Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. Kvikmyndir Eins og allir vita hlotnaöist Friðrik Þór Friðrikssyni sá heiður nýlega að mynd hans, Böm náttúrunnar, var tilnefnd sem ein af fimm mynd- um til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Eftir að hafa fagn- að þessum áfangasigri kom Friðrik fram í fjölmiðlum þar sem hann óskaði eftir styrk til að kynna myndina í Bandaríkjunum til að auka líkurnar á því að óskarinn lenti hér á íslandi. Myndin stendur því ekki og fellur með sjálfri sér heldur verður að hjálpa upp á með auglýsingum, veisluhöldum og fleiru í þeim dúr. Þetta er viðtekin venja í henni Hollywood þar sem oft er lítið samband milli þess um- tals sem myndir fá og svo gæða þeirra. En sem betur fer grípur al- menningsálitið oft inn í þannig að myndir sem enginn gerði sér vonir um að myndu slá í gegn hafa hægt og bítandi fengið með sér nauðsyn- legan meðbyr með umtali manna á milli. Gott dæmi um myndir af þessu tagi er hin vinsæla mynd Pretty Woman sem enginn trúði á að yrði eins vinsæl og raun varð á. Mannlegar myndir Það eru oft mannlegu myndirnar sem eiga erfitt uppdráttar. Myndir eins og On Golden Pond (1981) eða hin margverðlaunaöa mynd Dri- ving Miss Daisy fóru hægt af staö en tókst að draga fullorðna fólkið í kvikmyndahúsin því þetta eru ekki myndir sem höfða til ungling- anna. Um jólin var frumsýnd í Bandaríkjunum mynd sem með sanni fellur í áðurgreindan flokk. Það er myndin Fried Green Tom- atoes sem er byggð á bókinni Fried Green Tomatoes at the Whistle Stop Café eftir rithöfundinn Fannie Flagg sem einnig skrifaði kvik- myndahandritið. Myndin fjallar um Evelyn Couch (Kathy Bates), subbulega feitlagna konu sem háir örvæntingarfuUa og að því er virðist vonlausa baráttu við aukakílóin sem hlaðast utan á hana. Það er að segja þangað til hún hittir hina 83 ára gömlu Threadgo- ode (Jessica Tandy) sem er nýflutt á hjúkrunarheimili í borginni. Skemmtilegar sögur Threadgoode er uppfull af sögum frá því um 1930 um tvær ungar konur sem ráku lítið kaffihús við og þeldökkur aðstoðarmaður hennar handtekin vegna gruns um morð. Þau eru leidd fyrir rétt en það er lítið gert úr því atriði því myndin fjallar aðaliega um vin- skap þessara tveggja kvenna í heimi stjómuðum af karlmönnum. Láfsbarátta og vinskapur þirra er innblástur fyrir Evelyn sem ákveð- ur að láta til sín taka og koma lífi sínu á réttan kjöl. Góður undirbúningur Hér eru þær stöllur Kathy Bates og Jessice Tandy með grænan tómat. Það er erfitt að skilgreina til hverra svona mynd höfðar. Það mætti halda að Fried Green Tomat- es höfðaði meira til kvenna en karla en athugun í Bandaríkjunum hefur sýnt að fyrir 21 árs og eldri er kynskiptingin jöfn meðal kvik- myndahúsagesta. Samkvæmt sömu könnun virðist sem konur séu farnar að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum í meira mæli en áður og er þetta meðal annars talin ástæðan fyrir vinsældum mynda eins og Shining Through og svo Steve Martin myndinni Father of the Bride. Rithöfundurinn Fannie Flagg lagði mikla vinnu í undirbúning áður en hún skrifaði bókina sem þessi mynd er byggð á. Hún ferðað- ist í ein tvö ár um Alabama, Georg- ia, Mississippi og Tennessee-fylki Bandaríkjanna og heimsótti hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í hverri borg sem hún kom til. Þar ræddi hún við gamla fólkið og hefur sagt aö þessar heimsóknir hafi verið bæði einstaklega fróðlegar auk þess að véra oft á tíðum skemmti- legar. Horfín tíð Titill bókarinnar er byggður á samtali við vistkonu hjúkrunar- heimilis, á tíræðisaldri, sem sagði við Fannie: „Heyrðu góða mín, þótt ég sitji hér á hjúkrunarheimilinu og sé að borða soðnar kartöflur þá sit ég í huga mínum á kafflstofu með disk fyrir framan mig fullan af grænum steiktum tómötum. Fannie Flagg minnist einnig ömmu sinnar sem sagði henni sögur um góðu gömlu dagana þegar allir ferð- uðust með lestum. Nú eru þessar borgir, sem lifðu á því að vera við- komustaður lesta, að deyja og Steiktir, grænir tómatar járnbrautarstöð í kreppunni miklu. Sögumar um þær Idgie (Mary Stu- art Masterson) og Ruth (Mary- Louise Parker) hleypa nýjum krafti í Evelyn sem ákveður að endur- skoða líf sitt og láta reyna á hvort henni séu ekki allir vegir færir. Hún virðist fá aukið sjálfstraust við að heyra um lífsbaráttu þessara tveggja kvenna sem var miklu harðari, miskunnarlausari og erf- iðari en hennar dægurvandamál. Það er því sitt af hveiju tagi sem gerist í Fried Green Tomates. í bók- inni eru einar 150 persónur sem koma við sögu sem spannar allt að 100 ára tímabil. Viðburðaríkt líf Myndin er ekki alveg eins um- fangsmikil og fjallar mikið um vin- konumar Ruth og Idgie. Þær kynn- ast þegar þær verða vitni að sorg- legu slysi þegar eldri bróðir Idgie drukknar en hann hafði lengi borið ástarhug til Ruth. Það myndast síö- an djúpur vinskapur milli þessara kvenna sem m.a. hjálpar Idgie að komast yfir sorgina og sökknuðinn vegna láts bróður síns. En hún get- ur endurgoldið hjálp vinkonu sitin- ar þegar Ruth á við að etja erflð- leika í hjónabandi sínu vegna ill- mennsku eiginmannsins í hennar Atriöl úr myndinni. garð. Idgie fær Ruth til að flýja heimilið ásamt bami sínu og býður henni vinnu við Whistle Stop Café sem matreiðslukona. Kynþáttafordómar Whistle Stop Café var ekkert venjulegt kafflhús í suðurríkjum Bandaríkjanna. Fyrir utan karl- mannlegan lífstíl Idgie, eins og að Þetta er kaffihúsið sem myndin fjallar um. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Jon Avnet og viröist lofa góöu. Umsjón: Baldur Hjaltason þykja gaman að spila póker og ganga alltaf í buxum, þá hafði hún þá reglu að þjóna öllum til borðs sem komu i kafllhúsið hennar, hvort sem þeir vom svartir eða hvítir. Þetta gerði það að verkum að ekki leið á löngu áður en Klan hreyfmgin lét til sín heyra og byij- aði að reyna að hræða Idgie. Þar var í fararbroddi Frank nokkur, sem er leikinn af Nick Searcy. Þeg- ar Frank týnist og finnst síðan lát- inn nokkru dögum síðar þegar bíll hans er dreginn upp úr á í ná- grenni kaflihússins em þau Idgie drabbast niður. Lestarnar em horfnar og þar með viöskiptin og fólkið. Enginn vill lengur búa við lestarsporin. Þegar Fannie Flagg var fengin til að skrifa handritið var henni sagt af framleiðendum myndarinnar að hún fengi að leika smáhlutverk í myndinni. Flagg hafði áður starfað tímabundið sem leikkona og sá hér gullið tækifæri til aö rifja upp gamlar minningar. Hún hafði áhuga á hlutverki Geneen í bókinni sem var hjúkrunarkona á hjúkrun- arheimilinu. Þegar hún fór að skrifa handritið varð hún svo heill- uö af þessu hlutverki að það stækk- aði og stækkaði að umfangi. Þegar hún svo tilkynnti framleiðandan- um að hún vildi leika Geneen varð hann dálítið vandræðalegur og til- kynnti henni síðan að það hefði verið ákveðið að gera Geneen að þeldökkri hjúkmnarkonu en ekki hvítri. Þannig endaöi sjóferð sú og Fannie Flagg fékk lítiö hlutverk kennslukonu. Þær stöllur Mary Stuart Master- son og Mary-Louise Parker fara á kostum í myndinni eins og raunar allir leikaramir. Það er gaman að sjá mannlega mynd aftur sem nær svo vel hjörtum áhorfenda. Helstu heimildir: Variety, US.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.