Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 8
8 FÍMMTÚDAGtíR 24' OKTÓBER 1991. Lífsstfll DV DV kannar verð í matvöruverslunum: Verölag fer hækk- andi á grænmeti Hœsta og lœgsta verð Bananar Bónus Lægst Lux sápa Hæst Lægst Púdursykur Hæst Lægst Is kóla Hæst Lægst Nautahukk Hæst Lægst Gunnars mayonnaise 600 ml. 180 Hæst Lægst Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Kópavogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi í Skeifunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Kaupstað í Mjódd. Bónusbúðirnar selja grænmeti sitt í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtaö og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Mikill munur á hæsta og lægsta verði Gul paprika er á lægsta verðinu í Fjarðarkaupi, á 340 krónur, en næst- lægsta verðið var í Kjötstöðinni, 366 krónur. Bónus kom næst með 385 krónur, Hagkaup 479 krónur og Kaupstaður 699 krónur. Meðalverðið er 453 krónur og munur á hæsta og lægsta verði er 106%. Kartöflur voru á hagstæðasta verð- inu í Bónusi þar sem kílóið var á 22.50 krónur. Næst kom Fjarðar- kaup, 64,50 krónur, en sama verð, 74.50 krónur, er í Hagkaupi, Kaup- stað og Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði er mikill eða 231%. Lægsta verðið á kílói af perum var að flnna í Bónusi, 145 krónur, en síð- an koma Kaupstaður og Hagkaup, 169 krónur, og Fjarðarkaup, 189 krónur. Perur fengust ekki í Kjöt- stöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði á perum er 30%. Hvítt greip var ódýrast i Bónusi á 102 krónur hvert kg en á eftir fylgia Kaupstaður, 144, Hagkaup, 148, Fjarðarkaup, 149, og Kjötstöðin, 215 krónur. Meðalverðið er 152 en mun- ur hæsta og lægsta verðs er 111%. Kínakál fékkst ekki í Bónusi en lægsta verðið var að finna í Kjötstöð- inni, 89 krónur. Næst komu Hag- kaup, 94, Fjarðarkaup, 95, og Kaup- staður, 145. Munur á hæsta og lægsta verði er 63 af hundraði og meðalverð- iö er 106 krónur. Sveppirog bananar hækka í verði Meðalverðið á sveppum er 555 krónur nú á móts við 410 krónur í síðustu viku. Sveppir voru á svipuðu verði á öllum stöðum þar sem þeir fengust, 539 krónur í Kaupstað og Neytendur Hagkaupi, 545 í Fjarðarkaupi og 598 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði er 11% sem er óvenjulít- ið. Meðalverð á banönum er 137 krón- ur og virðist vera á uppleið. Lægsta verðið var að finna í Bónusi, 119, en síðan koma Kaupstaður, 125, Hag- kaup og Fjarðarkaup, 145, og Kjöt- stöðin, 149. Munur á hæsta og lægsta veröi á banönum er 25%. Hinar samanburðartegundirnar, sem teknar eru í könnuninni, eru púðursykur frá Kötlu, 1 kg, nauta- hakk, 1 kg, Lux handsápa, 125 g, ís- kóla, 1 /i 1, og Gunnars mayonnaise, 600 ml. Hæsta og lægsta verð á þess- um vörutegundum má sjá á súlurit- unum hér til hliðar. Púðursykur var ódýrastur í Bónusi á 137 krónur. Hann kostaði 144 krónur í Fjarðar- kaupi, Kjötstöðinni og Hagkaupi en 171 krónu í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði er 25%. Nautahakkið var á lægsta verðinu í Bónusi, 662 krónur kílóiö, en á eftir fylgdu Fjarö- arkaup og Hagkaup með 693, Kaup- staður 739 og Kjötstöðin 745. Munur á hæsta og lægsta verði á nautahakki er 13%. Nokkur verðmunur er á Lux hand- sápu milli verslana, hún var ódýrust í Bónusi á 36, kostaði 43 krónur í Fjaröarkaupi, Kaupstað og Hagkaupi en 52 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði er 44 af hundraöi. Verð á ískóla er einnig nokkuð mis- jafnt milli verslananna, lægsta verö- ið er 86 krónur í Bónusi, næst koma 99 krónur í Fjarðarkaupi og Kjötstöð- inni, 108 krónur í Kaupstaö og 109 í Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er 27%. Gunnars mayonnaise fékkst ekki í Bónusi en lægsta verðið var í Hagkaupi, 122 krónur. Fíarðar- kaup seldi dolluna á 149, Kjötstöðin 156 og Kaupstaður 171. Munur á hæsta og lægsta verði er þar 40 af hundraði. -ÍS Meðalverð á grænmeti virðist nú vera á uppleið. DV-mynd Hanna Meðalverð á kínakáli hækk- ar um helming á kínakáli. Það er nú 106 krónur sem er hækkun um 32 krónur frá 20. sept- ember. Meðalverð á sveppum er einnig á uppleið, það er nú 555 á móts við 410 krónur í síðustu viku. Hækkunina er hægt að rekja til þess að sveppir fengust ekki í Bónusi að þessu sinni og veröiö í Fjarðarkaupi er ekki tilboðsverð eins og hefur ver- ið í gangi á fimmtudögum. Könnunin var að þessu sinni tekin á miðviku- degi. Hvítt greip kostar einnig að meðaltali 4 krónum meira en fyrir hálfum mánuði. Meðalverðið er nú 152, var 148 10. október en 138 þann 12. september síðastliðinn. Verðlag á grænmeti virðist al- mennt vera á uppleið nú þegar vetri hallar. Meðalverðshækkunin er mest á kínakáli. Sveppir, kartöflur, hvítt greip og gul paprika hækka einnig töluvert en meðalverð á per- um lækkar lítillega. Meðalverð á kartöflum fer nú hækkandi og er nú 62 krónur á móts við 55 krónur í síðústu viku. Ástæð- una má rekja til þess að verðstríð Bónuss og Fíarðarkaups er í rénun. Meðalverð á perum er nú 168 krónur sem er 8 krónum lægra en á svipuð- um tíma í síðasta mánuði. Meðalverö kínakáls hækkar um hartnær helming frá síðustu könnun Meðalverð Perur 5/9 19/9 26/7 23/10 160 Hvítt grape 150 ^//52 140 130 120 12/9 10/10 23/10 Kínakál Sveppir 600 500 400 300 200 555. 12/9 10/10 23/10 5/9 12/9 20/9 23/10 Kartöflur 100 80 40 20 0 12/9 10/10 23/10 Sértilboð og afsláttur: Allt til slátur- gerðar í Kaupstaö i Mjódd var hægt að kaupa allt til sláturgeröar á tilboðsverði. Haframjöl, 750 g, er á 79 krónur, rúgn\jöl, 2 kg, á 86, rúsínur, 1 kg, á 139 krónur og matarsalt, 1 kg, á 45. Einnig var á afsláttarverði allt Gevaha krydd í 40 gramma staukum á verðinu 50 krónur og Saltines saltkex frá Hy Top, 453 g, á 133 krónur. í Kjötstöðinni voru sértilboð bæði í kjötborði og grænmetis- borðl Kjötfars er selt á 298 krón- ur kflóið, rófur á 59 og hvítkál á 65. Einnig var Becks ölið vinsæla, að sjálfsögðu alkóhóllaust, 33 cl flöskur, á 79 krónur. Hagkaup í Skeifunni seldi slát- urtunnur undir slátrið á sértil- boði. 13 lítra tunna kostar 1.475, 26 htra tunna er á 1,845 og 42 htra á 2.395. Einnig er á sértflboði Fru- ity appelsínu nektar, 1 1, á 59, Havey Dews melónur á kflóverð-. inu 119 og Dalfli kökur á 129 krón- ur stykkið. Fjarðarkaup var með á sínu tfl- boðstorgi Libbys bakaðar baunir í 439 gramma dós á 48 kr., Bugles partísnakk á 119 kr. en ef það var með ostabragði kostaði pakkinn 153 kr. Panda líkjörskonfektiö var hægt aö kaupa á 398 krónur 400 gramma pakka og einnig 4 manna kaffistell með matardisk- um á 998 eða 1.108 krónur fyrir 6 manns. í Bónusi í Kópavogi er hægt að kaupa ódýrt haframjöl sem hent- ugt er í sláturtíðina, 1 kg á 79, Hoki korafleks í 1 kg pokura er á 199 og Van Nelle kaffi, % kg, kost- ar aðeins 99 krónur. Ultra Pam- pers bleiurnar vinsælu, 2x44 stk., eru seldar á 1.999 krónur pakk- inn. -ÍS -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.