Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991. Fréttir Islensk fjölskylda og EES Neytendavernd Neytendavernd mun stóraukast. Aukinn réttur gagnvart fram- leiðendum. | Bankar Dómstólar || Ufeyrisréftindi Sjúkrahús Erlend búseta Algjört frelsi. Hægt að skipta beint við hvaða erlenda banka sem er innan EES. Áfram íslensk lög |*|1 á íslandi. Hæsti- réttur íslands æðsta dómsvald. 1/P Lífeyrisréttindi verða færanleg iTrx flytjistfjölskyld- riUjan á milli landa. Þjónustan er tryggð. Samstarf trygginga- stofnana einstakra ríkja um greiðslur. Búseturéttur erlend- is kemur ekki sjálf- krafa heldurfæst hann með atvinnu- leyfi. Mun strangari reglur varðandi holræsa- og skolpmál. Öskuhaugar einnig með strangari reglur. Ekki innflutningur á landbúnaðarvörum eins og kjöti og mjólk. ísland eina ríkið með þessa reglu. Jafn aðgangur að skól- um á við innfædda. Hægt að krefjast hærri skólagjalda af íslend- ingum. Atvinna íslendingar fá sjálfkrafa atvinnuleyfi erlendis svo framarlega sem-einhver vill ráða þá i vinnu. | Tryggingar Ökuskírteini | Flugfélög ] Ekkert til fyrirstöðu að n tryggja bílinn eða húsið hjá erlendu trygginga- \\ félagi vilji það á annað borð tryggja. Ekki samræmd evrópsk ökuskírteini. Náðistekki inn í samninginn vegna tímaleysis. Tekin upp síðar. Erlend flugfélög ekki í innanlandsflugi, að minnsta kosti fyrst um sinn. Aukið frelsi í milliríkjaflugi. Húsnæóislán Hægt að sækja um hús- næðislán erlendis svo framarlega sem erlenda lánastofnunin viðurkennir veðhæfni. DVJRJ íslensk flölskylda og evrópskt efnahagssvæði: Þetta er það praktíska Það eru margir praktískir hlutir sem breytast hjá íslenskum fjöl- skyldum árið 1993 þegar evrópskt efnahagssvæði, EES, tekur gildi. Kannski verður heimilisbíllinn tryggður hjá ítölsku tryggingafélagi, húsnæðislánið veröur hugsanlega frá banka í Danmörku og börnin, sem eru við nám í Englandi, geta unnið með náminu án þess að um svarta vinnu sé að ræða. Lítum á praktísku hlutina fyrir íslenska íjöl- skyldu eftir að evrópskt efnahags- svæöi tekur gildi. Búseta erlendis Búseturétturinn erlendis fyrir is- lensku fjölskylduna kemur ekki sjálfkrafa innan evrópska efnahags- svæðisins. Ef fyrirvinnur fjölskyld- unnar fá hins vegar atvinnuleyfi er- lendis kemur rétturinn til búsetu sjálfkrafa. íslendingur úti, sem hefur ekki fengið neina vinnu, er ekki í námi og getur ekki sýnt yfirvöldum fram á fjárhagslega aíkomu, getur átt á hættu að verða vísað úr landi, alveg eins og útlendingar geta ekki sest að á íslandi án atvinnu. Skólar erlendis Aðildarríkin nítján, sem standa að EES, hafa skuldbundið sig til að greiða fyrir jöfnum aögangi að skól- unum. Þetta þýðir að íslendingur, sem hyggur á nám erlendis, hefur jafnan rétt og nemendur annarra landa til náms erlendis. Aðgangur- inn og viðurkenning prófskírteina er því á jafnréttisgrundvelli. Samningurinn um EES tryggir hins vegar ekki að íslendingar sleppi við skólagjöld erlendis. í Bretlandi og Belgíu eru helst borguð skóla- gjöld. Það er hægt aö krefjast hærri skólagjalda af íslendingum en inn- fæddum. Atvinna EES-samningurinn tryggir að ís- lendingar geti fengið atvinnuleyfi á svæðinu svo framarlega sem einhver vill ráða þá í vinnu. Sé auglýst starf erlendis geta íslendingar sótt um. Það breytist hins vegar ekki að það er atvinnurekandinn sem setur skil- yrði, eins og um menntun, reynslu og hæfni. Húsnæðislán Fjölskylduíöðurnum í dæminu okkar dettur eitt kvöldið í hug að sækja um húsnæðislán í erlendri lánastofnun, til dæmis í Danmörku, vegna þess að hann unir ekki ís- lenska húsnæðiskerfinu. Ekkert er til fyrirstööu að sækja um. Ef danska lánastofnunin treystir á veð íslendingsins og vill lána honum fær hann lánið. Einhver aukakostn- aöur gæti fylgt vegna kostnaður er- lendu lánastofnunarinnar við að meta lánshæfni. Mörg flugfélög Samkvæmt EES-samningnum er fyrst og fremst rætt um aukið frelsi í milhríkjaflugi en ekki innanlands- flugi. íslenska íjölskyldan á því væntanlega ekki eftir að fljúga með erlendum flugfélögum frá Reykjavík til Akureyrar, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Það sem breytist fyrst og fremst í fluginu er að flugfélög mega fljúga áætlunarflug til allra landa innan svæðisins, svo fremi sem rými er á flugvöllum. Þannig mega Flugleiðir ekki fljúga á milli tveggja staða innan Þýskalands. Fréttaljós Jón G. Hauksson Bílatryggingar Fjölskyldan er óánægö með ís- lensku tryggingafélögin. Ekkert er því til fyrirstöðu að hringja út og tryggja bílinn hjá erlendum trygg- ingafélögum vilji þau á annað þorð tryggja hann. Ökuskírteini Samræmd evrópsk ökuskírteini eru ekki á hstanum samkvæmt samningnum um evrópska efnahags- svæðið. Unnið er að málinu. Hug- myndin er að hafa samræmda öku- skírteiniö sem htla sex síðna bók þar sem umferðarlagabrot viðkomandi eru 'skráð inn á. Ekki landbúnaðarvörur íslendingum tókst algerlega að verjast kröfum Evrópubandalagsins um innflutning á landbúnaðarvörum til íslands. Landbúnaðarvörur eins og kjöt, mjólk, létt og laggott, ísgerð- arefni og fleira eru utan við samning- inn hvað íslendinga eina snertir. Hins vegar er fullt frelsi á mhh hinna 18 þjóðanna í viðskiptum með land- búnaöarvörur. EES-samningurinn breytir því litlu um mataræði Islend- inga frá því sem nú er. Mengun EB er með mun strangari reglur um mengunarvarnir en íslendingar, eins og varðandi holræsi, skolp og öskuhauga. Þar munum við íslend- ingar þurfa að taka upp strangari reglur og gæta meira hreinlætis við strendur landsins. Strangari reglur eru hins vegar á íslandi varöandi mengun af bílum en hjá bandalaginu vegna bandarískra staðla hér á landi. Bjóm íslenskir garðyrkjubændur eru mjög verndaðir í samningum. Ekki fæst innflutningur á blómum nema að mjög takmörkuðu leyti. Aðeins veröur leyft að flytja inn nellikkur frá EES-svæðinu á tímabilinu 1. des- ember til 30. apríl ásamt ijórum sölu- htlum blómum. Neytendavernd Neytendavernd á íslandi mun stór- aukast. Þegar íjölskyldan kaupir vörur á hún miklu meiri rétt gagn- vart framleiðandanum en sam- kvæmt því sem nú er á íslandi. Bankar Algert frelsi verður í bankamálum. Fjölskyldan getur skipt viö hvaða banka sem er erlendis svo framar- lega sem bankinn vill hafa hana sem viöskiptavin. Öll viðskipti verða hins vegar skráð vegna samstarfs við skattaeftirlit. Dómstólar EES-dómstóllinn snertir einstakl- inga ekki svo mikið. Hann dæmir fyrst og fremst í deiluatriðum sem koma upp á milli ríkjanna og ein- göngu vegna brota á túlkun ákvæða í samningnum. Eftir sem áður verða íslensk lög á íslandi með Hæstarétt íslands sem æðsta dómstól. Lífeyrisréttindi Lífeyrisréttindi verða færanleg. Búi fjölskyldan til dæmis í Þýska- landi í tíu ár og borgi þar lífeyris- greiðslur flytjast öll áunnin réttindi til íslands flytji fjölskyldan heim. Sjúkrahús Þjónustan er trygg gagnvart ís- lendingum á sjúkrahúsum á svæð- inu. Aðalspurning er um færslur og samstarf tryggingastofnana í ein- stökum ríkjum varðandi greiöslur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.