Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 28
3É5 FIMMTOBftGUR '24.' 'OKTÓBBR 4991. Menning Blásarakvintett Reykjavíkur Um þessar mundir á Blásarakvintett Reykjavíkur 10 ára starfsafmæli og ætlar kvintettinn að minnast þess með öílugu tónleikahaldi í vetur. Kvintettinn skipa þeir Bernharður Wilkinsson, ílautu „Daöi Kol- beinsson, óbó og englahorn, Einar Jóhannesson, klarí- nett, Jósef Ognibene, horn, og Hafsteinn Guömunds- son, fagott. Kvintettin hélt tónleika í fyrrakvkvöld í Listasafni íslands og lék þar með sem gestur Robyn Koh á sembal og píanó. Á efnisskránni voru verk eftir Jean Francaix, Karólínu Eiriksdóttur, Jaques Ibert og Francis Poulenc. Að frátöldu verki Karólínu voru öll verkin á tónleik- unum í nýklassískum stíl og eftir franska höfunda. Nýklassíska stefnan átti töluverðu fylgi að fagna í upphafí og fram á miöbik þessarar aldar. Með henni reyndu tónskáld að rifa sig undan fargi rómantíkur- innar með því að leita fyrirmynda lengra aftur í tím- ann. Kempan Stravinsky var um tíma í forystu þessar- ar hreyfingar. Þegar hann gafst upp og sneri sér að öðru voru dagar hennar taldir. Þessi frönsku verk voru öll áheyrileg og velgerð. Efnisríkast var Sextuor Poulencs fyrir píanó og blásarakvintett þar sem er blandað saman því sem virðist vera heldur léttúðug leikhústónlist og alvarlegra efni. Verk Karólínu, Mut- Tórúist Finnur Torfi Stefánsson anza-Umröðún, virtist vera töluvert efnisríkt verk og ýmsir kaílar hljómuðu þar mjög fallega. Má þar á meðal nefna upphafið. Verkið leið svolítið fyrir flutn- inginn sem virtist ekki eins vel undirbúinn eins og venja er til hjá Blásarakvintettinum. Að öðru leyti var leikur þeirra félaga fyrsta flokks og gilti það bæði um frammistöðu einstakra manna og hópinn í heild. Reyndi þó víða töluvert á bæði tækni- lega getu og hugmyndaauðgi í túlkun. Fer vart milli mála að Blásarakvintettinn stendur fremstur þeirra hópa sem hér starfa að kammertónlist. Andlát Svanhvít Tryggvadóttir, Faxabraut 66, Keflavík, andaðist aðfaranótt 23. október í Landakotsspítala. Jóhann Kr. Kristjánsson andaðist á Sjúkrahúsi Sigluíjarðar miðvikudag- inn 23. október. Oddur Þorkelsson, Hlévangi, Kefla- vík, andaðist 23. október. Jórunn Ólafsdóttir, Dvalarheimili aldraðra, Víðihlíð í Grindavík, and- aðist 22. október. Jardarfarir Pétur Wiencke, Túngötu 18, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 25. október kl. 15. Sigurveig Guttormsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 25. október kl. 10.30. Kristján Steingrímsson bifreiða- stjóri, áður Álfaskeiði 40, Hafnar- firði, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju fóstudaginn 25. október kl. 13.30. Árni Vigfús Árnason, Faxabraut 38 D, Keflavík, sem lést þann 16. októb- er, verður jarðsunginn frá Keflarvík- urkirkju fóstudaginn 25. október kl. ,14. ' Guðrún Magnúsdóttir frá Ðrangshlíð verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Margrét Jónsdóttir, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 26. október kl. 13.30. Reykjavíkur- mótí tvímenningi Undankeppni Reykjavíkurmóts í tvímenningi verður haldin helgina , 2.-3. nóvember næstkomandi í Sigt- úni 9. Spilað verður um 27 sæti í úrslitum Reykjavíkurmóts sem ráð- gert er að fari fram helgina 16.-17. nóvember. Keppnisgjald á mótinu er krónur 5.000 á parið. Spilatími í undankeppninni er klukkan 13.00-18.00 og 19.30-24.00 laugardaginn 2. nóvember og 13.00- 18.00 á sunnudag. Keppnisstjóri og reiknimeistari á mótinu verður Kristján Hauksson. Ef þátttaka verð- ur innan við 40 pör fellur undan- keppnin niður og úrslit veröa spiluð helgina 16.-17. nóvember. Spilafjöldi ' milli para verður þá 3-4 spil eftir því hve margir taka þátt í mótinu. Skráning í mótið er hjá Bridgesam- bandinu í síma 689360 og skráningar- frestur er til 30. október. Spilað er um silfurstig og efsta sætið gefur rétt til þátttöku í úrslitum íslands- móts í tvímenningi. Núverandi Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi « eru Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen. -ÍS Fundir Afmælisdagur SÍBS Samband íslenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga, SÍBS, á afmæli í dag, fimmtu- daginn 24. október. SÍBS-deildin í Reykja- vík heldur upp á daginn í Lauga-ási, Hót- el Esju, kl. 20.30 í kvöld. Sérstakur gestur kvöldsins veröur dr. Þorsteinn Blöndal, berklayfirlæknir, og mun hann spjalla um nikótín-meðferð við reykingum og svara fyrirspurnum. Allir velunnarar SÍBS eru velkomnir. Kvenfélag Kópavogs Fundur í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilinu. Kynning á kínverskri hreyfilist. Félag um heilbrigðislöggjöf heldur umræðufund um ófijósemi, með- ferð, tilfmningar, siðræn og lagaleg álita- mál fimmtudaginn 24. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, húsi heimspekideildar Háskóla íslands. Frummælendur: Þórður Óskarsson læknir mun gera grein fyrir tæknifrjóvgun (glasafijóvgun, tæknisæð- ingu o.s.frv.) og öðrum úrræðum í með- ferð ófijósemi. Sóley Bender hjúkrunar- fræðingur mun tjalla um sálræn vanda- mál og ráðgjöf tengda ófijósemi og Garð- ar Gíslason borgardómari mun ræða lög- fræðileg álitamál er upp hafa komið og upp kunna að koma þegar þessari tækni er beitt. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Fundurinn er öllum opinn. Vetrarglaðningur Leikfélags Reykjavíkur í byijun sumars á liðnu ári bauö Leikfé- lag Reykjavíkur upp á sérstakan afslátt á leiksýningar á sumardaginn fyrsta. Þessu nýmæh var mjög vel tekið af áhorf- endum sem þyrptust í leikhús. Nú á fyrsta vetrardag verður sami háttur haíð- ur á. Boðið er til leikhúsveislu með helm- ingsafslætti á sýningar leikfélags Reykja- víkur á Þéttingu eftir Sveinbjöm I. Bald- vinsson og Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness. Þetta tilboð gildir á sýningar laugardaginn 26. október. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, í dag kl. 13-17. Bridge og fijáls spilamennska. Kl. 17 kóræfmg. Eskfirðingar og Reyðfirðingar í Reykjavík og nágrenni halda sinn árlega katfidag fyrir eldri sveitunga sunnudag- inn 27. október kl. 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Teiknimyndasamkeppni meðal skólabarna Nýja Sendibílastöðin efnir til teikni- myndasamkeppni meöal 10, 11 og 12 ára skólabarna í grunnskólum Reykjavikur. Viðfangsefni teiknimyndasamkeppninn- ar er Umferð & fólk, séð meö augum bamanna. Teiknimyndasamkeppnin er haldin í samvinnu við Umferðarráð og Samtök áhugafólks um bætta umferðar- menningu. Sérstakir stuðningsaðilar keppninnar em Olís, Osram-umboðið, Jóhann Ólafsson og Co. og Sólning hf. Teiknimyndasamkeppnin hófst 11. okt- óber sl. og henni lýkur þann 24. október. 14 bestu myndimar munu prýða alman- ak Nýju Sendibílastöðvarinnar fyrir árið 1992. Úrval mynda úr samkeppninni verður til sýnis í Kringlunni að lokinni keppni. Vegleg verðlaun em í boði í sam- keppninni, alls að verðmæti 175.640. Dregið í happdrætti Hjarta- verndar Dregið var í happdrætti Hjartaverndar 18. október sl. að viðstöddum borgarfóg- eta. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1. Til íbúðarkaupa kr. 1.500.000 á miöa nr. 33.421.2. Lancer bifreið á miða nr. 88.613. 3. Golf-bifreiö á miða nr. 90.526. 4.-5. Til ibúðakaupa kr. 500 þús. hvor á miða nr. 31.647 og 47.505. 6.-15. Til bifreiðakaupa kr. 450 þús. hver á miða nr. 16.075,19.408, 25.447, 26.254, 52.922, 59.614, 62.329, 70.449, 85.693 og 90.570. Vinninga má vitja á skrif- stofu Hjartaverndar að Lágmúla 9, 3. hæð. Bjartavernd þakkar landsmönnum veittan stuðning. Hjúkrun ’91 Hvernig geta hjúkmnarfræðingar þjónað sjúklingum sem best, jafnt andlega, lík- amlega sem félagslega, á meðan þeir dvelja á sjúkrastofnunum? Þessi spurn- ing verður í brennidepli á ráðstefnunni Hjúkmn ’91 sem haldin verður á vegum Félags háskólamenntaðra hjúkmnar- fræðinga og Hjúkrunarfélags íslands dagana 25.-26. október á Hótel Sögu í Reykjavík. Fjölmargir fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni Hjúkmn '91 sem bregða ljósi á það nýjasta sem er að ge- rast í þróun hjúkrunarstarfsins. Gesta- fyrirlesari ráöstefnunnar verður kana- díski hjúkmnarfræöingurinn dr. Kat- hryn J. Hannah. Hún hefur beitt sér mik- ið fyrir aukinni nýtingu tölva í heilbrigð- isþjónustunni. Á ráðstefnunni verður einnig veggspjaldasýning sem tengist viðfangsefni ráðstefnunnar auk þess sem ýmis fyrirtæki sýna tölvur og þjúkmnar- vömr. Allar nánari upplýsingar um ráð- stefnuna veita hjúkmnarfræðingarnir Hildur Helgadóttir, deild A-6 á Borgar- spítala, í síma 696561, og Maríanna Har- aldsdóttir, Heilsugæslustööinni á Sel- tjarnarnesi, í síma 612070. Tórúeikar Sigrún Eövaldsdóttir leikur með Sinfóníuhljómsveitinni Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í rauðri áskrift verða haldnir í Háskólabíói í kvöld, 24. október, kl. 20. Á efnisskránni veröa þrjú verk: Ókta nóv- ember eftir Áskel Másson, Fiðlukonsert í D-dúr eftir Jóhannes Brahms og að lok- um Sinfónía nr. 7 í d-moll eftir Antonín Dvorák. Einleikari á tónleikunum verður Sigrún Eðvaldsdóttir og hljómsveitar- stjóri Petri Sakari, aöalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Kántríkvöld á Púlsinum í kvöld, 24. október, verður kántríkvöld á Púlsinum en íslensk-bandaríska kántrí- sveitin Rockville TroUs heldur þar tón- leika. Fremstur meðal jafninga í The RockvUle TroUs er hinn stórgóði Pat Tennis frá Seattle i Bandaríkjunum sem er talinn einn af 10 fremstu kántrígitar- istum á vesturströnd Bandaríkjanna. Pat Tennis er jafnframt aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar ásamt Olgu Dís, sem búsett hefur verið í Bandaríkjunum sl. 20 ár og sungið kántrítónUst og unnið tU verð- launa á því sviði. Auk þeirra skipa hljóm- sveitina Steinar B. Helgason, trommur, Páll Pálsson, bassi, og gítaristinn Tryggvi Hubner. Þeir sem mæta með kántrihatta fá frítt inn. Fríða sársauki á Tveimur vinum Hljómsveitin Fríða sársauki heldur tón- leika á veitingahúsinu Tveimur vinum og öðrum í fríi í kvöld, 24. október. Hljóm- sveitina skipa: Eðvarð Vilhjálmsson, trommur, Friörik Sturiuson, bassi, Vign- ir Þór Stefánsson, hljómborð, gitarleikar- arnir Páll Ólafsson og Guðmundur Hö- skuldsson, Andri Örn Clausen, söngur, Hanna Dóra Sturludóttir og Kristjana Stefánsdóttir, söngur, baksöngur, hristur og Helenu-hulstur. Hljómleikarnir heij- ast stundvíslega kl. 22.45 og er aðgangur kr. 300. Todmobileáferð um landið Á næstu vikum mun hljómsveitin Todmobile ferðast hringinn í kringum ísland og halda tónleika nær daglega. Allt kapp hefur veriö lagt á að gera tón- leikana sem best úr garði. Hljómsveitina skipa: Andrea Gylfadóttir, söngur, Eyþór Amalds, söngur og selló, Þorvaldur B. Þorvaldsson, gitar og söngur, Eiöur Arn- arson, bassi, Kjartan Valdimarsson, hljómborð, Matthias M.D. Hemstock, trommur, og Jóhann Hjörleifsson, slag- verk. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á Akranesi í kvöld, 24. október, 25. okt. í Ólafsvík, 26. okt. á ísafirði, 29. okt. á Blönduósi, 30. okt. á Sauðárkróki og 31. okt., 1. og 2. nóv. á Akureyri, 4. nóv. á Ólafsfirði, 5. nóv. á Húsavík, 6. og 18. nóv. í Neskaupstaö, 7. nóv. á Egilsstöðum, 12. nóv. á Selfossi, 15. nóv. í Vestmanna- eyjum og 22. okt. í Keflavík. Leikhús DÚFNAVEISLAN eftir Halidór Laxness. 13. sýning laugard. 26. okt. 14. sýning föstud. 1. nóv. 15. sýning fimmtud. 7. nóv. 16. sýning laugard. 9. nóv. LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Björn Th. Björnsson. Leikmynd og búningar: Hlin Gunn- arsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson. Leikstjóri: Ásdis Skúladóttir. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Gunnar Helgason, Guðmundur Ól- afsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Helga Þ. Stephensen, Helgi Björns- son, Jakob Þór Einarsson, Jón Slg- urbjörnsson, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Saga Jónsdóttir, Slg- urður Karlsson, Steindór Hjörleifs- son, Þórey Sigþórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson o.fl. Frumsýning i kvöld. Uppselt. 2. sýning föstud. 25. okt. Grá kort gilda. Fáein sæti laus. 3. sýning sunnud. 27. okt. Rauö kort gllda. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Aj 4. sýning miðvikud. 30. okt. Blá kort gilda. 5. sýning fimmtud. 31. okt. Gul kort gilda. Litla svið: ÞÉTTING eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Föstud. 25. okt. Laugard. 26. okt. Uppselt. Sunnud. 27. okt. Miðvikud. 30. okt. Fimmtud. 31. okt. Föstud. 1-nóv. Allar sýningar hef jast kl. 20. Leikhúsgestir, athugið! Ekki er hægt að hleypa inn eftir að sýning er hafin. Kortagestir, ath. að panta þarf sér- staklega á sýningar á litla svlðið. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miöa- pantanir i sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi680680. siman i?jl2]llHBB Leikhúskortin, skemmtileg nýjung, aðeinskr. 1000. Gjafakortln okkar, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Tapað fundið Keli ertýndur Hann er gulbröndóttur og hvítur. Hann sást síðast í bakgarði við Grettisgötu 74 mánudaginn 21. október. Hann er með hálsband og einnig ey rnamerktur. Ef ein- hver hefur orðiö var við köttinn á flæk- ingi er hann vinsamlegast beðinn að hringja í sima 13764.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.