvíst að sá færeyski láti ekki sjá sig. „Hann var búinn að koma og æfa með okkur og lofaði mjög góðu enda sprækur og marksækinn framheiji- Síðan fór hann út 4. júní til að fara með fær- menn komust ekkert áleiðis gegn FH-ingum sem fengu tvö dauðafæri áður en Pálmi Jónsson skoraði með skalla um miðjan síðari hálfleik eftir góðan undirbúning Hallsteins. Pálmi hefði getað verið búinn að skora þrennu áður í leiknum en misnotaði mjög góð marktækifæri. Eyjamenn náðu að klóra í bakkann þegar Jón Bragi Arnarsson skoraði með faUegu skoti frá vítateig sem hafnaði efst í marknetinu. Undir lokin fengu Eyja- menn tvö góð færi sem ekki nýttust en það skipti ekki sköpum því sigur FH-inga var í öruggri höfn. „Það er ekki spurning að betra lið- ið vann en við lékum ekki vel,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálfari Eyja- manna, eftir leikinn. FH-ingar léku líklega sinn besta leik í sumar. Hallsteinn átti frábæran leik og var yfirburðamaður á miðj- unni. Andri Marteinsson og Ólafur Jóhannesson áttu báðir mjög góðan leik og í heildina var liðið mjög sterkt. Eyjamenn voru slakir og léku þarna sinn annan tapleik á fjórum dögum. Elías Friðriksson og Hlynur Stefánsson voru einna skástir í liðinu í þessum leik. ursmenn skoruðu úr öllum 5 víta- spyrnum sínum en Þráinn Haralds- son, Þrótti, misnotaði spyrnu sína og það reyndist Norðfirðingum dýr- keypt. Leikurinn einkenndist af miklu roki á annað markið en Leifturs- menn voru betri aðilinn í heildina. eyska landsliðinu á Eyjaleikana, en svo virðist sem menn þar hafi tabð hann á að fara ekki til íslands. Við • erum með alla löglega pappíra í höndunum um félagaskipti hans, þó við höfum heyrt að Færeyingar telji þau ólögleg, og við viljum fá greiddan þann kostnaö sem við lögðum út í vegna hans, sem var um 300 þúsund krónur, auk þess sem ég lánaði hon- um persónulega til að hann kæmist meö færeyska landshðinu til Norð- ur-írlands í vor,“ sagði Bergsveinn. -VS -RR • Andri Marteinsson í baráttu við Eyjamann í gærkvöldi. DV-mynd GS Leiftursmenn áfram - eftir sigur á Þrótti 1 vítaspymukeppni Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Rassmussen ekki með - Færeyingurinn kemur ekki til Fylkis • Sævar Jónsson, Valsmaður, á hér í höggi við leikmann ÍK í bikarleiknum i gærkv eru komnir í 8-iiða úrsiit. Bikarmeistarar Vals lentu í vand „Þurftum fyrirhlut - sagði Ingi Björn Albertsson eftir „Ég er ánægður með að vera kominn áfram en við þurftum virkilega að hafa fyrir hlutunum. Við tókum okkur saman í andlitinu eftir fyrri hálíleikinn því við vissum að annars færi illa,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari bikarmeistara Vals, við DV eftir bikarleikinn við 3. deild- ar lið ÍK í gærkvöldi. Leikmenn ÍK kom ákveðnir í leikinn og voru staðráðnir í að selja sig dýrt. Eftir aðeins fjórar mínútur lá knötturinn í net- inu hjá landsliösmarkverðinum og Vals- menn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Úlfar Óttarsson fékk knöttinn við miðlínu og hafði énga samherja til að gefa á og ákvað því að gera hlutina sjálfur. Hann einfaldlega labbaði í gegnum Valsvörnina og skaut góðum jarðarbolta í hornið hjá Bjarna Sigurðssyni sem fékk ekki rönd við reist. Bjarni verður ekki sakaður um markið en Valsvörnin var grunsamlega sofandi í þetta skiptið. Nokkru seinna fékk Þórður Bogason gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Valsmenn en skot hans fyrir opnu marki fór framhjá þegar auðveldara virtist að skora. Ómar Jóhannsson átti gott skot úr aukaspymu fyrir ÍK sem Bjarni varði vel en þar með eru talin upp færi fyrri hálf- leiks. Sævar Jónsson átti reyndar þrumu- skot undir lok hálíleiksins en það endaði út fyrir hliðarlínuna í innkasti! ÍK-menn stóðu sig mjög vel í fyrri hálfleik og voru miklu baráttuglaðari en Valsmenn voru eins og höfuðlaus her og greinilega slegnir við að fá á sig markið. Eitthvað hefur Ingi Bjöm lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í leik- hléi því Valsmenn vora nánast óþekkjan- legir í seinni hálfleiknum. Strax í upphafi átti Magni Blöndal þrumuskot sem Ragn- ar Bogi Petersen varði á undraverðan hátt í horn og upp úr hornspyrnunni átti Gunnlaugur Einarsson gott skot en Ragn- ar Bogi var aftur vel á verði. Þórður Boga- son fékk einnig gott færi skömmu síðar þegar hann komst einn innfyrir en Ragnar Bogi sá við honum. Á 68. mínútu kom síðan vendipunktur leiksins. Hörður Már Magnússon átti þá fast skot á Valsmarkið sem Bjarni varði vel og bikarmeistararnir náðu skyndisókn sem endaði með jöfriunarmarkinu. Baldur Bragason fékk knöttinn innfyrir ÍK-vörn- ina og lék á Ragnar Boga og sendi á Ág- úst Gylfason sem hafði nægan tíma til að koma boltanum í netið. Við þetta var allur kraftur úr Kópavogshðinu og Valsmenn tóku öll völd á vellinum. Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en á 80. mínútu og var Sævar Jónsson þar að verki. Steinar Adolfsson braust þá upp að endamörkum hægra megin og sendi beint á kollinn á Sævar sem skallaöi boltann í netið af stuttu færi. Undir lokin fengu Valsmenn ágæt færi til að bæta við mörk- um. Baldur Bragason og Ágúst Gylfason áttu báðir góð skot sem Ragnar Bogi varð vel. Sigur Valsmanna var sanngjarn þrátt fyrir að leikmenn liðsins lékju bókstaflega illa í fyrri hálfleik. Liðið átti miklu fleiri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.