Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. Veiðivon Gengið meó bökkum Bjamadalsár 1 Borgarfírði Kíkt eftir fiski við Bjarnadalsá sem er víða falleg. Hún Eva Jónsdóttir reynir við laxa í Neðri-Johnsson í Kjarrá í Borgar- firði á stærri myndinni en á þeirri minni heidur hún á þremur löxum úr ánni. Góður árangur það hjá Evu. DV-mynd GSS Þær eru margar fallegar veiðiárnar sem veiðimenn renna í þessa dagana, en þó veiðist ekki alltaf mikið af fiski í sumum þeirra þó í þeim sé að finna marga góða veiðistaði. Ein af þeim veiðiám sem fellur vel undir þetta tal er Bjamadalsá sem rennur um Bjamadal fyrir vestan Baulu í Borgarfirði. Upptök hennar eru í austurátt frá Bröttubrekku þar sem heitir Fossskarö. Bjarnadalsá rennur um djúpt ár- gljúfur fyrir vestan og ofan bæinn í Dalsmynni. Eru í þessu gljúfri all- margir fallegir veiðistaðir en frekar er erfitt að komast að þeim. í Bjama- dalsá gengur eitthvaö af laxi. Fyrir skömmu fengum við okkur labbitúr með Bjarnadalsá til að kíkja eftir laxi en ekki sást fiskur. Áin er feiknalega falleg á mörgum stöðum en líklega verður að laga ána þar sem hún fellur í Norðurá. Á haustin gengur örugglega eitt- hvaö af laxi í ána en þá er bara veiði- tíminn úti og það gagnar ekki fyrir veiðimenn. Vigalegur klettur við ána. DV-myndir G.Bender En sjón er sögu ríkari og labbitúr með ánni er stórskemmtilegur. Heimild: Norðurá fegurst áa eftir Björn J. Blöndal. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Slysið Maður nokkur, alblóðugur í framan, staulaðist eitt sinn inn á Læknavaktina í Reykjavík. Hjúkrunarkonan í móttökunni kÉdlaði strax á lækni en spurði manninn síðan að nafni. „Indriöi Jónsson heiti ég,“ svar- aði tnaðurinn sársaukafullum rómi. „Eruð þér giftur?“ spuröi hjúkrunarkonan. „Já,“ umlaði manngreyiö, „en í þetta skiptið var það vörubíll sem keyrði á mig.“ Uglan Úr ritgerð ungs nemanda um ugluna: „Uglan er fugl sem sér ekki dagsins ljós nema á næturnar." Ekld alltaf beóið Prestur einn á Austflörðum spurðí eitt sinn unga stúlku að því hvort hún bæði ekki til guðs á hverju kvöldi. „Nei, stundum langar mig bara alls ekki í neitt,“ svaraði sú stutta um hæl. Fleygur fugl Frúin var að leika á pianó og söng hástöfum: „Væri ég fleygur fugl...“ Og eiginmaðurinn muldraði: „Þá myndi ég hleypa kettinum inn.“ Vegurinn Á landafræðipróft í 5. bekk í Hafnarfirði fyrir „okkrum árum var ein spurningin'svohljóðandi: „Hver er aðaiatvinnuvegur Hafiifírðinga?" Nemandi nokkur misskildi spuminguna allhrapallega og svaraðL „Reykjavikurvegurinn." Finnur þú fimm breytingai? 120 Hvað heldur þú aö fjármálaráöherrann segi? Fækkun útlána eöa var- færni í fjárfestingum og svo framvegis, og svo framvegis... Heimilisfang: ©PIB COPINHACf N ©PIB COPINHACIN Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur aö verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 120 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og átjándu getraun reynd- ust vera: 1. Matthildur Óskarsdóttir Faxabraut 380 230 Keflavík 2. Valgerður A. Jónsdóttir Safamýri 11 108 Reykjavík Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.