Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991. Spumingin Hvað finnst þér um ný- gerðan samning íslend- inga er lýtur að EES? Sigurður Sigurðsson verslunarmað- ur: Það er nú varla komin á það reynsla. Guðmundur Ingvar Guðmundsson stýrimaður: Ég vona að þetta sé okk- ur til góðs. Ég held aö þetta sé já- kvætt. Karl Eiríksson atvinnurekandi: Ég á eftir að kynna mér þetta. Einar Karlsson sölumaður: Mér líst þokkalega á þetta. Þetta er jákvætt að vissu leyti en hefur líka sína galla. Rafn Vigfússon verktaki: Hann getur verið til bóta en það geta líka verið annmarkar. Ég er reyndar ekki bú- inn að kynna mér þetta almennilega. Ófeigur Hallgrimsson smiður: Ég hef ekkert verið að pæla í þessu. Lesendur Elín Eydal skrifar: Við opnum ekki svo blaö eða sjón- varp/útvarp að við rekumst ekki á ógeðfelldar sögur af yfirgangi mannsins gagnvart dýrunum. Við getum leitt þetta hjá okkur með ýmsu móti en erum þá eins og strúturinn er hann grefur hausinn í sandinn. Ég er alfarið á móti þessu og mér líð- ur illa vegna illsku mannsins í þess- um efnum og hlýt því að mótmæla. Nú er það haflð, því miður, rjúpna- veiðitímabilið sem margir hafa beðið eftir en við hin kvíðum fyrir. Að menn geti jafnvel stært sig af þessari andstyggilegu iðju opinberlega og borið því við að þetta sé hluti af því að „njóta náttúrunnar". Hvernig væri að bjóða fjölskyldunni með sér í gönguferð með opin augu og eyru fyrir náttúrunni og þá að sjálfsögðu án byssu. Hvað er það sem fær menn, oftast karlmenn, ár eftir ár til þess að leggj- ast svo lágt að drepa þennan vinalega fugl, rjúpuna. Ég hef aldrei heyrt getið um kvenfólk sem fer til 'veið- anna, hvað þá að birtar séu myndir af konum með lífvana kippurnar hangandi utan á sér eða við fætur, með bros eða grettu á vör. Ég segi nú bara verður ekki einhverjum ó- glatt öðrum en mér? Ekki er það hungrið sem rekur menn til veiða, nóg er af mat í landinu. Því síður þarf að veiða ijúpuna vegna þess að hún geri usla í varplöndum eða geri sig heimakomna í reitum skógrækt- arinnar. Nei, varla. Ég hef leitað svars æði lengi en ekki fundið. En ég get mér þess til að það sé „drápfýsn“, hvað sem hver segir. Ekki hef ég séð stafkrók um þessi mál í DV-inu mínu frekar en áður til að mótmæla drápinu og hef ég þó keypt blaðið lengi. Það birtast bara myndir af mönnum með kippur af dauðum rjúpum en engin skrif á móti. Þess má geta að nú í haust var stofnað félag til verndar rjúpunni, sem heitir Rjúpnaverndarfélag Norðurlands eystra, og segir nafnið vel til um markmið félagsins. Nú þegar hefur máliö fengiö það góðar undirtektir að auglýst eru veiðibönn „ ... með lífvana kippurnar hangandi utan á sér eða við fætur, með bros eða grettu á vör.“ í nokkrum sveitum. Greinar hafa birst í blöðum og viðtöl í fjölmiðlum. Á þessu má sjá að við málinu hefur verið hreyft. Þeir sem mest hafa stuðlað að stofnun félagsins eiga sannarlega heiður og hrós skilið. Þökk sé þeim. Rjúpnastofninn er nú í lágmarki og því enn meiri ástæða til að snúast til varnar. Ég hvet að lokum alla til að huga að þessu máli, jafnt sem öðrum er varðar manninn og yfir- gang hans í lífríki náttúrunnar. Við höfum engan rétt til að drottna yfir öllu og nytja allt til fulls. Náttúran sér um sig. Rjúpnavinir, stöndum saman. Rjúpnavinir stöndum saman Lítill sparnaður Ingimundur Sæmundsson skrifar: Mikið er talað um sparnað en mér frnnst að ríkisstjómin hafi byrjað á öfugum enda. Þeir áttu að byrja á sjálfum sér, til dæmis meö því að hætta að hafa einkabílstjóra og aka bílum sínum sjálíir, með því væri hægt að spara svolitla upphæð. Einn- ig mætti minnka veisluhöld og vín- drykkju hjá rikinu. Svo eru það ferðalögin til útlanda, þær eru orðnar nokkuð margar ferð- irnar hjá utanríkisráðherranum og lítill árangur nema ef það gæti orðið þjóðinni til bölvunar. Mér finnst að þjóðin eigi rétt á því að vita hvað þessar ferðir kosta. Svo er þaö álverið sem átti að byggja en ennþá bólar ekkert á. Þeir eru orðnir dýrir þjóðinni, nafnarnir. Svo er búið aö setja upp nýtt tölvu- kerfi fyrir þingmenn Alþingis svo að þeir þurfi ekki að rétta upp hendurn- ar þegar þeir greiða atkvæöi en það kostar sex milljónir króna. En má ég spyrja; eru þingmenn orðnir svona slappir í handleggjun- um aö þeir geta ekki lengur lyft þeim upp þegar þeir þurfa að greiða at- kvæði? Er þetta sparnaður hjá ríkis- stjórninni? Það væri nær að reyna að minnka einhverjar skuldir. ....gefa almenningi kost á að velja um mismikla sjálfsáhættu i sam- bandi við læknisþjónustu." Rússnesk rúlletta K.Þ. skrifar: Við lestur hvítu bókarinnar svo- kölluðu, sem inniheldur stefnu og starfsáætlun ríkisstjórna Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, vaknar sú spurning hvort það geti verið stefna ríkisstjómarinnar að fólk eigi að tryggja sig gegn slysum og sjúkdóm- um á svipaðan hátt og gert er við bíla eða aðra dauöa hluti. Því í ofan- greindri stefnuáætlun ríkisstjómar- innar er hefur yfirskriftina „VEL- FERÐ Á VARANLEGUM GRUNNT segir að leitað veröi leiða til að gefa almenningi kost á aðvelja um mism- ikla sjálfsáhættu í sambandi við læknisþjónustu. Ég sé að ýmsir hafa mótmælt þessu, þar á meðal BSRB, en mér fmnst svör heilbrigðisráðherra við þeim aðfmnslum svo óskýr að ég er eiginlega engu nær. Vonandi er ég að misskilja eitthvað því að mér finnst það fyrir neðan allar hellur ef fólk á að fara að spila „rússneska rúllettu" með eigið heilsmar því auðvitað freistast þeir sem verst eru settir til að spara svona útgjöld. Það eru því vinsamlega tilmæli að heilbrigöisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, skýri betur hvað átt er við meö að almenningur geti valið mismikla sjálfsáhættu í sambandi við læknisþjónustuna. HemmiGunn S.A. fró Akureyri hringdi: Fimmtudaginn 17. október skrifaði Kristján Ari Arason fjölmiölagagnrýni í DV þar sem hann gagnrýndi þátt Hemma Gunn. Þetta er eitt af þvi efni í blaðinu sem ég les alltaf og er oft sammála þvi sem þar er skrifað. En í þetta sinn var ég, og reyndar nokkrar vinkonur mínar hér fyr- ir norðan, á annarri skoðun en höfundur pistilsins, Við teljum þátt Hemma Gunn mjög góðan og við hlökkum ætíð mikið til að sjá hann. Þetta er þáttur fyrir alla fjölskylduna og hlakka krakkamir ekki síður til en við, fullorðna fólkið. Ég vil líka koma því á framfæri að ég er mjög ánægð með Ladda og þau hlut- verk sem hann leikur í þessum þáttum. Okkur fmnst Hemmi Gunn og Laddi standa sig með miklum sóma og helst vildum við fá að sjá þá í hverri viku. íslenskar myndir A.S. hringdi: í sjónvarpinu síðastliðinn sunnudag var sýnd íslenska myndin Foxtrot. Eftir að hafa horft á þessa rnynd get ég ekki orða bundist. i myndinni, sem fjallaði um hálfbrajður, er annar þeirra misheppnaður ungur mað- ur, bilaður á geðinu,_ Hvemig stendur á því að þegar íslending- ar gera kvikmyndir þurfá þær alltaf aö vera um geðveikt fólk? Geta íslendingar ekki gert mynd með vepjulegu fólki eðá er það ekki spennandi myndefni? Þarf þetta alltaf að vera hálfskrít- ið og geðbilað fólk til að hægt sé að búa til myndir um það. Halda kvikmyndagerðarmenn að al- menningur í þessu landi vifji bara horfa á brjálaða menn fremja ein- hver ofbeldis- og ódæðisverk? Hvemig væri að gera kvikmynd eða sjónvarpsmynd um venjulegt fólk, sýna eitthvað manneskju- legt og fallegt en ekki alltaf eitt- hvað ofbeldi. Það væri alla vega skemmtileg tilbreyting. Nýjarþulur Guðmundur skrifar: Ég er sammál Hildi sem hringdi um daginn í Lesendasíðu DV og kvartaði undan nýju þulunum í ríkissjónvarpinu. Ég verð að segja að ég sakna gömlu þulanna, sérstaklega Sigurlaugar M. Jón- asdóttur, Sigríðar Pétursdóttur og Maríu Bjarkar Yngvadóttur. Þær sögðu skemmtilega frá og voru glaölegar. Nýja fólkiö segir varla neitt án þess að málfarsvill- ur slæðist með og er afskaplega alvörugefið. Ég hef heyrt ávæn- ing af því í fjölmiðlum aö Sigríður hafi ekki fengið endurráðningu, hvers vegna í ósköpunum veit ég ekki. Það er furðulegt að ein besta þulan sé látin hætta. Ég hef heyrt marga tala um þetta og það eru allir jafnhissa. Hlustendurrugla saman stöðvum Eirikur Jónsson hringdi: Vegna þess að hlustendur virð- ast rugla nokkuð saman heiti þeirra útvarpstöðva sem þeir hlusta á, eins og sést best á þeim lesendabréfum sem birst hafa á Lesendasíðu DV, langar mig að koma því á framfæri að Eiríkur Jónsson er með morgunþátt á Bylgjunni en ekki Rás 2 eða Aöal- stöðinni. Þetta er reyndar „aðal- stöðin“ í huga fólks en sú stöð heitir Bylgjan. Hringiö í síma 27022 milli kl. 14 og 16 -eöa skrifið ATH.: Nafn og símanr. verður aðfylgjabréfum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.