Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 24, QKTÓBER 1991. 9 DV Finnsktblað spáir inngöngy s'EB Stærsta dagblað Finnlands, Helsingin Sanomat, spáði því í leiðara í gær að bæði Norðmenn og Finnar mundu neyðast til að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu fyrr en reiknað hafði verið með. Blaðið vísaöi til orða Paavo Váyrynen, utanríkisráöherra Finniands, um að EES-samning- urinn gæfi Finnum nægan tíma til aö huga að umsókn um aðild að EB, en dró í efa að málið væri í raun þannig. í leiðaranum sagöi að Svíar sæktu nú fast eftir aðild og ætl- uðu sér styttri tíma en áður. Það væri staðreynd sem þvingaði Finna til skjótra aðgerða, ef þeir ætluðu sér aö fylgja straumnum. Þrátt fyrir allan fagurgala væri EES ekki hið sama og aðild að EB. Þá sagði blaðið að veikleiki EES væri sá að Finnland og önnur EFTA-lönd yrðu háð ákvörðun- um EB án þess að hafa á þær áhrif. Reglugerðgegn kynferðislegri áreitni Þing Evrópubandalagsins hvatti til þess á þriöjudag að sett yrði reglugerð þar sem lagðar væru línurnar um hvemig ætti að fara meö kvartanir um kyn- ferðislega áreitni. Þingmennimir greiddu skýrslu frá framkvæmdastjórn EB at- kvæði sín og samþykktu viöbót um kynferðislega áreitni gagn- vart karlmönnum. Samþykkt þingsins felur í sér að náist ekki sátt í máh þar sem kvartað hefur verið undan kyn- ferðislegri áreitni skuli fara með máfið fyrir dómstólana og fórn- arlömbum greiddar bætur. EESeykurlíkur ásameiningu Rudolf Seiters, ráðherra í þýsku stjórninni, lýsti EES-samningn- um sem sögulegu skrefi í átt til sameiningar Evrópu. „Sex vikum fyrir leiðtogafund Evrópubandalagsins í Maastricht verður samningasigur þessi hvatning í viðræðum EB-land- anna um efriahagslega, peninga- lega og pófitíska sameiningu," sagði í yfirlýsingu frá ráðherran- um. „Þetta eykur líkurnar á því aö leiðtogar EB-landanna komist aö samkomulagi um aukna sam- vinnu innan bandalagsins.“ Flóknar og erfiðar viðræður fara nú fram innan EB um efna- hagslega og pólitiska sameiningu og eiga samningar þar að lútandi að vera tilbúnir til undirritunar í Maastricht i desember. Bíkíníbara ísundlauginni Indónesískar konur mega nú aftur taka þátt í fegurðarsam- keppni á erlendri grund eftir tutt- ugu ára bann og þær mega meira að segja klæðast bikíní ef þær halda sig ofan í sundlaug. Dagblöð í Indónesíu, þar sem fleiri íslamstrúarmenn eru en í nokkru öðru landi, birtu í gær forsiðumyndir af forsetafrúnni þar sem hún var að ræða væntan- lega fulltrúa landsins í keppnina um ungfrú alheim árið 1993 við félaga í Fegurðardrottningastofn- uninni. Bann var lagt viö þátttöku indó- nesískra kvenna í fegurðarsam- keppni áriö 1971 eftir mikil mót- mæli námsmanna og trúarleið- toga. Þeir töldu bíkíníbáðfötin vera móðgun viö boð íslams um hófsaman klæðaburð. FNB og Reuter Útlönd Júgóslavneski herinn ræðst til atlögu gegn Dubrovnik: Sprengjur hafa fallið á gömlu miðborgina Grænlenskir stjórnmálamenn hækka laun sín Félagarnir í grænlensku fjárlaga- nefndinni hafá ákveðiö að hækka laun sín. í nýju frumvarpi til fjárlaga er gert ráö fyrir að formaður nefnd- arinnar fái eftirleiðis 80 þúsund danskar krónur á ári fyrir starf sitt. Það eru um átta hundruö þúsund krónur íslenskar en hann hafði áöur helmingi lægri laun. Aðrir nefndarmenn voru ólaunaðir áður en fá nú sem svarar fjögur hundruð þúsundum íslenskra króna. Þetta er réttlætt með því að aðrir menn, sem landsþingiö kýs til skyldustarfa, fá enn hærri laun. Þannig fær ríkisskipaður stjórnar- formaður útgerðarfyrirtækisins Royal Greenland milljón á ári en gegnir þó aðeins heiðursstöðu. Ritzau Útgerð rækju- togaranna á hausnum Útgerð rækjutogara frá Grænlandi hefur gengið afar illa á þessu ári. Sagt er að af 27 togurum séu 22 rekn- ir með tapi. í sumum tilfellum hafa útgerðirnar tapað verulegum fjár- hæðum. Þannig munu þess dæmi aö 15 milljónir danskra króna hafi tapast á útgerð eins togara. Það eru um 150 milljónir íslenskra króna. Ekki bætir úr skák að 12 útgerðarfélög eiga ekki lengur fyrir skuldum. Útgerðarmenn kenna minnkandi kvótum um ástandið. Ritzau Júgóslavneski herinn varpaði sprengjum bæði af sjó og af landi á 16. aldar virkið í ferðamannabænum Dubrovnik við strönd Adríahafsins í fyrsta sinn í gær. Herinn hefur setið um borgina í þrjár vikur og hafa bardagar í nágrenni hennar færst mjög í aukana á undanförnum dög- um. „Sprengjur hafa fallið á gömlu mið- borgina. Þeim var varpað frá her- sveitum af láði og af legi," sagði Sim- on Smits, yfirmaður eftirlitssveita Evrópubandalagsins í Júgóslavíu. Smits hafði ekki upplýsingar um skemmdir á glæsibyggingum frá endurreisnartímanum, súlna- göngum og hallarbyggingum í gamla bænum. Útvarpið í Króatíu skýrði hins veg- ar frá því aö sprengjur hefðu lent á Rupe-safninu, gömlu borgarmúrun- um við Minceta-turninn, aðalgötunni Stradun, tónlistarskólanum og Sponza-höll þar sem nú er listasafn borgarinnar. „Það hefur veriö ráðist á allt í ná- grenni gömlu borgarinnar," sagði í fréttum útvarpsins. Um sextíu þúsund manns, menn, konur og börn, komast hvergi vegna umsáturs hersins um borgina. Ástandiö fer hríðversnandi þar sem bæjarbúar hafa lítið eða ekkert vatn og rafmagn. Þá eru fjarskipti við borgina erfiö. Sprengjuárásirnar á gamla bæjar- hlutann í Dubrovnik eru liður í auk- inni sókn júgóslavneska hersins til Króatískur þorpsbúi sýnir fréttamönnum skemmdir á húsi sínu i Pogupsgo eftir skriðdrekaárás júgóslavneska hersins. Símamynd Reuter að kveða niður uppreisnina í Króatíu áður en vetur gengur í garö á þessum slóðum. Varnarmálaráðherra Júgó- slavíu hefur hótað því að ganga end- anlega milli bols og höfuðs á Króöt- um og að fleiri menn verði kvaddir í herinn til að styrkja hann. Sprengjum var einnig varpað á Vukovar í gær og þotur flughersins gerðu árásir á Vinkovci. Harðir bar- dagar voru einnig á öðrum stöðum í Króatíu í gær. Alls hafa nú meira en eitt þúsund Króatar látið lífið í átök- unum í lýðveldinu en ekki er vitað hve margir hermenn hafa fallið. Friðarráðstefna EB um Júgóslavíu heldur áfram í Haag í Hollandi á morgun. Reuter Matreiðslumeistararnir i Óðinsvéum bjóða þessa dagana upp á ýmiss konar villibráð og má á matseðlin- um meðal annars finna gómsæta rétti úr villigæs, villiönd og hreindýri. VILLIBRÁÐ í ÓÐINSVÉUM 1 veitingahúsinu Óðinsvéum við Óðinstorg er nú á borðum villibráð eins og venja hefur verið á þessum tíma árs. Borðapantanir eru í síma 91-25090. í hádeginu og á kvöldin er boð- ið upp á fjölbreytt úrval af villi- bráð sem matreiðslumeistarar hússins matreiða á ýmsa vegu. Má þar meðal annars finna villigæs, villiönd, hreindýr og sitthvað fleira góðgæti, allt með tilheyrandi meðlæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.