Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 4
4' FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991.’ Fréttir_____________________________________________________________ Sakadómur Reykjavíkur sýknaði tvo unga menn af tryggingasvikum: Játa að haf a falsað vettvang áreksturs Sakadómur Reykjavíkur hefur sýknaö tvo unga menn af ákæru um tryggingasvik. Mennirnir gengust viö því aö hafa falsað vettvang aö árekstri. Vitni bar viö lögreglurann- sókn aö tjónið hefði viljandi veriö sett á svið meö fjórum ákeyrslum. Ungu mennirnir, sem eru 19 og 20 ára, voru á bílum sínum við kvart- mílubrautina við Hafnarfjörö aö kvöldi 14. janúar síöastliöins. Menn- irnir sögöu báöir viö dómsyfirheyrsl- ur aö tjónið hefði orðið þegar annar ökumaðurinn náöi ekki aö stööva bíl sinn í hálku. Bíllinn heföi því runnið á hina bifreiöina. Þriöji maðurinn var á vettvangi um kvöldið. í lögregluyfirheyrslu lýsti sá maður 4 ákeyrslum á annan bílinn viö kvartmílubrautina. Árekstramir voru því sviðsettir. Vitniö sagöist sjálft hafa ekið öðrum bílnum tvisvar á hinn á 40-50 km hraða. Hann sagði eigendur bílanna báöa hafa leikiö sama leikinn eftir - í annaö skiptiö á svipuðum hraöa en í hitt skiptið var „bensínið í botni“. 3 dögum fyrir atvikiö keypti maöurinn sem átti ákeyrslubílinn kaskótryggingu og greiddi meö innstæðulausum tékka. Eftir atburðinn skiluðu báðir eig- endur bílanna tjónstilkynningum inn til tryggingafélaga sinna, Trygg- ingamiöstöövarinnar og Almennra trygginga. Mennirnir viðurkenndu báöir fyrir dómi aö hafa talið aö tryggingar bOanna næöu ekki til tjóns sem hlytist á kvartmílubraut- inni. Því ákváöu þeir aö haga tjónstil- kynningunni þannig aö áreksturinn hefði oröiö á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar - í því skyni aö fá tjónið örugglega bætt. Annar mann- anna fékk 415 þúsund krónur í bætur hjá Tryggingamiðstöðinni vegna kaskótryggingarinnar. Fulltrúi hjá Tryggingamiöstöðinni lýsti því fyrir dómi að mögulegt hefði verið aö bifreiöarnar heföu rekist saman oftar en einu sinni en alls ekki 4 sinnum á 40-50 km hraða. Með hliðsjón af framburöi tryggingafull- trúans um aö ekki heföi veriö mögu- legt aö um ítrekaðar ákeyrslur heföi veriö aö ræöa, og framburði sak- borninganna, taldi dómurinn aö ó- sannað væri aö þeir hefðu sett ákeyrslurnar á sviö. Fulltrúinn úti- lokaöi heldur ekki aö tryggingafélag hans hefði greitt tjón vegna kaskó- trygginarinnar þrátt fyrir aö árekst- urinn hefði átt sér stað á kvartmílu- brautinni. Þessu tók dómurinn miö af. í niðurstöðu hans segir m.a.: „Ekki skiptir máli hér þótt ákæröu hafa talið sig þurfa aö staðsetja áreksturinn svo sem í ákæru greinir til að fá tjón sitt bætt. Með vísan til þessarar meginreglu íslensks réttar þess efnis, aö allan vafa beri aö skýra sökunauti í hag, eru ákærðu báðir sýknaðir. ... Vegna þessara mála- lykta er ekki fjallaö um bótakröfu Tryggingamiöstöðvarinnar. Dómurinn gerði einnig athuga- semd við að lögregla hefði yfirheyrt þriöja aöilann sem vitni en ekki sem grunaðan hlutdeildarmann. Vitniö gat af þessum sökum skorast undan aö svara spumingum fyrir dómi vegna tengsla sinna viö málið. Annar hinna ákærðu manna var alfarið sýknaöur en hinn dæmdur fyrir aö greiöa kaskóiögjaldið með innstæöu- lausriávísun. Akvörðun um refsingu hans var hins vegar frestaö í 2 ár skilorðsbundið. Hann var dæmdur til að greiða 15 þúsund krónur í máls- kostnað en annar kostnaöur, 55 þús- und krónur, fellur á ríkissjóð. Guö- jón St. Marteinsson sakadómari kvaö uppdóminn. -ÓTT Úlfar B. Thoroddsen á Patreksflrði: Aldrei séð eins Iftið af ijúpu „Ég skapp fyrsta daginn, sem mátti skjóta, í Hálfdán og fékk fimm rjúp- ur, en sá ekki mikið, reyndar mjög lítið," sagöi Úlfar B. Thoroddsen á Patreksfirði við DV. „Rjúpnaveiöina hef ég stundað í 25 ár og aldrei séð eins lítið af ijúpu. Tveir aörir skotveiðimenn fóru innar á fjallið og fengu sjö rjúpur. Ein- hverjir fóru í fjalliö upp af þorpinu og sá sem fékk mest var með sex rjúpur," sagði Úlfar. „Rjúpnaveiðin hefur gengið mis- jafnlega hérna í Vopnafiröinum síð- an hún byrjaði. Skotveiöimenn hafa verið með þetta frá einni rjúpu upp í 20 eftir daginn,“ sagöi Garðar H. Svavarsson í Vopnafirði í gær. ' „Það sést eitthvað af rjúpum en þær eru styggar. Veðurfar mætti vera betra en það er kominn þessi árstími," sagði Garðar ennfremur. „Ég frétti af skotveiðimönnum sem voru saman fyrir norðan og fengu á tveimur dögum 40 rjúpur. Þeir fór heim vegna veöurs," sagði Sverrir Sch. Thorsteinsson í gær. „Veðurfarið hefur verið leiðinlegt og veiðimaður, sem var vestur í Djúpi, fékk ekkert en sá töluvert. Rjúpan þar var mjög stygg,“ sagði Sverrirennfremur. -G.Bender Þrátt fyrir frekar slæmt veður hafa rjúpnaveiðimenn fengið eitthvað af rjúp- um en þær eru styggar. En ekki sleppa allar. DV-mynd G.Bender Akureyri: Nýjum bíl stolið úr Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyrfc „Við erum óneitanlega slegnir yfir þessu,“ sagði Ágúst Hilmars- son, sölumaður hjá Þórshamri á Akureyri, í gær en í fyrrinótt var brotist inn í sýningarsal fyrir- tækisins á nýjum bílum og bifreið af gerðinni Daihatsu Applause, árgerð 1991, stolið. Sá eða þeir sem þarna voru að verki brutu rúðu til að komast inn í sýningarsalinn og þaðan brutu þeir sér leið inn á skrifstofu bilasölunnar. Ekki var hægt að sjá í gær að neinu hefði verið stol- ið öðru en bílnum sem er raosa- grár á litinn og með númerið ZP 385. Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyri biður þá sem hafa orðið bifreiðarinnar varir aö láta vita um ferðir hennar. Bílljós í ólagi CSylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er alltof mikiö að á yfir 40% ökutækja skuli ljósin ekki vera í lagi,“ sagöi varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri en könn- un á Ijósabúnaði ökutækja í bæn- um fór fram eitt kvöldið nú í vik- unni. A!ls voru stöðvaðar 152 bifreið- ar og á 36 þeirra reyndist Ijósa- búnaður vera í ólagi. Langmest var áberandi að arrnað framljósíð væri í ólagi, að sögn varðstjóra. Eldur í kassa GyE Kristjánsson, DV, Akureyri: Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í gærmorgun en þá hafði komið upp eldur hjá fyrirtækinu islenskum skinnaiðnaði á Gler- áreyrum. Eldurinn var í kassa utan á húsinu en þessi kassi tengist skinnaþynningarvél í sútunar- deild fyrirtækisins. Eldurinn var slökktur á nokkrum minútum og tjónið er ekki talið mjög alvarlegt. í dag mælir Dagfari Hefur ísland verið selt? Dagfari var spenntur fyrir framan sjónvarpstækið þegar stjómmála- foringjamir voru spurðir um álit þeirra á samningunum við Evrópu- bandalagið. Þama vora þeir mættir allir, Jón Baldvin, Davíð, Stein- grímur og Ólafur Ragnar, og Dagf- ari mundi ekki betur en að þeir hefðu allir tekið þátt í því að ganga til samninga við EB. Fyrst gamla stjómin og svo sú sem núna situr. Nú mundi í fyrsta skipti í sögimni renna upp sú stund aö allir gömlu stjómmálaflokkamir stæðu saman um stórt og mikilvægt mál og allir mundu ljúka upp lofsorði á þá nið- urstöðu sem fékkst í Lúxemborg. Þeim yrði ekki skotaskuld úr því, stjórnmálaforingjunum sem ábyrgð bera á þessum samningum. Steingrímur og Ólafur Ragnar vora báðir með Jóni Baldvin í gömlu stjóminni og stofnuðu til viðræðn- anna við Evrópubandalagið og skrifuðu sjálfir þá fyrirvara og þær kröfur sem íslendingar hafa sett fram. Þeir vissu líka hvaða skilyrði Evrópubandalagið setti gagnvart evrópsku efnahagssvæöi. Þama var Davíð sem hafði sent Jón Baldvin út á vegum núverandi ríkisstjómar til að semja um það sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði ákveðið. Þama var ennfremur Jón Baldvin sjálfur sem utanríkisráð- herra í báðum stjómunum og var þess vegna með tvöfalt umboð til að standa í þessum samningum. Það er ekki amalegt að hafa svona margeflt lið til að útskýra ávinn- inginn af flóknum en frægum samningum, þar sem íslendingar leggja sjálft Evrópubandalagið með hælkrók og þar sem við fáum allt fyrir ekkert. Sigur yfir Evrópu- bandalaginu jafnast á við heims- meistaratitil í bridge og afsannar að íslendingar séu betri í bridge en pólitík. Við eram heimsmeistarar í pólitík. Eða svo hélt Dagfari. En þá kom annað í ljós. Stein- grímur og þó sérstaklega Ólafur Ragnar Grímsson sáu margvíslega annmarka á þeim samningum sem þeir höfðu undirbúið. Ólafur held- ur því meira að segja fram að við séum búnir að afsala okkur full- veldinu! Hvorki meira né minna. Það kom sem sagt í ljós að Stein- grímur og Ólafur Ragnar vora á móti þeim samingum sem þeir höfðu sjálfir stofnað til. Jón Bald- vin átti í fullt í fangi með að út- skýra fyrir þeim félögunum það sem þeir höfðu áður lagt til og nú var samið um. Hann þurfti að segja þeim að málið væri ekki eins slæmt og þeir héldu að þeir hefðu fallist á. Verst var þó aöstaða Davíös Oddssonar sem þurfti að halda langar ræður í þessum sjónvarps- þætti til að vexja það sem hann hafði fengið í arf frá fyrri ríkis- stjóm. Hann þurfti að leggja sig í líma við að hugga og hughreysta Steingrím og Ólaf Ragnar um að samningamir, sem þeir síðar- nefndu hefðu stofnað til og sam- þykkt í fyrri sfjóm, væru alls ekki eins slæmir og þeir sjálfir héldu. Davíð sat sem sagt þarna til að taka við skömmum og gagnrýni frá Steingrími og Ólafi um samninga um evrópskt efnahagssvæði, sem Steingrímur og Ólafur höfðu á sín- um tíma samþykkt. Það runnu auðvitað tvær grímur á Dagfara þegar hann heyröi þessa sérkennilegu umræöu, þar sem mennirnir, sem áður vildu evr- ópskt efnahagssvæði, lýstu því fyr- ir þjóðinni hversu hættulegt það væri að samþykkja það sem þeir höfðu sjálfir samþykkt. Sigurinn í Lúxemborg er að snúast upp í ósig- ur. Gamli sáttmáli virðist vera að fæðast á ný. Aumingja Jón Baldvin, sem setið hefur í báðum ríkisstjómunum, hafði greinlega ekki áttað sig á því hversu alvarlegur glæpur þessi samningur er. Hann hafði verið svo óheppinn að sitja áfram í ríkis- stjórn, eftir að hinir duttu út, og stendur þess vegna í þeirri mein- ingu að hann eigi að hafa sömu skoðun í þessari ríkisstjóm og hann hafði í fyrri ríkisstjóm. Hann hefur ekki haft tækifæri til að skipta um skoðun eins og Stein- grímur og Ólafur Ragnar og er að veija mistökin sem hann gerði í fyrri stjórn. Nú er ekkert annaö að gera en að bakka út úr þessum sigri. Við getum ekki afsalaö okkur fullveld- inu fyrir það eitt að Jón Baldvin hefur ekki haft vit á þvi að skipta um skoðun. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.