Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Qupperneq 4
I.AUGARDÁGUR 7. SEPTEMBER4991.
Fréttir i>v
Tekjuskerðing heimilanna vel á þriðja milljarð vegna þjónustugjalda ríkisstjómarinnar:
Heilbrigðisgjöld gef i
tvo milljarða í tekjuauka
Ráðstöfunartekjur heimilanna
munu skerðast um vel á þriðja millj-
arð eða um eitt prósentustig vegna
aukinna þjónustugjalda hjá ríkinu.
Þá mun verðlag hækka um tæplega
eitt prósent.
Ejármálaráðherra hefur verið falið
af stjómarflokkunum að útfæra þær
hugmyndir sem komið hafa fram og
leitt geta til tekjuauka hjá ríkissjóði.
Samkvæmt heimildum DV felast þær
fyrst og fremst í því að auka tekjur
stofnana ríkisins með því að auka
kostnaðarþátttöku þeirra sem þjón-
ustunnar njóta. Þær snúa fyrst og
fremst að almenningi en lítið sem
ekkert að fyrirtækjunum í landinu.
Ekki er lengur gert ráð fyrir að
færa skólagjöld sem sértekjur á fjár-
lögum næsta árs en engu að siöur
munu þau leiða til allt að 150 milljóna
skerðingar á framlögum til skólanna.
Lækkun niðurgreiðslna á landbún-
aðarvörum mun leiða til 100 milljón
króna kostnaðarauka hjá almenn-
ingi. Hækkun á gjöldum tengdum
dómsmálaráöuneytinu, svo sem
þinglýsingum og veðbókarvottorð-
um, mun skila ríkissjóði minnst 100
milljónum. Þá er gert ráð fyrir að
Póstur og sími skili allt að 400 millj-
ónum í auknar tekjur vegna hækk-
ana og spamaðarráðstafana hjá
stofnunni.
Tveir milijarðar
úr heilbrigðisgeiranum
Innan heilbrigðiskerfisins gerir
ríkisstjórnin ráð fyrir að auka megi
tekjur ríkissjóðs mest eða um tvo
milljarða. Þar af mun 500 króna
gjaldtaka á heilsugæslustöðvum
skila ríkissjóði hátt í 400 milljónum.
Allt að 500 milljónum á að ná með
gjöldum á öldrunarstofnunum ríkis-
ins sem sveitarfélög greiði. Á annað
-hundrað milljónum er áætlað að ná
með 67 prósent hækkun á göngu-
deildargjaldi. Gjaldið myndi þá
hækka úr 900 krónum í 1500. Sama
hækkun er einnig ráðgerð varðandi
sérfræðingagjöld.
Þá er hugmyndin aö auka tekjur
ríkissjóðs innan heilbrigöiskerfisins
um minnst 300 milljónir með aukinni
þátttöku barna og ellilífeyrisþega í
tannlæknakostnaði og aðrar hundr-
að milljónir með leigu á hjálpartækj-
um og öðrum sjúkrahúskostnaði.
Upphaflega var einnig gert ráð fyrir
að tekjutenging lífeyris og fæöingar-
orlofs myndi f^era ríkissjóði hátt í 700
milljónir í tekjur en vegna andstöðu
félagsmálaráðherra er nú einungis
gert ráö fyrir um 400 milljónum
vegna þessa. Óljóst er enn hversu
miklum tekjum ríkið nær með auk-
inni þátttöku almennings í lyfja-
kostnaði.
Á sviði félagsmála er ekki gert ráð
fyrir miklum tekjuauka vegna auk-
inna þjónustugjalda. Þó er gert ráð
fyrir að sérstakt ábyrgöargjald á
launum muni skila ríkissjóði minnst
250 milljónum í tekjur.
Samtals gerir ríkisstjórnin ráð fyr-
ir að innheimta eitthvað á fjórða
milljarð með auknum þjónustugjöld-
um. Á móti kemur hins vegar niður-
felling á jöfnunargjaldi vegna inn-
fluttra vara um næstu áramót. Að
óbreyttu hefðu þau skilað ríkissjóði
hátt í milljarði í tekjur.
-kaa
Það var Ijótt um aö litast á bænum Vatnsholti í Villingaholtshreppi eftir eldinn sem geisaði þar í gærmorgun og frá
var sagt I DV í gær. öll útihús, fjós, hlaða, mjólkurhús og súrheysturn, brunnu til kaldra kola. Hross voru úti en
6-7 þúsund heybaggar urðu eldinum að bráð. Bóndinn, Páll Árnason, horfði á ósköpin og gat litið að gert. Hann
vildi þakka slökkviliðinu á Selfossi fyrir erfitt slökkvistarf, það hefði gert það sem það gat og vel það. Enn er óvist
um eldsupptök. DV-mynd Kristján Einarsson
Leyfílegt að veiða síld:
Takmarkanir á magni
í bræðslu af numdar
„Það lítur alveg þokkalega út með
síldveiðarnar í ár. Hlutfall stórrar
síldar virðist vera hærra en í meðal-
ári. Hins vegar væri mjög óvenjulegt
að hún væri komin í veiðanlegt
ástand svo snemma hausts. Það er
ekki fyrr en í október að síldin fer
að mynda þokklegar torfur. En það
geta náttúrlega verið undantekning-
ar á því,“ segir Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar.
Frá og með síðustu mánaöamótum
var leyfilegí að veiða síld og er kvót-
inn 110 þúsund tonn. Síldarvertíðin
hefur verið lengd frá síðasta ári en
þá hófst hún í október og henni lauk
um áramót. Nú verður hins vegar
leyfilegt að veiða síldina til 1. mars.
Á síðustu vertíð veiddust um 90
þúsund tonn af síld. Þar af fóru 40
þúsund í bræðslu, 30 þúsund tonn í
frystingu og 20 þúsund tonn voru
sölutuð.
„Við funduðum með hagsmunaað-
ilum í fyrradag um síldveiöarnar á
þessari vertíð. Það var rólegur fund-
ur. Vertíðin hefur veriö lengd og til-
gangurinn með því er að menn geti
farið út í ýmiss konar sérvinnslu.
Það er verið að athuga með að vinna
síldina hægar og vinna hana í ýms-
um fituflokkum.
Sölumálin voru einnig til umræðu
en allar forsendur á sölu á unninni
síld eru breyttar eftir að Rússlands-
markaðurinn hrundi og því vilja
menn leita leiöa til að nýta síldina á
nýjan hátt til vinnslu," segir Jón B.
Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu.
„Það hafa verið takmarkanir á því
hve mikið mætti bræða af síld og þær
hafa nú verið afnumdar.
Menn vita ekkert hvernig sala á
síld til Rússlands þróast, því er veriö
að reyna að selja síld tíl Póllands.
Það er hins vegar ekki búið að ganga
frá sölu á nema örlitlu magni af síld
í ár.
Það er búist viö aö það fari svipað
hlutfall af síld í bræðslu, söltun og
frystingu og í fyrra. Þó vona menn
að það verði fryst heldur meira af
síld en á síðustu vertíð því það eru
einhverjar væntingar um sölu á
frystri síld til Japans í ár,“ sagði Jón
B. Jónasson. „Hafrannsóknastofnun
hefur ekki kannað síldarstofninn síð-
an í febrúar og það verður ekki far-
inn rannsóknarleiðangur fyrr en í
nóvember. En ég reikna með að það
komi fljótlega fréttir frá sjómönnum
hvar hafi orðiö vart viö síld. Það
fréttist til dæmis nýlega af síld í ísa-
fjarðardjúpi og áður hafði stofnunin
haft spurnir af henni í Húnaflóa,"
segir Jakob.
-J.Mar
Sumarauki veöurguða:
Miðsumarblíða
á Austfjörðum
- hitinn á Dalatanga mældist 23 stig
21 stigs hiti mældist á Reyðarfirði
og Egilsstööum í gærdag og á Fagur-
hólsmýri og Vopnafirði náði hitinn
20 gráðum. Þetta góða veður náði frá
norðaustanverðu landinu og alla leið
að suðausturhorninu. Á Höfn í
Homafirði var svipaöur hiti og nán-
ast logn, sem þykja tíðindi á þeim
bæ. Fólk var að vonum í sólskins-
skapi á þessum stöðum öllum.
Veðurfræðingur sagöi DV að loftiö,
sem kæmi að landinu, væri jafnheitt
frá sjó og upp í 3000 metra hæð. Há-
lendiö hleypti kaldara loftinu ekki
áfrám og því fengju Austfirðingar
glampandi sólskin.
Búist er við svipúðu veðri yfir helg-
ina en eftir helgi er smávon til að
glaðni yfir suðvesturhorninu, þó
ekki með eins háum hita.
Merkilegustu töluna sagði veður-
fræðingurinn vera 23 stiga hita sem
mældist á Dalatanga aðfaranótt mið-
vikudags. -hlh
Nýr rektor háskólans
er á móti skólagjöldum
Nýr háskólarektor, Sveinbjörn
Björnsson, tók formlega við af Sig-
mundi Guðbjarnasyni síðastliðinn
fimmtudag, að viðstöddu fjölmenni.
í ávarpi hins nýja rektors kom m.a.
fram að hann telur ekki ráðlegt að
lögð verði skólagjöld á nemendur
Háskólans til að mæta skertum
rekstrarfjárveitingum til skólans.
„Reynsla af slíkum gjöldum er að
þau fara hækkandi með tímanum og
geta orðið veruleg hindrum fyrir
efnaminni stúdenta og bammargar
ijölskyldur," sagði Sveinbjörn.
í ávarpinu kom ennfremur fram
aö hinn nýi rektor telur að bæta
þurfi launakjör háskólamanna og
aðstöðu til náms, að styrkja þurfi
stöðu Happdrættis Háskólans og
auka miðlun þekkingar til almenn-
ings.
-ingo
Kumho-rallið hófst við Perluna á Öskjuhlið seinnipartinn i gaer. Meðal þátt-
takenda eru nokkrir þekktir erlendir rallkappar. Þeirra frægastur mun vera
Finninn Saku Vierimaaasem hér sést ásamt aðstoðarmanni sinum, Hasse
Kallström. DV-mynd Hanna