Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991. 3 Fréttir Jarðskj álftamælar settir upp við Kaldárbotna: Höfuðborgar- svæðið og Suður- nes í gjörgæslu Veöurstofan hefur fest kaup á sér- stökum mælitækjum til eftirlits og viðvarana um eldsumbrot og jarð- skorpuhreyfmgar við höfuöborgar- svæðið og Suðurnes. Er fyrirhugað að setja tækin upp við Kaldárbotna við Hafnarfjörð. Kaupverð tækjanna er ein og hálf milljón króna. Leitað hefur verið til sveitarfélaga á höfuö- borgarsvæðinu og Suðurnesjum um kostnaöarþátttöku er miðaðist við höföatölu. Hefur erindið fengið góðar móttökur. „Þessi tæki eiga að tengjast hinu svo kallaða SIL-kerfi (South Iceland Lowland) sem búið er aö koma upp á öllu Suðurlandi og vaktar Suður- landsskjálfta. Það kerfi er uppruna- lega fjármagnað af útlendingum en nú er verið að prjóna við það. Nýju tækin mæla allar jarðskorpuhreyf- ingar og senda upplýsingar þráðlaust inn á tölvu hjá Veðurstofunni. Hún tekur upplýsingar frá öllum öörum Sífellt bætist við tækjakostinn á jarð- eðlisfræðideild Veðurstofunnar. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur er hér við einn jarðskjálfta- mælanna. DV-mynd Brynjar Gauti SIL-stöðvum lika. Tölvan upplýsir í skyndi hvað er að gerast, hvar hreyf- ingin er, hversu djúpt hún er og hvers eðlis hún er. í framtíðinni munu þessi kerfi siðan geta sent okk- ur viðvörunarboð," sagði Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna ríkisins, í samtali viö DV. Norræna eldfjallastöðin er með annað kerfi sem nær yfir Mývatns- sveit, Vestmannaeyjar og fleiri svæði. Það byggir á hallamælum. Sífellt er verið að bæta við viðvörun- arkerfi vegna jaröskjálfta og eldsum- brota. í Vestmannaeyjum hefur verið settur upp mjög fullkominn mæli- búnaður sem tengist Norrænu eld- fjallastöðinni. Það kerfi byggir á bor- holuþrýstimæli, hailamæli og skjálftamæli sem senda þráðlaust til Reykjavíkur. Er í bígerð að sam- tengja öll þessi kerfi og búa þannig til gjörgæslukerfi fyrir allt landið. -hlh Gamla beinaverksmiðjan skökk og skæld og aðeins að hálfu á upprunaleg- um grunni eftir rokið. DV-mynd Örn SigluQöröur Gamla beinaverksmiðjan hrunin Öm Þórarmsson, DV, Fljótum; Gamla beinaverksmiðjan á Siglu- firði eyðilagðist í norðanáhlaupinu sem gekk yfir í byrjun þessa mánað- ar. Húsið komst í eigu Siglufjarðar- bæjar í vor og var í umsjá áhugahóps um síldarminjasafn. Ætlunin var að nota húsiö til aö geyma í ýmsa muni tilheyrandi safninu en þaö stóö skammt frá þar sem minjasafnshús- inu hefur verið valinn staður. í sumar höfðu félagar áhugahóps- ins verið að mála og lagfæra verk- smiðjuna að utan og var það verk langt komið þegar húsið fauk. Nú hefur verið ákveðiö að rífa gömlu verksmiðjuna enda húsiö það illa farið að ógjörningur er að koma því í samt lag og áður. Húsið var byggt úr timbri en klætt bárujárni og er ætlunin að nota eitthvað af timbrinu • í minjasafnshúsið en geyma hitt til betri tíma að sögn eins af forsvars- mönnum áhugahópsins. Þetta er annaö óhappið sem áhuga- fólk um síldarminjasafn verður fyrir á skömmum tíma því í sumar fauk Roaldsbrakki til á grunni og skemmdist nokkuð. Gunnar Helgason með aflifunar- byssuna. DV-mynd Þórhallur Sauðárkrókur: Norðmenn kaupa 100 lof tbyssur Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Fæstir vita að byssa sú sem notuð er við aflífun í sláturhúsum landsins er þróuð á Sauðárkróki. Tilkoma hennar lækkaði sláturkostnað nokk- uð þar sem byssan er knúin loftkerfi sláturhúsanna og skot eru því óþörf. Norömenn hafa keypt rúmlega 100 slíkar byssur og líkar þær vel. Það var fyrir rúmum 10 árum sem Helgi heitinn Rafn kaupfélagsstjóri var staddur í Þýskalandi og sá þá hvar smiðir voru að negla klæðningu á stórbyggingu með loftbyssu. Helga kom þá í hug hvort ekki væri mögu- leiki á að nota slíkt verkfæri við slátrun hér á landi þar sem loftkerfi vinnslurásar húsanna þýddi að um beinan sparnað yrði að ræða. Helgi fékk leyfi framleiðenda loftbyssunn- ar til að breyta henni eins og þyrfti með því skilyrði að verksmiðjan fengi framleiðsluréttinn. Gunnar Helgason fékk síðan það verkefni vetrarpart að útfæra byss- una þannig að hún hentaði við slátr- unina. Gunnari virðist hafa tekist mjög vel upp. Seldar hafa verið rúm- lega 130 byssur innanlands. Gunnar sagði að síðasta haustið áður en loftbyssan var tekin í notkun hafi skotkostnaður veriö 60 milljónir á ári í frystihúsum Sambandsins. SOLUHÆSTIBILLINNIEVROPU * • VOLKSWAGEN NU A FRABÆRU VERÐIAISLANDI FRÁ KR. 982.000 5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRGÐ HVARFAKUTUR MINNI MENGUN HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI 695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.