Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991. Útlönd Ku Klux Klan maðuríemb- ætti rikissQóra „Hvem íjárann gerum við nú,“ sagði gamall kosningasmali hjá Repúblikanaflokknum í Louis- iana þegar skoðanakönnun sýndi að David Duke, áður einn af helstu leiðtogum Ku Klux Klan í Bandaríkjunum, myndi bera sig- urorð af frambjóðenda demó- krata í væntanlegum kosninginn til embættis ríkisstjóra. Niðurstaða könnunarinnar veldur flokknum miklum vand- ræðum þvi Duke er alræmdur fyrir aðild sína að Ku Klux Klan og víst að framboð bans myndi vekja upp harðar deilur. Margir republikanar segja að Duke sé ekkert annað en nasisti. Danir reykja, drekkaog borðaofmikið Danir hreyfa sig of lítið. Þeir reykja of mikiö, drekka of mikið og borða of mikið. Eigendur danskra mjólkurbúa segja að fari svo fram sem horflr þá verði þjóöin öll komin á grafarbakkann áður en langt um líður - ungir sem gambr. Og hvað kemur þetta mjólkur- sölum við? Jú, þeir vilja að dansk- urinn fari að hlaupa sér til heilsu- bótar og drekka mjólk á ný. Nú er svo komið að mjólkurneyslan dregst saman um eitt tii tvö pró- sent á ári og hefur svo verið síð- asta áratug. Seldieiturlyf viðnefiðá drottningunni ' Breska lögreglan segir að hún hafi handtekið vinnukonu úr þjónustuliði Elísabetar drottn- ingar vegna sölu á eiturlyfjum í vistarverum vinnufólksins. Reynist grunur lögreglunnar réttur hefur Buckinghamhöll verið notuð sem dreifingarstöð fyrir eiturlyf, rétt við nefið á drottningunni. ReuterogRitzau Tviburarnir á leið heim af sjúkrahúsinu þar sem þeir fæddust. Þarna eru faðirinn Kevin, amman ArieHe Schweitz- er og móðirin Christa. Símamynd Reuter Amman gekk með tvö barnabörn sín ^ætla ekki að vera afskiptasöm um uppeldið, segir hún „Eg ætla ekki að vera afskiptasöm amma,‘.‘ sagði Arlette Schweitzer, 42 ára amma, þegar hún hafði alið bamaböm sín á sjúkrahúsi í Aberde- en í Suður-Dakota í Bandaríkjunum. Þama komu í heiminn' tvíburar - drengur og telpa - sem eru þau fyrstu í heiminum sem verið hafa í „móður- kviði“ ömmu sinnar. Tvíburarnir hafa fegnið nöfnin Chelsea Arlette og Chad Daniel. Hin raunverulegu móðir þeirra getur ekki gengið með börn sjálf því í hana vantar legið. Hún er hins vegar með eggjastokka og því var hægt að frjóvga egg hennar með sæði eigin- mannsins. Það kom hins vegar í hlut ömmunnar að ganga með börnin. Þegar nokkuð var liðiö á með- gönguna kom í ljós að hún bar tví- bura undir belti. Foreldrarnir heita Christa og Ke- vin Uchytil. Amman sagði eftir fæð- inguna að þetta gerði hún ekki aftur. „Ég á nú sex barnabörn og það er alveg nóg,“ sagði Schweitzer. Tvíburarnir fæddustr fimm vikum fyrir tímann en eru samt við góða heilsu. Christa móðir þeirra segir að sér finnist sem hún hafi gengið með börnin enda hafi hún fylgst nákvæm- lega með meðgöngunni og móðir hennar sagt sér frá líðan sinni á hverjum degi. Reuter AUKABLAÐ Tíska Miðvikudaginn 30. október nk. mun aukabiað um tískuna íyiaya DV. í blaðinu verður m.a. Qallað um fatatísku fyrir konur, karla og krakka, hártískuna, förðun og snyrtivörur o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í blaðinu, hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til fimmtudagsins 24. október. ATH.Í riýtt símfaxnúmer okkar á auglýsingadeild er 626684. Auglýsingar Þverholti 11 - Reykjavík sími 91-27022 - fax 91-626684 Quisling á sér málsbætur Norski sagnfræðngurinn Hans Fredrik Dahl segir að Norömenn verði fyrr eða síðar að viðurkenna að Vidkun Quisling eigi sér nokkrar málsbætur þrátt fyrir hlut sinn í hörmungum þjóðarinnar á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Hann haíi ekki verið alvondur þrátt fyrir að hann beri ábyrgð á dauða margra landa sinna. Dahl hefur gefið út fyrra bindi af ævisögu Quislings sem var sjálf- skipður foringi í Noregi frá vorinu 1940 þegar Þjóðverjar hernámu land- ið og allt til þess að sigur vannst á innrásarhernum vorið 1945. Quisling var dæmdur til dauða fyrir landráð og tekinn af Ufi þann 24. október árið 1945. í flestum tungumálum er nafn Qu- islings samheiti yfir landráðamenn og fóðurlandssvikara. í Noregi hefur vart mátt nefna nafn hans opinber- lega, slíkt er hatur þjóðrinnar á þess- um manni. í Noregi er ótölulegur fiöldi stríðssagnfræðinga en enginn hefur til þessa látið sér til hugar koma að skrifa ævisögu þessa al- ræmda manns. í fyrra bindi ævisögunnar er fjallað um árin fram til 1939. Síðara bindið kemur á næsta ári. í því verður fjall- að stríðsárin. Dahl boðar að hann muni að nokkru rétta hlut foringjans þótt hann viðurkenni einnig að Qu- ishng verði seint tekinn í sátt af norsku þjóðinni. NTB mannþröng og myrtitvo Atvinnulaus iðnverkamaður í Suður-Kóreu ók bfl sínum inn í mannþröng í höfuðborginni Se- oul og varð með því tveimur ung- um drengjum að bana og 21 mað- ur slasaðist. Hann bætti. síðan um betur með því að taka 13 ára stúlku í gísl- ingu og reyndi að stinga hana á hol með hnífi. Hnífurínn hafnaði i silgju á belti stúlkunnar og varö það henni til lífs. Kim Yong-jae, en svo heitir öku- þórinn, gaf þá skýrngu á athæfi sínu að hann hefði verið orðinn mjög þreyttur á að finna ekki at- vinnu. Hann sagði við yfirheyrsl- ur hjá lögreglunni að tilgangur sinn hefði veríð að drepa eins marga og honum var mögulega unnt tfl að hefna sín á þjóðfélag- inu. Kim var settur í geðrann- sókn. Kastaði hand- sprengjuá vegfarendur Þrír menn slösuðust í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, þegar rifr- ildi kærustupars lauk á þann veg að strákurinn tók handsprengju og henti henni út af s völum á íbúð sinni. Sprengjan sprakk á götunni fyrir utan með fyrrgreindum af- leiðingum auk þess sem nokkrir bílar skemmdust og rúður hrotn- uöu. Mjög algengt er að ungir menn í Júgóslaviu hafi hættuleg vopn undir höndum eftir að hafa verið skráðir í herinn. Sá sem hér um ræðir er 21 árs gamall stúdent og hermaður, Cedomir Novakovic að nafni. Sovétríkm: Háttsettur embættismað- urhengdisig Sergei Klimov, fyrrum hug- myndafræðingur sovéska komm- únistaílokksins í Volgograd, hef- ur hengt sig í ibúð sinni í borg- inni. Þetta er fjórði áhrifamaður- inn úr kommúnistaflokknum sem sviptir sig lífi frá því tilraun- in var gerð til valdaráns í ágúst. Klimov fylgdi valdaránsmönnum að málum. Fyrir fáum dögum stökk Dim- itrij Lisovolik, fyrrum starfsmað- ur miðnefndar flokksins, út af svölum íbúðar sinnar á 12. hæð í fjölbýlishúsi í Moskvu og beið bana. Áður höfðu tveir háttsettir embættismenn hjá miðnefndinni svipt sig lífi. Strax í kjölfar valda- ránsins frömdu Borís Pugo, inn- anríkisráðherra valdaráns- stjórnarinnar, og Sergeij Akromejev marskálkur sjálfs- morð. • Noregur: Tuttugu og sex slösuðustí rútuslysi Tuttugu og sex menn slösuðust þegar rúta fór út af veginum skammt norðan við norska hæ- inn Narvík. í rútunni voru 32 far- þegar. Af hinum slösuðu varð að leggja sex inn á sjúkrahús. Rútan var á leiö til Tromsö þeg- ar óhappið varð. Ekki er vitað með vissu hvað olli því að rútan lenti utan vegar. Vitni segja aö bílstjórinn hafi misst vald á öku- tæki sínu og ekið skamma stund á öfugum vegarhelmingi áður en rútan steyptist niður í fjöru. Reuter og NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.