Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991. FIMMTUDAGUR 24. 0KTÓBER 1991; 25 Iþróttir Iþróttir Knattspymuúrslit: Evrópumótin Evrópukeppni meistaraliða Dynamo Kiev, Sovétríkjum-Bröndby, Danmörku.................l-l Panathinaikos, Grikklandi-IFK Gautaborg.....................2-0 RauðaStjarnan, Júgóslavíu-Apollon Limason, Kýpur...........3-1 PSV, Hollandi-Anderlecht,Belgíu.............................0-0 Honved, Ungverjandi-Sampdoria.ítaliu.......................2-1 Marseille, Frakklandi-SpartaPrag,Tékkóslóvakíu..............3-2 Barcelona, Spáni-Kailerlautern, Þýskalandi................ 2-0 Benfica, Portúgal-Arsenal, Englandi...................... 1-1 Evrópukeppni bikarhafa Ilves, Finnlandi-Roma, Ítalíu..........,..................1-1 Galatasaray, Tyrklandi-Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu.......0-1 Kato wice, Póllandi-Club Brúgge, Belgiu ................0-1 WerderBremen, Þýskalandi-Ferencvaros, Ungverjandi.........3-2 Tottenham, Englandi-Porto, Portúgal.......................3-1 Sion, Sviss-Feyenoord, Hollandi...;................... 0-0 Aíletico Madrid, Spáni-Man. Utd, Englandi.................3-0 Evrópukeppni féiagsliða PAOK Salonika, Grikklandi-S warovski Tirol, Austurríki.0-2 Sigma Olomouc, Tékkóslóvakíu-Torpedo Moskva............2-0 Auxerre, Frakklandi-Liverpool, Englandi................2-0 Rot-Weiss Erfurt, Þýskalandi-Ajax, Hollandi............1-2 Utrecht, Hollandi-Real Madrid, Spáni................. 1-3 Genoa, ítaliu-DinamoBúkarest, Rúmeníu.......... 3-1 Lyon, Frakklandi-Trabzonspor.Tyrklandi........;..3-4 SpartakMoskva, Sovétríkjunum-AEK Aþena, Grikklandi.....0-0 Evrópumótin í knattspymu: Mikið afall hja meisturum United Gáli Guðmundsson, DV, Lcaidon; Tottenham var eina enska liðið sem fagnaði sigri á Evrópumótunum í knattspyrnu í gær. Tottenhara vann sigur á portúgalska liðinu Portó á heimavelli sínum, 3-1. Gary Lineker 2 og Gordon Durie gerðu mörk Tottenham. Guðni Bergsson lék síðustu 10 mínútumar í stöðu aftasta varnarmanns og stóð sig vel. Arsenal gerði vel að halda jöfnu gegn Benfica, 1-1, fyrir framan 80 þúsund manns. Kevin Campbell skoraöi fyrir Arsenal. Evrópumeistarar bikarhafa, lið Manchester United, eru í slæmum málum eftir 3-0 tap á Spáni gegn Atletico Madrid. Paulo Futre skor- aði tvö af mörkum Madridliösins og Manolo Sanchez það þriðja. Tvö síðustu mörkin komu á 88. og 89. mínútu eftir mistök Danans Smeic- hels í marki United. Liverpool getur þakkað Bruce Grobbelaar, markverði sínum.að lið- ið tapaði ekki stærra gegn franska liðinu Auxerre. Lokatölur urðu 2-0 Jean Marc Ferreri og Ungverjinn Kalman Kovacs skoruöu hvor i sínum hálfleik. Grobbi varði oft í leiknum á undraveröan hátt. Barcelona fer meö gott veganesti til Þýskalands eftir 2-0 sigur á Kaiéerlautem í Evrópukeppni meistaraliða. 80 þúsund áhorfendur sáu Aitor Beguristain skora bæöi mörk Börsunga. Panathinaikos, sem sló Fram út úr Evrópukeppni meistaraliða, vann Gautaborg, 2-0, á heimavelli sínum. Saravakos og Marangos skoruðu mörk gríska liðsins. 60 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum. -GH Gary Linker, til hægri, skoraói tvö mörk fyrir Tottenham gegn Porto i gærkvöldi. Hér er stöðvar hann sendingu frá Joao Pinto i liði Porto. Símamynd Reuter Atli Hilmarsson, þjálfari Fram, enn taplaus í 1. deild. Tóm della - Fram Grótta 20-20 Leikur Fram og Gróttu í Laug- ardalshöll í gærkvöldi var hreinn skrípaleikur frá upphafi til enda og hvorugt liðið átti skilið að fá stig út úr viðureigninni. Lokatöl- ur urðú 20-20 eftir 4-11 í leikhléi, Gróttu í vil. Gróttumenn náðu miklu for- skoti i fyrri hálfleik en í þeim síð- ari snerist leikurinn algerlega við og vora Gróttumenn heppnir að sleppa með jafnteflið ef eitthvað var. Alexander Revine, mark- vörður Gróttu, hélt liðinu á floti og varði 16 skot, eitt víti. Annars var þetta leikur mistakanna hjá báðum liðum og víst að allir leik- menn sem tóku þátt í honum vilja gleyma honum sem fyrst. Grótta hlaut sitt fyrsta stig í 1. deild og Framerennþáántaps. -SK Old Trafford Ferðaskrifstofan Alís hefur ákveðið að efna til hópferðar á leik Manchester United og At- letico Madrid í Evrópukeppni bikarhafa á Old Trafford í Manc- hester. Um er að ræða síðari leik liðanna í 2. umferð. Leikurinn verður miðvikudag- inn 6. nóvember. Flogið verður í leiguflugi til Newcastle mánu- daginn 4. nóvember. Á þriöjudeg- inum gefst kostur á skoðunarferð í aðalstöðvar Newcastle United. Á leikdegi eftir hádegi verður hald- ið af stað til Manchester. Eftir leikinn verður haldið til New- castle. Fimmtudaginn 7. nóvemb- er verður síðan haldið til íslands kl. 20.15. Verð ferðarinnar er 25.900 krón- ur miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Innifalið í verð- inu er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, ferðir til Manchester, miöi á leikinn og fararstjórn. Fararstjóri veröur Hermann Gunnarsson. Nánari upplýsingar fást hjá Ferðaskrifstofunni Alís í síma 652266. Óvænt úrslit er nýliðar HK sigruðu meistara Vals, 22-24 Sýnir að HK á fullt erindi í 1. deildina - sagði Róbert Haraldsson, HK. Magnús Ingi varði 19 skot Valsmanna A t t Nýliðar HK úr Kópavogi 'j’ gerðu sér lítið fyrir og sigr- uðu íslandsmeistara Vals, 22-24, í 1. deild karla á ís- landsmótinu í handknattleik í Vals- heimilinu í gærkvöldi. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiks- ins og var það í fyrsta og eina skiptið í leiknum sem þeir höföu forystu. Pilt- arnir úr Kópavoginum komu ákveönir til leiks og báru enga virðingu fyrir mótherjum sínum. Valsmenn komust lítið áleiðis í fyrri hálfleik. Magnús Ingi varði eins og berserkur Vörn HK-manna var geysisterk og fyr- ir aftan hana var Magnús Ingi Stefáns- son í banastuði í markinu og varði 19 skot Valsmanna. Sóknarleikur Vals var í molum framan af leiknum. Leik- menn liðsins hnoðuðust með knöttinn og þvældust hver fyrir öðrum og leik- kerfi sáust ekki. Allt annað var uppi á tengingum hjá HK. Þar höfðu menn gaman af því sem þeir voru að gera og ekki sjaldnar en þrisvar sinnum skoruðu HK strákarnir glæsileg „sirk- usmörk“. Spennandi í lokin Það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem Valsmenn fóru að saxa á forskot HK. Þegar rúm mínúta var eftir var munurinn aðeins eitt mark. Valsmenn voru í sókn einum leikmanni fleiri en hornamaðurinn knái, Róbert Haralds- son, stal knettinum af Hlíðarendapilt- unum, brunaði fram, og tryggði HK sanngjarnan sigur þegar hann skoraði framhjá Guðmundi í marki Vals. Eitt er víst að Valsmenn vilja gleyma þessum leik sem allra fyrst og með slíku áframhaldi verja þeir ekki titil- inn. Valdimar Grímsson og Dagur Sig- urðsson voru þeir einu í Valsliðinu sem eitthvað gerðu af viti. Valsmenn eru því enn án sigurs í deildinni. HK-liðið á hrós skilið fyrir góðan leik. Leikmenn liðsins voru baráttu- glaðir, varnarleikurinn öflugur og í sókninni sáust oft glæsilegar leikflétt- ur. Magnús Ingi átti stórleik í markinu og var besti maður liðsins ásamt fyrir- liðanum Elvari Ó. Elvarssyni, lunkinn leikmaður þar á ferð. Þá áttu Róbert Haraldsson og Gunnar Gíslason góðan leik eins og reyndar allt liðið. „Mætum fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Víkingi" „Þetta var virkilega ánægjulegur sigur og hann sýnir að HK á fullt erindi í 1. deild. Við tökum einn leik fyrir í einu og næsti leikur er gegn Víkingum og við mættum fullir af sjálfstrausti í þann leik,“ sagði Róbert Haraldsson, leikmaður HK, í samtali við DV eftir leikinn. -GH Sigurður Sveinsson var FH-ingum erfiður viðureignar i aði grimmt. Hér er eitt af niu mörkum hans i fæðingu. gærkvöldi og skor- DV-mynd GS Michael Tonar, tékkneski landsliðsmaðurinn í liði HK, var mjög ógnandi i sóknarað- gerðum HK-manna í gærkvöldi er nýliðarnir úr Kópavoginum komu mjög á óvart og sigruðu íslandsmeistara Vals með tveggja marka mun. DV-mynd Brynjar Gauti „Sá erf iðasti til þessa“ - sagði Kristján Arason eftir 28-23 sigur FH-inga gegn Selfyssingum „Það er ekki annað hægt en að vera ánægður með þessa byrjun. Þetta var erfiðasti leikur okkar til þessa og sigurinn var mikilvægur. Liðið lék vel en ég var sérstaklega ánægður meö Sigurð Sveinsson sem gerði mörg glæsileg mörk í seinni hálfleiknum og hann og Þorgils Óttar skópu öðrum fremur sigurinn," sagði Kristján Arason, þjálfari og leikmað- ur FH-inga, eftir að hð hans hafði sigrað Selfyssinga, 28-23, í Kapla- krika í gærkvöldi. Leikurinn var spennandi á að horfa og boðið upp á hraðan og skemmti- legan handknattleik. Bæði lið léku vel og sýndu góð tilþrif FH-ingar höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum og höfðu yfir í leikhléi, 12-9. Selfyss- ingar gáfust ekki upp og náðu að halda í við Hafnfirðinga allt þar til á síöustu mínútunum en þá náðu FH- ingar að tryggja sér sigurinn. FH-ingar sýndu að þeir eru með geysisterkt hð það verður mjög erfitt að vinna liðið í vetur. Sigurður Sveinsson var yfirburðarmaður í lið- inu og skoraði 9 glæsileg mörk. Selfyssingar léku vel lengst af og þeir verða án efa í toppbaráttunni. Fremstur í flokki var Sigurður Valur Sveinsson og þá átti Gísli Felix Bjarnasongóðanleikímarkinu. -RR Erf itt hjá Blikum - töpuðu fyrir Haukum í Hafnarfirði, 24-17 „Það er ahtaf ánægjulegt að sigra sama hvaða hð það er. Blikarnir voru eins og við bjuggumst við og þeir eru ekki nógu sterkir til að vera í 1. deild. Þó var ekki laust við vanmat hjá okkur í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðum við að hrista þá af okkur,“ sagði Halldór Ingólfsson, besti maður Hauka í sigri hðsins á Breiöabhki, 24-17, í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var í jafnvægi. Breiðabhksmenn sýndu þá sinn besta leik það sem af er tímabilinu, héldu í við Hauka, sem greinilega vanmátu andstæðinga sína. í síðari hálfleik náðu Haukar betri tökum á leik sínum og sigur hðins var örugg- ur. Haukar spiluðu ágætlega, þó aðal- lega í vörninni þar sem Páll Ólafsson fór fremstur í flokki. Halldór Ingólfs- son átti bestan ■ leik Hafnfirðinga. Hins vegar var markvarslan hjá lið- inu slök og verður að lagast ef sigur á að vinnast gegn betri liðum. Blikar sýndu á sér nýjar hliöar í þessum leik. Leikmenn hðsins þurfa þó að hafa trú á að þeir geti sigrað í leikjum sínum. Guðmundur Pálma- son var yfirburðarmaður í liðinu, skoraði 11 mörk úr 14 skottilraunum, góður árangur það. Þá stóð Jón Þórð- arson sig vel í gæslu á Petr Baumruk. -KG/GH Staðan í 1. dehd karla eftir leikina í gærkvöldi: Fram-Grótta...............20-20 Valur-HK..................22-24 FH-Selfoss................28-23 Haukar-Breiðablik.........24-17 FH..........4 4 0 0 114-85 8 Stjarnan....4 3 L 0 100-76 7 Víkingur....3 3 0 0 86-72 6 HK..........3 2 1 0 77-64 5 Haukar......4 2 1 1 94-89 5 Fram........4 1 3 0 87-86 5 Selfoss....4 1 1 2 108-109 3 ÍBV.........2 0 1 1 49-50 1 Valur.......3 0 1 2 75-85 1 Grótta......4 0 1 3 71-94 1 KA..........3 0 0 3 73-89 0 UBK.........4 0 0 4 62-99 0 Fram (4) 20 Grótta (11) 20 Gangur leiksins: 0-6, 3-8, (4-11), 7-11,9-12,14-15,18-19,18-20,20-20. Mörk Fram: Gunnar Andrésson 8/2, Davíö Gíslason 5, Karl Karls- son 5, Andri V. Sigurðsson 1, Páll Þórólfsson 1. Mörk Gróttu: Guðmundur Al- bertsson 7/6, Omar Banine 5, Jón Þ. Kristinsson 2, Páll Bjömsson 2, Friðleifur Friðleifsson 2, Stefán Arnarson 1, Svavar Magnússon 1. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Guðmundur Sigurbjörnsson, jafnlélegir og allir aðrir á vellin- um. Áhorfendur: Innan við 100. FH (12) 28 Selfoss (9) 23 Gangur leiksins: 2-2,4-4,8-5,9-8 (12-9), 15-12, 20-15, 22-20, 25-22, 28-23. Mörk FH: Sigurður 9, Gunnar 6, Hans 5/2, Þorgils 3, Hálfdán 3, Kristján 2. Varin skot: Bergsveinn 12/1. Utan vallar: 6 mín. Mörk Selfoss: Sigurður Valur 9/4, Einar S. 4, Gústaf 4, Jón Þórir 3, Einar G. 2, Sigurjón 1. Varin skot: Gísli Felix 14. Utan vallar: 12 mín. Dómarar voru Stefán Arnarson og Rögnvaldur Erlingsson og höfðu þeir góð tök á leiknum. Áhorfendur: 1450. Valur HK (7) 22 (11) 24 Gangur leikins: 1-0, 1-4, 3-7, 4-10, (7-11), 11-14, 15-20, 19-21, 22-23, 22-24. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 7, Dagur Sigurðsson 5, Brynjar Harðarson 5/2, Ingi R. Jónsson 2, Júlíus Gunnarsson 1, Sveinn Sig- finnsson 1, Þórður Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 10. Brottrekstur: 4 mínútur. Mörk HK: Óskar E. Óskarsson' 6, Róbert Haraldsson 5, Gunnar Gíslason 5, Rúnar Einarsson 3/2, Michal Tonar 2, Eyþór Guðjónson 1, Þorkell Guöbrandsson 1. Varin skot: Magnús I. Stefánsson 19/1. Brottrekstur: 12 mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálm- arsson og Einar Sveinsson, dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 130. Haukar (12) 24 UBK (9) 17 Gangur leiksins: 1-0, 4-1, 8-8, (12-9), 14-9, 17-12, 21-14, 24-17. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 9/6, Petr Bamrauk 6/4, Aron Kristj- ánsson 3, Páll Ólafsson 2, Jón Örn. Stefánsson 2, Sveinberg Gíslason 1, Gunnlaugur Grétarsson 1. Varin skot: Magnús Ámason 5, Sigurður Sigurðsson 1. Brottrekstur: 8 mínútur. Mörk UBK: Guðmundur Pálma- son 11/5, Jón Þórðarson 2, Sigur- björn Narfason 2, Björgvin Björg- vinsson 1, Hrafnkell Halldórsson 1. Varin skot: Ásgeir Baldursson 9, Þór Sigurgeirsson 3. Brottrekstur: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson, Haf- steinn Ingibergsson, heimadómar- ar. Áhorfendur: 150 keyptu sig inn en 300 á leiknum. Misskilningur - athugasemd frá D V aö gefnu tilefni Til að fyrirbyggja misskilning, sem kominn er á kreik, vill íþrótta- deild DV vekja athygli á eftirfarandi í sambandi við val blaðsins á „leikmanni umferðarinnar" í körfuboltanum: í deildinni era leiknar 30 umferðir, þó hvert hð sphi aðeins 26 leiki, þar sem hvert hð situr hjá fjórum sinnum á keppnistímabihnu. Þetta stafar af því að fimm hð eru í hvorum riðli. Þess vegna var fjórða umferðin leikin í hehd á sunnudaginn enda þótt að henni lokinni hafi aðeins eitt hð í hvorum riðli verið búið að leika 4 leiki. 1 kvöld lýkur 5. uinferð deildarinnar meö tveimur leikjum en að þeim loknum hefur samt hvert lið leikið íjóra leiki. DV útnefndi því réttilega leikmann 4. umferðar að loknum leikjunum á sunnudag og útnefnir leikmann 5. umferðar að loknum leikjunum í kvöld. Það er því misskilningur sem komið hefur upp að DV hafi verið búið að útnefna leikmann 4. umferðar áður en henni lauk! Haukar styrkjast Rögnvaldur. | | 3. deildar liði Hauka í knattspyrnu hefur bæst góður liðsauki fyrir I ^ I næstakeppnistímabil.ÁdögunumgekkGuðmundurValurSigurðsson I /)>| yfir í Hauka frá FH og nú hafa þeir Rögnvaldur Rögnvaldsson og Theodór Jóhannsson ákveðið að leika með Hafnarfiarðarliðinu. Rögn- valdur er framheiji og kemur frá Breiðabliki og Theodór er varnarmaður og kemur úr herbúöum Þróttar úr Reykjavik. „Þetta eru sterkir leikmenn sem eiga eftir aö styrkja okkur mikið. Við erum stórhuga og stefnum á sigur í 3. deildinni. Markmiöið er síðan aö vera í toppbar- áttunni i 2. deild árið 1993,“ sagði Hermann Guðmundsson, formaður knatt- spyrnudehdar Hauka, í samtali viö DV í gær. -GH Friðrik fer líklega ekki til Eyjamanna „Mín mál era enn í biðstöðu og þaö verður liklega ekkert af því að ég fari th Vestmannaeyja,“ sagði Friðrik Friðriksson, markvörður Þórs í knattspymu, í samtali við DV í gærkvöldi. Friðrik hefur leikið með Þór undanfarin tvö ár en mörg félög hafa verið á höttunum á eftir þessum snjalla markverði. í frétt í DV í gær var fullyrt að Friðrik myndi ganga th liðs við Eyjamenn. Vegna mis- taka sem urðu við tölvuvinnslu fréttarinnar féhu út úr fréttinni ákveö- in veigamikil atriði sem þar áttu að vera. Til að mynda spurningar- merki aftan við fyrirsögnina sem átti að vera: Fer Friðrik í mark ÍBV? Eins var í fréttinni vitnað í ummæli Friðriks þar sem hann sagði það rétt vera að Eyjamenn hefðu verið í sambandi við sig, miklar lík- ur væru á því aö hann færi í ÍBV en málið væri ekki frágengið. Þessi atriði féllu úr umræddri frétt vegna mistaka í tölvuvinnslu fréttarinn- ar eins og áöur sagði og eru hlutaðeigandi aðhar beðnir velvirðingar á því. Fjórir nýliðar - í landsliðinu í körfuknattleik Torfi Magnússon, landshösþjálfari íslands í körfuknattleik, hefur valið 12 manna hóp sem heldur í keppnisferð th Bandaríkjanna 4. nóvember og stendur ferðin til 19. nóvember. Þessir leikmenn skipa hópinn, landsleikjafjöldi í sviga: Albert Óskarsson, ÍBK (16), Bárður Eyþórsson, Snæfelli (0), Einar Einarsson, Tindastóli (0), Guðmundur Bragason, UMFG (51), Henning Henningsson, Haukum (11), Hermann Hauksson, KR (0), Magnús Matthíasson, Val (25), Nökkvi Már Jónsson, ÍBK (4), Pálmar Sigurðs- son, UMFG (69), Rúnar Árnason, UMFG (13), Teitur Örlygsson, UMFN (35), Tómas Holton, Val (0). Nokkrir leikmenn, sem valdir voru í hópinn, gáfu ekki kost á sér í þessa ferð. Þar má nefna leikmenn eins og Jón Kr. Gíslason, þjálfara Keflvíkinga, Val Ingimundarson, þjálfara Tindastóls, og Pétur Guð- mundsson. íslenska landshðið leikur 7 leiki gegn bandarískum háskólaliðum sem flest eru 1. dehdar hð. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.