Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 32
F R 62 ÉTT A S K O T 1 • 2 Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 2 7022 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991. Skylduaðild að stéttarfélögum úrsögunni? ^ Þegar evrópski efnahagssamning- urinn tekur gildi 1. janúar 1993 gæti svo farið að skylduaðild að verka- lýðsfélögum, eins og tíðkast hér á landi, væri úr sögunni. Þeir útlend- ingar sem hingað kæmu til vinnu væru ekki skyldugir til að ganga í verkalýðsfélag. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í morgun að hann hefði leitað svara við þessu hjá Hannesi Hafstein, aðal- samningamanni okkar í EFTA/EB- samningunum. Steingrímur sagðist hafa fengið óljós svör, máhð væri ekki á hreinu. Hannes hefði sagt að hann ætti þó frekar von á því að skylduaðild yrði úr sögunni. . Jón Baldvin Hannibalsson sagði í ~’morgun að máhð væri umdeilt. Berg- lind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, sagðist ekki hafa séð neitt í samningnum sem benti til þess að skylduaðild yrði bönnuð. Sá sem ekki gengur í verkalýösfé- lag á íslandi getur ekki fengið at- vinnuleysisbætur og nýtur ekki ýmissa annarra félagslegra réttinda. -S.dór Byggingarfélagsið hf.: Um 140þúsund upp í150 milljóna kröfur Alls fengust tæp 140 þúsund krónur upp í forgangskröfur í þrotabú Bygg- ingafélagsins hf. í Kópavogi en skiptameðferð lauk í gær. Forgangs- kröfurnar námu 12 milljónum en lýstar kröfur námu samtals 150 millj- ónum króna. Stærstir almennra kröfuhafa i þrotabúið voru skattheimtan með 16 milljónir og Kaupþing með 12 millj- ónir. Aörir voru með lægri kröfur _en lýstar kröfur voru 185 talsins. Þá gerði Ríkisábyrgðasjóður kröfu um 6,5 milljónir króna vegna launa- greiðslna. Upp í þá kröfu fengust 70 þúsund krónur. .JSS Loðnukvótinn: Ennerbeðið LOKI Það verður auðvitað að hafa fínpússað andlit í nýja vegabréfinu! Tveir teknir með riffil í bílnum - enginnvaríhaldiímorgun, Rannsóknarlögregla ríkisins hefur rætt viö pilta sem grunaðir eru um að hafa verið á vettvangi þegar kviknaði í sumarbústað i Heiðmörk undir kvöld i gær. Sum- arbústaðurinn er talinn nánast ónýtur. Tahð er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræöa þvi ekk- ert rafmagn er í bústaðnum og eig- endur höfðu ekki verið í honum síöan um síðustu helgi. Að sögn yfirlögregluþjóns hjá RLR var eng- inn í haldi vegna málsins í morgun. Norska félagið er eigandi sumar- bústaðarins. Vörubílstjóri sem átti leið framhjá sumarbústaðnum til- kynnti fyrst um eldinn.*Hann sá til mannaferða og rauðan Toyotabíl með fiórum mönnum í skömmu Eldur logaði glatt í bústaðnum þegar slökkvilið kom á staðlnn. DV-mynd S áöur en kviknaði í. Vörubílstjórinn tilkynnti siðan um eldinn. Þegar slökkvihð kom á staðinn stóð bú- staðurinn nánast í björtu báh. Hluta hússins tókst þó að bjarga frá því að gjöreyðileggjast. Þegar farið var að kanna verksummerki nánar leit út fyrir að byssukúlum hefði verið skotið í viðinn á sumai'bú- staðnum. Lögreglan í Breiðholti fann í gær- kvöldi umræddan Toyotabíl en í honum var riffill. Eigandi bílsins og einn annar voru færðir til Rann- sóknarlögreglu. Piltarnir sem hér um ræðir eru um 17 ára en ekki er ljóst hvort þeir voru báðir við sumarbústaðinn þegar eldurinn kviknaði. -ÓTT „Ég er ekki búinn að fá tillögur í hendurnar um loðnuveiði og engu nær ákvörðun um bráðabirgðakvóta. Hafrannsóknarmenn hafa fundið loðnu eins og skipstjóramir. Það er hins vegar eitthvað af smáloðnu inn- an um og þaö getur valdið erfiðleik- um. Ég vonast þó til að fá nauðsynleg gögn í hendurnar mjög fljótlega," "’sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra við DV í morgun. -hlh Veðriðámorgun: dálítil él Á morgun verður suðvestan kaldi. Skúrir eða dálítil él verða sunnanlands og vestan en annars þurrt. Hiti verður á bihnu 3-7 stig. Hlýindin: Grjóthrun fyrir vestan „Það er algengt að það komi svona hlýindakaflar á öllum árstímum," sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur við DV í morgun. Hlýindin undanfama daga hafa haft allnokkur áhrif. Að sögn Kristins Jónssonar hjá Vegagerð ríkisins á Vestfjörðum hefur nokkuð borið á grjóthruni í bröttustu hlíðunum. Má þar nefna Óshlíð og Súðavíkurhlíð. Kristján sagði að hrunið hefði orðið einna mest í svokallaðri Kinn á Breiðadalsheiði en þar er mikið bratt- lendi. Ekki hefði það þó tafið fyrir umferð. Allir fjallvegir væru nú færir. Bragi Jónsson veðurfræðingur sagði að veðrið yrði með svipuðu móti og verið hefði um sunnan- og vestanvert landið. Búast mætti við suðvestanátt og allt að sex vindstig- um. Fyrir norðan og sunnan myndi hlýna í veðri. -JSS Kasparov í banastuði Heimsmeistarinn í skák, Garrí Ka- sparov, er óstöðvandi á stórmótinu í Tilburg í Hollandi. í 5. umferð á mið- vikudag sigraði hann Indverjann Anand í aðeins 29 leikjum á hvítt og notaði til þess 42 mínútur en Anand 90 mínútur. í 4. umferð vann Ka- sparov Bareev á svart auðveldlega og hefur náð VA vinnings forskoti eftir 5. umferðir. Önnur úrslit urðu þau að Karpov gerði flmmta jafnteflið í 5 skákum - nú við Kamsky. Timman vann Bare- ev og jafntefli varð hjá Kortsnoj og Short. í 4. umferð vann Short Tim- man, Anand vann Kamsky en jafn- tefli varð hjá Kortsnoj og Karpov og þó hafði Karpov hvítt. Staðan: Kasparov 4 A v., Short og Anand 3 v., Karpov og Timman 2 'A v., Kamsky 2 v., Kortsnoj 1 'A og Bare- ev 1 v. -hsím Tilboð streyma til bridgemanna Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra kynnti nýgert samkomulag um evrópskt efnahagssvæði á borgara- fundi á Hótel Sögu í gærkvöldi. Svo sem við var að búast fegraði Jón Baldvin málið á alla lund en það kom í hlut Grétu Boöa, förðunarmeistara á Stöð 2, að fegra ráðherrann. DV-mynd GVA Islenskir spilarar eru með sigrin- um á HM í Japan orðnir vænlegur kostur á alþjóðamótum í bridge.í gær kom boð frá Bridgesambandi Indó; nesíu til íslenskrar sveitar á alþjóð- legt mót í Djakarta sem haldið verður um miðjan desember. Fyrir nokkrum dögum kom boð frá Campione á Ítalíu fyrir íslenskt spilapar. Þar verður spilaður tví- menningur sextán sterkra para víðs vegar að úr heiminum. Guðmundur Páh Arnarson og Þorlákur Jónsson úr HM-hði íslands hafa þekkst boðið. Mótið fer fram 22.-24. nóvember. -ÍS 0RUGGIR-ALV0RU mm PENINGASKAPAR VARI - ÖRYGGISVÖRUR I @ 91-29399 Allan sólarhringinn VARI Öryggisþjónusta síðan 1 969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.