Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Velferðarkerf ið hér er alvarlega misnotað - segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra - Því er haldið frara, Sighvatur, að aðgerðir þínar varðandi niður- skurð á Landakoti hafi verið illa ígrundaðar og að þú hafir ruðst um eins og naut í flagi: „Þetta er nú bara broslegt. Satt aö segja hafa menn verið að vinna í heilbrigðisráðuneytinu, undir mörgum ráðherrum, tillögur um lækkun útgjalda. Þar inni hafa ver- ið tillögur um að breyta Landakoti í hjúknmarheimili. Ég er því að byggja á undirbúningi sem búið var að vinna á fyrri árum. Það sem hins vegar hefur alltaf gerst, þegar til aðgerða hefur átt að koma, er að þá hafa menn alltaf guggnað. Ég stóð frammi fyrir því að verða að taka á heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið skerðingu upp á 3,6 milljarða króna. Það er þrefóld sú upphæð sem kostar að reka alla stjómsýslu ríkisins...“ - Var raunhæft að gera ráð fyrir því að þetta væri hægt? „Það var ekki um annað að ræða. Um það bil 40 prósent af fjárlögum ríkisins fara til heilbrigðis- og tryggingamála. Það var verið að tala um að ná niður kostnaði ríkis- ins um 15 milljarða. Héfði ég þurft að taka á mig 40 prósent af þeirri upphæð erum við að tala um 6 til 7 milljarða í staðinn fyrir 3,6.“ - Þú hefur verið ásakaður af starfsfólki sjúkrahúsa um að hafa sýnt yfirgang og hroka í þessum niðurskurði: „Það held ég að sé ekki rétt. Ég hef átt ágætt samstarf við stjórn- endur Landakots og við höfum rætt saman í fullri heinskilni. Þeir hafa lagt sig fram um að flnna lausn á málinu og voru búnir að því fyrir áramótin. Ég hef einnig átt fund með starfsfólki Landakots þar sem ég skýrði málið vel fyrir því. Ég sagði þá að ef ekki næðist fram samstarf spítalanna, sem myndi skila sér í aukinni hagræð- ingu og betri nýtingu húsnæðis og tækja, væri aðeins einn kostur eft- ir. Hann væri sá að skera niður til sjúkrahúsa án þess aö geta nýtt kosti samstarfs og sameiningar. Ég sagði fólkinu að það væri versti kosturinn sem ég stæði frammi fyr- ir. En það fór svo að ég stóð frammi fyrir honum. Átti ég aö láta niður- skurðimi koma jafnt niöur á Borg- arspítala og Landakoti sem hefði þýtt aö báðir spítalarnir hefðu ver- ið í lamasessi? Þar með hefði bráða- þjónusta Borgarspítala verið sett í hættu. Ég valdi þá leið að verja Borgarspítalann þannig að bráða- þjónustu hans yrði ekki stefnt í hættu og skera um leið meira niður til Landakotsspítala." - Því hefur líka verið haldið fram að þarna hafir þú verið að hefna þín á Landakotsmönnum vegna þess að þeir vildu ekki hlýða þér í sameiningarmálunum: „Já, ég hef margoft heyrt þetta en því fer víðs fjarri. Ég taldi að af tveimur slæmum kostum væri betra að varðveita eins og hægt væri þjónustu annars spítalans. Eg valdi Borgarspítalann vegna þess að hann er aðalbráðamóttökuspít- ali landsins, fyrir utan Landspítal- ann. Sú þjónusta má ekki við sam- drætti. Eg vildi svo gjaman hafa getað komist hjá þessu en ég hafði enga peninga undir höndum. Til- raunir mínar til samstarfs og sam- einingar spítalanna tókust ekki nógu tímanlega.“ - Ríkið gerði samning við systum- ar á Landakoti um óbreyttan rekst- ur spítalans á sínum tíma. Getur ríkið rift honum einhliða eins og nú er verið að gera? „Um slíkt em mörg dæmi. Það er ekki hægt að binda ríkissjóð til framtíðar til aö leggja fram fé ef þeir fjármunir eru síðan ekki til. Það hefur verið dregið úr þjónustu Landakotsspítala undanfarin ár vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að útvega fjármuni. Því er spítalinn ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem hann var. Ég get hins vegar ekki beitt mér fyrir sameiningu Landakots við annan spítala nema með samþykki systr- anna.“ - Ertu með þessu að segja að ríkið geti gert samninga við Pétur og Pál en rift þeim siðan einhliða í skjóli flárskorts? „Við skulum átta okkur á því að sá tími er hðinn að ríkissjóður ís- lensku þjóðarinnar sé úti í Dan- mörku. Ríkissjóður er kominn heim. Við getum ekki lengur ávísað á ríkissjóð í útlöndum. Viö verðum að ávísa á ríkissjóð sem er á Is- landi. Sá ríkissjóður hefur ekki meiri íjármuni en sem nemur því sem þegnamir treysta sér til að borga í hann. Ef við ætluðum að reka sjúkrahúsin í Reykjavík með fullum afköstum þá þyrfti ég um það bil einum og hálfum milljarði meira í fjárveitingu en var fyrir niðurskurð. Menn mega ekki gleyma því aö sjúkrahúsin hafa ekki verið rekin með fullum afköst- um undanfarin ár. Um það bil eitt hundrað sjúkrarúm eru auð allt árið um kring. Samt er skortur á sjúkrarúmum fyrir gamalt fólk. Og á sama tíma sem ástandið er svona og verið er að kreppa enn meira að spítulunum er verið að byggja sjúkrarými fyrir aldraða þar sem gert er ráð fyrir 60 til 65 fermetra þörf fyrir hvert rúm og 8 milljóna króna stofnkostnaði á hvert þeirra. Svona byggingar er verið að Yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson byggja hér í borginni á sama tíma sem verið er að loka sjúkrarúmum á spítulum sem búið er að byggja. Þarna er verið að framkvæma úr Framkvæmdasjóði aldraðra sam- kvæmt lögum um málefni þeirra. Þá má nefna að starfsfólk sjúkra- húsa nýtur þeirra sérréttinda að spítalamir greiöa kostnað af bamaheimilum fyrir þaö. Það kost- ar spítalana um 500 þúsund krónur á bam á ári. Ef menn ættu að velja, hvort ætti þá að loka sjúkradeild eða bamaheimili? Ég segi bama- heimili. En ég get engu um þetta breytt vegna þess aö þetta er samn- ingsbundið við starfsfólk spítal- anna.“ - Gagnrýni lækna og hjúkrunar- fólks á þig hefur verið hvöss. Þú ert ásakaður fyrir fljótfærnislegar og ómarkvissar aðgerðir i niður- skurðarmálunum, hverju svarar þú þessu? „Þetta er nákvæmlega sama og sagt var um aðgerðir mínar varð- andi lyfjamálin í sumar. Þá var fullyrt að aðgerðimar væm van- hugsaðar, óundirbúnar, fljótfæm- islegar og þetta myndi aUt fara úr böndunum hjá mér. Reynslan sýnir allt annað. Og aðgerðimar, sem ég er með í gangi núna, eiga sér lang- an aðdraganda. Bæði forverar mín- ir hér í ráðuneytinu og fólk undir minni stjórn hafa unnið geysilega mikið undirbúningsstarf fyrir þær ákvarðanir sem verið er að taka nú.“ - Læknar og hjúkrunarfólk segja aðgerðir þínar leiða til stórminnk- andi sjúkraþjónustu á spítulunum. Gerðir þú þér grein fyrir að svo myndi fara við aðgerðirnar? „Ég vil gjarna leiðrétta þann mis- skilning að við hér í ráðuneytinu höfum skipað forráðamönnum spítalanna að loka þessari eða hinni deildinni. Segja þessum eða hinum upp. Þetta er rangt. Við er- um að bíða eftir tillögum stjórn- enda sjúkrahúsanna hvernig þeir bregðist við fjárveitingum til sjúkrahúsanna eins og þær em nú í fjárlögum. Þar eiga þeir að gera grein fyrir því hvað minnkandi fjárveiting þýöir í samanburði við þá þjónustu sem veitt er í dag. Verður að skerða hana, hvernig er hægt að hagræða og hvernig lítur þjónustustigið síðan út? Ég bað þá jafnframt að láta koma fram með greinargerðinni hvað það væri, ef þeir fengju eitthvað til baka af þeim 500 milljónum sem ráðuneytið hef- ur til neyðarráðstöfunar, sem þeir myndu nota þá peninga í. Síðan veröur tekin ákvörðun um með hvaða hætti verður reynt að varð- veita þjónustuna á sjúkrahúsun- um. En ég geri mér alveg Ijóst að með svona mikilli skerðingu er hætt við því að þjónusta skerðist á einhverjum stöðum." - Því er haldið fram að niðurskurð- urinn úti á landi verði til þess að minni sjúkrahús þar sendi sjúkl- inga í auknum mæli til Reykjavík- ur: „Ég hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þeir sem þurfa á umtalsverðum aðgerðum aö halda eru nú þegar sendir til Reykjavík- ur. Mitt áhyggjuefni er miklu frek- ar það að sjúkrahúsin í Reykjavík verði ekki nægilega vel búin undir að gegna áfram hlutverki sínu sem aðalaðgerðasjúkrahús landsins. Mörg sjúkrahúsanna úti á landi eru í raun ekkert annað en hjúkr- unarheimili. Notkun rúma í þeim er ekki nema 50 til 60 prósent en þau eru engu að síður fullmönnuð. Þama eru tiltölulega fáir sjúkhng- ar en launagreiðslur gersamlega úr takt við það hlutverk sem þau eru að gegna. Þetta þarf að endur- skoða. Ég á raunar von á skýrslu um samanburð á sjúkrakostnaði hér og í nágrannalöndunum og ég veit að sú skýrsla mun koma mörg- um á óvart. Heilbrigðisþjónustan hér er orðin til muna dýrari en í nálægum löndum. Þaö krefst skýr- inga. Og það er staðreynd að um 70 prósent af útgjöldum heilbrigðis- þjónustunnar eru launagjöld. “ - Þið alþýðufiokksmenn hafið stært ykkur af því að vera guðfeður velferðarkerfisins. Þú hækkar lyfjagreiðslur fólks, læknaþjón- ustu, skerð niður elli- og örorkulíf- eyri og fé til sjúkrastofnana - og segist með þessu vera að bjarga velferðarkerfinu. Hvernig kemur þetta heim og saman? „Sænskir jafnaðarmenn halda því fram að þeir hafi tapað síðustu þingkosningum vegna þess að vel- ferðarkerfið hafi verið að hrynja í höndunum á þeim. Það var að brotna undan eigin þunga. Þeir við- urkenna að hafa ekki haft kjark til að gera það sem gera þurfti til að varðveita það. Fólk hafði ekki leng- ur trú á að þeir gætu það. Við stöndum frammi fyrir því sama. Fyrir nokkrum árum fóru 15 krón- ur af hveijum 100 sem opinberir aðilar höfðu til ráöstöfunar til heil- brigðisráðherra. Nú fara 22 krónur til hins sama. Miðað viö sama áframhald munu rétt eftir aldamót- in fara 30 krónur af hverjum 100 til heilbrigðisþjónustunnar. Alhr eru sammála um að við þolum það ekki. Ef ekkert er að gert hrynur velferðarkerfið okkar undan eigin þunga. Þess vegna verður að fara að varðveita kjarnann í því þanníg að þeir sem þurfa á því að halda njóti þess en það sé ekki stoppað af fólki sem vel getur séð um sig sjálft en vih bara að ríkið greiði kostnaðinn fyrir það. Velferðar- kerfið hér á landi er alvarlega mis- notað. Það er kominn tími til að sagt sé við fólk í ríku samfélagi að það sé ekki eðlilegt að ríkið greiði fyrir fullfrískt og fuhvinnandi fólk hluti sem það á og getur greitt fyr- ir sjálft. Menn verða að hafa kjark til að segja þennan sannleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.