Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Page 11
l.AUGARDAGUR 7. SR!>TRMRER 1991.
11
Vísnaþáttur
Hvað er skáld?
Stephan G. svarar
Mislengi og skært ljómar frægð-
arsól afreksmanna samtímans. En
þegar þeir eru allir líður oftast
furðu skammur tími, uns fokið
hefur í sporin. Aðeins örsjaldan eru
nöfn þeirra nefnd. Aðrir nýir eru
komnir í sviðsljósið. Þetta á ekki
síst við stjórnmálamennina og
skáldin. Einstaka sinnum er þó
varpað fræðimannsglætu á ein-
staka menn. Síöan sækir aftur í
sama farið. Hvem skyldi nú t.d.
muna um það að fá að koma í svona
vísnaþætti, þótt haganlega hafi
ótvírætt komið fyrir sig orði í ein-
földustu og yflrlætislausustu gerð
skáldskapar, ferhendri vísu?
Fátæki alþýðupilturinn, Stefán
Guömundsson, sem fylgdi foreldr-
um sínum til Vesturheims árið 1873
og gerðist þar landnemi átti ekki
afturkvæmt til ættjarðarinnar,
nema einu sinni í stuttri heimsókn
árið 1917.
Hann var fæddur Skagfirðingur
1853 og dó í íslendingabyggðum í
Kanada 1927. Þá eitt af höfuðskáld-
um íslands. Hann ritaði, sem kunn-
ugt er, nafn sitt svo sem betur hent-
aði á erlenda vísu: Stephan G. Step-
hansson. Til hans hef ég leitað oft
áður. Mun halda mig við fyrstu
visur hans að þessu sinni.
Skagafjörður kvaddur
Ég kveð þig, fríði Pjörður minn,
og fjallahlíð með snjóinn sinn,
og litla býlið við blásinn mel,
sem börðin skýla. Farið vel.
1869
Sigvaldi Jónsson bama-
kennari
Hljómum fækkar héraðsljóða,
handrit versna um Skagafjörð -
sveitarskáldið fjölvits fróða
fór í vörð hjá þögn og jörð.
1879
Egill Gottskálksson frá
Skarðsá
Þessi vísa mun vera ort snemma
á ferh Stephans, en ekkert ártal er
við hana. Þáttamaður veit ekki á
honum deih.
Bernsku minni í bókaleit
bjargaði vit þitt fróða -
frá þér erfði okkar sveit
ævisögu góða.
Giska má á að hér sé ekki um að
ræða ævisögu, sem Egill hefur rit-
að, heldur líf hans sem skáldið
minnist í vísunni.
1875, þá eru aðeins tvö ár síðan
Stephan hvarf frá íslandi:
Tötrughypja
Hypjuð, rifuð, rykkt og skæld,
ræflakistla ber hún.
Títupijónum negld og næld
niður og saman er hún.
Vísnaþáttur
Hér er greinilega lýst fátæklegri
mannkind, sem fyrir augu hefur
borið í nýju heimkynnunum, orða-
lagið er höfundi líkt, eins og það
varö löngum. Næsta vísa er sótt til
eigin hugrenninga, nýtt endurmat.
Framþróun
í æsku tók ég eins og barn
alheimskunnar trúna.
Með aldri varð ég efagjarn.
Engu trúi ég núna.
Amerísktorðtak
hljóðar svo: „Hver fyrir sjálfan sig.
Andskotinn á þann aftasta". Þessi
vísa er ort 1876. Þá hefur hinn ungi
sveitapiltur kynnst hugsunar-
hætti, sem var honum framandi í
fyrri heimkynnum, þar sem flestir
voru fátækir og hjálparþurfi og
sjálfsagt þótti að líkna náunga sín-
um, ef unnt var. þarna var allt
harðara og ómanneskjulegra. En
að þessu leyti reyndist Stephan
sjálfum sér og uppeldi heimahag-
anna fornu trúr. Hann orti nú:
Mér þó hrolls í hjartaþrá
hreður olli kífsins,
í fanta solh flýgst ég á
í forarpollum lífsins.
Þessi vísa er ort undir dýrara
hætti en hinar fyrri og hugsunin
þess vegna ekki jafnljós og áður.
En hún er athyglisverð. Margs
konar siðferðis og trúarlegum
kenningum héldu landar hans og
nýtir predikarar fram. Stephan
hugsaði sitt.
íslenskur menntamaður í Dan-
mörku, sem tók sér ættarnafnið
Repp, andmælti á sínum tíma þeim
hugsunarhætti, sem hér er vikið
að í vísu Stephans frá árinu 1884.
Vertu aldrei vinnumaður
varmennskunnar,
þó hún bjóði gull og goðorö
gamh Hreppur setti í boðorð.
Pólitískjarðyrkja
Pólitíska ekru yr
embættanna plógur.
Honum gefa bikkjur byr
báðar, skjah og rógur.
Þarna glápir þorri manns.
Þegar svo er búið:
Sannleik, frelsi, fjárhag lands
í flag er öllu snúið.
1896
Vel gæti maður hugsað að þarna
væri Stephan að yrkja um íslenska
heimapólitík síns tíma.
Vísur Stephans í þessum þætti
eru ahar teknar úr fyrsta bindi
ljóðasafns hans, Andvökur, sem
Menningarsjóður gaf út í umsjá
Þorkells Jóhannessonar prófessors
á árunum 1955-56. Hér eru aðeins
þær vísur, sem ortar eru undir
okkar alþýölega hætti, sem okkar
þáttur er helgaður, geng þá auðvit-
að framhjá öllum hátíðlegri ljóðum
skáldsins. Ekki farið lengra fram í
tímann að þessu sinni en til alda-
móta.
Bæti hér við tilvitnun í aðeins
eldra kvæði, sem heitir Uppörfun:
Lát óskelfdur heimsku hof
háðs í eldi brenna -
miskunn veldu og manndáð lof
meðan veldur penna.
Hvað erskáld?
Hvað sé skáld? Spyr þú að því.
Þama er einkunn talin:
Það er djúpur eldur í
ösku þunnri falinn.
í blæ, sem varla bærði rós,
blossa kann og funa,
kveikja hita, líf og ljós -
líka kannske bruna.
1892
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi
Söngfólk - kór
Við Laugarneskirkju starfar 35^10 manna kór (stjórn-
andi er Ronald V. Turner) sem getur bætt við sig söng-
fólki í vetur.
Við leitum að 3-A tenórum, 3-4 bössum og 2-3 altrödd-
um. Æskilegt að umsækjendur hafi grunnþekkingu í
nótnalestri. Meðal verkefna vetrarins verða Requiem
eftir Gabriel Fauré, mótettur eftir Palestrina Byrd og
fleiri verk. Boðið verður upp á söngkennslu að kostn-
aðarlausu í einkatíma eða smáhópum.
Æfingar eru á miðvikudagskvöldum. Upplýsingar gefa
Ron í síma 32518 (eða 679422) og Sigríður í síma 36842.
LÖGREGLUSTÖÐ Á AKRANESI
INNRÉTTING 1. ÁFANGI
Tilboð óskast í innanhússfrágang lögreglustöðvar á Akranesi.
Verkið nær til rifs og múrbrots innanhúss, lagnakerfa, glugga-
og útihurðasmíði, nýrra útveggja, frágangs innanhúss, svo og
ýmiss búnaðar.
Grunnflötur stöðvarinnar er um 410 m2.
Verktími er til 1. apríl 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja-
vík, til og með fimmtudeginum 19. september gegn 10.000,- kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu IR, Borgartúni 7, þriðjudaginn
24. september 1991 kl. 11.00.
II\II\1KAUPAST0FI\IUI\I RÍKISINS
BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK
INNANHÚSS-
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriftum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn .........................
Heimilisfang .........y.............
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks 234
2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark
r
INNKAUPAPARADIS FRA ÞYSKALANDI
MADELEINE
ICH MAG'S ICH TRAG'S
T0P-SH0P
QUELLE
Tískulisti með
óvenjulega glæsi-
legum fatnaði fyrir
konur. Ótrúlega fal-
leg hönnun sem
uppfyllir óskir um
það allra besta.
Pöntunarlína
91-50200
Gæðavörur frá Þýskalandi
Allar vörurnar frá Quelle standast hina ströngu,
þýsku gæðastaðla um efni og framleiðslu eða
gera jafnvel betur.
Ef þú þarft fallegan
kvenfatnað í stórum
númerum þá er þetta
listinn. Fallegur fatn-
aður i númerum til
54 fyrir kvenfólk á
öllum aldri. Nýtisku
fatnaður í númerum
sem passa.
Listinn fyrir unga
fólkið. Skemmtilegur
og frísklegur fatnað-
ur. Klæðnaður fyrir
öll möguleg tæki-
færi. Þetta er listinn
fyrir táninga sem
vilja sérstakan fatn-
að.
inn
kauP
án
allrar
€luelle
Þýskt táknar
í^'
STÆRSTA POSTVERSLUN EVROPU
VERSLUN OG AFGREIÐSLA, HJALLAHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI.
SÍMI 91-50200
Fjölskyldulistinn,
50.000 vörunúmer á
1300 bls. Ótrúlegt
vöruúrval: fatnaður,
heimilisvara, leik-
föng, raftæki o.fl.
ö.fl. Inneignarseðill,
ísl. þýðingarlisti og
falleg gjöf fylgir list-
anum. Gæði og gott
verðeinkenna þenn-
an einstaka vörulista.
Pöntunarlína
91-50200
Hægstætt verð.
Quelle-verðið er mælikvarði á hagstæð innkaup.