Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Page 29
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1691.
41
pv_________________Sérstæð sakamál
Óupplýst faðemi
Eftir að eiginkona Reeses Apple-
ton lést af krabbameini árið 1979
leitaði hann huggunar í kirkju-
sókn. Líf hans og dótturinnar,
Penny, í Clayton í Missouri í
Bandaríkjunum, var viðburðalítið
og margir hefðu vafalaust talið það
í daufara lagi, en í maí 1986 varð
skyndileg breyting á því.
Presturinn kemur
á ný í heimsókn
Þann 25. maí kom Peter Venn,
sóknarpresturinn sem var þrjátíu
og átta ára, enn einu sinni í heim-
sókn til Appletonfeðginanna. Hann
bjó í grannbænum Carsonville sem
er í aðeins fárra kílómetra fjarlægð
frá heimili þeirra. Venn hafði um
árabil þekkt feðginin og segja mátti
að um þetta leyti hafi hann í raun
verið orðinn heimilisvinur enda
hafði hann verið Penny sem eldri
bróðir fyrst eftir að móðir hennar
dó. Hafði Penny aðeins verið fjórt-
án ára þegar hún lést.
Penny hafði tekið til kvöldmat
fyrir komu hans og borið hann á
borö. En þegar hún var hálfnuð
með matinn stóð hún skyndilega
upp og bað mennina um að hafa
sig afsakaða. Hún sagðist vera lasin
og ætla að leggja sig. Þá vantaði
klukkuna stundarfjórðung í átta.
Faðir hennar og séra Venn héldu
áfram að borða en að loknum máls-
verði settust þeir við spil.
Þegar klukkan var orðin ellefu
leit Venn á úrið og hafði á orði að
hann þýrfti að halda heim því hann
ætlaði í sjúkrahúsvitjun næsta
morgun. Reese Appleton fylgdi
honum til dyra. Hann veifaði til
hans er hann ók burt en læsti síðan
hurðinni og hugaði að því allir
gluggar væru lokaðir.
Vaknaði við hátt óp
Reese ætlaði að bjóða dóttur sinni
góða nótt en er hann kom upp á
efri hæðina sá hann að hún var
búin að slökkva ljósið í herbergi
sínu. Hann hélt því inn í eigið
svefnherbergi og fór að lesa. Ekki
hafði hann þó lesið lengi er svefn-
höfgi kom yfir hann. Hann slökkti
því ljósið og fór að sofa.
Ekki vissi Reese hve lengi hann
hafði sofið þegar hann hrökk upp
við hátt óp. Hann leit á úrið og sá
að klukkan var um eitt. í fyrstu
áttaði hann sig ekki á því hvað um
var að vera en svo heyrði hann að
það var Penny sem var að æpa.
Reese leit svo á að óboðinn gestur
væri kominn í húsið. Hann stökk
út úr rúminu, opnaði skúffu í nátt-
borðinu og tók fram skammbyssu.
Með hana í hendinni hljóp hann
inn í svefnherbergi dóttur sinnar.
Myrkur var í herberginu en við
gluggann stóð einhver dökkklædd
vera. Án þess að hika lyfti Reese
skammbyssunni og skaut þremur
skotum. Veran féll á gólfið. Reese
kveikti síðan ljós og sér til skelfmg-
ar sá hann að maðurinn sem lá á
gólfmu í blóöi sínu var enginn ann-
ar en sóknarpresturinn, Peter
Venn. Hann var látinn.
„Martröð"
Er Reese hafði horft á hkið um
stund fór hann í símann og hringdi
á sjúkrabíl. „Það hefur gerst dálítið
hræðilegt," sagði hann. „Það varð
slys. Hræðilegt slys.“
Rannsóknarlögreglumenn komu
á vettvang skömmu síðar og þá
sagði Reese þeim að það fyrsta sem
hann hefði sagt þegar hann sá
hvem hann haíði skotið hefði ver-
ið: „Það vildi ég að þetta væri mar-
tröð.“
Hann sagði síðan þá sögu sem
gerst hefði sem sögð er hér að fram-
Reese Appleton.
an. En var hún sönn? Þegar rann-
sóknarlögreglumennirnir fóru að
kynna sér alla málavexti kom
ýmislegt fram sem benti til þess að
svo væri ekki. Ásæknasta spurn-
ingin var þessi: „Hvað var Peter
Venn að gera í herbergi Penny um
miðja nótt?“
„Eg hafði ekki hugmynd um að
hann væri þar,“ sagði Penny. „Ég
vaknaði bara við eitthvert þrusk."
Hún sagðist svo hafa séð mann
standa við gluggann og hafa æpt.
En þar eð ekki var ljós í herberginu
þegar faðir hennar kom hlaupandi
hefði hún, ekki frekar en hann,
getað séö hver óboðni gesturinn
var.
Laug Penny?
Þótt rannsóknarlögreglumenn-
irnir yrðu að láta sem þeir tryðu
skýringu Penny var þeim ljóst að
ekki væri hægt taka hana með öllu
trúanlega. Svar yrði að fást við þvi
hvers vegna Peter Venn hefði kom-
ið aftur til hússins og hvernig hann
hefði komist inn. Allar dyr áttu að
vera lokaðar sem og gluggar. Hafði
hann haft lykil?
Reese neitaði því að Venn hefði
haft lykil. Þess vegna fannst lög-
reglumönnunum að Penny hlyti að
hafa sagt ósatt. Hún hlaut að hafa
opnað fyrir Venn. En hvers vegna
hafði hún gert það? Gat verið að
þau hefðu verið elskendur án þess
aö faðir hennar hefði vitað það?
Það gat skýrt að hún hefði hleypt
honum inn en ekki að hún skyldi
hafa æpt. Því var ákveðið að kanna
betur lifnaðarhætti Penny.
Þaö vakti verulega athygh þegar
í ljós kom að Penny hafði verið trú-
lofuð ungum manni, en hálfum
mánuði áður en Venn var skotinn
til bana í svefnherbergi hennar
hafði trúlofuninni verið slitið.
Hafði brúðkaupsdagurinn þó verið
ákveðinn. Ungi maðurinn hét Lee
Dunnell.
Lee Dunnell.
Hélthún
fram hjá Dunnell?
Rannsóknarlögreglumenn héldu
nú heim til Lees Dunnell og báðu
hann um að gefa á því skýringu að
Penny hefði hætt við að giftast hon-
um.
„Hvers vegna Penny hætti við að
giftast mér?“ sagði hann. „Það var
ég sem hætti við að kvænast henni.
Ég er ekki sá bjáni að ganga að eiga
konu sem er með barni annars
manns."
Þessar fréttir urðu að sjálfsögðu
til að auka mjög á grunsemdir lög-
reglumannanna. En hvernig gat
Lee Dunnell vitað að hann var ekki
faðir barnsins sem hann sagði að
hún gengi með.
„Það er einfalt mál,“ svaraði
hann þegar hann var spurður að
því. „Slæm hettusótt gerði mig
ófjróan." Hann sagðist þó aldrei
hafa sagt Penny frá því þar eð hann
vissi að hana langaði til að eignast
börn. Nú sagðist hann aftur á móti
vera glaður yfir því að hann hefði
ekki gert það. Það hefði orðið til
þess að í ljós hefði komið að hún
var honum ótrú.
Þegar Lee var aö því spurður
hvort hann hefði þekkt Peter Venn
sagöi hann svo hafa verið. Reyndar
hefði hann leitað til hans þegar
hann hefði fengið að vita að Penny
var ólétt. Hann hefði þá spurt
prestinn hvað hann ætti að gera. ■
Hefði Venn sagt sér að kvænast
Penny því í rauninni væri það „gjöf
frá Guði“ þar eð hann væri ófjór
og gæti aldrei eignast barn.
Þrátt fyrir þetta svar, sem Lee
sagði að hefði komið sér mjög á
óvart, ákvað hann að aflýsa brúð-
kaupinu. Margbað Penny hann þó
að giftast sér. Hann lýsti því aftur
yfir við hana að hún gæti látið eyða
fóstrinu.
Ný yfirheyrsla
Eftir að rætt hafði verið við Lee
héldu lögreglumennirnir enn á
fund Appletonfeðginanna. Var
Reese spurður að því hvort hann
vissi að dóttir hans væri með
barni? Það sagðist hann vita. Lýsti
hann því síðan yfir að Lee væri
óþokki að hafa ekki viljað kvænast
dóttur sinni sem hann hefði gert
ólétta.
Reese var nú skýrt frá því að Lee
gæti ekki átt börn. Þessi yfirlýsing
vakti svo mika reiði Reeses að hann
sagðist ætla í mál við rannsóknar-
lögregluna fyrir rógburð um dóttur
sína.
Lögreglumennirnir voru hins
vegar vissir um að Penny og Reese
hefðu ekki sagt sannleikann. Var
hann ekki sá að Penny hafði sjálf
opnað fyrir elskhuga sínum, Peter
Venn, ef til vill til að ræða viö hann
um ástand sitt sem presturinn bar
einnig ábyrgð á?
Engar sannanir
En hver er þá þáttur Reeses App-
leton i málinu? Er hann morðingi
eða þóttist hann þess fullviss, eftir
að hafa heyrt óp úr herbergi Penny,
að þar væri óboðinn gestur sem
ógnaði öryggi hennar?
Þá væri ósvarað þeirri spurningu
hvers vegna Penny æpti og kallaði
á hjálp. Hún gat vart átt von á því
að Venn gerði henni neitt illt. Og
hvað heföi gerst hefði faðirirm ekki
heyrt ópin í dótturinni og komið
inn í myrkvað herbergið með
skammbyssu í hendinni?
Eða er sannleikurinn sá að Reese
heyrði Peter Venn koma aftur inn
í húsið eftir að hann hafði kvatt
um ellefuleytið? Og að hann framdi
morð af ásettu ráði vegna þess
hvernig komið var fyrir dóttur
hans?
Rannsóknarlögreglumennirnir
eru vissir um að þannig hafi séra
Peter Venn týnt lífinu. En svo lengi
sem feðginin halda fast við sögu
sína er ekkert hægt að gera. Það
hefur þó orðið til að gera frásögn
þeirra enn grunsamlegri að þrátt
fyrir að þau væru beðin að segja
frá því mörgum sinum sem gerst
hefði var frásögn þeirra alltaf eins.
Var sem hún hefði verið æfð fyrir-
fram. Venjulega, segir lögreglan,
kemur fram eitthvert misræmi hjá
þeim sem orðið hafa vitni aö ein-
hverju þegar þeir eru beðnir um
að endurtaka frásögnina hvað eftir
annað.
Það er ekki skemmtilegt fyrir
unga konu að standa ein uppi með
barn. Peter Venn er horftnn úr
þessum heimi og Lee Dunnell sneri
við henni bakinu. Sá eini sem hún
getur leitað trausts hjá er faðir
hennar, Reese, sem kann að deila
með henni þungbæru leyndarmáli
um atburði næturinnar í maí 1986.