Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
Sjálfstæði
Björn Jónsson skrifar:
Þegar ég las frétt á blaðsíöu 41
í DV þann 14. október varð mér
hugsað til hinnar miklu hægri
sveiflu sem á sér nú víða stað.
Án athugasémda slær fólk því
föstu að vegna þess að stalínism-
inn féll í austri sé það geflð að
kapítalisminn í vestri sé góður.
Það eru aðeins nokkrar vikur síð-
an ein af máttarstoðum helsta
hægri flokks þessarar aldar, Nas-
istaflokksins, böðullinn Klaus
Barbie, dó í Lyon í Frakklandi.
Daglega les maður i féttum að
allt sé við sama heygarðshomið
i hinu endurreista sameinað stór-
veldi sem sundraði sjálfu sér með
svakalegustu hægrisveiflu síð-
ustu alda fyrir aðeins 50 árum.
Það er kvartað yfir niggurum í
S-Afríku, Tyrkjum og öðrum
hundingjum í Þýskalandi, svert-
ingjum í Bandaríkjunum og út-
lendinum á Tálknafirði! Ef hið
endurfengna sjálfstæði íslands
þolir ekki samskipti við aðrar
þjóðir eða einstaklinga þá er þaö
ekki þess virði að vera sjálfstæð
þjóð.
Myndbirtingaraf
slysum
Þórgunnur Þórólfsdóttir hringdi:
Eftir að hafa séð hinar hræði-
legu myndir, í sjónvarpi, Morg-
unblaðinu og DV, af bílnum sem
lenti í árekstir á Reykjanesbraut-
inn og dauðaslys átti sér stað,
langar mig að koma þeim tilmæl-
um til allra fréttamanna á blöð-
um og sjónvarpi að hætta að birta
slíkar myndir. Það er nógu erfitt
fyrir aðstandendur að missa ást-
vini sína á svo sviplegan hátt þó
það þurfi ekki að horfa upp á
þessar hræðilegu myndi af flaki
bílanna og fara þá að endurlifa
þennan hræðilega atburð. Það er
sérlega slæmt fyrir börn sem
missa nákominn ástvin að horfa
á slikar myndir. Börn og ungling-
ar sem sjá svona myndir fara aö
ímynda sér alskonar hluti og
þetta getur haft varanleg áhrif á
barnssálina. Reyndar er ekki gott
fyrir neinn að horfa á slíkar
hryliings myndir svo ég skil ekki
af hverju þær eru birtar.
Hverermáttur
fjöldans?
A.Þ. skrifar:
Hér í Hafnarfirði og reyndar í
nágrannasveitarfélögunum,
Garðabæ og Bessastahreppi, hef-
ur staðið yfir undirskriftasöfnun
til að mótmæla þeim áformum
að hætt verði að reka St. Jósefssp-
ítala sem deildaskipt sjúkrahús.
Um 10 þúsund manns skrifúðu
undir þessa áskorun til heilbrigö-
isyfirvalda. Formaður Bandalags
kvenna i Hafnarfirði fór síðan
ásamt fleira fólki með þennan
hsta og afhenti Sighvati Björg-
vinssyni heilbrigðisráðherra. En
nú spyr ég: Munu stjórnvöld taka
tillit til'þessa undirskriftalista og
þar með vilja þessa fólks eða
verður honum bara stungið undir
stól?
Kúnni slátrað
J.J. hringdi:
Mér finnst þessi frétt um kúnna
sem slapp út úr sláturhúsin á
Blönduósi og var siðan skotin á
færi mjög sorgleg. Það var mjög
leiðinlegt að kýrin skyldi ekki fá
aö lifa lýrst hún lagði svona mik-
ið á sig að komast í burtu. Hún
hljóp og gekk yfir þrjátíu kiló-
metra og á þessari göngu sinni
þurfti hún að stökkva yfir girð-
ingar, vaða ár og læki. Þegar hún
hélt að hún væri hult var hún
skotin þar sem hún lá og jórtr-
aði. Þetta hefði verið mun
skemmtilegri frétt ef kýrin hefði
fengið að lifa. Ég tel að rétt hefði
verið að gefa henni líf eftir þetta
þrekvirki.
Spumingin
Lesendur
Löglegir sorphaugar
Eskfirskur sjómaður skrifar:
Mig langar að segja nokkur orð varð-
andi þessa máfamynd Þórarins Há-
varðssonar sem sýnd var á Stöð 2
fyrir nokkru og tekin var á rusla-
haugum Eskfirðinga. Ég spyr: Hvað
vakti fyrir honum? Var hann að setja
einhvern svartan blett á Eskfirðinga,
einkum sjómenn, eða setti hann þetta
á svið í gróðaskyni? Varla er hann
að þessu fyrir ekki neitt.
Ekki skil ég yfirvaldið. Var þetta
eitthvað ólöglegt? Eru þetta ekki lög-
legir sorphaugar? Enda augljóst aö
ekki var tilgangurinn að veiða fugla
né önnur dýr heldur hafa orðið ein-
hver mistök í brennslu þessarar
fiskilínu sem um er rætt. En kannski
átti hann ekki annarra kosta völ úr
því að Dýraverndunarfélagið fór að
blanda sér í málið. Ekki skil ég nú
hvað vakir fyrir þeim samtökum ef
þau eru að halda verndarhendi yfir
vargfugli. Þau ættu heldur að gera
sér ferð í æðarvarp á vordegi þegar
fuglinn er að reyna að koma ungun-
um sínum til sjávar. Ég hef mörgum
sinnum horft á þennan varg gleypa
alla unga æðarmóður í sig með húð
og hári eða rífa þá í sundur sín á
milli, enda hrein plága í öllu var-
plandi. Ég held aö öllum komi saman
um það sem þar koma 'nærri. Við
Þórarinn Hávarðsson vil ég segja
þetta:
Fáðu þér far með prestinum okkar
á góðum vordegi út í Seley þegar
fuglalífið er í blóma. Hann mun geta
sagt og sýnt þér ýmislegt. Þá hef ég
trú á þvi að þú getir tekið fallegri og
meira þroskandi myndir en með því
að halda til á ruslahaugum Eskfirð-
inga, enda fæstum augnayndi.
Guðjón Bjarnfreðsson: Nei, það geri
ég ekki.
Léleg bílaviðskipti
Halldór Erlingsson lögregluþjónn:
Já, alltof miklu. Það er að koma í ljós
þessa dagana.
Veiðar og slátrun
Eyðir þú um efni fram?
Hildur Daníelsdóttir húsmóðir: Já,
ég myndi halda það.
Ragnheiður Árnadóttir nemi: Nei.
tíðum flegin á vélarhlíflnni á ein-
hverjum jeppa eða geymd í nokkra
daga óflegin þar til komið er heim.
Síðan ekið með skrokkinn á toppnum
á bílnum langar vegalengdir. Hvað
segir heilbrigðiseftirlitið við þessu?
Að ég tali nú ekki um gæsina sem
kemur frá útlöndum og getur borið
með sér alls konar óþverra. Svo er
þetta með rjúpuna. Menn skjóta
hana einhvers staðar uppi á fjöllum,
hengja hana svo upp á löppunum og
borða hana helst ekki fyrr en hún
er farin að úldna svolítið.
í þúsundir ára hafa bændur fengið
að lóga sjálfir þeim rollum sem þeir
hafa ætlað heimilinu en ekki þurft
að fara með þetta í sótthreinsaö slát-
urhús. Nú má ekki aflífa skepnu
nema það sé gert á einhverju löggiltu
sláturhúsi.
Mér flnnst þetta nokkuð einkenni-
legt því bændurnir, sem voru teknir
í haust fyrir heimaslátrun, höföu
leigt sér hús til að slátra í. Þeir voru
aö reyna að koma til móts við þær
heilbrigðiskröfur«em gerðar eru til
slátrunar. En á sama tíma les maður
í blöðum að menn eru að elta hrein-
dýr upp um öll fjöll, dragandi þau á
jeppum og flá þau á víðavangi og
þetta er kjöt sem við borgum stór fé
fyrir. Eins er með gæsina og rjúp- ^
una. Þessi fuglar eru skotnir á víða-
vangi og oft á tíðum eru veiðimenn-
irnir með hunda sem sækja bráðina.
Hundarnir bíta í fuglinn og þeir geta
verið með alls konar óþverra. Mér
finnst fólk ætti aðeins að hugleiða
þetta mál.
Erna Ástþórsdóttir nemi: Nei, ég hef
ekki efni á því.
Hjalti Skaftason strætisvagnabíl-
sýóri: Já, er andskoti hræddur um
það. Ég er með háan lífsstandard en
vinn líka mikið.
um gengið út frá og stóð á bílnum
þegar við skoðuðum hann í upphafi,
heldur árgerö 1985. Við höfðum ekki
áhuga á að kaupa þetta gamlan bíl,
svo eftir nokkurt þras gengu kaupin
til baka. En það sem ég er hvað reið-
astur út af er að við undirskrift
samningsins tóku þeir bílinn minn
upp í kaupverð Subarusins og tóku
þá 20.000 krónu í sölulaun fyrir minn
bíl. Þegar búið var að rifta samningn-
um og kaupin gengin til baka fékk
ég ekki endurgreiddar þessar 20.000
krónur því sölumennirnir héldu því
fram að þetta væri kostnaður sem
mér þæri að greiða vegna sölu á mín-
um bíl. En í raun seldi ég engan bíl
því salan gekk til baka. Þeir vildu
ekki kannast við að það hefði staðið
á bílnum að hann væri árgerð 1987,
og þóttust ekkert vita um spjaldið
sem var í honum þegar við skoðuð-
um hann í upphafl. Eg skrifa þessar
línur fyrst og fremst til að fólk gæti
sín þegar það er að gera viðskipti við
aðrar, hvort sem það eru bíla- eða
fasteignaviðskipti.
„Við lögðum leið okkar á nokkrar bilasöiur en fundum engan bil sem okk-
ur leist vel á ...“
B.H. skrifar:
Nú, þegar rjúpnaveiöitíminn er að
hefjast, er rétt að huga aðeins að við-
horfum manna til „slátrunar" rjúpna
- þegar menn mega ekki lóga rollu-
beini handa sér nema til staðar sé
heilbrigðiseftirlit, dýralæknar eða
svoleiðis menn. Hvernig fer þá með
hreindýrin, þarf ekki að fara að
koma með þau í sláturhúsin svo heil-
brigðiseftirlitið geti stimplað á
skrokkana? Eins er með rjúpuna,
þarf ekki heilbrigðiseftirlitið að fylgj-
ast með slátrun á henni? Ég get vart
ímyndað mér hvað fólk segir í þess-
ari umræðu um þá meðferð sem
hreindýrin fá. Fyrst eru þau skotin
einhver staðar upp á fjöllum og oft á
„Svo er þetta með rjúpuna, menn skjóta hana einhvers staðar uppi á fjöll-
um ..
Bergmann Gunnarsson hringdi:
Mig langar aö segja nokkur orð um
vægast sagt einkennileg viðskipti
sem ég varö fyrir nú fyrir stuttu.
Þannig var að ég fór ásamt syni mín-
um að leita mér að bíl. Ég hafði hugs-
að mér að endurnýja bílinn minn
með því að kaupa mér nýrri árgerð
af bíl og setja minn bíl upp í. Við lögð-
um leið okkar á nokkrar bílasölur
og fundum loksins bíl sem okkur
leist vel á. Á þessari bílasölu sáum
við mjög fallegan Subaru, árgerð
1987. Bíllinn var nýsprautaður og
leit í alla staði mjög vel út. Eftir að
hafa reynsluekið bílnum ákváðum
við að kaupa hann. Gengið var þann-
ig frá kaupunum að ég setti minn bíl
upp í og átti síðan að greiöa ákveðna
upphæð í milligjöf. Um þessi atriði
var samkomulag og skrifað var und-
ir samning. Þegar við erum búnir að
skrifa undir kemur í ljós að bíllinn
er ekki árgerð 1987 eins og við höfð-
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
-eóa skrifíð
ATH.: Nafn ogsímanr. verður
að fyigja bréfum