Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 11
FIMMÍUDAGUR 24. OKTÓBER 1991. 11 Miitnisvarði ummunkana Mongólar ætla aö reisa minnis- varða um þúsundir búddamunka sem voru myrtir að skipun Jósefs Stalíns, haröstjóra í Sovétríkjun- um. Það var forseti Mongólíu, Punsalmaagiyn Ochirbat, sem skýrði frá þessu í opinberri heim- sókn tíl Suður-Kóreu. „Rannsókn okkar staðfestí að í gröfunum voru þúsundir látinna búddamunka,“ sagöi forsetinn við fréttamenn. Breska sjónvarpið, BBC, sagði frá því á þriðjudag að fjöldagröf hefði fundist í vesturhluta Mong- ólíu með jarðneskum leifum lamamunka sem voru drepnir í ofsóknum á hendur trúarhreyf- ingunni á valdatíma kommún- ista. Mongólíuforseti er í þriggja daga heimsókn í Seoul þar sem stjórnvöld hafa lofað honum Ijár- hags- og matvælaaðstoð. Stefna Palmes varhættuleg Utanríkisstefna ríkisstjórnar Olofs heitins Palme einkenndist af undirlægjuhætti við Sovétrík- in og ákvörðunum sem voru skaðlegar Vesturlöndum. Hún reis aldrei lægra en á árunum 1982-1986. Staðhæfingar þessar er að finna í nýrri bók varnarmálasérfræð- ingsins Ingemars Dörfers sem kemur út á næstu dögum. Meðal annars lítur Dörfer á Palme-nefndina um sameiginlegt öryggi sem „lélegan kommún- istabrandara". Höfundurinn sem starfar að rannsóknum við rannsóknar- stofnun varnarmála, FOA, lýsir ríkisstjómartíð Palmes sem tíma- bili stórra orða. Dörfer segir að -með afstöðu sinni í Sameínuðu |)jóðunum og á öðrum vettvangj hafi stefna Palmes miðaö að þvi að grafa undan Atlantshafsbandalaginu, sundra því og láta útrýma kjarnavopnum í Evrópu. Hann segir að ef önnur vestræn lýð- ræðisríki hefðu farið að dæmi Svía hefðu Sovétríkin unnið hitt kalda stríðið. Sendiherra lofar aðkomatilmæl- umtil skila Norsk stjórnvöld afhentu sendiherra Burma í Singapore í gær tilmæli um að Aung San Suu Kyi sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fengi að fara úr landi. Sendiherrann hefur lofað að til- mælunum verði komiö áleiðis til stjórnvalda í Rangoon. Þaö var sendiherra Noregs í Singapore, Jens Kjell Otterbech, sem kom þessum tilmælum á framfæri við burmískan starfs- bróður sinn. Otterbech hefur ár- angurslaust reynt að fá vega- bréfsáritun til Burma. Norska stjómin bíður nú svars. í skilaboðum Norðmanna er fariö fram á það verðlaunahafan- um verði veitt fararleyfi svo hún geti tekið á móti viðurkenning- unni í Ósló þann 10. desember næstkomandi. Þjófarnota bréfdúfur Bílþjófar á Tævan hafa fundið snjalla lausn til að snúa á lögregl- una þegar þeir taka við lausnar- gjaldi fýrir stolnar bifreiðar sem þeir skila aftur. Þeir nota bréfdúf- ur. Þeir skilja eftír bréfdúfu og kröfu um lausnargjald. Bílnum verður síðan skilað ef dúfan kem- ur færandi hendi til glæpamann- anna. Reuter, TT og NTB Útlönd Drápu fótalausa gæsastegginn - fé lagt til höfuðs illvirkjunum Fylgið hrynur af Bushforseta Hrifning Bandaríkjamanna á George Bush forseta fer stöðugt minnkandi. Ný skoðanakönnun frá Gallupfyrírtækinu sýnir að 65% landsmanna telja aö hann skih góðu starfi. Við lok Persa- flóastríösins töldu 90% aöspurðra að hann væri góður forsetí. Ástæðan íyrir fylgishruninu er rakin til ástandsins 1 efnahags- málum. NTB Fótalausi gæsasteggurinn Andy varö heimsfrægur eftir að eigandi hans útbjó á hann skó og kenndi honum aö ganga. Nú hafa illvirkjar drepið Andy. Símamynd Reuter Sihanouk prins aftur við völd Kambódíumenn hafa tekið með varðúð fréttum af friðarsamnigum, sem binda enda á 13 ára borgarastríð í landinu. Margir óttast að samning- urinn þýði að Rauðu khmerarnir komist aftur til áhrifa en stjórn þeirra varð alræmd á áttunda ára- tugnum. Stríðsaðilar sömdu frið á ráðstefnu í París í gær. í samkomulaginu felst að Rauð khmerarnir koma á ný tíl höfuðborgarinnar Phnom Penh. Þeir komust þar fyrst til valda árið 1975 og ráku þá fólk úr borginni unnvörp- um og tóku hundruð þúsunda manna af lífi. Friður er nú saminn að undilagi Sameinuðu þjóðanna. Nítján ríki eru aðilar að samningum. Norodom Si- hanouk prins verður æðsti maður bráðabrigðastjórnar sem situr þar til almennar kosningar hafa farið fram. Stjórn hans situr á ábyrgð Samein- uðu þjóðanna. Þótt friður hafi tekist ríkir lítið traust milli deiluaðila og óttast menn að upp úr sjóði af minnsta tilefni. Víetnamar hafa verið áhrifamiklir Norodom Sihanouk prins var að vonum kampakátur þegar friöar- samningarnir voru í höfn. Friðurinn er þó ótryggur. Símamynd Reuter um stjórn landsins allt frá því Rauðu khmerarnir voru hraktir frá völdum áriö 1979. Fylgismenn Sihanouks prins hafa notið stuðnings á Vestur- löndum en eru áhrifalitlir innan- lands. Reuter Thomas í embætti Clarence Thomas hefur svarið embættiseiö sem hæstaréttardómari. Þar með er lokiö málarekstri vegna einnar sögufrægustu skipunar manns í embættí í Bandaríkjunum. Embættistaka Thomas fór fram í kyrrþey að ósk hans sjálfs. Venja er að hæstaréttardómarar sverji embættiseiða sína á opinber- um samkomum en vegna umtalsins sem Thomas hefur hlotið á síöustu vikum þótti rétt að láta sem minnst fara fyrir eiðtökunni. Reuter íbúar Nebraska í Bandaríkjunum hafa brugðist ævareiðir við fréttum af hrottlegu drápi á fótalausa gæsa- steggnum Andy sem varð heims- frægur eftir að eigandi hans útbjó á hann skó og kenndi honum aö ganga. Andy fæddist án fóta en heillaði menn þar sem hann spígsporaði um á strigaskóm. Hann komst í sjón- varpið og blöð fluttu reglulega af honum fréttir. Nú gerðist það á dögunum að ókunnir misindismenn hjuggu bæði haus og vængi af Andy og skildu hræið þannig eftir á búi eigndans, Gene Flemming. Skómir frægu voru hins vegar látnir ósnertir. Enginn veit hver eða hverjir voru þarna að verki. Tilgangurinn með drápinu er mönnum líka hulin ráö- gáta því Andy var mestí friðsemdar- steggur og þar að auki sérstakt eftir- læti barna. Þeir sem best þekktu tíl Andys hafa ákveðið að leggja fé til höfuðs þeim sem illvirkið unnu. Hver sá sem upplýst getur um drápið á honum fær álitlega íjárhæö í verðlaun. Andy varð fjögurra og hálfs árs gamall. Reuter TOSHIBA sjónvarpstæki 21 "-25"-28"-35" NICAM - STEREO Teletext, íslenskir stafir. Tryggðu þér framtíðartæki frá stærsta framleiðanda heims á myndlömpum. Góð hagstætt VERÐ greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf Borgartúni 28, sími 622901. Leið 4 stoppar við dyrnar. /:////:7-7// Til sölu Volvo 740 GL, st., '89, ek. 32.000 km, sjálfsk., vökva- stýri, útv./segulb., læst drif, upp- hækkaður o.fl. V. 1850.000. Góð kjör, ath. skipti á ódýrari. Til sýnis og sölu hjá Brimborg, Faxafeni 8, s. 685870 Húsbréf Húsbréfaviðskipti vegna greiðsluerfiðleika íbúðareigenda Hætt verður að taka við umsóknum um húsbréfaviðskipti vegna greiðsluerfiðleika íbúðareigenda 31. október 1991. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 1990, lög nr. 124/1990, hefur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar einungis heimild til að skipta á húsbréfum og fasteignaveðbréfum vegna greiðsluerfiðleika íbúðareigenda til 14. janúar 1992. Umsóknareyðublöð um skuldabréfaskipti vegna greiðsluerfiðleika er unnt að fá hjá Húsnæðisstofnun ríkisins að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, og hjá flestum bönkum og sparisjóðum. C&l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 91 -G9G900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.