Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Fríverzlunarsigur í nótt Gott er samkomulagið, sem tókst í nótt milli Efna- hagsbandalagsins og Fríverzlunarsamtakanna. Það er svipaðs eðlis og óformlega samkomulagið, sem náðist næstum því á fundum þessara sömu aðila í júní í sumar og Efnahagsbandalagið gat þá ekki staðið við. Tollfrelsi á saltfiski og ferskum flökum næst hægar en gert var ráð fyrir í sumar. Niðurstaðan verður þó í stórum dráttum hin sama. Hún felur í sér, að ísland þarf ekki að gera ráðstafanir til að beina útflutningi sínum í aðrar áttir en til hins auðuga Evrópumarkaðar. Ef ísland hefði verið skilið eftir á lokaspretti viðræðn- anna um evrópskt efnahagssvæði, hefðum við orðið að beina útflutningi okkar meira til Bandaríkjamarkaðar, sem gefur minna af sér' og til Japansmarkaðar, sem hefði þurft að byggja upp með ærnum sölukostnaði. Samkomulagið í nótt leiðir af sér, að ísland verður hluti hins frjálsa Evrópumarkaðar. Landið mun dragast nær Evrópu í viðskiptum. Það er fjárhagslega hag- kvæmt, því að Evrópa er markaðurinn, sem borgar mest fyrir flestar vörurnar, sem við höfum að bjóða. Samt þurfum við ekki að veita erlendum aðilum meiri aðgang að atvinnulífi landsins en lög gera þegar ráð fyrir. Við þurfum ekki að veita erlendum aðilunum neinar umtalsverðar veiðiheimildir í auðlindalögsögu landsins. Við erum eins frjáls og við vorum áður. Þetta er heilbrigður samningur í anda Fríverzlunar- samtakanna. Hann fjallar um frelsi í viðskiptum, en ekki um afsal landsréttinda. Hvað okkur snertir er hann víkkun á hugsuninni, sem felst í viðskiptasamningnum, er við höfðum áður gert beint við Evrópubandalagið. Af því að þetta er fríverzlunarsamningur þurfum við ekki að hefja innanlandsdeilur um, hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Samningurinn veldur því, að við þurfum ekkert á slíkri aðild að halda, því að við höfum fríverzlunina, sem skiptir okkur máli. ■ Ef ísland hefði verið skilið eftir á fundinum í nótt, hefðu óhjákvæmilega hafizt hér á landi heitar deilur milli þeirra, sem vildu beina aðild að Evrópubandalag- inu og hinna, sem höfnuðu slíkri aðild. Nú þarf þjóðin ekki að kljúfa sig í herðar niður í slíkum deilum. Flestar aðrar þjóðir Fríverzlunarsamtakanna líta á samninginn um evrópskt efnahagssvæði sem formála að fullri aðild sinni að Evrópubandalaginu. Við lítum hins vegar á hann sem endastöð. Hér á landi er enginn jarðvegur fyrir beina aðild að Evrópubandalaginu. Þótt allar þjóðir Evrópu gangi um síðir í Evrópu- bandalagið, þurfum við ekki að gera það, úr því að við höfum náð fríverzlun. Við getum haldið áfram að rækta viðskiptafrelsi okkar til annarra átta, svo sem Banda- ríkjanna og sérstaklega Japans, sem er framtíðarmark- aður. Þeir, sem hafa unnið fyrir íslands hönd að samning- um um evrópskt efnahagssvæði, hafa staðið sig mjög vel. Þeir hafa ekki látið taka sig á taugum, þótt samn- ingamenn Evrópubandalagsins hafi beitt þeirri tækni til hins ýtrasta og gjarna leikið sér á yztu nöf. Þeir, sem hafa unnið fyrir íslands hönd að samning- unum, hafa metið rétt, að Evrópubandalagið mundi bila á síðustu stundu, þegar fulltrúar þess væru búnir að fullvissa sig um, að ekki væri unnt að kreista kúna meira. íslendingar létu aldrei bugast í pókernum. Aðild okkar að evrópsku efnahagssvæði felur fyrst og fremst í sér aukið tollfrelsi. Hún felur ekki í sér af- sal landsréttinda. Þetta er fríverzlunarsigur. Jónas Kristjánsson Eitt af einkennum mestallrar stjórnmálabaráttu í borgarlegu lýöræðisríki eins og okkar, er sögu- snauð umræöan; gelt karp um blæ- brigði og stærðargráður en ekki grundvallaratriði sem eiga sér sögulegar rætur. Borgaralegir stjórnmálamenn og áttavilltir tals- menn launafólks halda (eða láta líta svo út gegn betri vitund), að reglur stjórnkerfis og stjórnsýslu hafi fyrir löngu náð fullkomnun, að slepptum smáumbótum er gera þarf viö og við. Sagan ætti að segja okkur að kerfið er upprunnið í langvinnum átökum, m.a. í Frakklandi á 18. og 19. öld og t.d. í Bandaríkjunum. Það kostaði milljónir manna lífið að koma grunnreglum borgaralegs lýðræðis inn í söguna - og enn hef- ur það ekki náð til alls heimsins. Og stjórnkerfi þetta þróaðist og greindist í meiða á mörgum áratug- um. Hvers vegna? Vegna ólíkra þarfa og hagsmuna stéttanna sem báru það fram og greiddu því leið, hver í sínu landi. „Hinir fáu lifa af vinnuframlegi fjöldans sem starfar sér til lifsviður- væris.“ Kostir borgara- legs lýðræðis - af himnum sent? Óleysanlegur samvefur hagkerfis og stjórnkerfis hefur mótað horn- steina þjóðfélaga sem öll byggja á sömu grunnreglum: Fámenniseign á meginstofnunum framleiðslunn- ar, fámennisveldi í meginstofnun- um hagstjórnar og opinberra fyrir- tækja og loks fjöldavirkni launa- fólks við alla framleiöslu og rekst- ur. Hinir fáu lifa af vinnuframlagi fjöldans sem starfar sér til lífsvið- urværis. Þetta kallast kapítalismi á máli siðaðra og er hvorki feimnis- mál né rangnefni. Drifkraftur hans er sókn eigenda framleiðslutækja og fjármagns í að hámarka hagnaö sinn og tekjur. Það er heldur ekk- ert feimnismál. Borgaraiega lýð- ræðið er rammi þessa hagkerfis og gangverk í stjórnun þess; breyti- legt, takmarkað og bundið hags- munum kapítalismans. Það er ekki sending af himnum; eitthvað sem er komið til að vera og ekki þarf að setja við spurningarmerki. Borgaralegt þingræði og lýðræði er þeim annmörkum háð aö fela innviði samfélagsins og sýna ranga mynd af gangverki þess. Ein kennslustund í borgaralegu lýðræði í umræöum um stefnuræðu for- sætisráðherra kom vel í ljós hve borgaralegt lýðræði er handhöfum efna og valda hagfellt. Forsætisráð- herra bauð fólki er getur lifað af annarra vinnu og vöxtum af fjár- magni betri tíð, öðrum erfiðari tíma. Fráfarandi stjórn var kennt að venju um það sem gagnrýna mátti. Andstæðingar forsætisráð- herra gagnrýndu hann aö venju fyrir að gera of mikið fyrir skjól- stæðingana og séttarsystkin sín og skömmuðust út af nokkurra pró- senta kjaraskerðingu og nokkurri skerðingu opinberrar þjónustu en báru að venju blak af síðustu stjórn. Umræðurnar snerust þann- ig um blæbrigði af sömu grunn- stefnu allra ríkisstjórna hingað til: Að ýta áfram undir vöxt og viðgang kapítalismans án þess að gera launafólk of reitt. Um þann blæbrigðamun getur fólk kosið í kosningum; um þann blæbrigðamun er efnt til skraut- legra kappræðna á þingi og um þann blæbrigðamun geta launa- menn hugsað meðan flókið gang- verk að baki þings og allra stjórna gengur sinn gang. Það er trekkt upp af enn flóknari samskiptum meginstéttanna og kröfum hags- munahópa; af beinum tengslum valdamanna við stjórnkerfiö og af flókum lagabreytingum þingsins. Á meðan umræða í borgaralegu lýðræði gjálpar þannig við strönd Kjallaiinn Ari Trausti Guömundsson jarðfræðingur smáatriðanna setja hvorki þing- menn sem segjast taia máh launa- fólks né launamenn sjálfir spurn- ingarmerki við augljós dæmi um inntak kapítalismans og haldleysi starfsaðferða hans fyrir þá sjálfa. Tvö önnurdæmi Forystumenn atvinnurekenda boða launastöðvun. Þeir leggja hins vegar ekkert á borðið um eigin kjör. Þeir gagnrýna ekki kerfi sem sníður fjölda fyrirtækja ekki að þörfum fjöldans. Þeirra efnahagur kemur almenningi ekki við en kjör almennings koma aftur á móti at- vinnurekendum við; ekki svo að skilja að áhyggjumar séu miklar því kannanir sýna að „laun eru há á íslandi en vinnutími að vísu í lengra lagi“. Engar kannanir þarf á högum atvinnurekenda eða stjórnenda fjármagns og atvinnu- rekstrar. Nóg er aö treysta fullyrð- ingum um heildartap heilla fram- leiðslugreina og rakalausum full- yrðingum um hina eða þessa greiðslugetu fyrirtækja. Fáeinir frammámenn hafa verið gagnrýndir fyrir að eyða nokkrum milljörðum króna umfram nokkra milljaröa í 5-6 opinberar bygging- ar, sem ekki teljast til skóla, sjúkra- stofnana eða brýnnar þjónustu. Umræöan snýst þar um hve langt fram úr áætlunum menn geta farið án þess að bruðla með fé eða hvort hin eða þessi byggingin teljist glæsileg eða ekki o.s.frv. Hitt spyr varla nokkur um hvort stjórnkerf- ið hafi ekki átt að hemla á ein- hverju stigi, hvort almenningur hafl ekki átt að skilgreina þarfir sínar fyrir byggingarnar á ein- hverju stigi eða hvort forgangsröð verkefna sé ekki tengd yflrlýstum markmiðum um almannaþjónustu í lögum. Borgaralegt lýðræði leyfir að framkvæmdastjóri stærsta fyrir- tækis landsins, Reykjavíkurborg- ar, leggi aldrei neitt undir dóm borgarbúa með beinum hætti, að hann heimti áht borgarstjórnar á milljarðaframkvæmd með því að leggja fram verðhugmynd sem er „skot út í loftið" og að hann geti stofnað til aukareikninga án virks eftirlits. Skiptir þá engu máh hvort „borg þarfnast ráðhúss“ eða 500 milljónir til eða frá megi kallast „músarholusjónarmið". Þessi tvö dæmi, annað um starfs- hætti atvinnurekenda fyrir kjara- samninga og hitt um opinberar byggingaframkvæmdir, sýna dáUt- ið af annmörkum borgaralegs lýð- ræðis. Aðeins hvað launafólk varð- ar, að vísu, því kapítalistum er það nauðsyn. Auðvitað hefur borgara- lega lýðræðið haldið ýmsum kost- um er gerðu það dýrmætt og vert baráttunnar er fæddi það af sér. En þeir eru bara á við nokkrar músarholur í samanburði við hitt sem heldur gagnverki kapítalism- ans uppi. Einmitt þeim hluta er haldið á lofti sem eftirsóknarverðu stjórnmálakerfi; hinu besta sem völ verður á. Prófsteinn á þá full- yrðingu velunnara kapítaUsmans eru tvær spurningar. í fyrsta lagi: Hvemig era kjör atvinnurekenda á árinu 1991? í öðru lagi: Má skipa óháða eftirUtsnefnd með stærstu opinberu framkvæmdum í landinu er skýrir frá undirbúningi þeirra og framvindu? Ef ekki, þá heldur kerfið áfram að hylja blygðun borgarastéttar- innar - eins og sagt var nokkru eftir borgaralegu lýðræðisbylting- amar í Evrópu. Ari Trausti Guðmundsson „Forystumenn atvinnurekenda boða launastöðvun. Þeir leggja hins vegar ekkert á borðið um eigin kjör. Þeir gagnrýna ekki kerfi sem sníður fjölda fyrirtækja ekki að þörfum fjöldans.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.