Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Page 15
15 FÖSTUbAGURJ28. ‘fEÖRÚXr 1992.'' Lyf og íþróttir „Ef lyfjanotkun legðist alveg niður yrði umtalsverð lækkun á staðli (ár- angri) margra íþróttagreina ... “ Undanfarið hefur talsvert verið fiallað um lyíjanotkun íþrótta- manna í fjölmiölum. Er nú sem flóðgátt sé að opnast í þessum efn- um og nánast í hveijum mánuði eru þekktar íþróttastjömur staðn- ar að ólöglegri lyfjanotkun. Þróun lyfjanotkunar í íþrótt- um - hugsanlegar skýringar Hvers vegna nota íþróttamenn lyf til þess að auka afkastagetu sína og hvers vegna em þessi lyf bönnuð af alþjóðaíþróttasamböndum og heilbrigðisyfirvöldum? í fljótu bragði virðast svör viö þessum spumingum liggja ljóst fyrir en þegar málin em nánar athuguð koma ýmsir óljósir fletir í ljós. í fyrstu virðist sem íþróttamenn- imir sjáifir eigi einir sök á lyfjatök- unni en verður ekki að skoða málin í víðara samhengi? Þær kröfur sem gerðar em til íþróttamanna í dag em hreint ofurmanniegar: Að vera best(ur) á landsvísu er hvorki fugl né fiskur fyrr en menn skipa sér meðal tíu bestu í heiminum. Sigur- vegaradýrkun er gífurleg og eiga þeir bestu í mörgum íþróttagrein- um kost á að verða efnaðir menn beint eða óbeint vegna auglýsinga- tekna. Aiþjóðleg íþróttamót í dag em kostnaðarsöm og því verða skipuleggjendur og mótshaldarar að fá sem flesta áhorfendur og selja mótið stærstu sjónvarpsstöðvun- um, en til þess að dæmið gangi upp verður árangur íþróttamannanna að verða sífellt betri og heimsmet slegin því það er þaö sem fólkið viU sjá. Og hvað gerir íþróttafólkið? Jú, það bætir heimsmetin með þeirri aðferð sem dugir hvort sem KjaHarinn Svanur Kristjánsson læknanemi og áhugamaður um heilbrigðari íþróttir hún er lögleg eða ólögleg, heilsu- samleg eða mögulega heflsuspil- landi. Á síðasta áratug og sérstaklega síðustu 5 ár hafa lyfjamælingar á íþróttamönnum aukist nokkuð og aðferðimar hafa batnað því sumar vefaukandi sterategundir má nú greina 12-24 mánuði aftur í tímann. Ekki virðist ríkjandi hugarfar íþróttamanna í dag að sýna sam- vinnuvflja við íþróttayfirvöld um að útrýma lyíjanotkun þannig að íþróttir verði öruggari og menn keppi út frá sömu forsendum. Hug- arfarið er víða komið í þær skorður að það verði að viðhalda þeim ár- angursstaðli sem íþróttagreinin er í og slá verði heimsmet endrum og eins til þess aö tryggja áhorf og tekjur, frægð og frama. Ef lyfja- notkun legðist alveg niður, yrði umtalsverð lækkun á staðh (ár- angri) margra íþróttagreina, þ.e. árangur manna yrði að jafnaði minni og horfið væri nokkur ár aftur í tímann hvað árangur varð- ar, þó misjafnlega mikið eftir grein- um. Þetta óttast íþróttamennimir sem taka lyfin en einnig þjálfarar þeirra og jafnvel íþróttayfirvöld því samkeppni íþróttagreina um at- hygli fiölmiðla er geysihörð og fiár- hagsstaða þeirra veltur á því að verða ofan á í þeirri baráttu. Vegna þessa er ákveðin tregða hjá íþrótta- yfirvöldum ýmissa greina að gera of harða hríð að lyfianotkun sinna manna. Með því að taka fá lyfiapróf er minni hætta á jákvæðu prófi og lyfiahneyksli í kjölfarið og því má halda áliti fiölmiðla og almennings á greininni í góðu horfi. Þekkt eru dæmi í íþróttaheiminum um að já- kvæð próf hafi verið þögguð niður til að koma í veg fyrir hneyksli. Nýjasta dæmið um það er að 1991 var tilraun hlaupadrottningarinn- ar Katrínar Krabbe tO þess að svindla á þvagprufu þögguð niður. Framtíðin - hvað er til ráða? Það er skoðun sumra að lyfia- prófin nái aldrei að koma í veg fyr- ir svindl og auki enn frekar hætt- una á því að menn fari út í notkun hættulegri lyfia sem greinist síður í lyfiaprófi eða nýrra óreyndra lyfia sem ekki er farið að lyfiaprófa fyr- ir. Hormónalyf ætti því að leyfa undir eftirliti og leiðsögn læknis. Þeir sem eru fylgjandi lyfiaprófun- um benda aftur á móti á að ef próf- in hindra að mestu notkun allra helstu lyfiaflokka hljóti íþrótta- maðurinn að hugsa sig um tvisvar áður en hann leggur út í notkun varasamra eða óþekktra lyfia. Einnig má líta á lyfiaprófin, sé þeim beitt í ríkum mæli, sem eina vemd- un réttar þeirra sem vOja vera heiðarlegir og taka ekki óþarfa áhættu með líkama sinn. Þeir sem ekki vOja nota vefaukandi steralyf eiga skýlausan rétt á því að keppa á jafnréttisgrundvelli við jafningja sína sem ekki nota stera én því miður er sá réttur fótum troðinn í mörgum íþróttagreinum. Þeir sem endOega vOja nota vefaukandi stera ættu að keppa á sérstökum vettvangi þar sem ekki er amast við notkun þeirra og ekki þykjast vera annað en þeir em. Af hvaða leyti ofangreindar að- stæður eiga við íslenskt íþróttalíf er óvist en ég held að það sé engin ástæða til að halda okkur einhveija engla í þeim efnum. Miðað við höfðatölu er fiöldi lyfiaprófa hér (< 100) svipaður og í Bandaríkjun- um en samt sem áður era þau langt frá því að vera nógu mörg til þess að réttur þeirra sem keppa vOja lyfialaust sé tryggður. Uppi eru áform um nokkuð aukna lyfiapróf- un hjá ÍSÍ og er þaö vel en tíl þess að einhver mynd verði á þessu þurfa sfiómvöld í auknum mæh a£) veita fé í þetta þvi baráttan gegn lyfiunum er rétt að byrja. Einnig ættu fyrirtæki sem styrkja íþróttir af myndugleik að tryggja að ákveð- inn Iduti fiárins fari í lyfiapróf. Svanur Kristjánsson „Einnig má líta á lyfjaprófm, sé þeim beitt í ríkum mæli, sem eina verndun réttar þeirra sem vilja vera heiðarlegir og taka ekki óþarfa áhættu með líkama „ 66 Athugasemd frá bamavemdarráði: Barnavernd og fjölmiðlar í DV 25. febrúar er vitnað í samtal undirritaðs við blaðakonuna VD. Rétt er að blaðakonan hringdi í mig í þeim tílgangi, að því er virt- ist, að spyija mig álits á tilteknu atriði laga um vemd bama og ung- menna. Ég skOdi spumingu blaða- konunnar svo sem að spurt væri um þaö hvort lagaheimOd væri til að fiarlægja af heimili bam. sem rökstuddur grunur léki á að væri látið sæta Olri meðferð af hendi uppalenda sinna. Svarið var já. A hinn bóginn var engin grein gerð fyrir þvi í tOskrifi blaðakon- unnar aö slík ákvörðun er auðvitað aldrei tekin nema rökstuddur grunur leiki á að bam sæti illri meðferð eða ætla megi að uppeldi þess eða aðbúð sé svo ábótavant að barnavemdamefnd þurfi að láta málið til sín taka. Á vit örlaga sinna? Flestir foreldrar láta fúslega at- huga böm sín leiki vafi á því hvort uppeldi þeirra og aðbúð sé fuO- nægjandi. Þegar verið er að meta lagaákvæðið, sem blaðakonan spurði um, væri rétt að velta fyrir sér þeirri spumingi hvemig barna- vemdaryfirvöld ættu að rannsaka hagi og aðstæður bama sem grun- ur leikur á að þurfi aðstoð. Hvemig skal t.d. bregðast við ef foreldrar bamsins skefia hurðum og neita aflri samvinnu? Ætti að láta öO þannig mál niður faOa og senda bömin á vit örlaga sinna? Hver á að aðstoða þau böm sem fá ófullnægjandi atlæti hjá foreldrum sínum? Hvemig ætla menn t.d. aö gOma við bráðveika foreldra, hugs- anlega uppfuOa af ofsóknarhug- myndum gagnvart umhverfinu? Kjallariim Guðjón Bjarnason framkvæmdastjóri barnaverndarráðs Foreldra sem eiga við alvarlega geð- sjúkdóma að stríða, drykkjusýki eða greindarskort? Eða foreldra sem mis- nota böm sín kynferðislega? Annað sem eftir mér er haft í pistO blaðakonunnar VD, sem birt er undir fyrirsögninni, „Stefnir í að málin fari til dómstóla", er til- vitnun í einkasamtal mitt við hana. Aldrei stóð til aö orð mín, slitin úr samhengi og órökstudd, væru höfð yfir í fiöOniðO, að ekki sé talað um fyrirsögn. Ég geri ráð fyrir að orð mín eigi að þjóna þeim tilgangi blaðakonunnar að byggja undir þá skoðun að núverandi skipan bamavemdarmála sé stórlega að- finnsluverð. í veigamiklum atriö- um tel ég svo ekki vera. En úr því búið er að birta framan- greinda tilvitnun vO ég fá tækifæri tíl að bæta því við að ég þykist sjá að þeirri skoðun virðist hafa vaxið fylgi aö gera eigi út um mál á æ fleiri sviðum fyrir dómstólum, þ.m.t. mál á sviði barnavemdar. Þeir sem slá nú „dómstólsleiöinni" upp sem lausnarorði eða í þeim til- gangi að gagnrýna núverandi fyrir- komulag hér á landi í meðferð bamavemdarmála geta beðið með að hrósa happi yfir því að hafa fundið hina endanlegu töfralausn. Vandinn er nefnOega af aOt öðrum toga en ætla má og mun flóknari. Þeir sem gerst þekkja vita að bamavemdarmál em og verða aOt- af viökvæm og erfið úrlausnar, hvort heldur fiaOað verður um þau fyrir dómstólum eða hjá stjóm- völdum. í dag starfar bamavemd- arráð sem eins konar sfiómsýslu- dómstófl. Ég get upplýst að í ráðinu sifia 5 sérfræðingar: lögfræðingur, sál- fræðingur, bamalæknir, heim- spekingur og sérkennari. Af sam- setningu ráðsins má ráða hvemig reynt er aö öðlast víðsýni í umfiöO- un ráðsins og breiða þekkingu á þeim verkefnum sem ráðinu er ætlað að fiaOa um. Ráðið hefur svo fasta starfsmenn á sínum snæmm, framkvæmdasfióra, sálfræðing, lögfræðing og ritara. Eg er ekki viss um að til sé sá dómari, hversu vel sem hann kynni að vera að sér, sem byggi yfir meiri víðsýni og þekkingu á bamavemd en t.d. bamavemdarráð býr yfir. Það er mergurinn málsins. Hjá bamavemdamefndum stærri byggðarlaga starfar svo fiöldi sér- fræðinga á sviði barnaverndar. Árlega berast mörg hundmð kærur og ábendingar tíl bama- vemdaryfirvalda og á hverju ári má ætla að milO 1000 og 2000 böm njóti einhvers konar aðstoðar bamavemdaryfirvalda, stuðnings, viðtala, dagvistimar, eftirOts o.m.fl. Það er aðeins öriítOl hluti bama- vemdarmála, minna en 1%, sem endar með því að foreldrar em sviptir forsjá bams. Af þeim mál- um sem enda með forsjársviptingu gerist það örsjaldan, e.t.v. einu sinni á 10-15 ára fresti, að leita þarf aðstoðar lögreglu vegna þvingandi ráðstafana bamavemd- aryfirvalda. Störf bamavemdaryfirvalda byggjast ekki á geðþóttaákvörðun- um heldur býr þrotlaus sinna að baki. Það er ófrávíkjanleg megin- regla i öOu bamavemdarstarfi að reyna afltaf að vinna með foreldr- um í því augnamiði að bæta hag þeirra bama sem í hlut eiga. Að svipta foreldra forsjá bams er ávaUt neyðarúrræði sem gripið er tíl þegar aOt um þrýtur. Ég tel núverandi fyrirkomulag bamavemdarkerfisins hafa ótví- ræða kosti en ég skO vel þau sjón- armið er vOja gera mikið úr réttar- öryggi foreldra og telja því best borgið með þvi að þvingandi ákvarðanir gagnvart þeim séu teknar af dómstólum. Ef rétt er að staðið tel ég koma út á eitt hvar máOn fá umfiöUun. Það sem skiptir máU er að réttaröryggi bama og sjónarmið bamavemdar skipi æðstan sess. Nú reynir á í lokin viU undirritaður nota tækifærið og beina nokkmm orð- um til fréttasfióra, ritsfióra og blaðamanna DV. UmfiöUun fiöl- miðla um bamavemdarmál, eins og hún hefur verið undanfarið, hefur einkennst af aUt of miklu þekkingarleysi, jafnvel ranghug- myndum. Sú ályktun er dregin gagnrýnislaust að vegna þess að bamavemdaryfirvöld og starfs- menn þeirra em ekki reiðubúnir að fiaUa um mál einstakra bama, nánar tUtekið þeirra sem fiölmiðlar krefiast hverju sinni, sé eitthvað einkennOegt á seyði sem þurfi rannsóknar við. Talað er um „kalda hönd kerfis- ins“ (tilvitnun í orð HaUgríms Thorsteinssonar á útvarpsstöðinni Bylgjunni) „geðþóttaákvarðanir" og annaö í þeim dúr. - Ég get fuU- vissað alla hlutaðeigandi um að þau mál sem hafa verið í umræð- unni undanfarið hafa fengið vand- aða og faglega umfiöUun hjá bama- verndaryfirvöldum. Sú mynd sem DV er að draga upp af þeim yfirvöldum, sem em að aðstoða böm sem hljóta Ola með- ferð af hendi uppalenda sinna, er bæði röng og viUandi. Um tilgang hennar er mér óljóst. Eða finnst starfsmönnum DV sennUegt að umfiöUun þeirra bæti hag þeirra hundraða bama sem njóta þurfa aðstoðar bamavemdaryfirvalda? Hver á að hjálpa þeim? Hvaða ábyrgð ætla blaðamenn og þáttastjómendur aö bera þegar samvinna foreldra við bamavemd- aryfirvöld í tugum eða hundruðum tílvika fer út um þúfur vegna tiUits- lausrar og rangrar umfiöUunar fiölmiðla? Nú reynir ipjög á siðgæðiskennd blaðamanna. Guðj ón Bj arnason „Þeir sem slá nú „dómstólsleiðinni“ upp sem lausnarorði eða í þeim til- gangi að gagnrýna núverandi fyrir- komulag hér á landi í meðferð barna- verndarmála geta beðið með að hrósa happi yfir því að hafa fundið hina end- anlegu töfralausn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.