Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
Fréttir
Ræðst á allra næstu dögum hvort hafin verður útgáfa nýs morgunblaðs:
Stof nkostnaður ekki
undir 200 milljónum
Stööugt er unniö að því að koma
nýju dagblaði á laggirnar. Er stefnt
að því að taka endanlega ákvörðun
um útgáfu þess á allra næstu dögum,
jafnvel fyrir vikulokin. Um verður
að ræða morgunblað og er stofn-
kostnaður ekki áætlaður undir 200
milljónum króna.
Samkvæmt heimildum DV standa
nú yfir viðræður við ýmsa aöila sem
gætu komið með fjármagn inn í út-
gáfuna. Má þar nefna bókaútgáfur,
prentsmiðjur, Samband íslenskra
samvinnufélaga, svo og íslenska út-
varpsfélagið. Bíður ákvörðunin um
útgáfu blaðsins þess að fjármagnsað-
ilar fáist inn í hana.
Gert er ráð fyrir áð útgáfufélög
Tímans og Þjóðviljans verði inni í
dæminu. Munu þau leggja til tækja-
búnað, svo og dreifmgarkerfi. Hins
vegar munu stjórnmálaflokkarnir,
það er Framsóknarflokkurinn og
Alþýðubandalagið, ekki eiga í blað-
inu sem sfíkir.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort útgáfustjórn Alþýðublaðs-
ins verður aðih að útgáfunni. Al-
þýðublaðið verður lagt niður í núver-
andi mynd um áramótin næstu. Þyk-
ir tvennt koma til greina, gefa út
flokksfréttablað, sem væri einungis
sent flokksmönnum, eða taka þátt í
útgáfu nýja blaðsins. Er allt eins víst
að fyrri kosturinn verði ofan á.
-JSS/Sdór
Alþingi:
Skrif stof ustjóri í
þingritaraembætti
Margir hafa spurt að því hvers
vegna skrifstofustjóri Alþingis, Frið-
rik Ólafsson, eða fulltrúar hans sitji
við hlið forseta Alþings á þingfund-
um.
Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar
Alþingi var gert að einni þingdeild
og þingsköpum breytt var ákveðið
að þingmenn hættu að vera þingrit-
arar eins og var. Þess í stað yrði
skrifstofustjóri Alþingis þingritari og
forseta þingsins til aðstoðar.
í raun er þetta aðeins táknrænt því
allt sem gerist í sal Alþings er tekið
upp á segulband og eftir því fer þing-
ritun fram. Þó er haldin gerðarbók á
þingfundum og skrifstofustjórjnn
eða fulltrúi hans færir gerðarbókina,
eins og þingritarar gerðu áður.
Eins er það að forseti Alþingis þarf
mjög oft að hafa samband við skrif-
stofustjórann. Þess vegna þykir þao
líka hentugt að hann eða fulltrúi
hans sitji við hlið forseta á þingfund-
um.
-S.dór
Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, situr við hlið Salome Þorkelsdótt-
ur á fundi Alþingis. DV-mynd GVA
Samþykkt Rjúpnaverndunarfélags sem stofnað var á Húsavik:
Friðum rjúpu til aldamóta
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Markmið félagsins er að vernda
rjúpuna þannig að ekki sé gengið svo
á stofninn að útrýming blasi við. Það
er ekki erfitt að sjá hvaða hættu
stofninn er í þegar menn veiða með
þeim tækjum sem þeir hafa í dag,“
segir Atli Vigfússon, bóndi á Laxa-
mýri í Þingeyjarsýslu og formaður
Rjúpnaverndunarfélagsins sem
stofnað á Húsavík fyrir skömmu.
Félagssvæðið nær yfir Þingeyjar-
sýslur og Eyjafjarðarsýslu.
„Á stofnfundinn mættu um 70
manns og þeir samþykktu ályktun
þar sem skorað var á Alþingi að friða
rjúpuna til aldamóta og ennfremur
að rannsóknir á rjúpnastofninum
yrðu stórauknar."
Atli sagði að þótt óheimilt sé að
elta rjúpuna uppi á vélknúnum far-
artækjum væri shkt stundað í tals-
verðum mæli og menn hefðu yfir
þeim tækjum að ráða sem settu
stofninn í hættu. Nefndi hann í því
sambandi hálfsjálfvirkar byssur,
fjórhjól og vélsleöa.
Á stofnfundinum urðu miklar um-
ræður um þá tækni sem farið er að
no.ta við veiðarnar.
vill ódýran bjór
Gylfi Knatjánsson, DV, Akureyri:
„Við höfum verið að fá tilboð í
alveg ógurlegt magn af hjór, við
erum hugsanlega að tala um 500
milljónir dósa,“ segir Magnús
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Viking Brugg á Akureyri, um
bréf sem fyrirtækið hefur verið
að fá að undanfórnu.
„Þessi bjór á að fara austur fyr-
ir járntjald en verðið sem þessir
menn eru tílbúnir að borga er
þannig að það er ekki einu sinni
hægt að ræða málin. Þeir gæfu
manni varla vatnsglas fyrir
þennan pening. Viö höfum fengið
þrjú bréf að undanfornu þar sem
verið er að biðja um verðtilboð,
en þetta er þess eðhs að það er
engin leið að taka þetta alvar-
lega,“ sagði Magnús.
Naumforysta
Akureyringa
Þegar fjórum umferðum af sjö
er lokið i deildakeppni Skáksam-
bands islands hefur Skákfélag
Akureyrar, A-sveit, nauma for-
ystu. Akureyrarsveitin hefur 21
vinning en fast á hæla hennar
kemur Taflfélag Garðabæjar með
20 'A vinning.
Sveit Taflfélags Reykjavíkur,
norðvesturhluti, er í þriðja sæti
með 18 vinning og TR, suðaust-
ur, með 17 vinninga í fiórða sæti.
Margeir Pétursson er eini stór-
meistarinn sem tekur þátt í mót-
inu en hann teflir fyrir A-sveit
SkákfélagsAkureyrar. -ÍS
Atvirmuleysi:
Um 3000dagar
í september
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Samkvæmt yfirhti frá Vinnum-
iðlunarskrifstofu Akureyrar
voru atvinnuleysisdagar í sept-
ember 2.802 talsins þar i bæ. Þar
af voru atvinnuleysisdagar karla
1.216 en atvinnuleysisdagar
kvenna voru 1.586.
Á atvinnuleysisskrá í mánuðin-
um voru alls 212 karlar og 114
konur en í lok mánaðarins 127,
57 karlar og 70 konur.
I dag mælir Dagfari______________________
Ein þyrla milli vina
Menn hafa verið að rífast út af því
hvort Landhelgisgæslan íslenska
skuli kaupa þyrlu til björgunar-
starfa á hafi úti, eða hvort nýta eigi
þær þyrlur sem varnarliöið er að
flytja til landsins. Alþingi ályktaöi
á síðasta þingi að ráðast í sérstök
þyrlukaup og ákvað meira að segja
aö leggja fram fé til þeirra kaupa.
Skipuð var sérstök nefnd á vegum
ríkisstjórnarinnar til að kanna
hagkvæmni þyrlukaupa og leggja á
ráðin hvað skyldi keypt og á hvaða
verði.
í millitíðinni gerist það að varn-
arliðið ákveður að auka þyrlukost
sinn á íslandi og gott ef Kanarnir
eru ekki búnir að ákveöa að hafa
hér Qórar eða fimm þyrlur á Kefla-
víkurflugvelli, af fullkomunstu
gerð. Þyrlunefndin íslenska sá sér
þar leik á borði enda hart í búi hjá
ríkissjóði. Nefndin vill taka upp
samstarf við Kanann um afnot af
þessum þyrlum og spara sér þannig
að kaupa þyrlu fyrir Landhelgis-
gæsluna.
Þessu hafa þjóðernissinnaðir al-
þingismenn mótmælt, enda telja
sannir föðurlandsvinir það vafa-
sama björgun ef það verða Kanar
en ekki íslendingar sem bjarga sjó-
mönnum úr sjávarháska. Að
minnsta kosti þeim á þingi. Sjó-
mönnunum mun víst nokk sama,
svo framarlega sem þeim er bjarg-
að.
Það er dýrt að kaupa þyrlu og
ekki síst á sama tíma og ríkisstjóm-
in stendur í því upp fyrir haus að
bjarga fiárhag ríkisins. Auk þess
má ekki gleyma því að þyrlukaupin
voru samþykkt á alþingi nokkrum
mánuðum fyrir alþingiskosningar.
Hvað gera menn ekki rétt fyrir
kosningar, þegar ekki þarf að borga
reikninginn fyrr en eftir kosning-
ar? En nú era kosningarnar af-
staðnar og ný ríkisstjórn komin th
valda, sem ekki hefur efni á þyrlu-
kaupum og þá er rétt og skylt að
endurskoða öll útgjöld, sem hægt
er að losna við. Ekki síst ef hægt
er að spara með því að láta aðra
kaupa þaö sem ríkið getur sparað.
Nú vita allir sem vita vilja að
Atlántshafsbandalagið er í mestu
vandræðum méð öll þau hergögn
sem safnað hefur verið saman vítt
og breitt um Evrópu, vegna þess
að Rússarnir eru hættir að vera
hættulegir og engin not eru lengur
fyrir þessi hergögn. Það eru í raun-
inni engin not fyrir varnir og her-
menn og þyrlur og nú eru þeir að
leggja niður kjornorkuvopnin og
brátt leggja þeir niður herstöðv-
arnar og enginn veit nema flug-
stöðin á Miðnesheiði verði lögð nið-
ur á næstunni.
Veshngs mennirnir sem þar eru
staðsettir eru í mestu vandræðum
með tíma sinn og tæki og þegar
þeir þurfa ekki lengur að búa sig
undir að drepa einhverja, vilja þeir
gjarnan taka þátt í því að bjarga
einhverjum sem eha mundu drep-
ast. Það er þess vegna álit þyrlu-
kaupanefndarinnar að Kaninn láni
þyrlurnar sínar þegar bjarga þarf
íslenskum sjómönnum úr sjávar-
háska og það er jafnvel hugmyndin
aö Landhelgisgæslan manni þyrl-
urnar. Þannig mun varnarliðið
taka að sér störf Landhelgisgæsl-
unnar við björgunarstörf með því
aö Landhelgisgæslan taki að sér
störf varnarhðsins.
Nú hefur aö vísu enginn haft fyr-
ir því að spyija varnarliðið um af-
stöðu þess hvort þyrlan sé fól til
láns, né heldur hvort flugmenn
þyrlunnar i herstöðinni séu tilbú-
inir til að leyfa Landhelgisgæsl-
unni að fljúga þyrlunni, þegar ís-
lendignar þurfa á henni að halda.
Sú spurning er sennilega óþörf,
enda hefur bandaríski sendiherr-
ann lýst yfir því að mesta gagnið
sem íslendingar hafa haft af dvöl
varnarhðsins séu björgunarað-
gerðir varnarhðsins. Kaninn hefur
sem sagt fundið það út fyrir löngu
að íslendingar leyfa þeim að dvelja
hér landi til að hafa gagn af þeim
við björgunarstörf. Varnarsam-
starfið er aukatriðið í því sambandi
miðað við gagnið sem við höfum
haft af því að hafa gagn af vamarl-
iöinu við flest annað en varnir.
Nú er komið að því að varnarhð-
ið hefur ekki annan opinberan tíl-
gang en þann að hjálpa nauðstödd-
um íslendingum í sjávarháska.
Engir óvinir eru sjáanlegir, ekkert
stríð í augsýn og Atlantshafs-
bandalagið er um það bil að leggj-
ast niður vegna þess að vopnin
hafa verið kvödd.
Eigum við ekki að gera þeim þann
greiða að leyfa þeim aö bjarga okk-
ur? Eitthvað verður jú að gera við
þyrlurnar áður en Nató verður lagt
niður!
Dagfari