Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
Afmæli
Aðalbjörg Jónsdóttir
Aðalbjörg Jónsdóttir, er rekur veit-
ingastað, til heimils að Hraunvegi
3, Ytri-Njarðvík, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Aðalbjörg fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Austvaðsholti í Landsveit.
Hún stundaði nám við Skógaskóla
1957-59 og lauk þaðan gagnfræða-
prófi. Þá stundaði hún nám viö
Húsmæöraskóla Reykjavíkur.
Aðalbjörg starfaði við skóbúðina
Hvannbergsbræður en eftir hús-
mæðraskólanámið hóf hún störf við
Útvegsbanka íslands þar sem hún
starfaði í u.þ.b. tíu ár. Hún flutti
síðan austur aö Hellu á Rangárvöll-
um þar sem hún bjó í sautján ár en
þar sá hún um skólamötuneyti í
fimm ár. Þá rak hún Grillið í tólf
ár ásamt fjölskyldu sinni en sl. vetur
fluttu þau til Njarðvíkur.
Fjölskylda
Aðalbjörg giftist 1.3.1969 Guð-
mundi Vigni Sigurbjamasyni, f. 4.2.
1943, matreiðslumanni. Hann er
sonur Sigurbjarna Tómassonar,
sem lengst af vann á bílastöð Stein-
dórs en er nú látinn, og Gíslínu
Guðmundsdóttur húsmóður en hún
býríReykjavík.
Börn Aðalbjargar og Guðmundar
Vignis eru Helgi Guðmundsson, f.
1971; Bryndís Guðmundsdóttir, f.
1974; Davíð Guðmundsson, f. 1974.
Dóttir Aðalbjargar er Katrín Jóna
Grétarsdóttir, f. 1968, búsett í Ástral-
íu, sambýlismaður hennar er Þórar-
inn Ólafsson og eiga þau einn son,
Ólaf Vigni, f. 1988. Faðir Katrínar
Jónu er Grétar Jónsson.
Fóstursynir Aðalbjargar eru Egg-
ert Valur Guðmundssonar, búsettur
á Hellu, kvæntur Eygló Bergsdóttur
og á hann tvær dætur, Sólveigu og
Aðalbjörgu, ogfósturson, Hauk; Sig-
urður Bjarni Guðmundsson, f. 1964.
Systkini Aðalbjargar; Ólafur
Jónsson, búsettur í Reykjavík, nú
látinn, var kvæntur Margréti Wikar
og eru börn þeirra þrjú; Sæmundur
Jónsson, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Svanfríði Ingvarsdóttur og
eru börn þeirra fjögur; Guðrún
Jónsdóttir, búsett í Reykjavík, gift
Finnboga Eyjólfssyni og eiga þau
eitt barn; Sigríður Jónsdóttir, búsett
í Ameríku, gift Paul Sharp og á hún
tvö börn; Gunnar I. Jónsson, búsett-
ur í Reykjavík, kvæntur Sjöfn Ólafs-
dóttur og eiga þau tvö börn. Uppeld-
isbróðir Aðalbjargar var Helgi Eyj-
ólfsson sem nú er látinn.
Foreldrar Aðalbjargar: Jón Ólafs-
son, f. 1892, d. 1968, b. í Austvaðs-
holti á Landi í Rangárvallasýslu, og
Katrín Sæmundsdóttir húsfreyja
sem erlátin.
Ætt
Systir Katrínar var Jóhanna Vig-
dís, móðir Sigríðar Erlendsdóttur
sagnfræðings og Guðrúnar Erlends-
dóttur, forseta hæstaréttar, móður
Ólafs Arnarsonar, aðstoðarmanns
menntamálaráðherra. Qnnur systir
Katrínar var Guðrún, húsfreyja í
Króktúni á Landi, móðir Guðlaugs,
gestgjafa í Tryggvaskála, afa Guð-
laugs Tryggva Karlssonar hagfræð-
ings. Þriðja systir Katrínar var Elín,
húsfreyja á Fróðholtshóli, móðir
Katrínar Pálsdóttur, borgarfulltrúa
í Reykjavik, ömmu Elínar, ritstjóra
Gestgjafans í Hafnarfirði. Bróðir
Katrínar var Guðbrandur, b. í Ölv-
ersholti, faðir Elínar, húsfreyju í
Næfurholti á Rangárvöllum, móður
Guðrúnar Laufeyjar Ófeigsdóttur,
húsfreyju í Hólum á Rangárvöllum,
móður Sverris Haraldssonar, b. og
listamanns í Selsundi á Rangárvöll-
um. Önnur dóttir Guðbrands í Ölv-
Aðalbjörg Jónsdóttir.
ersholti var Rósa, húsfreyja í
Reykjavík, móðir Hauks Morthens
söngvara og móðir Kristins Mort-
hens listmálara, föður Bubba Mort-
hens söngvara. Katín var dóttir
Sæmundar, hreppstjóra og ættföður
Lækjarbotnaættarinnar, Guð-
brandssonar og konu hans, Katrín-
ar Brynjólfsdóttur ljósmóðir. Bróðir
Sæmundar hreppstjóra var Guð-
brandur, langafi Guðmundar Daní-
elssonar rithöfundar.
80 ára
Teigi, Hvammshreppi.
Hann veröur að heiman.
Gunnar Gísla-
sonsjómaður,
Hrafnistu
v/Kleppsveg,
Reykjavík.
KonaGunnars
varAuður
Guðmunds-
dóttir, f. 26.11.
1916, d. 18.5.
1981.
Gunnar verður á afmælisdaginn
staddur á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Holtaseii 30, Reykja-
vík.
50ára
Sigfús Guðmundsson,
Vestra-Geldingaholti, Gnúpverja-
hreppi.
Sigríður Ásta Jónsdóttir,
Fögrusíðu 9c, Akureyri.
Guðrún Garðarsdóttir,
Langagerði 7, Reykjavík.
Árný Arnþórsdóttir,
Miöleiti 4, Reykjavík.
Gunnar Sigurjónsson,
Nestúni 13, Rangárvallahreppi.
75 ára
40 ára
Aðalbjðrg Lárusdóttir,
Aðalstræti 16, Akureyri.
70 ára
Bergþóra Jónsdóttir,
Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík.
60 ára
Kristján Sæmundssor 1*/
Regína Jóhannsdóttir,
Holtagerði 42, Kópavogi.
Lovísa Guðrún Jóhannsdóttir,
Melteigi20, Keflavík.
Öm Grétarsson,
Miðengi22,Selfossi.
Sveinn Arason,
Hellubraut 8, Grindavik.
Hólmfríður Jónsdóttir,
Víðimýrarseli, Seyluhreppi.
Þórir Dan Jónsson,
Ásgarði39, Reykjavík.
Bryndís Axnfinnsdóttir,
Vesturbergi 30, Reykjavík.
Leiðrétting
I afmælisgrein um Jóhann Þóri
Jónsson ritstjóra sem birtist sl.
laugardag féllu niður nöfn kjörfor-
eldrahans.
Kjörforeldrar Jóhanns Þóris: Jón
Ólafsson, f. 20.6.1898, d. 1964,
verkamaður í Reykjavík, og kona
hans, Guðrún Jóhannsdóttir, f.
12.6.1899, húsmóðir, bú§gtt í
Reykjavík.
Þá ber að geta þess að hálfsystk-
ini Jóhanns Þóris, sammæðra, eru
þrjú en ekki tvö eins og ranglega
var getiö um í greininni.
Viðkomandi eru beðnir velvirð-
ingar á þessum leiðu mistökum.
4) Iroltc
Itamux bcxnl
||UMFERÐAR
Jóhanna Gunnarsdóttir
Jóhanna Gunnarsdóttir, húsmóðir
og starfsmaður við sjúkrahús, til
heimilis að Furugrund 36, Kópa-
vogi, ersextugídag.
Starfsferill
Jóhanna fæddist að Gestsstöðum
í Norðurárdalshreppi í Mýrasýslu
og ólst þar upp og að Hafþórsstöðum
í Norðurárdal. Hún stundaði nám
við Húsmæðraskólann á Staðarfelli
veturinn 1951-52 og vann síðan ýmis
störf á árunum 1952-58.
Eftir að Jóhanna gifti sig var hún
húsmóðir í Kópavogi til 1966 en þá
fluttu þau hjónin í Stafholtstungur
þar sem hún var húsfreyja í Efra-
nesi til 1970. Þau fluttu þá aftur í
Kópavoginn þar sem þau hafa búið
síðan.
Jóhanna hefur verið starfsmaður
við Vífilsstaðaspítala frá 1975. Hún
hefur verið trúnaðarmaður á vinnu-
stað sínum fyrir Starfsstúlknafélag-
ið Sókn frá því í árslok 1990 og situr
sem varamaður í trúnaðarráði fé-
lagsins.
Fjölskylda
Jóhanna giftist 28.12.1958 Sigur-
geirEiríkssyni, f. 10.5.1926, húsa-
málara. Hann er sonur Eiríks Sigur-
geirssonar og Kristínar Vermunds-
dóttur, bænda að Vatnshlíð í Ból-
staðarhlíöarhreppi í Austur-Húna-
vatnssýslu.
Böm Jóhönnu og Sigurgeirs eru
Þórdís Sigurgeirsdóttir, f. 30.4.1963,
og er sambýismaður hennar Jónas
K.Þ. Kristjánsson, f. 23.4.1960; Ver-
mundur Arnar Sigurgeirsson, f.
19.10.1967, afgreiðslumaður; Gunn-
ar Sigurgeirsson, f. 30.11.1971, iðn-
skólanemi.
Systkini Jóhönnu: Guömundur
Kr. Gunnarsson, f. 30.8.1930, fulltrúi
á Akureyri, kvæntur Þórhildi K.
Jónasdóttur, f. 1.6.1930, og eiga þau
tvær dætur; Guðrún Gunnarsdóttir,
f. 7.9.1933, húsmóðir að Hvanneyri,
gift Ingimar Sveinssyni, kennara
þar, og eiga þau fimm börn; Sesselja
Þ. Gunnarsdóttir, f. 17.11.1934,
hjúkrunarkona í Reykjavík, gift
Einari B. Ásgeirssyni rafeinda-
virkja og eiga þau þrjár dætur.
Foreldrar Jóhönnu: GunnarD.
Guðjónsson, f. 7.9.1899, d. 5.1.1949,
b. að Gestsstöðum í Norðurárdal,
og Kristin Jóhannsdóttir, f. 22.6.
1894, d. 25.8.1987.
Ætt
Gunnar var sonur Guðjóns, b. á
Gestsstöðum, hálfbróður Ólafs Ól-
afssonar, fóður Ólafs trúboða og
Þorbjörns, fóður Svövu söngkonu.
Guðjón var sonur Guðmundar, b. á
Uppsölum, Guðmundssonar, b. á
Uppsölum, Þorsteinssonar. Móðir
Guðjóns var Elín Kristin Guðlaugs-
dóttir, b. að Kirkjufelli í Grundar-
firði, Sigurðssonar, aðstoðarprests í
Vatnsfirði, Þorbjarnarsonar. Móðir
Guðlaugs var Ólöf Guðlaugsdóttir,
prófasts í Vatnsfirði, Sveinssonar,
prests í Hvammi í Norðurárdal,
Guðlaugssonar. Móðir Elínar Krist-
ínar var Halla Rannveig Jónsdóttir,
á Rifi á Snæfellsnesi, Jónssonar.
Móðir Höllu Rannveigar var Elín
Kristín Erlendsdóttir.
Móðir Gunnars á Gestsstöðum var
Guörún Daðadóttir, b. á Högnastöð-
Jóhanna Gunnarsdóttir.
um í Þverárhlíð, Bjarnasonar, b. á
Litlubrekku í Borgarhreppi,
Bjarnasonar Þorbjörnssonar. Móðir
Daða var Guðrún Eiríksdóttir, á
Álftárósi, Sverrissonar. Móðir Guð-
rúnar var Guðrún Eiríksdóttir, b. í
Krossanesi, Bjarnasonar. Móðir
Guðrúnar Daðadóttur var Gunn-
hildur Jónsdóttir, b. á Vatnshömr-
um í Andakíl, Guðmundssonar og
Guðnýjar Jónsdóttur.
Kristín, móðir afmælisbarnsins,
var dóttir Jóhannesar, b. á Litla-
bakka í Miðfirði, Guðlaugssonar
Jónssonar. Móðir Jóhannesar var
Ástríður Pétursdóttir, b. í Norður-
tungu í Þverárhlíð, Jónssonar. Móð-
ir Kristínar var María Gísladóttir,
Magnússonar, Þórðarsonar. Móðir
Maríu var Sigþrúður Jónsdóttir, b.
á Búrfelli í Miöfirði, Jónssonar, og
Maríu Magnúsdóttur.
Jóhanna verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Lars D. Nielsen og Ragn-
heiðnr Guðmundsdóttir
Hjónin Lars D. Nielsen og Ragn-
heiður Guðmundsdóttir, Þelamörk
54, Hveragerði, eiga silfurbrúö-
kaupsafmæli í dag.
Starfsferill I
Lars er f. 18.6. 1941 á Lálandi í
Danmörku. Hann kom til íslands
árið 1964 og vann við Garðyrkju-
skóla ríkisins til 1966.
Ragnheiður er f. 22.11.1946 á Borg
í Skötufirði. Hún stundaði nám við
Garðyrkjuskóla ríkisins og útskrif-
aðist þaðan 1966.
Lars og Ragnheiður ráku gróðrar-
stöðina Alaska til 1986 og hafa síðan
starfrækt sitt eigið fyrirtæki, gróðr-
arstöðina Borg í Hveragerði.
Fjölskylda
Lars og Ragnheiður eiga þrjú
börn. Þau eru Snjólaug Elísabet, f.
23.6.1966, maki Gunnar Magnússon
sjómaður, þau reka sitt eigið fyrir-
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Lars D. Nielsen.
tæki og eru búsett í Reykjavík, Snjó-
laug átti áður 2 syni og Gunnar átti
áður einn son; Einar Magnús, f.
29.12.1967, garðyrkjufræðin’gur, bú-
settur í Reykjavík; Guðmundur
Magnús, f. 15.8. 1970, bílstjóri, bú-
settur í Hveragerði.
Foreldrar Lars: Ejnar og Liddy
Nielsen, þau eru bæði látin. Foreldr-
ar Ragnheiðar: Guðmundur Magn-
ús Magnússon, látinn, b. að Borg í
Skötufirði, og Snjólaug Magnea
Bjarnadóttir, nú búsett í Hvera-
gerði.
Lars og Ragnheiður verða að
heiman í dag.