Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 46
58
LAUGARDAGúk 19. OKTÖbÉr 1991.
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Ilxre
HELGASDVOL A SELFOSSl
er ódýrari en víða annars staðar.
Á Selfossi er góð sundlaug, veitingahús
og krá.
Dansleikir eru haldnir flestar helgar.
Meðal þess sem er á dagskrá á næstunni:
26. október
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar,
Hjördís Geirsdóttir og
Þorvaldur Halldórsson.
9. nóvember
Ný hljómsveit
Ólafs Þórarinssonar (Labba).
30. nóvember
Hljómsveit Ingimars Eydal.
Upplýsingar um helgardvöl á Selfossi hjá
hótel
SEIFOSS
■B 98-22500
IE3THUS H1
B 98-22999
ÁRS
AFMÆLIS-
TILBOÐ
Teg.: 1864
Litur: Brúnt
Efni: Leður
Kr. 5120,-
Teg.: 1968
Litur: Svart
Efni: Rúskinn
Kr. 4995,-
Teg.: 16
Litur: Svart
Efni: Leður
Kr. 2995,-
L
Teg.: 605
Litur: Svart
Efni: Leður
Kr. 3150,-
10% afsláttur
af öðrum vörum
vikuna 21.-26. okt.
Skóversl i
Helga
/ Síml: 75440
Göngugötunni Mjódd
\
J
Afmæli
Jón Eiríksson
Jón Eiríksson bóndi, Vorsabæ II,
Skeiðahreppi, veröur sjötugur á
morgun.
Starfsferill
Jón fæddist í Vorsabæ í Skeiöa-
hreppi og ólst þar upp. Hann var
viö nám í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni 1939-41. Jón stofnaði ný-
býliö Vorsabæ II og hefur veriö
bóndi þar síðan 1949, síðustu árin
aöallega meö kartöílu- og kanínu-
rækt.
Jón var oddviti Skeiöahrepps
1950-90 og form. oddvitanefndar
Laugaráslæknishéraös 1959-90 og
er nú framkvæmdastjóri þess.
Hann hefur veriö stjórnarformað-
ur og rekstrarstjóri læknamið-
stöövar í Laugarási frá því hún var
stofnuö 1971 og síöar heilsugæslu-
stööva þar.
Jón hefur veriö gjaldkeri Afrétt-
armálafélags Flóa- og Skeiöa síöan
1963 og átti sæti í stjórn Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga frá
stofnun 1969-80.
Jón er umboðsmaður skattstjóra,
á sæti í stjórn Landssambands kan-
ínubænda og fulltrúaráöi Lands-
sambands kartöflubænda. Hann er
ennfremur í stjórnum Fínullar hf„
Yleininga hf. og Jarðefnaiönaðar
hf.
Fjölskylda
Jón kvæntist 24.6.1949 Emelíu
Kristbjörnsdóttur, f. 13.1.1926. For-
eldrar hennar: Kristbjörn Hafliða-
son og Valgerður Jónsdóttir en þau
bjuggu aö Birnustöðum í Skeiða-
hreppi.
Jón og Emelía eiga fjögur börn.
Þau eru Valgerður, f. 8.5.1950,
handavinnukennari á ísafiröi,
maki Einar Valur Kristjánsson,
Valgeröur á eitt barn; Eiríkur Jóns-
son, f. 8.10.1953, bókasafnsfræðing-
ur og safnstjóri DV, maki Hulda
Jón Eiriksson.
Nóadóttir, þau eiga tvö börn; Björn,
f. 21.9.1955, b. í Vorsabæ II, maki
Stefanía Siguröardóttir, þau eiga
tvö börn; Ingveldur, f. 30.10.1962,
hárskeri á Selfossi, maki Guö-
mundur Ásmundsson, þau eiga tvö
börn.
Jón á sjö systkini og eru fimm á
lífl. Systkinin eru Ragna, f. 13.8.
1917, maki Hermann Bæringsson
vélstjóri, látinn, þau eignuöust þrjú
börn; Sigursteinn, f. 14.5.1919, d.
18.12.1934; Axel, f. 11.2.1923, rafvél-
virki, maki Guðbjörg Eyjólfsdóttir,
látin, þau eignuðust tvö börn;
óskírður drengur, f. andvana 12.6.
1925; Helga.f. 17.10.1928, b.
Vorsabæ; Friðsemd, f. 23.4.1932,
maki Þórkell Björgvinsson, þau
eiga sex börn; Sigríður Þóra, f. 29.8.
1936, maki Ágúst Sigurðsson, þau
eiga fimm börn.
Foreldrar Jóns voru Eiríkur
Jónsson, f. 13.4.1891, d. 28.3.1963,
og Kristrún Þorsteinsdóttir, f. 19.2.
1894, d. 25.6.1966, en þau bjuggu í
Vorsabæ.
Ætt
Eiríkur var sonur Jóns, b. í
Vorsabæ, Einarssonar, b. á Syðri-
Brúnavöllum, Eggertssonar. Móöir
Eiríks var Helga Ragnhildur, systir
Vigdísar í Miðdal, ömmu Guö-
mundar frá Miðdal, fööur Errós,
en Vigdís var einnig langamma
Vigdísarforseta. Helga Ragnhildur
var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ,
bróður Margrétar, langömmu Sig-
ríðar, móöur Vigdísar forseta. Ei-
ríkur var sonur Hafliöa, hins auðga
á Birnustööum, Þorkelssonar.
Móöir Helgu Ragnhildar var Ing-
veldur, systir Ófeigs á Fjalli, afa
Tryggva útgerðarmanns, afa
Trygga Pálssonar bankastjóra. Ing-
veldur var dóttir Ófeigs rika á
Fjalli og ættfööur Fjallsættarinnar
Vigfússonar. Móöir Ingveldar var
Ingunn Eiríksdóttir, dbrm. ogætt-
fööur Reykjaættarinnar, Vigfús-
sonar.
Kristrún var dóttir Þorsteins,
smiðs á Sæbóli, Teitssonar, á Ein-
arsstöðum á Eyrarbakka, Helga-
sonar. Móðir Þorsteins var Guörún
Siguröardóttir, b. á Hrauni í Ölf-
usi, Þorgrímssonar, b. í Rpnakoti,
Bergssonar, í Brattsholti og ættföð-
ur Bergsættarinnar, Sturlaugsson-
ar. Móðir Kristrúnar var Sigríður
Eyjólfsdóttir, b. í Grímslæk, Ey-
jólfssonar.
Nokkur félög, samtök og fyrir-
tæki, sem hafa átt samstarf viö
Jón, hafa ákveöið aö gefa út ljós-
myndabók með u.þ.b. hundrað ljós-
myndum Jóns, teknum á tímabil-
inu frá árinu 1942 og til dagsins í
dag, en myndunum er ætlaö að
sýna breytingar sem oröið hafa á
búskaparháttum á Skeiðum á tíma-
bilinu.
Jón tekur á móti gestum á afmæl-
isdaginn í Inghóli á Selfossi kl.
17.00-19.00.
Til hamingju með
afmælið 20. október
90 ára
Ragnhildur Jónsdóttir,
Hagaflöt 2, Garöabæ.
85 ára
Þóra Þorkelsdóttir,
Grenímel 8, Reykjavík.
80ára
Kjartan Guðraundsson,
Álfaskeiði 35, Hafnarfirði.
Þóra Jónsdóttir,
Hverfisgötu 17, Siglufirði.
Friraann Sigurðsson,
íragerði 12, Stokkseyrarhreppi.
Sverrir Torfason,
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi.
Jón Þorbergur Jóhannesson,
Gnoðarvogi 30, Reykjavík.
Guðmundur F. Guðraundsson,
Fellsmúla 18, Reykjavík.
Indriði Einarsson,
Melum, Kjalarneshreppi.
70ára
Guðbjörn Frímannsson,
Heiðarvegi 8, Selfossi.
Friðrik Óttarsson,
Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi.
Hann verður að heiman.
Sigbjörn Sigurðsson,
Tjamarbraut3, Egilsstaöahreppi.
Stefán Benediktsson,
Skaftafelli 3, Hæðum, Hofshreppi.
Dýrleif Kristjánsdóttir,
Fjarðarvegi 17, Þórshafnarhreppi.
Sigrún Magnúsdóttir,
Þambárvöllum2, Óspakseyrar-
hreppi.
Jón Halldórsson, J
Lyngholti 10, ísaflrði.
Anna Garðarsdóttir,
Blikahólum 4, Reykjavík.
Helga S. Þorkelsdóttir,
Dalalandi 6, Reykjavík.
40 ára_______________________
Ólafur D. Torfason,
Tjaldanesi 17, Garðabæ.
Guðrún Ámadóttir,
Stapaseli 3, Reykjavík.
Sigurður Steingrírasson,
Hávegi26, Siglufirði.
Einar Guðmundsson,
Borgarvegi 20, Njarðvík.
Steinunn Skúladóttir,
Fossheiði 56, Selfossi.
Áshjörn Jónsson,
Aðalgötu 42, Ólafsflrði.
Ingvar Sigurður Jónsson,
Kvíholti 4, Hafnarflrði.
Skarphéðinn Pétur Óskarsson,
Víöihlíð 1, Reykjavík.
60ára
50 ára