Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
Fréttir
Jón Baldvin Hannibalsson eflir samningana um evrópska efnahagssvæðið í nótt:
Samningsárangur okkar
hef ur verið ótrúlegur
- framlag íslendinga 1 byggðasjóðinn 335 milljónir næstu fimm árin
Eldrid Nordbo, ráðherra viðskipta og siglinga i norsku ríkisstjórninni, og Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra
fóru fyrir norsku samninganefndinni í útslitalotunni um EES-samkomulagið í Lúxemborg. Símamynd Reuter
Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg:
„Þessi samningur er mikill árang-
ur fyrir okkur íslendinga en á þess-
ari stundu eru mér samstarfsmenn-
irnir efst í huga. Hannes Hafstein,
aðalsamningamaður okkar, hefur
unnið hér mikið afrek. Hann var rétt-
ur maður á réttum stað. Þegar vara-
forseti EB veittist að okkur og sagði:
Þiö hafið með ruddafengnum hætti
nánast fengið allt fyrir ekki neitt, þá
hljómaði það eins og tónhst í eyrum
mínum,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra í samtali
við DV eftir samningana um evr-
ópskt efnahagssvæði, EES, í nótt.
Jón Baldvin sagði að íslendingar
hefðu náð markmiðum sínum að
mestu leyti í þessu samningum, var-
ist fjárfestingum EB í sjávarútvegi á
íslandi, fengið nær fullan markaðs-
aðgang og ekki þurft að gefa eftir
varðandi einhliða veiöiheimildir.
„Það er samdóma álit manna að
samningsárangur okkar hafi veriö
ótrúlegur." Jón sagði ennfremur að
samningurinn hafi lengi verið í
hættu.
„Samningarnir tókust ekki á
sunnudagskvöld vegna ítrekaðra at-
renna að okkur varðandi frekari
veiðirréttindi. Sú krafa beindist að
vísu aðallega að Norðmönnum en
fjárfestingarmáliö var það sem dró
samningaviðræðurnar fram á rauöa-
nótt.“
Jón segir að samningalotan hafi á
endasprettinum verið erfiðari fyrir
aðildarlönd EB. „Þegar við lögðum
upp í þessa lokalotu var fram-
kvæmdastjórn EB búin að sann-
færast um að ef hún vildi ná samn-
ingum við EFTA í heild yrði hún að
beygja sig fyrir því aö íslendingar
mundu aldrei samþykkja hvort held-
ur væri einhliða veiðiheimildir eða
fjárfestingar í sjávarútvegi. Hins
vegar reyndu þeir að nota kröfur
aðildarlandanna sem gerðu að þessu
atrennu og gerðu sér vonir um að
við mundum kikna undan þeim."
Aðgangur fyrir saltsíld
Jón sagði ennfremur að í lokalot-
unni í gær hefði staöan varðandi
markaðsaðgang styrkst verulega.
Auk frystra og ferskra bolfiskflaka
hafi fengist fullur markaðsaðgangur
fyrir saltsíld, en lengi vel neitaði EB
algjörlega varðandi hana.
„Aðalatriðið í þessu máli er samt
sem áður að nú fá unnar sjávarafurð-
ir tollfrelsi og verulega lækkun á toll-
um. Þeir tollar, sem eftir eru, eru
orðnir svo lágir að þeir eru ekki leng-
ur viðskiptahindrun. Með þessum
hætti höfum við skapað alveg ný
starfsskilyrði fyrir fiskvinnslu á ís-
landi, í stað þess að vera áfram hrá-
efnisútflytjendur. Um 60 prósent af
þeim ferska og óunna fiski sem við
flytjum út fer í framhaldsvinnslu hjá
EB. Með samningum er svo komið
að íslensk fiskvinnsla hefur sam-
keppnisskilyrði. Við getum nú full-
unnið afuröir heima og komið þeim
á markað með algeru tollfrelsi eða
svo lágum tollum að þeir eru ekki
lengur hindrun. Við getum aukið
verðmætið og flutt vinnuna heim.“
Jón Baldvin segir að þegar samn-
ingurinn verði að fullu kominn til
framkvæmda, árið 1997, verði 97 pró-
sent af útflutningi fisks algerlega
tollfrjáls. Árið 1993, fyrsta árið sem
samningurinn keniur til fram-
kvæmda, verður þetta hlutfall 73
prósent. Tollfrelsið fer síðan stig-
hækkandi.
Lax og makríll eru helstar þeirra
tegunda sem ekki fæst tollfrelsi fyrir
með samningum. Þá verða áfram
tollar á humri en Jón telur þá tolla
ekki viðskiptahindrun.
Grípur um þjóðlífið allt
Um áhrif samningsins á íslenskt
þjóðfélag, fyrir utan ávinninginn af
fiskinum, segir Jón:. „Þessi samning-
ur grípur um allt þjóðlífið vegna þess
aö við erum að tengjast samrunaferl-
inu í Evrópu og fáum beinan aðgang
aö innri markaði Evrópu. Við erum
með fríverslun í stórum dráttum á
vörusviðinu, verðum meö einn sam-
felldan opinn ljármagnsmarkað og
einn atvinnu- og búsetumarkað.
Þetta þýðir fyrst og fremst ný tæki-
færi fyrir íslenskt atvinnulíf. Við
höfum búið við stöðnun og afturkipp.
Við getum nýtt þennan samning til
að bæta okkur það upp, bæði á sviði
sjávarútvegs og öðrum sviðum.
Samningurinn er lykilatriði varð-
andi samskipti okkar við Evrópu. Ef
hann hefði ekki tekist hefðum viö átt
1 fárra annarra kosta völ en þeirra að
beina okkur kerfisbundið að öðrum
mörkuöum sem aftur heföi þýtt
grundvallarbreytingar í okkar utan-
ríkispólitík."
Jón segir að dagurinn í gær hafi
verið sinn stærsti dagur sem utan-
ríkisráðherra.
Ófúsar EB-þjóðir
- Er pólitískur vilji á íslandi fyrir
þessum samningi?
„Já, þaö er enginn vafi á því.“
- Hvert verður framlag íslands í
byggðasjóði EB?
„Við reiknuðum með að það yrði
um 80 milljónir á ári. En miðað við
þessa samninga veöur það um 67
milljónir á ári í fimm ár. Þetta er
heildargreiðslubyrði okkar af samn-
ingnum á ári næsttí fimm árin, þar
eru lán meðtalin."
Jón segir að það sem ráðiö hafi
úrslitum á lokasprettinum hafi veriö
samningsvilji og lipurö af hálfu
EFTA og hins vegar sú pólitíska kvöð
á EB að láta samningana ekki mis-
takast.
Um það hvort Spánverjar muni
beita neitunarvaldi á samninginn:
„Ég tel það ekki. Við vitum að nokkr-
ar EB-þjóðir gengu mjög ófúsar til
þessa leiks og reyndu að spennna
upp kröfur allt fram á síðustu stundu
til að samningar tækjust ekki. Þar á
ég við Grikki vegna flutninganna um
Alpana og Spánverja og fleiri þjóðir
varðandi sjávarútvegsmál."
Þorsteinn Pálsson eftir samningana 1 nótt:
Við höfum náð meiru
enégáttivoná
Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg:
„Þetta er mjög mikilvægur samn-
ingur fyrir íslenskan sjávarútveg.
Við erum að ryþja honum braut inn
á Evrópumarkað með virkari hætti
en áður og skapa honum nýja þróun-
armöguleika,“ sagði Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráöherra við DV í
nótt eftir að samningar tókust um
evrópskt efnahagssvæði, EES.
„Við settum okkur það markmið
að ná 100 prósent tollfrelsi á íslensk-
um sjávarafurðum en þegar upp er
staðið náum við 95-96 prósent toll-
frelsi að aðlögunartímanum loknum,
árið 1997.“
Þorsteinn lagði áherslu á að íslend-
ingum hefði tekist að veija fyrirvar-
ann um fjárfestingar Evrópubanda-
lagsins í íslenskum sjávarútvegi sem
Spánveijar gerðu harða hríð að und-
ir lokin. Ennfremur að koma í veg
fyrir að skipt verði á einhliöa veiði-
heimildum við EB og tollfríðindum.
„Ég tel að þetta sé mjög mikilvægt
fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóð-
arbúið allt. Viö höfum náð meiru en
við áttum von á. Þessi síðasta samn-
ingalota hefur skilað okkur viðbótar-
árangri. Við getum mjög vel við þessa
niðurstöðu unað.“
- Heldur þú að samningurinn eigi
póhtískt fylgi heima?
„Ég ér ekki í nokkrum vafa um
það. Viö erum að tryggja okkar höf-
uðatvinnuvegi svo mikinn árangur
og alveg nýja möguleika. Samning-
urinn á örugglega mikið fylgi heima
á íslandi.“
- Hvað varð til þess að tókst að koma
í veg fyrir kröfur Spánverja urp íjár-
festingar EB í íslenskum sjávarút-
vegi?
„Ég held að einurð afstaða okkar
hafi tryggt að við héldum þessari
kröfu frá okkur.“
- Var þetta fyrst og fremst krafa á
hendur íslendingum?
„Nei, hún varöaði auðvitað Nor-
menn líka.“
- Hvað þýðir þessi samningur varð-
andi hugsanlega aðild íslendinga að
EB í framtíðinni?
„Þetta þýðir ekkert varðandi hugs-
anlega aðild íslands að Evrópu-
bandalaginu. Það er ljóst að sumar
aðrar EFTA-þjóðír hafa litið á þessa
samninga sem fyrsta þrep inn í
bandalagið en við höfum tryggt okk-
ur varanlega. Við höfum tryggt
tengsl okkar við Evrópu og EB með
þeim hætti sem þjónar okkar ís-
lensku hagsmunum. Það skiptir
mestu máli.“
- Er þetta meö þýðingarmeiri samn-
ingum sem íslensk stjórnvöld hafa
gert?
„Ég held að þeta séu einvherjir
umfangsmestu og þýðingarmestu
samningar á sviði viðskipta og efna-
hagsmála sem við höfum gert.“
- Telur þú tryggt að samningarnir
haldi, að eitthvert EB-ríkjanna beiti
ekki neitunarvaldi gegn þeim?
„Ég hef ekki ástæðu til að ætla það
þó við höfum dapra reynslu af fyrri
fundinum í Lúxemborg. Málin hafa
gengið fram með allt öörum hætti
núna.“
Samið ura evropskt efnahagssvæði:
Toiifrelsi fyrir 73%
sjávaraf urða ’93
Jón G. Hauksscn, DV, Lúxemborg:
Samningar um evrópskt efna-
hagssvæði, EES, tókust milh EFTA
og Evrópubandalagsins um miðja
nótt i Lúxemborg. Lokaslagur við-
ræðnanna var æsispennandi þar
sem nokkrar þjóðir, sérstaklega
Spánverjar og Grikkir, reyndu allt
hvað þær gátu til að kpma i veg
fyrir samninga.
Samningurinn í nótt þýðir að ís-
lendingar fá fullt toilfrelsi fyrir 95
prósent sjávarafurða sinna árið
1997. Þegar samningurinn tekur
gildi, áriö 1993, verður þetta hlut-
fall hins vegar 73 prósent en fer
stighækkandi með ári hverju.
_ Allar mikilvægustu fiskafuröir
íslendinga verða í framtíðinni al-
gerlega tollfrjálsar, fyrst og fremst
þorsk- og ýsuflök, karfi, saltfiskur
og saltsíld.
Samkvæmt samningnum fær
Evrópubandalagið ekki aötjárfesta
í íslenskum sjávarútvegi.
. EB fær ekki einhliða veiðiheim-
ildir við ísland heldur gagnkvæm-
ar veiðiheilmildir. Nemur sú veiði
2600 tonnum í ígildi þorsks. Skipt-
ingin er þannig að Islendingar fá
að veiða 30 þúsund tonn af loðnu
við Grænland en á móti fær EB aö
veiða langhala og karfa við ísland.
Framiag íslands í byggðasjóði EB
verður 67 miUjónir króna á ári
næstu fimm árin, þar með talin lán.
Norðmenn taka á sig verulegar
einhliða veiðiheimildir með samn-
ingnum. Má segja að Norömenn
greiði samninginn fyrir hönd okk-
ar Islendinga hvaö fiskinn snertir.
Veiðikvóti Breta, Frakka og Þjóð-
verja verður aukinn úr 2,14 i 2,9
prósent af öllum fiskikvóta í
norskri lögsögu. Þá gerir samning-
urinn ráð fyrir að hlutir Spánveija
og Portúgala aukist um 6 þúsund
tonn á ári, strax á árinu 1993 og
fari stighækkandi upp í li þúsund
tonn áriö 1997.
Alpamálið svonefnda, þungaflutn-
ingar EB um Sviss og Austurríki,
leystist seint í gærkvöld. Grikkir
voru hins vegar hundóánægðir með
að fá ekki meiri flutninga.