Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
5
Fréttir
Fiskvúmslufólk krefst hækkunar lágmarkslauna:
75 þúsund er
raunhæf krafa
YFIRLYSING
vegna greinar Jónasar Kristjánssonar í DV 4. okt. sl.
Undirritaður, eigandi Veitingahússins Hafmeyjan, Laugavegi
34a, er nú kominn aftur úr sumarleyfi og biðst afsökunar á
því að meóan ég var í sumarleyfi var ekki farið eftir settum
reglum mínum i sambandi við rekstur Hafmeyjarinnar.
Nú hefur öllu verið kippt í lag og vonast ég til að sjá sem
flesta okkar mörgu vióskiptavina aftur.
Við höfum ákveðið að veita 20% afslátt af öllum réttum til
1. des. nk. Opið frá kl. 6, sími 13088.
Akureyrarbær
ábyrgist 25
mil|jóna lán
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Bæjaryflrvöld á Akureyri hafa
ákveðiö að veita ábyrgð til trygging-
ar láni að upphæð 25 milljónir króna
sem fyrirtækiö K. Jónsson og Co á
Akureyri hyggst taka.
Fyrirtækið fór fram á þessa ábyrgð
með bréfl dagsettu 16. ágúst og verð-
ur lánið notað til greiðslu skulda við
Akureyrarbæ. Bæjarráð tók málið
fyrir á fundi fyrir skömmu og sam-
þykkti þá einfalda bæjarábyrgð til
tryggingar láninu.
Ný flugstjómarmiðstöð:
Á að kosta
um milljarð
„Nýja flugstjórnarmiðstöðin kem-
ur til með að gegna sama hlutverki
og sú gamla sem tekin verður undir
skrifstofur og þjálfunaraðstöðu fyrir
flugumferðarstjóra," sagði Haukur
Hauksson varaflugmálastjóri i sam-
tali við DV.
Framkvæmdir hafa verið í fullum
gangi undanfarið við að grafa fyrir
nýju flugstjórnarmiðstöðinni sem
kemur til með að rísa skammt frá
þeirri gömlu.
„Það eru tvær meginástæöur fyrir
þessari nýju byggingu, mjög ört vax-
andi flugumferð og endurnýjun á
tækjabúnaði," sagði Haukur.
Hann sagði að ört vaxandi flugum-
ferð hefði orðið til þess að bæta þurfi
við tækjabúnaði og mannskap, og nú
væri svo komið að núver andi aðstaða
á 6. hæð í turninum væri sprungin
og ekki hægt að koma þessum nýja
búnaði þar fyrir.
„Endurnýjun á tækjabúnaði á sér
staö í flugstjórnarmiðstöðvum um
allan heim og þá er aðallega byggt á
gervihnattatækni og aukinni sjálf-
virkni með tölvubúnaði.
Húsbyggingin kostar 430 milljónir
króna og áætluð verklok hennar eru
í árslok 1993. Tækjabúnaður er áætl-
aöur á 530 milljónir króna og er
reiknað með að allur búnaöur verði
tilbúinn seinni hluta árs 1993.“-ingo
ÞESSA DAGANA ER MIKIÐ AF NÝJUM MYNDBÖNDUM
AÐ LÍTA DAGSINS LJÚS,
ÞVÍ ÆTTIR ÞÚ AÐ KOMA DAGLEGA VIÐ í VIDEÚHÖLLINNI
OG NÆLA ÞÉR í EINA GÖÐA OG GERA ÞESSA VIKU
AÐ SANNKALLAÐRI VIDEÖVIKU.
LÁGMÚLA ® 685333 • MJÓDD ® 670066 • HAMRABORG ® 641320
Virðingarfyllst,
f.h. Hafmeyjarinnar, Laugavegi 34a,
Chakravut Boonchang
áóur veitingamaður í Ingólfsbrunni
- segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Jökuls á Höfn
„Fiskvinnsludeild Verkamanna-
sambandsins er og hefur verið að
móta sínar kröfur fyrir komandi
kjarasamninga. Þar hefur komið
fram að fiskvinnslufólk krefst þess
að lágmarkslaun þess verði 75 þús-
und krónur á mánuði. Ég tel þessa
kröfu raunhæfa þegar litið er á kaup-
auka og fastalaun saman,“ sagði
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn, í
samtali við DV. Flestir eru á því að
Björn Grétar verði kjörinn næsti
formaður Verkamannasambandsins
eftir að Guðmundur J. Guðmunds-
son hefur ákveðið að hætta for-
mennsku.
Þing Verkamannasambands ís-
lands hefst á Hótel Loftleiðum í dag.
Fyrst verða haldnir aðalfundir sér-
deilda innan sambandsins en þingið
sjálft verður sett í kvöld.
Björn Grétar sagði að komandi
kjarasamningar yrðu mál málanna á
þinginu. Deildir sambandsins ynnu
nú að þvi að móta sérkröfur sínar.
Hann sagðist eiga von á því að við-
ræður við atvinnurekendur um
sérkröfumar hæfust strax að loknu
þinginu.
Um hugsanlegt samflot í komandi
kjarasamningum sagði Björn Grétar
að hann ætti von á því þegar búið
væri að ganga frá sérkröfum deilda
Verkamannasambandsins myndi
það færa sig í hóp annarra stéttarfé-
laga til að semja um stóru málin.
Hann vildi ekki á þessari stundu
nefna þá kauphækkunartölu sem
Verkamannasambandið myndi fara
fram á fyrir sína umbjóðendur, sagði
það ekki tímabært enda myndi þaö
mál eflaust verða ofarlega á baugi á
þinginu. -S.dór