Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 14
Pt 14 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Nýtt fordæmi í Madrid? Samkvæmt alþjóðalögum er hernámsríki óheimilt að reka íbúa af hernumdum svæðum og ennfremur er því óheimilt að nema land á shkum svæðum. Á hernumdum svæðum Palestínu hefur Ísraelsríki brotið báðar þessar lagagreinar, síðari lagagreinina mjög gróflega. Æskilegt er, að þessi staðreynd verði í sviðsljósi í tengslum við friðarráðstefnu Miðausturlanda, sem Bandaríkin hafa með stuðningi Sovétríkja boðað til í Madrid á Spáni. Einnig er mikilvægt, að tækifærið verði notað til að minna á hryðjuverk ísraels í Palestínu. Framferði Ísraelsríkis á hernumdum svæðum Palest- ínu má ekki verða að fordæmi annars staðar, þar sem hliðstæð vandamál geta magnazt vegna þjóðernis- eða trúardeilna, svo sem á þeim svæðum, sem við höfum lengi þekkt undir nöfnunum Sovétríkin og Júgóslavía. Rússneskir og serbneskir yfirgangsmenn fylgjast vel með gangi mála. Ráðamenn í Rússlandi hafa gert tilkall til landsvæða í öðrum löndum, þar sem Rússar búa, svo sem í Úkraínu. Vegna hneykslunar að vestan hefur þessi krafa verið látin niður falla að sinni. Serbía hefur komizt upp með að reyna landvinninga í Króatíu, á þeim forsendum, að þar búi mikið af Serb- um. Ráðamenn Vesturlanda hafa reynt að benda Serb- um á, að þeir komist ekki upp með þetta, en Serbíufor- seti og sambandsher Júgóslavíu ekki viljað trúa. Stefna Serbíuforseta og Júgóslavíuhers er að hrekja Króata burt af hernumdu svæðunum, svo að þar séu Serbar einir eftir. Ætlunin er að neyða Vestur-Evrópu til að sætta sig við orðinn hlut, þegar setzt verður í al- vöru við samningaborð að loknum landvinningum. Meðal ríkja heims er mikil andstaða við tilraunir af þessu tagi til að breyta landamærum, hvort sem það eru ytri landamæri eða innri landamæri í ríkjasambandi. Sem dæmi má nefna, að ríkjum Rómönsku Ameríku hefur að mestu tekizt að útrýma landamæraerjum. Þótt Afríka hafi lengi verið eitt mesta ófriðarbæli heims, hefur verið þar nokkuð góð samstaða um, að landamæri séu heilög. Undantekningar á því hafa verið fáar og ekki náð fram að ganga. Dæmi um það er mis- heppnuð tilraun Líbýu til þenjast til suðurs. Israelsríki hefur tekizt að nema land á hernumdum svæðum í Palestínu í skjóh Bandaríkjanna, þrátt fyrir alþjóðalög og alþjóðahefðir. Þetta hefur stuðlað að rétt- mætri einangrun ríkisins á alþjóðavettvangi og valdið Bandaríkjunum erfiðleikum í vestrænni samvinnu. Um langt skeið hafa Bandaríkin haldið Ísraelsríki íjárhagslega á floti. Þau hafa líka að meira eða minna leyti kostað flutning fólks frá Sovétríkjunum til ísraels. Þessir flármunir hafa að hluta, beint og óbeint, verið notaðir til ísraelsks landnáms á hernumdu svæðunum. Palestínumenn eiga undir högg að sækja vegna stuðn- ings þeirra við Saddam Hussein íraksforseta. Þeir verða látnir gjalda þess á friðarfundunum í Madrid, þar sem yfirvöld í mörgum arabaríkjum eru meira á móti stjórn Saddams Hussein en þau eru á móti stjórninni í ísrael. Þess vegna eru horfur á, að alþjóðalög og alþjóðahefð- ir nái ekki fram að ganga á fundunum í Madrid. Það mun draga úr gildi slíkra laga og hefða og hafa slæm áhrif á alla þá sem áhuga hafa á að beita hryðjuverkum og ofbeldi til útþenslu í stíl ísraels í Palestínu. Bandaríkin, betlandi Sovétríki, ísrael og örfá ólýð- ræðisleg arabaríki eru ekki réttir aðilar til að rjúfa lög og staðfesta árangur af yfirgangi ísraels í Palestínu. Jónas Kristjánsson ,Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi lætur sig leiðtoga litlu skipta Nýttbtað- betriblöð? Það fer ekki hjá því að hjartað í gömlum blaðamanni kippist örlítið við þegar minnst er á að til standi að gefa út nýtt og óháð dagblað hér á landi. Um það bil þriðjungur ald- ar er hðinn síðan sá er þetta ritar hóf störf á dagblaði, og þótt viðstað- an væri ekki ýkja löng né heldur að hann hafi skilið eftir sig spor á þeim flóum þá réðu örlögin því að um nokkurt skeið vann ég við Rík- isútvarpið þannig að fjölmiðlun og ýmislegt í tengslum við hana hefur verið mér hugstætt um langa hríð. Nýtt blað, óháð, fullt af forvitnilegu efni og spennandi hugmyndum, blað sem túlkar þennan síbreyti- lega veruleika sem við köllum nú- tíma og færir okkur hér norður á hjara veraldar andblæ frjórra hug- mynda, nýtískulegra skoðana og nýrra sanninda í hst og vísindum. En spurningar vakna: Hvað er óháð blað? Hvernig á blað að flytja allar skoðanir eins og sumir vænta að það geri? Hvers konar blað er það? Fjölbreytt blað Allir hafa skoðun á því hvernig dagblað á að vera. Og þær skoðanir eru jafnmargar þeim sem lesa blöð. Góð blöð eru nefnilega fyrst og fremst fjölbreytt. Þar er að finna mismunandi þætti og upplýsingar fyrir áhugafólk um margbreytileg viðfangsefni. í slíku blaði eru frétt- ir af innlendum og erlendum vett- vangi og þær fréttir eiga aö vera ítarlegar og lýsandi en síðan eiga fróðir menn og góðviljaðir að túlka þá viðburði sem sagt er frá í frétt- um, setja viðburði hðandi stundar i samhengi. í dagblaðinu eiga að vera allar þær almennu upplýs- ingar sem koma sér vel fyrir hinn almenna lesanda: dagskrár fjöl- miðlanna, læknavaktir, apótek, sfökkvilið og lögregla og ótaf margt annað sem við lesendurnir þurfum á að hafda í daglegu basli okkar. Þetta er auðvitaö hugsýn ein, hugmynd um dagblaðið eins og ég vildi hafa það. Svo eru aðrir sem vifja hafa blaðið aflt öðruvísi, kannski gagnrýnið og leitandi uppi aht það sem miður fer hjá einstakl- ingum og stofnunum, blaðið sem hinn hneykslaöa siðapostufa sem sér hið ifla skjóta upp kohinum í hverju skoti. Eöa þá að blaðið eigi að sýna fram á sphlt póhtísk kerfi og boða framtíðarríkið þar sem fag- urt mannfíf er skipufagt að ofan af hinum skynsömu, úrvafi mann- kyns. Svona mætti lengi hafda áfram. Þegar aht kemur th ahs er gott dagblað fyrst og fremst fjöfbreytt, vef skrifað og ábyrgt orða sinna og KjaUarinn Haraldur Ólafsson lektor skoðana. Það er vettvangur um- ræðu, dehna, uppfýsinga, gagnrýni og viðurkenningar á því sem vef er gert á hvaða sviði sem er. Óháð dagblað En er fíklegt að þaö nýja óháða dagblað, sem rætt er um að komi jafnvel um næstu áramót, uppfylh þessar kröfur? Dettur einhverjum í hug að sfíkt blaö, sem á að keppa við hið stóra og að flestu leyti ágæta bfað, Morgunblaðið, verði th með þvi einu að tvö tif þrjú flokksbföð hverfi af markaðiniun og Stöð 2 og einhverjir aðrir ákveði að gefa út voldugt dagblað? Undirbúningur að sfíku bfaði tekur langan tíma og kostar stórfé á mælikvarða okk- ar íslendinga. Það er mikill vandi að skipuleggja dagblað, hvort sem það er lítið eða stórt. Og það skipt- ir öhu að ritstjóri þess hafi kjark tif að vera raunverufegur stjóm- andi blaðsins en ekki strengbrúða eigendanna eða sendisveinn pófi- tískra flokka eða hagsmunaaðha. Mér er Ijóst að ég geri miklar kröfur th slíks bfaðs. Eg geri líka miklar kröfur th Morgunbfaðsins, og ég er þess fullviss, að ekkert gæti komið því blaði betur en að hafa við hfið sér raunverufega gott og djarft blað sem kæmi út að morgninum. Morgunblaðið er bfað ahra landsmEmna og mjög margt er þar vel gert. Ekkert annað ís- lenskt blað er svo fjölbreytt að efni sem Morgunblaðið og ekkert blað er jafnáhrifamikhl upplýsingamið- ih sem það. En auðvitað finnur maður stundum að ýmsu þar og óskaði stundum að öðruvísi væri þar fjallað um hlutina. Með gott og vandað blað við hhð sér mundi Morgunblaðið verða ennþá betra og fjölbreyttara. Flokksblöðin hverfa En hvað um gömlu hokksblöðin sem allar líkur eru á að hverh úr sögunni? Vissulega er það ekkert fagnaðarefni að þau hverfi. Hinu er ekki að leyna að þau hafa ekki haft neinu sérstöku hlutverki að gegna nokkur undanfarin ár nema þá að vera auglýsingablöð fyrir hokkana sem að þeim standa. Lítið hefur borið á þeim í umræðu manna á meöal. Lítið er til þeirra vitnað nema helst af kurteisi í morgimþáttum útvarpsstöðvanna. Fólkið í landinu hefur ekki fundið hjá sér þörf til að fylgjast með því sem þau hafa verið að ijalla um. Hin pólitísku átök fara fram í út- varpi og sjónvarpi, og langhestir eru hættir að lesa ítarlega ræöur og langhunda stjórnmálaforingja sem þessi blöð eru stundum að birta. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi lætur sig leiðtoga hhu - skipta og flokkamir verða að fara að gera sér grein fyrir því að hokks- bönd eru að rofna og kjósendur eru ekki lengur tryggir þeim hokki sem þeir studdu við síðustu kosningar. Flokksblöðin gömlu hverfa, ekki af því að þau séu í sjálfu sér léleg heldur vegna þess að hlutverki þeirra er lokið. Þau hafa staðnað og þess vegna eru þau févana. Þess vegna eru þau ekki lesin. Það er ekkert fagnaðarefni aö sjá þau hverfa en þeirra tími var hð- inn. Vonandi tekst að koma nýju góðu blaði á laggimar, ekki hl að vera málgagn einhverra flokka, beint eða óbeint heldur th þess að eha og bæta blaðamennsku á ís- landi. Haraldur Ólafsson „Flokksblöðin gömlu hverfa, ekki af því að þau séu 1 sjálfu sér léleg heldur vegna þess að hlutverki þeirrá er lokið. Þau hafa staðnað og þess vegna eru þau févana. Þess vegna eru þau ekki lesin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.