Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 27
FfM^TUDAGtJR 24Í OKTÓBERr 1091. 35 ©KFS/Distr. BULLS Hvað ég gerði í dag? Látum okkur nú sjá. Eg vaskaði upp, bónaði gólfm og brenndi við kvöldmatinn þinn. Lalli og Lína Skák Jón L. Árnason Á alþjóöamótinu í Valby í Danmörku á dögunum kom þessi staða upp í skák Danans Greger, sem hafði hvítt og átti leik, og sænsku skákdrottningarinnar Piu Cramling. Síðasti leikur Piu, 34. - Hc4-c3? var slæmur: 35. Dxc3! Hxc3 36. Hb8+ Svona einfalt var það! Ef nú 36. - Bf8, þá 37. Hdd8 og vinnur. E.t.v. hefur Pia talið sig geta mátað í borðinu en 37. - Hcl + er vita- skuld svarað með 38. Bxcl o.s.frv. Eftir 36. - Df8 37. Hxf8+ Bxf8 38. Hd8 er bisk- upinn fallinn og hvítur vann létt. Bridge ísak Sigurðsson Lightner dobl spila flestir vanir keppnis- spilarar en það biöur félaga doblara að spila út óvæntu útspiii, oftast nær til trompunar. Lightner dobl hefur oft gefið góða raun en gerir það þó ekki alltaf. Þetta spil kom fyrir á ólympíumóti í leik íslendinga gegn Áströlum og það var Björn Eysteinsson, núverandi fýrirliði landsliðsins, sem var í aðalhlutverki. Sagnir gengu þannig, norður gjafari, allir utan hættu: ♦ D1083 ¥ Á10875 ♦ Á97 + K ♦ 652 ¥ -- ♦ DG10542 + ÁD93 ♦ ÁKG97 ¥ KG9 ♦ K63 ^ G8 Norður Austur Suður Vestur 2¥ 4 G pass 5¥ pass 64 pass pass dobl 6 G p/h Tvö hjörtu voru Flannery sagnvenja sem lýsti 4-4 eöa 4-5 skiptingu í hálitunum og opnun. Þaö var auðvelt fyrir Björn í suð- ursætinu að sjá að dobl austurs var Lightner-dobl og beiöni um hjartaútspil og því breytti hann í 6 grönd. Lesendur sjá að vestur gat spilað út laufi og vörnin hefði þá tekið 6 fyrstu slagina, en hvern- ig gat vestur vitað það? Skiljanlega spil- aði hann út tigli og Björn vann skemmti- lega úr spilinu. Hann drap á tígulás!, tók spaðaslagina og vestur passaði öll flmm hjörtu sin. Eftir hjarta á kóng, hjartagosa og hjarta á tíu var austur kominn í vand- ræði. Þegar hjartaásinn var tekinn í blindum varð austur að henda frá GIO í tígli og ÁD í laufi og hann valdi lauf- drottningu sem afkast. Þá spilaöi Björn laufkóng og fékk tólfta slaginn á laufgosa. Krossgáta J— TT 7“ H r 7- £ 1 \ mtm 1 1. rr )S 7T* ,, 77" )8 1 20 H 3T □ W Lárétt: 1 hljóö, 6 áköf, 8 væta, 9 landi, 10 afturenda, 11 nokkur, 13 ánægöur, 16 haf, 18 umstang, 19 búfé, 20 lærði, 21 birta, 22 halla, 23 elskar. Lóðrétt: 1 tungumáliö, 2 kista, 3 fæddi, 4 rúlluðum, 5 læsing, 6 pípa, 7 liðug, 12 hárið, 14 kraftur, 15 blauta, 17 fljótið, 19 vanvirða, 21 átt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 mynd, 5 ösp, 8 er, 9 aular, 10 Iðunn, 11 kú, 12 sið, 13 alið, 15 snarir, 17 ægði, 19 múr, 20 leiði, 21 má. Lóðrétt: 1 meis, 2 yrðing, 3 nauðaði, 4 dunar, 5 öln, 6 saki, 7 prúðir, 14 limi, 15 sæl, 16 rúm; 18 ið. Slökkvilid-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 18. til 24. október, að báðum dögum meðtöldum, verður í Apóteki Austurbæjar. Auk þess verður varsla í Breiðholtsapóteki kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsmgar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, iaugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Noröurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opiö fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvern helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið ki. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er l>f]afræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11000, Hafnarijörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í sima 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfmnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnaríjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og urn helgar, sími 51100. Keflavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í sínia 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heiinsókiiartíim Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. __________Vísir fyrir 50 árum Fimmtud. 24. október: Timochenko falin yfirstjórnin á suö- urvígstöðvunum. Zukov tókj við að Timochenko á miðvígstöðvunum - Lozovsky ræðir horfurnar. - Stalín og landvarnaráð- ....- - ... - - ið-enn í Moskvu. _____ * ‘i ¥ D6432 ♦ 8 Spakmæli Sannleikurinn sagður í illum tilgangi er verri en nokkur lygi sem þér getur til hugar komið. William Blake. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-Í6. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-Iaugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opiö daglega kl. 11—18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið um helgar kl. 14-17, Kaffistofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opiö alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard., og sunnud. kl. 11-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. J ■ Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjarnarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidöguúí er svarað allan sólarhringinn. Tekiö er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sínú samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Stjömuspá________________________________ Spáin gildir fyrir föstudaginn 25. október. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Dagurinn lofar góðu, sérstaklega fyrir skapandi fólk með listræna hæfileika. Bæði hefðbundin vinna og áhugamál veita þér sérstaka ánægju. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú hefur mjörg skýrt og afmarkað viðhorf gagnvart ákveðnum félagsskap. Láttu tilfinningaflækju ekki villa um fyrir þér. Hrúturinn (21. mars 19. apríl): Rannsóknir hvers konar koma sér vel fyrir þig í dag. Nýttu þér ánægjulegar fréttir sem þú færð af einhverjum nátengdum þér. Nautið (20. apríl-20. maí): Vertu viðbúinn kæruleysi eða svikum einhvers. Kannaðu allar upplýsingar sem þú færð áður en þú ferð eftir þeim. Þú mátt búast við óvæntri viðbót í félagslífmu. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Það kemur sér vel fyrir þig í mikilvægum málum að einhver er þér afar hjálpsamur. Trú þín á aðra eykst. Happatölur eru 3, 22 og 32. Krabbinn (22. júni- 22. júlí): Deilumál einhvers nátengds þér þarfnast tafarlausrar athygli þinnar. Breytingar á andrúmslofti veita þér mikla ánægju. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þér fmnst að árangur verkefna þinna láti standa á sér. Vertu rólegur, árangurinn kemur í ljós fyrr eða síðar. Fjölskyldumál þarfnast ákveðni. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú gætir þurft að vera snar í snúningum í ákveðinni stöðu. Jafn- vel þyrftirðu að taka þér skjóta ferð á hendur. Varastu að láta þér yfirsjást eitthvað mikilvægt. Happatölur eru 7, 20, 35. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú ert mjög ákafur og metnaðargjarn og ættir ekki að hika við að stíga þau skref sem þér finnast nauðsynleg. Notfærðu þér sam- bönd sem gefa eitthvað af sér. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Settu ekki til hliðar eitthvað sem þarfnast athygli. Treystu ekki eingöngu á guð og gæfuna. Taktu ekki áhættu í augnabhkinu því það er ekki á neitt treystandi. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú gætir stuðlað að umtalsverðum árangri í málefnum fjölskyldu þinnar með því að hafa vilja til að gleðja aðra. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Málefni eða viðbrögð fólks gagnvart hugmyndum þínum gera þig nauðbeygðan til þess að vinna einn. Varastu þó að taka meira að þér en þú ræður við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.