Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. Fréttir____________________________________|_________r>\ Ef aHir keyptu matvörur á verði Hagkaups og Bónuss: Gróði neytenda 8 milljarðar eða 670raðhús í Reykjavík - eða 74 þúsund króna launauppbót handa 150 þúsund einstaklingum Matvörumarkaðurinn - í milliörðum króna - 8 milljarða sparnaður þýðir: • Rúmlega helmingur af tekjuskatti einstaklinga • 74 þús. kr. launauppbót handa 150 þús. einstaklingum • 670 raðhús í Reykjavík • 4,4 % lækkun á framfærsluvísitölu Nýir kjarasamningar þurfa ekki að heita þjóðarsátt heldur Bónussamningar. Ef landsmenn allir keyptu matvör- ur á meðalveröi Hagkaups og Bónuss myndu neytendur græða um 8 millj- arða króna. Þetta samsvarar rúm- lega helmingi alls tekjuskatts sem einstaklingar greiða til ríkisins, eða 670 raðhúsum í Reykjavík, eða um 74 þúsund króna launauppbót á ári handa um 150 þúsund einstakling- um. Ekki nóg með það, framfærslu- vísitalan myndi lækka um 4,4 pró- sent. Könnun neytendasamtaka Þetta er niðurstaða á lauslegu mati og útreikningum DV. Útreikningam- ir byggjast á verðkönnun Neytenda- samtakanna sem DV birti í gær. Þar kom fram að meðalverð í Bón- usi er 68, í Hagkaupi um 80 og Mikla- garöi 89. Landsmeðaltalið er 100. Þess skal getiö að Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, hefur gert athugasemdir við könnun Neytenda- samtakanna vegna þess að miklu færri vörur hafi verið teknar í Bón- usi en öðrum verslunum sem haíi lækkað meðalverö Bónuss umfram aðra. Veltan á matvömmarkaðnum á öllu landinu er um 37 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum DV sem byggjast á tölum Hagstofunnar frá árinu 1988 og hafá veriö fram- reiknaðar. 23 milljarða velta á höfuðborgarsvæðinu Rúmlega 63 prósent þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinú. Það þýð- ir að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eyða um 23 milljörðum króna í mat- arinnkaup. Samkvæmt mati DV skiptist mat- vörumarkaðurinn í Reykjavík þann- ig að um 25 prósent versla í Hagkaup og um 10 prósent í Bónusi. Samtals 35 prósent. Þetta þýðir að af 23 milljarða veltu á höfuðborgarsvæðinu fara um 8 milljarðar í gegnum þessar tvær verslanir. Afgangurinn er 15 millj- arðar í öðrum verslunum í Reykja- vík, Verslanir á landsbyggðinni velta samtals um 14 milljörðum króna. Samtals er því 29 milljarða velta í öðrum verslunum í landinu en Bón- usi og Hagkaupi. Hér gefum við okkur að þessar verslanir hafi meðalverðið 100 á móti meðalverði Bónuss og Hag- kaups, 74, og styðjumst við könnun Neytendasamtakanna. Hér kemur 8 milljarða króna sparnaðurinn Fari meðaiverð allra annarra verslana í landinu úr 100 í 74 fer velta þeirra úr 29 milljörðumn króna nið- ur í 21 milljarð. Það er 8 milljarða króna sparnaður. Heildarveltan í matvörumarkaðnum færi að sama skapi úr 37 milljörðum í 29 milljarða. Vissulega kunna einhveijir að gagnrýna að þekktar verslanir eins og Mikligarður, Fjarðarkaup og fleiri Fréttaljós Jón G. Hauksson séu teknar með öllum öðrum versl- unum inn á meðalverðinu 100 og velta þeirra ekki vigtuð inn í útreikn- ingana. Hins vegar eru ekki til opin- berar tölur um veltu verslana í land- inu þannig að ekki verður komist hjá mati. Helmingur alls tekjuskatts til ríkisins Tekjuskattur einstaklinga til ríkis- ins veröur um 14 milljarðar á þessu ári. 8 miHjarða spamaður á matvöru- markaðnum er því rúmlega helming- ur af öllum tekjuskatti einstaklinga í landinu. Áfram. Um 8 milljarða króna sparnaður gefur um 74 þúsunda launauppbót á ári til handa um 150 þúsund einstaklingum. Sjálfur er sparnaðurinn um 53 þúsund krónur á hvem þessara einstaklinga. Stað- greiðsluprósentan er 40 prósent. Til að fá 53 þúsund króna rauntekju- hækkun eftir skatta þarf 74 þúsunda króna hærri laun. 670 raðhús í Reykjavík . Raðhús í Reykjavík kostar um 12 milljónir króna. Fyrir um 8 milljarða króna spamað neytenda á matvöru- markaðnum væri hægt að kaupa 670 raðhús í Reykjavík. Það samsvarar aftur um 3 þúsund manna hverfi í Reykjavík. 4,4 prósent lækkun framfærsluvísitölu Um 8 milljarða króna sparnaður á matvörumarkaði myndi lækka fram- færsluvísitöluna um 4,4 prósent. Það fæst þannig út að um 20 prósent af framfærsluvísitölunni eru matvör- ur. Um 8 milljarða spamaður er um 22 prósent veltulækkun á matvöru- markaðnum. Lækki matvöruliður- inn í vísitölunni um þá upphæð lækkar vísitalan um 4,4 prósent. Niðurstaðan af útreikningum okk- ar er einfóld. Hver fjölskylda í land- inu á miklu meira eftir í buddunni ef allir keyptu inn matvörur á meðal- verði Bónuss og Hagkaups. Áhrifin eru þessi: Kaupmáttur fólks hefur aukist án þess að lögð sé á sig meiri vinna. Líklega ættu þeir Einar Oddur Kristjánsson og Ásmundur Stefáns- son að hverfa frá nafngiftinniþjóöar- sátt og fara frekar að tala um Bónus- samninga. Gjaldheimtan hefur lagt fram beiðni um að Þjóðlif hf. veröi tekið til gjaldþrotaskipta. DV-mynd GVA Þjóðlífhf. Beiðni um gjaldþrotaskipti Gjaldheimtan í Reykjavík hefur lagt fram beiðni í skiptarétti borg- arfógetaembættisins í Reykjavík þess efnis að fyrirtækið Þjóðlíf hf. verði tekiö til gjaddþrotaskipta. Krafa Gjaldheimtunnar á hendur fyrirtæk- inu nemur tæplega 4,9 milljónum króna. Þjóðllf hf. er útgefandi mánaðar- tímaritsins Þjóðlífs. Upphaflega hét útgáfufyrirtækið Félagsútgáfan hf. Á síðasta aðalfundi var hins vegar stofnað nýtt fyrirtæki um rekstur tímaritsins, Þjóðlíf hf. Beiðnin um gjaldþrot var lögð fram 12. febrúar síðastliðinn. Hún var tek- in fyrir í skiptarétti 27. febrúar síð- astliöinn en málinu frestað til 28. apríl. Samkvæmt nýjum reglum þarf gjaldþrotabeiðandi að leggja fram 150 þúsund krónur til tryggingar skipta- kostnaði þegar hann krefst þess að beiðni hans verði tekin til úrskurðar. -JSS JónÁsbergsson: Mistök hjá Neyt- endasamtökunum Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir að Neytenda- samtökin geri mistök í þeirri verð- könnun sem DV birti í gær. Mistökin felist í því að miklu færri vöruteg- undir séu teknar í Bónusi en öðrum verslunum landsins, eins og Hag- kaupi, Miklagarði og öðrum stór- mörkuðum. Jón segir það lágmarkskröfu til Neytendasamtakanna að þau beri saman verð á sömu vörum í öllum verslunum landsins. Hann segir ennfremur að meðal- verð í Hagkaupi og öðrum verslun- um hefði lækkað verulega ef Neyt- endasamtökin hefðu aðeins borið saman þær vörur sem fást í Bónusi. Að sögn Jóns sýna einkakannanir, sem gerðar eru fyrir Hagkaup þar sem borið er saman verð í Hagkaupi og Bónusi á þeim vörum sem fást í báðum verslunum, að verðmunur- inn sé um 7 prósent, Bónusi í vil. „Þetta er beinn verðsamanburður. Ekki er tekið tillit til þess að Hag- kaup tekur greiðslukort, er með miklu fjölbreyttara vöruúrval og hef- ur opið mun lengur en Bónus,“ segir JónÁsbergsson. -JGH Heppnir að kveikja ekki í verksmiðjunni Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Tveir menn um tvítugt, sem brut- ust inn í Efnaverksmiðjuna Sjöfn á Akureyri í síðustu viku, voru heppn- ir að kveikja ekki í verksmiðjunni og valda þannig stórtjóni. Mennimir tóku um 300 kg peninga- skáp og keyrðu hann á lyftara langa leið í norðurenda hússins. Þar not- uðu þeir tæki til að reyna að opna skápinn, s.s. borvél og brettaskífu, en frá slíku tæki stendur neistaflug þegar því er beitt. Á þessum stað í húsinu, þar sem mennirnir voru við iðju sína, eru geymd mjög eldfim efni, s.s. þynnar og fleira, og þykir mildi að mennimir skyldu ekki kveikja í þama inni. Þeir gáfust upp við aö opna skápinn og hurfu brott. Rannsóknarlögreglan tók við málinu strax um morguninn og hafði upplýst það samdægurs en þama vom tveir „kunningjar" að verki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.