Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991. 11 Sviðsljós Gestur númer 3.500.000 í Þjóðleikhúsinu: Andrea GylfadóRir i Todmobii brást ekki frekar en fyrri daginn, en hún er hér í léttri sveiflu. DV-mynd Hanna Stórtónleikar: Stuð framá nótt Hljómsveitirnar Todmobil og Sáliri hans Jóns míns héldu tón- leika í íþróttahúsinu viö Strand- götu í Hafnarfiröi á fóstudags- kvöldiö síðasta og héldu uppi stuðinu fram á nótt. Tónleikamir, sem byrjuöu um níuleytið, löðuöu aö mestu að unglinga á aldrinum 13-16 ára og kunnu þeir auösjáanlega vel að meta uppákomuna. Elísabet Haraldsdóttir fékk heldur betur óvæntan glaðning á laugar- dagskvöldiö er hún var á sýningu í Þjóðleikhúsinu. Stjórn Þjóðleikhússins hafði ákveðið að sá gestur Þjóðleikhússins, sem væri númer þrjár milljónir og fimm hundruö þúsund, fengi vegleg verðlaun. Talningin miðaðist við sýningar á stóra sviði leikhússins frá opnun þess, 21. apríl 1950. Hér er Elísabet (lengst t.h.) eftir að nafn hennar var lesið upp. Hún var Þjóðleikhúsgestur númer 3.500.000. Þetta kom Elísabetu að vonum í opna skjöldu en hún varð þeim mun ánægðari með glaðninginn. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri flutti henni tíðindin í lok sýningar á Gleði- spilinu eftir Kjartan Ragnarsson seint á laugardagskvöldið og afhenti henni að gjöf minningarpening Þjóð- leikhússins, gjafakort fyrir tvo á all- ar sýningar Þjóðleikhússins í vetur, auk þess sem hún fékk aðgöngumiða sinn endurgreiddan. Stefán Baldursson afhendir hér Elísabetu verðlaunin, auk þess sem hún fékk stóran blómvönd i tiiefni dagsins. DV-myndir Hanna Fékk fría áskrift að öllum sýninguin Á tískusýningunni voru m.a. sýnd gömul sundföt frá tímum afa og ömmu. Sund- laugarpartí unglinga Félagsmiðstöðin Ársel stóð fyrir sundlaugarpartíi í Sundhöll Reykja- víkur síðastliðið föstudagskvöld, og var þar mikið fjör og góð stemning. Unglingarnir, sem voru á aldrinum 13-15 ára, fóru í ýmiss konar leiki og keppni og fengu að hafa tónlist í sundlauginni. Hápunktur kvöldsins var tískusýn- ing, en þá voru stigin létt dansspor í takt við tónlistina og unglingarnir spókuðu sig í gömlum sundfatnaði eða jafnvel í kafarabúningi. 1 Er sundlaugarpartíinu lauk rétt fyrir miðnætti var haldið af stað upp í Ársel þar sem við tók dansleikur langt fram á nótt. Þetta er líklega nútimalegri sam- setning á „gömlum sundfatnaði". DV-myndir Hanna Það virðist ekki vera neitt verra að biðla til stúlknanna í kafarabúningi, það er í það minnsta reynt. 1 ÚRVALS SPENNUSAGA Á TÆPASTA VAÐI Á næsta sölustað Áskriftar- og pantanasími 62-60-10 Flestum flugvöllum á austurströnd Bandaríkjanna hefur verið lokað vegna snjókomu. Nítján flugvélar bíða þess að geta lent á Kennedyflugvelli í New York áður en hann lokast líka. Þá hringir ókunnur maður og allt í einu er veðrið orðið aukaatriði... þegar flugturninn myrkvast og slokknar á ratsjánni. Meðan klukkan tifar verður Malone lögreglumaður að komast að því hver ókunni maðurinn er og stöðva hann - áður en flugvélin með ungri dóttur lögreglu- mannsins hrapar til jarðar... eftir 58 mínútur... Þetta er úrvals spennusaga þar sem ekkert lát er á spennunni frá upphafi bókar fram á síðustu síðu. Úrvalsbækur eru sérstaklega valdar handa þeim sem hafa yndi af að lesa. Úrvalsbækur - ótrúlega ódýrar I » Bókin 58 mínútur eftir Walter Wager var lögð til grundvallar kvikmyndinni Die Hard 2: Die Harder, sem sýnd var í Bíóborginni undir nafninu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.