Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991. 13 Svidsljós Hljómsveitin Eldfuglinn var stofnuð til að fylgja sólóplötu Karls eftir. Hana skipa fyrir utan Karl, Grétar Örvars- son, hljómborð og söngur, Þórður Guðmundsson, bassi, Hafþór Guðmundsson, trommur, og Sigurgeir Sigmunds- son á gítar. DV-myndir RASI „Platan heitir Eldfuglinn: Karl Örvarsson og kemur út í byrjun nóv- ember. Á henni veröur popp og rokk- tónlist sem ber keim af Karli Örvars- syni en ég sem flest lögin sjálfur," sagöi Karl Örvarsson sem er að gefa út sína fyrstu sólóplötu. „Ekkert laganna, fyrir utan tvö, hefur heyrst áður. Þetta er ekkert sumargleöipopp heldur reyndum viö að gera góða, vandaða og söluhæfa tónlist. Eg tel að það sé kominn markaður fyrir slíka tónlist núna eftir að Todmobil ruddi brautina," sagöi Karl. „Þetta er langþráð plata, við höfum unnið að henni síðan í fyrravor og ég er mjög ánægður með hana enda spilar þar undir stór hópur af valin- sina fyrstu sólóplötu undir nafninu: Karl Örvarsson, Eldfuglinn. kunnu tónlistarfólki. Hljómsveitin Eldfuglinn byrjaði svo aö spila í byrjun október og var bara sett upp til þess að fylgja þess- ari plötu eftir á t.d. dansleikjum. í henni eru einnig þaulvanir tón- listarmenn sem flestir voru áður í hljómsveitinni Sprakk, reyndar allir nema Grétar. Við ætlum okkur stóra hluti og stefnum m.a. á sigur í keppninni um landslagið. Við erum þar með hresst og skemmtilegt suður-amerískt lag sem við erum mjög bjartsýnir á. Byrjunin hjá okkur hefur lofað góðu, viö erum bókaðir fram að jól- um svo það fer orðið gífurlegur tími í þetta, enda gerum við ekkert ann- að,“ sagöi Karl að lokum. Eldfuglinn og Karl Örvarsson Silkiprentun Aðstoðarmanneskju, karl/konu, vantar við silkiprent- un hjá traustu og góðu fyrirtæki. Umsókn um aldur og fyrri störf leggist inn á auglýs- ingadeild DV, merkt „M-1625", fyrir 25. okt. '91. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Ljmgháls 3, austurendi, 1. og 2. hæð, þingl. eig. Dagsel hf., fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 24. október ’91 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Aðalland 2, þingl. eig. Jóhannes Tryggvason, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 24. október ’91 kl. 17.30. Uppboðsbeiðandi er Magnús Norðdahl hdl. Svaithamrar 54, hluti, talinn eig. Jón Guðnason, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 24. október ’91 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Álfabakki 12, hluti, þingl. eig. Sveinn Kristdórsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 24. október ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTID1REYKJAVÍK / Jakasel 10, þingl. eig. Jón Ámi Ein- arsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 24. október ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafur Axelsson hrl. og Jón Egilsson hdl. Cat. 215 CLC, árg. 1988, keyrð 3300 tíma, 70% undirvagn. Einstakt verð, kr. 4.200 þús. + VSK. MARKAÐSÞJÓNUSTAN, S. 26984 Söngkona Les Satellites, Sabina, fór „Bird“ kallar hann sig þessi og er söngvari Babylon Fighters. á kostum. DV-myndir RASI Franskt popp á Hótel íslandi Tvær franskar hljómsveitir, Les Satellites og Babylon Fighters, komu fram á sviði Hótels íslands á fimmtu- dagskvöldið síðasta og kynntu það nýjasta sem er að gerast í franska poppheiminum. Einnig kom hljómsveitin Risaeðlan fram í fyrsta skipti eftir nokkrar mannabreytingar og rómaða hljóm- leikaferð til Danmerkur. Hljómsveitunum var öllum mjög vel tekið, en frönsku sveitirnar eru hér á landi í þeim tilgangi að efla menningarsamskipti íslands og Frakklands á sviði dægurtónlistar. Tónlist Les Satelhtes er sögð vera blanda af ryþmablús, soul, pönki og reggae, en sveitin þykir ein bjartasta vonin í frönsku poppi um þessar mundir. Hún vakti að vonum verðskuldaöa athygli á Hótel íslandi, en fjöldi manns var á tónleikunum og sleppti fram af sér beislinu. ATHUGIÐ! Auglýsingadeild hefur tekið í notkun faxnúmerið 91-626684 sem er bein lína til auglýsingadeildar. Faxnúmer annarra deilda DV er áfram 91-27079 Auglýsingadeild Þverholti 11 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.