Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Síða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
Meiming
Háskólabíó-The Commitments ★★★★
Frábær tónlist
óþekktra listamanna
Leikstjórinn Alan Parker stóö nokkuö óvenjulega
að leikaravali í mynd sína The Commitments. Hann
auglýsti hreinlega í blöðum eftir tónhstarfólki sem
hefði áhuga á Soul-tónlist. Með því tók hann greinilega
mikla áhættu en það verður að segjast eins og er að
það háír myndinni á engan hátt hve leikararnir eru
óvanir kvikmyndaleik. Þvert á móti væri nær að segja
það sé styrkur myndarinnar.
Sögusviðið er norðurhiuti Dublin í írlandi þar sem
Kvikmyndir
ísak Örn Sigurðsson
fátækt og atvinnuleysi er daglegt brauð. í upphafi
myndarinnar fylgjast áhorfendur með Jimmy Rabbitte
sem er áhugamaður um soul-tónlist. Tveir félagar
hans, Derek og Outspan, biðja Jimmy um að verða
umboðsmaður fyrir hljómsveit og hann samþykkir það
með skilmálum. Síðan er fylgst með leit hans að mönn-
um í hljómsveitina sem í lokin er skipuð 10 mönnum.
Sú leit er meiri háttar skemmtileg og vel til þess fallin
að áhorfandinn fái samkennd með hljómsveitarmeð-
limum. Síðan er fylgst með framabraut hljómsveitar-
innar, sem er þymum stráð, og erfiðleikum sem upp
koma.
Hljómlistin í myndinni er engu lík en hljómsveitin
spilar kraftmikið soul-rokk. Aöalsöngvari sveitarinn-
ar, Deco, sem leikinn er af Andrew Strong, er greini-
lega mikiö efni. Hann er aðeins 16 ára gamall og á
framtíðina fyrir sér. Enda er það svo að eftir að byrjað
var að sýna myndina erlendis streyma tilboðin úr öll-
um áttum til þessa efniiega tónlistarmanns. Söngstíll
hans er hrár og óheflaður og minnir nokkuð á stíl Joe
Cockers. Allt þetta unga fólk er greinilega hæfileikum
búið en vert er að minnast sérstaklega á söngkonuna
Leikstjórinn Alan Parker leiðbeinir hér hinum unga
og efnilega söngvara, Andrew Strong, við tökur á
myndinni The Commitments.
Mariu Doyle (Natalie). Alan Parker valdi leikarana
úr hópi 1500 umsækjanda.
Myndin er enn ein rósin í hnappagat leikstjórans
Alans Parker. Eftir hann liggja stórvirki á við Midn-
ight Express, Missisippi Burning, Angel Heart, Birdy
og nú síðast Come See The Paradise. Þessar myndir
sýna vel hversu fjölhæfur leikstjóri Alan Parker er
og skipa honum á bekk með bestu leikstjórum sögunn-
ar.
The Commítments (1991)
Handrit: Roddy Dcyle
Leikstjóri: Alan Parker
Leikarar: Robert Arkins, Andrew Strong, Maria Doyle, Angel-
ine Ball, Bronagh Gallagher, John Murphy, Glen Hansard,
Félim Gormley, Dave Finnegan, Michael Aherne, Ken McClu-
skey, Dick Massey.
Gerðuberg:
Ljóðasöngur
Nú um helgina hófst tónleikahald vetrarins t Gerðu-
bergi og verður þar á boðstólum röð ljóðasöngstón-
leika, með svipuöum hætti og áður hefur verið. Að
þessu sinni riðu á vaöið tvær ungar söngkonur, Erna
Guðmundsdóttir , sópran, og Sigríður Jónsdóttir,
mezzósópran. Undirleikari á píanó var Jónas Ingi-
mundarson. Á efnisskránni voru verk eftir Antonin
Dvorak, Henry Purcell, Atla Heimi Sveinsson, Camille
Saint-Saens, Þorkel Sigurbjörnsson og Gioacchino
Rossini.
„Hljómar frá Mæri“ eftir Dvorak eru samdir við þjóð-
vísur og ber tónlistin þess merki. Hún er létt, býsna'
litskrúðug og hefur yfir sér alþýðlegan blæ. Reynir
Axelsson þýddi öll erlend ljóð sem sungin voru á þess-
um tónleikum og fylgdu þýðingar og frumtextar efnis-
skránni. Þessi siður hefur breiðst út á ljóðatónleikum
og er til fyrirmyndar.
Lögin eftir Purcell, sem voru flutt þarna, eru sérlega
fallegar tónsmíðar einkum „Tvær dætur þessa foma
fljóts". Stíll þessa enska snillings er í senn fágaöur og
persónulegur og túlkun hans á textanum er frábær.
Barnagælur eftir Atla Heimi eru létt en mjög litrík lög
við ljóð úr ýmsum áttum. Þetta er einsöngsverk, sem
Sigríður söng, en fram að því höfðu öll lögin verið
dúettar. „Öll böm sofa“ hljómaði mjög vel við þetta
tækifæri. Lög handa litlu fólki eftir Þorkel Sigur-
björnsson eru einnig einsöngslög og að þessu sinni sá
Erna um einsönginn. Þetta eru fjölbreytt lög og hug-
kvæm í besta lagi. Höfundur Ijóðsins er Þorsteinn
Valdimarsson. Meðal þess sem best hljómaði var
„Hagamús".
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Pastorale Saint-Saens og tvö næturljóð eftir Rossini
færðu leikinn aftur til meginlands Evrópu. „Kappróð-
urinn í Feneyjum" eftir þann síðarnefnda er sérlega
glaðlegur og myndrænn söngur.
Söngkonurnar ungu hafa báðar fallegar raddir þótt
ekki séu þær sérlega hljómmiklar enn sem komið er.
Þær voru vel undirbúnar og fluttu þessi verk af góðum
þokka, studdar öruggum undirleik Jónasar. Aheyr-
endur tóku vel við þvi sem fram var boðið og varð
listafólkið að flytja mörg aukalög. Veröur ekki annað
sagt en Gerðubergsvertíðin hafi farið vel af stað.
Andlát
Sigríður Guðný Sæmundsdóttir,
Hjallabraut 13, Hafnarfirði, lést í
Landspítalanum laugardaginn 19.
október.
Jarðarfarir
Sigurveig Vigfúsdóttir, Freyjugötu
>38, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu 23. október kl. 10.30.
Pemilla M. Olsen, Norðurbrún 1, lést
11. október og var jarðsett í kyrrþey
að eigin ósk.
Oddur J. Tómasson málarameistari,
sem lést 12. október, verður jarö-
sunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 23. október kl. 13.30.
« Jón Ingvarsson bifreiðastjóri, Kapla-
skjólsvegi 27, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 23. októb-
er kl. 13.30.
Kolbeinn ögmundsson lést 14. októb-
er. Hann var fæddur í Hafnarflrði 6.
júlí 1908. Foreldrar hans voru hjónin
Margrét Jóhannsdóttir og Ögmund-
ur Olafsson. Kolbeinn útskrifaðist
1931 sem búfræðingur frá Hvanneyri
en hafði áður lært trésmíðar og unn-
ið við þá grein í Hafnarflrði og
Reykjavík. Eftir búfræðinámið
stundaði Kolbeinn búskap aðflluga-
stöðum um nokkurra ára bil. Kol-
beinn giftist Guðfmnu Sigurgeirs-
dóttur árið 1937 og fluttu þau til Ak-
ureyrar ári seinna. Á Akureyri tók
Kolbeinn að sér forstöðu kassagerðar
KEA og stundaði það starf í rúm 40
ár. Þau hjónin eignuðust þrjú böm.
Útfór Kolbeins verður gerð frá
Garðakirkju í dag kl. 13.30.
Ti]kyimingar
Söfnunarátak
framhaldsskólanema
á Norðurlöndum
Lokaundirbúningur fer nú fram fyrir
söfnunarátakið „Norrænt dagsverk"
hinn 24. október nk. Átakið er skipulagt
af framhaldsskólanemum og fer fram á
öllum Norðurlöndum. Gert er ráð fyrir
að allt að ein milljón nemenda taki þátt
í verkefninu en hérlendis hafa 19 skólar
tilkynnt þátttöku. Nemendur taka sér frí
frá venjubundnu námi þennan dag og
safna íjármunum til að styrkja jafnaldra
sina í Brasilíu til náms. •
Ölduselsskóii
Aðalfundur Foreldrafélags Öldusels-
skóla verður haldinn á sal skólans í
kvöld, 22. október. Á fundinum verða
kjömir foreldrar í fulltrúaráð. Gesta-
ræðumaður verður Unnur Halldórsdótt-
ir, formaður Samfoks.
Myndgáta
-------V-
33 V
w-
Myndgátan hér að ofan
lýsir orðatiltæki.
Lausngátu nr. 160:
Áskrifandi
Finnsk hljómsveit leikur
hér á landi
í dag, 22. október, koma til landsins einir
þekktustu tónhstarmenn Finnlands,
meðlimir hljómsveitarinnar 22-Pisterp-
irkko. Tónhstin sem þeir flytja er mjög
aðgengileg þrátt fyrir að flestar stefnur í
svokallaðri dægurtónhst komi þar við
sögu. Hljómsveitina skipa þeir bræður
Asko og P.K. Karanen og æskuvmur
þeirra, Espe. Sveitin mun dvelja hér í
rúma viku og spUa á eftirtöldum stöðum:
í kvöld, 22. okt., á Púlsinum ásamt hljóm-
sveitinni OrgUl. 23. okt í menntaskólan-
um við Sund ásamt Bless, 24. okt. á Hótel
Selfossi ásamt Bless, 25. okt. á Tveimur
vinum ásamt Risaeðlunni, 26. okt. á 1929
á Akureyri og 27. og 28. okt. á Tveimur
vinum ásamt Bless.
Tapað fundið
Hjól tapaðist frá Einimel
Mosagrænt 3 gíra karlmannshjól tapaðist
frá Einimel á sunnudaginn sl. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 22423.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
DÚFNAVEISLAN
eftir Halldór Laxness.
Tryggvadóttir, Saga Jónsdóttir, Sig-
urður Karlsson, Steindór Hjörleifs-
son, Þórey Sigþórsdóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson o.fl.
Frumsýning fimmtud. 24. okt.
2. sýning föstud. 25. okt. Grá kort
gilda.
3. sýning sunnud. 27. okt. Rauð kort
gilda.
13. sýning laugard. 26. okt.
14. sýning föstud. 1. nóv.
Litla sviö:
ÞÉTTING
eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
Föstud. 25. okt.
Laugard. 26. okt.
Sunnud. 27. okt.
LJÓN í SÍÐBUXUM
eftir Björn Th. Björnsson.
Leikmynd og búningar: Hlin Gunn-
arsdóttir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson.
Leikstjórl: Ásdis Skúladóttir.
Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson,
Gunnar Helgason, Guómundur Ól-
afsson, Guórún Ásmundsdóttir,
Helga Þ. Stephensen, Helgi Björns-
son, Jakob Þór Einarsson, Jón Sig-
urbjörnsson, Magnús Jónsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Margrét Ólatsdóttir, Ragnheiður
Allar sýningar hefjast kl. 20.
Leikhúsgestir, athugið!
Ekki er hægt að hleypa inn eftir að
sýning er halin.
Kortagestir, ath. að panta þarl sér-
staklega á sýningar á litla sviðiö.
Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20
nema mánudaga frá kl. 13-17. Miða-
pantanir í sima alla virka daga trá
kl. 10-12.
Sími680680.
LeiltkC^l
9j?jnEjiig
man
Leikhúskortin, skemmtileg nýjung,
aðeinskr. 1000.
Gjafakortin okkar,
vinsæl tækifærisgjöf.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavíkur.
Borgarleikhús.