Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991. 15 Meirihluti fulltrúaráðsins: Samþykkti gjörðir Fínullarfundarins „Jafnframt yrði gætt hagsmuna kanínubænda." í framhaldi af fréttum í fjölmiöl- um undanfarið af málefnum kan- ínubænda, og þá sérstaklega frá- sagnar í DV 15. þ.m., vill stjórn Landssambands kanínubænda (LASK) koma eftirfarandi á fram- færi. Á síöari framhaldsaöalfundi Fín- ullar hf. 20. sept. sl„ þegar meiri- hluti stjórnar Lask, þau Jón Eiríks- son og Halldóra Jónmundsdóttir, sem jafnframt eru fulltrúaráðs- menn, samþykktu í fundarhléi þær tillögur, sem fyrir lágu um fjár- hagslega uppstokkun fyrirtækisins og yfirtöku Borgnesinga, lýstu tveir fulltrúaráðsmenn, þau Helga Eiríksdóttir og Magnús Margeirs- son, yfir „að þau fógnuðu þessu samstarfi og lýstu þeirri von sinni að með því yrði hagur kanínu- bænda tryggður". Þannig studdi meirihluti full- trúaráösins, eða 4 af 7 fulltrúum, sem í ráðinu eru, samþykktir fund- arins. Aöeins einn fulltrúaráðs- maður, formaðurinn, greiddi at- kvæði á móti en tveir voru fjarver- andi. í ijárhagslegri uppstokkun fyrir- tækisins höfðu Byggðastofnun og Framkvæmdasjóður og þrotabú Álafoss afskrifaði skuldir Fínullar hf. að stórum hluta eöa breytt í hlutafé. Aörir kröfuhafar höfðu af- skrifað skuldir um 60% í óformleg- um nauðasamningum. Skilyrði allra kröfuhafa var að aðrir gerðu það sama. Skuld Fínullar, sem Framleiðslu- sjóður hafði afhent Lask, var af- skrifuð um 40% eða minna en aðr- KjaHarinn Jón Eiríksson ritari LASK ir höfðu samþykkt - og Lask á nú hlutafé í Fínull hf. aö fjárhæð 6.125.903 krónur, eða 20,48%. Fullt umboð til aðgerða Þá hafði stjórnin fullt umboð full- trúaráðsins til þessara aðgerða því aö á aöalfundi þess 31. júlí sl. var samþykkt samhljóða og lögð áhersla á að fjárhagslegri endur- skipulagningu Fínullar hf. yrði lok- ið, lýst stuðningi við að nýir eignar- aðilar kæmu inn og að fyrirtækið yrði flutt út á land, a.m.k. að hluta til. Jafnframt yrði gætt hagsmuna kanínubænda. Varðandi síðasta atriðið skal bent á að í gildi er samningur frá 1986 milli kanínubænda og Fínullar hf. þar sem fyrirtækiö skuldbindur sig til að kaupa alla kanínuull ís- lenskra bænda og á verði því sem bændur í Þýskalandi og Danmörku fá. Þessi samningur gildir áfram þrátt fyrir yfirtöku Borgnesinga enda vissu þeir af honum áður. Upphlaup formanns og afsögn Upphlaup formanns á Fínullar- fundinum kom meirihluta stjórn- arinnar á óvart því að hann hafði fylgst með hinni fjárhagslegu upp- stokkun fyrirtækisins og ekki gert athugasemdir viö þær áður eða gert tillögu um að kalla fulltrúaráð- ið saman. Með bréfi til stjórnar Lask 24. sept. sl. segir hann af sér for- mennsku og öllum trúnaðarstörf- um fyrir kanínubændur. Samkvæmt lögum Lask kýs full- trúaráðið stjórnina á aðalfundi en hún skiptir með sér verkum. Stjórn Lask hefur því falið Auðuni Haf- steinssyni varaformanni að gegna störfum formanns til næsta aðal- fundar. Ógiltu eigin samþykktir Stjórn Lask lýsir því furðu sinni á upphlaupi fyrrverandi formanns, sem ekki á lengur sæti i fulltrúa- ráðinu, og þriggja fulltrúaráðs- manna, þar af einn þeirra, Magnús Margeirsson, áður búinn að sam- þykkja gjörðir stjórnarinnar á Fín- ullarfundinum og á samþykktum þeim sem þeir gerðu á fundi sem þeir boðuðu til í nafni fulltrúaráðs- ins 6. þ.m. En þar endurkusu þeir Magnús Pálmasön sem formann og aflýstu, samkvæmt fundargerð fulltrúaráðsfundi, sem stjórnin hafði boðað til 13. þ.m. Samt mættu þeir á þeim fundi og einn fjórmenninganna lagði fram tillögu um endurkosningu fyrrver- andi formanns. Með því hafa þeir sjálfir lýst fund sinn 6. þ.m. ólögleg- an og allar hans gjörðir ómerkar. Kanínulaus talsmaður Þá undrast stjórn Lask stórum að fjórmenningarnir hafa gert Guð- björn Jónsson að talsmanni sínum. Þegar sunnlenskir kanínubænd- uj; kusu hann í fulltrúaráðið þekktu þeir hann ekki - en hann átti nokkrar kanínur. Nú eru þær allar sálaðar - og hefur hann því ekkert umboð frá kaninubændum í landinu til að reyna að rifta gjörðum Fínullar- fundarins og þar með að leggja kanínuræktina í rúst. Það mun honum ekki takast. Fyrirtæki á nýjum og traustum grunni Stjórn Lask fagnar því að Fínull hf. hefur veriö íjárhagslega endur- reist og að fyrirtækið muni á kom- andi vetri geta lagt landsmönnum og öðrum til hlýjan og góðan fatnað til aö klæða af sér vetrarkuldann. Stjórn Lask bendir á að sundrung í röðum kanínubænda hljóti að skaða hagsmuni þeirra í samning- um fulltrúa þeirra og Fínullar hf. i verðlagsnefnd um afurðaverðið, samkvæmt samningum frá 1986. Fyrir því væntir stjórn Lask þess að menn setji niður deilur en taki höndum saman um að tryggja hagsmuni kanínubænda og afurða- stöðvar þeirra, Fínullar hf. Jón Eiríksson „Stjórn LASK bendir á aö sundrung í röðum kanínubænda hljóti að skaða hagsmuni þeirra í samningum fulltrúa þeirra og Fínullar hf. í verðlagsnefnd um afurðaverðið, samkvæmt samning- um frá 1986.“ Grímulaus mútuþægni „Í einkasöluhlutverki ÁTVR felst meðal annars ákvörðunarvald varð- andi þær tegundir áfengis og tóbaks sem teknar eru til sölu eða er hafnað hverju sinni.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins er þeirrar náttúru að vera einkasala og þar með einokunar- fyrirtæki. Um það gilda sérstöklög. Það fyrirkomulag er að vísu úrelt og stenst ekki miklu lengur í því umhverfi frjálsra viðskiptahátta sem óhjákvæmilegt er að við til- einkum okkur endanlega fyrr en síðar. En þangað til er ÁTVR starf- rækt á grunni sérlaga með þeim víðtæku en um leið takmörkuðu skyldum og réttindum sem lögin kveða á um. í einkasöluhlutverki ÁTVR felst meöal annars ákvörðunarvald varðandi þær tegundir áfengis og tóbaks sem teknar eru til sölu eða er hafnað hverju sinni. Framboð tegunda og umbúða af hálfu fram- leiöenda hvarvetna í heiminum er auðvitað margfalt það sem ÁTVR tekur til sölu hverju sinni. Stjórn- endur einkasölunnar standa þess vegna daglega frammi fyrir því að velja og hafna í krafti valds síns. Þeir sem ekki ná hylli stjórnenda ÁTVR eru um leið í aðalatriðum útilokaðir frá íslenskum markaði. Aðrir kaupendur áfengis, svo tób- aki sé sleppt, eru ekki til, lögum samkvæmt, og einungis er um þá að ræða á þeim grundvelli að ÁTVR annist afmörkuð innkaup fyrir einstaka aðila, svo sem ein- stakhnga eða veitingahús, til eigin nota. Og hvað þýðir þetta svo? Að deila og drottna Þetta færir stjórnendum og eink- anlega forstjóra ÁTVR mikið, al- gert og óskorað vald í áfengisinn- kaupum og áfengissölu. Þessu valdi er beitt með ýmsum hætti, eins og vænta má, en augljóslega býður aðstaöa af þessu tagi hættunni heim - hættunni á að misnota vald- ið. Stjómendur ÁTVR hafa heldur KjaUarinn Herbert Guðmundsson félagsmálastjóri Verslunarráðs íslands ekki farið varhluta af ádeilum vegna ákvarðana sinna, oft og iðu- lega. Þeir deila og drottna yfir 10 millj- arða króna markaði á ári. Af þeim tekjum fara 2,4 milljarðar til inn- kaupa og milljarður í rekstur einkasölunnar. Sumum kann að þykja þetta ærinn reksturskostn- aður út af fyrir sig miðaö við einok- unaraðstöðu fyrirtækisins og minnstu þjónustu sem nokkurt ís- lenskt fyrirtæki kemst upp með í nútímanum. Trúlega borga þó neytendur annað eins eða enn meira fyrir þá náð að ná viðskipt- um við einkasöluna. Eiginlegu þjónustuhlutverki ÁTVR mætti skila með fullkomlega eðlilegum hætti í núverandi dreif- ingarkerfi íslenskrar verslunar og spara ríkinu og neytendum millj- arða á ári. Þetta fullyrði ég á grund- velli margvíslegra athugana á starfsemi einkasölunnar vegna starfs míns á vettvangi Verslunar- ráösins. í því efni gef ég mér það vissulega að áfengi og tóbak séu í flokki almennra neysluvara, sem er staðreynd. Misnotkun einkavalds Frá sjónarmiði hollustu og heil- brigðra lifnaðarhátta má vitanlega spyrja margra spurninga um neyslu áfengis og tóbaks sem og fjölda annarra neysluvara. Það má sér í lagi spyrja margra spuminga um hlutverk ríkisvalds sem tekur sér einkarétt á sölu umdeildra neysluvara. Ber því til að mynda ekki rík skylda til þess að gera neytendum ævinléga grein fyrir hugsanlegri alvöru viðskiptanna, svo langt sem sú umhyggja getur náð? Og allt eins þótt einkaréttur- inn væri aflagður? Þessu hefur verið svarað játandi í ýmsum efnum og með ýmsum hætti þótt framkvæmdin sé raunar meira en lítið á reiki og að jafnaði engin. Hefur til að mynda ÁTVR á boðstólum viðvaranir gegn mis- notkun áfengis - eða upplýsingar um hóflega notkun þess áfengis sem það selur þjóðinni af náð sinni og miskunn? Svarið er einfalt nei. Og ÁTVR getur auöveldlega varið sig með því það hefur engar skyld- ur í þessu tilliti, samkvæmt lögum um sjálft sig. Þar með er ég loksins kominn að kjama þessarar umijöllunar um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem snertir raunar jafnframt til- vist og tilgang Fríhafnarinnar, annars mjög skylds einokunarfyr- irtækis á frísvæði í íslenska ríkinu. Samkvæmt fréttum hafa sem sé ÁTVR og Fríhöfnin stofnað „sér- stakan landverndarsjóð sem ber heitið Fjallasjó#ur“. Þetta tiltæki er með því ótrúlegasta sem ég hef séð í opinberum fréttum svo langt sem minni mitt nær. Þarna er því sem sé lýst yfir að þessar tvær einkasölur ríkisins þiggi frjáls framlög erlendra við- skiptavina sinna í-sjóð, alls óskyld- an tilgangi og lagaramma þeirra, og meira að segja að tvö ráðuneyti og þar af annað sjálft fjármálaráðu- neytiö leggi þessari starfsemi lið sitt í stjórn sjóðsins. Jafnframt er sagt frá því í máli og mynd að einn tiltekinn bjórsali hafi rétt forstjóra ÁTVR ,jafngildi fjögurra milljóna króna“ í sjóðinn. „Eiginlegu þjónustuhlutverki ÁTVR mætti skila meö fullkomlega eðlilegum hætti 1 núverandi dreifingarkerfi ís- lenskrar verslunar og spara ríkinu og neytendum milljarða á ári.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.