Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991. 15 Stöðvum skuldasöfnunina! Þjóð í kreppu 12% '86 '87 '88 '89 '90 '91 Þjóðin er í kreppu. Samtímis því að þjóðartekjur hafa jafnt og þétt minnkað í hálfan áratug höfum við krafist bættrar og aukinnar vel- ferðarþjónustu. Þannig hefur sam- neysla okkar vaxið um 40% á mann á hðnum áratug og raungildi. Af- leiðingin birtist í miklum og við- varandi halla á ríkissjóði. Með- fylgjandi línurit sýnir hvernig mál hafa skipast hvað það varðar und- anfarin ár. Lánsfjárhalli ríkissjóðs Fram kemur af línuritinu að halli ríkissjóðs hefur að jafnaði verið um 2,5% af landsframleiðslu undanfar- in 6 ár eða um 9% af veltu ríkisins. Á mæltu máli þýðir þetta að þjóðin hefur lifað um efni fram sem þessu nemur. Að óbreyttum útgjöldum ríkisins hefðum við þurft aö gjalda ríkinu tíund í viðbót. Ríkissjóðshallinn á sumpart ræt- ur að rekja til minnkandi þjóðar- tekna en að meginhluta er þó um kerfisbundinn vanda að ræða. Til- hneiging hefur verið um langt skeið til að hlaða æ meiri byrðum á ríkissjóð án þess að stjórnmála- menn hafi treyst sér til að kasta öðrum og eldri verkefnum fyrir róða eða afla nauðsynlegra tekna. Og það sem verra er: Ástandið mun halda áfram að versna verði ekkert að gert. Bilið milh útgjaldaáforma og væntanlegra tekna breikkar. Reyndar erum við ekki ein á báti hvað þetta varðar. Flestar þjóöir í okkar heimshluta eiga við sömu vandamál að glíma og orsakirnar KjaHariim Þorkell Helgason aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra eru svipaðar. Hallinn á dönsku fjárlögunum er hlutfallslega meiri en okkar. Ekki er ástandið betra í Finnlandi þar sem rætt hefur verið um beina launalækkun sem úr- ræði. Mesta efnahagsveldi heims, Bandaríkin, stynur undan geig- vænlegum halla á ríkissjóði sem fjármagnaður er með skuldabréfa- útgáfu sem komin er úr böndunum. Öxlum ábyrgðina Öllum ætti að vera Ijóst að við verðum aö stemma stigu við skuldasöfnuninni. Við getum ekki haldið áfram að velta vandanum á undan okkur með því að ríkið fjár- magni hallann með síauknúm lán- um. Sumir telja það lausn, a.m.k. að hluta, að hallinn sé fjármagnaður með innlendri lántöku í stað er- lendrar. Á síðasta kjörtímabhi var þessi leið farin í vaxandi mæli. Á þessu tvennu er þó enginn regin- munur. í báðum tilvikum er núlif- andi kynslóð að velta vandanum yfir á þá næstu. í stað þess aö við sem nú lifum greiðum halla ríkis- sjóðs með auknum sköttum eða skertri þjónustu, látum við fjár- málaráðherra gefa út ríkisskulda- bréf sem börn okkar, borin og óbor- in, verða að greiða. En erfa þau „Lánsfjárhalli ríkissjóðs." ekki skuldabréfm og eru þar með kvitt? Málið er ekki svona einfalt. Sum þeirra gera það efalaust. En það skyldu þó ekki vera börn efn- uðustu foreldranna? Hin sitji bara uppi með skuldirnar. Þeir sem vilja verja skuldasöfnun okkar benda gjarnan á að lánin fari til góðra verka; að við skilum þjóðarbúinu betur búnu til næstu kynslóðar. Aðrir tala um að nú ári óvenjulega illa og því sé okkur vorkunn þótt við látum þá greiða skuldir okkar sem lifa munu við betri gæftir og tíðarfar. Hvorugt fær staðist. Vissulega hefur verið samdráttur í atvinnulífinu um skeið en ekki eru nema örfá ár síð- an vel áraði og sannast sagna eyð- um við aldrei meiru umfram efni en í góðærum. Við höfum ekki þessa afsökunina. Þá er það ekki nema að hluta rétt að þeir sem landið erfa taki við tólum og tækjum sem koma munu þeim að gagni. Ekki hafa þau mikið gagn af rykfóllnum refabúum, fall- ítt fiskeldisstöðvum eða alltof mörgum togurum sem flengjast um tóman sjó. En einmitt vegna þess- ara fjárfestinga höfum við stofnað til skulda. Óráðsía okkar sem nú lifum er siðleysi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur það að meginmarkmiði að stemmu stigu við þessu. Það kallar á sársaukafullar aðgerðir en við sem nú erum í blóma lífsins höfum engan siðferðhegan rétt til að svíkj- ast þar undan merkjum. Velferð okkar verðum við sjálf að kosta. Þorkell Helgason „í stað þess að við sem nú lifum greið- um halla ríkissjóðs með auknum skött- um eða skertri þjónustu, látum við Qár- málaráðherra gefa út ríkisskuldabréf sem börn okkar, borin og óborin, verða að greiða.“ Vilja sjómenn í raun ríkisstyrkt laun? Það er óhrekjanleg staðreynd að skattgreiðendur þessa lands greiða sjómönnum styrk fyrir að vinna störf sín. Þessi styrkur heitir sjó- mannaafsláttur af tekjuskatti og getur verið frá 130 til 180 þúsund krónur á ári eftir því hversu mikið sjómenn vinna. Þessi styrkur er veittur þó sjó- menn hafi almennt hærri tekjur en aðrir launþegar. Samkvæmt upp- lýsingum Þjóðhagsstofnunar voru meðaltekjur sjómanna 1.800 þús- und kr. árið 1990 og er þá miðað við alla sem fóru á sjó það árið og fengu sjómannafslátt, hvort sem þeir voru í einn mánuð eða átta mánuði á sjó og hvort sem þeir stunduöu fiskveiðar eða aðra sjó- mennsku. Samkvæmt sömu upp- lýsingum eru meðaltekjur full- vinnandi sjómanna á síðasta ári 2,9 milljónir. Það fer heldur ekki fram hjá neinum að mjög margir sjómenn hafa mun hærri tekjur en þetta. í nýjasta lista Frjálsrar verslunar yfir hæstu meðaltekjugreiðslur eru útgerðarfyrirtæki í fyrstu 40 til 50 sætunum. Þar eru meðaltekjur sjó- manna allt að 7 milljónir króna á ári. Á móti kemur svo að margir sjómenn hafa mun lægri laun. Hverjir eiga að greiða laun sjómanna? Fyrir nokkru ritaði ég kjallara- grein hér í DV og lagði til að skatt- greiðendur hættu að greiða með launum sjómanna með sjómanna- afslætti. Ég lagöi hins vegar ekki th að sjómenn ættu að missa tekjur sem afslættinum nemur, heldur að kaupendur þjónustu sjómanna greiddu tekjur þeirra beint. Það er að sjálfsögðu eðlhegast. Kjallariim Ólafur Hauksson blaðamaður Ýmsir sjómenn þurftu aö mis- skhja þetta og er það í stíl við þá tilfinningasemi sem oft kemur fram í oröræðu þeirra. Sjómenn berja sér oft á brjóst og segjast halda þjóðinni uppi með fiskveið- um sínum. Þess vegna eigi þeir sem ekki hafa migið í saltan sjó að halda kjafti. Það er eins og fiskurinn flaki sig sjálfur, frysti sig í tilheyrandi pakkningar og fari á erlenda mark- aði á puttanum. í staðinn fyrir auðlindaskatt Staðreyndirnar eru þessar: Fiskiðnaður er undirstöðuat- vinnuvegur landsmanna. Þessi at- vinnugrein gerir okkur kleift að lifa góðu lífi hér á landi. Oft hefur verið rætt um að láta útgerð greiða skatt af þeim hlunn- indum sem hún hefur af aðgangi sínum að fiskimiðunum. Þess vegna skýtur skökku við að þessi sama útgerð skuli komast upp með að greiða sjómönnum lægri laun en ella vegna þess að þeir fá styrk úr ríkissjóði. Nærtækasta leiðin til að leggja hlunnindaskatt á útgerðina er að fella niður skattafslátt sjómanna. Þar með hefði ríkið strax 1,5 mhlj- öröum króna meira í tekjur og þær tekjur mundu í raun koma frá út- gerðinni því að í stað ríkissjóðs verður útgerðin að greiða sjó- mönnum það sem á vantar. Að sjálfsögðu kemur ekki th greina að sjómenn missi afsláttinn og fái ekkert í staðinn. Þeir eiga að halda tekjum sínum enda vel að þeim komnir. í staðinn fyrir aö skattgreiðendur borgi með launum sjómanna eiga útgerðir þeirra að greiða þessi laun. J3reyting sem kostar baráttu Kannski líst mörgum sjómönn- um ekkert á þá baráttu sem mundi fylgja því að sækja þessar greiðslur til útgerðarinnar, líkt og Ómar Þór- hallsson sjómaður nefnir í kjahara- grein í DV. Líklegt er að mörg útgeröarfyrir- tæki ráði ekki við það að greiða sjómönnum óniðurgreidd laun og fari á hausinn. En ef útgerðarfyrir- tækjum fækkar svo og fiskiskipum á sjó þá gefur það af sér meiri tekj- ur fyrir þau sem eftir eru og þar með meira bolmagn til að greiða góð laun. Þetta er um leiö kjörin leið til að stuðla að hagræðingu í fiskveiðum. Sjómennska, sérstaklega fisk- veiðar, er vafalítið erfiðasta og hættulegasta starf sem nokkur maður vinnur við hér á landi. Með- alvinnuvika sjómanna er 69 stund- ir, samkvæmt nýjustu vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar. Sjó- mennska er líkamlega erfið og and- legt álag fylgir því að starfa við hættulegar aðstæður. Vinnuslys og dauðaslys eru allt of tíð á sjónum. Th viöbótar kemur svo fiarvera frá fiölskyldu og vinum. Enginn maður fæst til að stunda slíka vinnu nema fyrir góða greiðslu. Vel rekin útgerðarfyrir- tæki eru fullfær um að greiða sjó- mönnum góð laun og fásinna að herja á fársjúkan ríkissjóð th að styrkja slíkt. Ólafur Hauksson „Nærtækasta leiöin til að leggja hlunn- indaskatt á útgerðina er að fella niður skattafslátt sjómanna. Þar með hefði ríkið strax 1,5 milljörðum króna meira í tekjur og þær tekjur mundu 1 raun koma frá útgerðinni því að 1 stað ríkis- sjóðs verður útgerðin að greiða sjó- mönnum það sem á vantar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.