Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992.
Skák
13 V
Apple- skákmótið:
Hannes Hlífar Stefánsson.
Alexei Sirov.
Stórlaxinn
slapp
af önglinum
- hugvitssamleg vöm Sírovs gegn Hannesi
Sjötta og sjöunda umferð Apple-
skákmótsins - 15. Reykjavíkur-
skákmótsins - verður tefld í Faxa-
feni 12 um helgina. Alls verða um-
ferðimar ellefu og mótið er því ríf-
lega háifnað. Taflmennskan heíur
veriö býsna íjörug og bersýnilega
er enginn skáikmannanna óhultur.
Það sést best á því að eftir þrjár
umferðir voru aðeins tveir kepp-
endur enn taplausir.
í dag, laugardag, tefla saman
Kotronias og Renet, Þröstur og
Plaskett, Conquest og Sírov, Hann-
es og Jóhann, Helgi og Karl og Jón
L. og Margeir.
í sjöundu umferð á sunnudag eig-
ast við Sírov og Jón L„ Plaskett og
Conquest, Renet og Þröstur, Karl
og Kotronias, Jóhann og Helgi og
Margeir og Hannes. Umferðimar
heflast kl. 17 og er teflt í sex stund-
ir en tímamörk era við 40. leik eít-
ir ftögurra stimda taflmennsku.
Glima alþjóðlegu meistaranna -
Karls, Þrastar og Hannesar - við
stórmeistaraáfanga virðist ætla aö
verða erfið. Karl lék af sér drottn-
ingunni í fyrstu umferð gegn Renet
og hefur ekki náð sér almennilega
á strik eftir það. Þá tapaöi Þröstur
illilega fyrir gríska stórmeistaran-
um Kotroniasi í 2. umferð. En ekki
er öfl nótt úti. Þeir eiga enn von
um að ná sjö vinningum sem þarf
tfl áfanga að stórmeistaratitli.
Hannes hefur teflt best þeirra
þremenninga og getur nagað sig í
handarbökin fyrir að hafa ekki
fleiri vinninga. Hann átti unna
skák gegn Conquest í fyrstu umferð
en lék henni niður í tímahraki and-
stæðingsins. Og Lettinn Sírov - sjö-
undi stigahæsti skákmaður heims
- mátti þakka fyrir að sleppa með
jafntefli gegn Hannesi í 2. umferð.
Hannes lét það þó ekki á sig fá þótt
„sá stóri“ hefði sloppið af öngling-
um í það skiptið. I þriðju umferð
vann hann breska meistarann
Plaskett næsta auðveldlega.
Skák Hannesar við Sírov vakti
feikna athygli, eins og við er að
búast. Hvorttveggja var að Sírov
Skák
Jón L. Árnason
var að tefla sína fyrstu skák á ís-
landi - skák hans við Margeir í
fyrstu umferð var frestað - og ekki
síður hitt að flestir héldu að Hann-
es væri að vinna.
En meistaramir em sýnd veiði
en ekki gefin. Það var með ólíkind-
um að Sírov skyldi sleppa með jafn-
tefli en það gerði hann svo sannar-
lega á meistaralegan hátt, fómaði
hrók í endatafli og hafði þá aðeins
riddara og peð gegn hróki og tveim-
ur peðum. I ljós kom að annað peða
Hannesar var dæmt til að fafla og
fram kom fræðileg jafnteflisstaða
sem Hannes gat ekki með nokkm
móti unnið. Brefla Sírovs var töfr-
um líkust og ekki að ósekju að
menn vflja líkja honum við „töfra-
manninn frá Riga“ - Mikhail Tal.
Hvitt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Alexei Sírov
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 Be7
8. Bb3 a6 9. f4 0-0 10. Df3 Dc7
Hér er 10. - Rxd411. Bxd4 b5 ann-
ar möguleiki.
11. f5 Re5?!
Vafasamur leikur sem leiðir til
erfiðleika á svart. Enn er 11. - Rxd4
12. Bxd4 b5 rétta aðferðin sem létt-
ir á stöðunni.
12. De2!
Kannski hefur Sírov búist við 12.
Dh3, sem er lakari leikur, þvi að
nú er c4-reiturinn valdaður.
12. - exf5 13. Rxf5 d5?!
Eftir 13. - Bxf514. exf5 ætti svart-
ur erflða stöðu. Því grípur Sírov til
þess ráðs að reyna að hleypa taflinu
upp en þetta virðist harla vafasamt.
14. Rxe7+ Dxe7 15. Bg5!?
Óþægilegur leikur fyrir svartan
en 15. Rxd5 Rxd516. Rxd5 kom ekki
síður til greina. Svartur hagnast
þá ekki á 16. - Db4+? 17. c3 Dxb2
18. Dxb2 Rd3+ 19. Kd2 Rxb2 20.
Habl Ra4 21. Hb4 o.s.frv.
15. - Reg4 16. exd5
Svarið við 16. h3 yrði 16. - De5.
16. - Dxe2+ 17. Kxe2 b518. h3 He8+
19. Kf3 h6 20. Bxfi6 Rxf6 21. Hhel Bb7
22. a3 Kf8 23. Kf2 Had8 24. Hxe8+
Hxe8 25. Hdl Ke7
Hvítur hefur haft peð upp úr
krafsinu en þessa stöðu er hins
vegar enginn hægðarleikur að
vinna. Svartur hótar nú 26. - Kd6
og skorða d-peðið.
26. d6+ Kd7! 27. Kgl HflB 28. Hd4!
Re8 29. a4 Bc6 30. axb5 axb5 31. Bd5
Rxd6 32. b4 f5 33. Bxc6+ Kxc6 34.
Hd5 Re4 35. Hd3
Þótt svörtum hafi tekist að ná
peðinu til baka er hann ekki laus
úr öflum vanda - b-peðið er veikt
og hvítu mennirnir virkir. Hér gef-
ur 35. - Rxc3 36. Hxc3 Kb6 37. Hc5
hvítum ákveðna vinningsmögu-
leika.
35. - He8 36. Re2 Rd6 37. Rd5+ Kb6
38. Rb3! Rc4 39. Hd7 g5 40. Rd4 He6
41. Hf7 f4 42. Hf6+ Kb7 43. Hxh6
Stöðuyfirburðir hvíts hafa gefið
honum peð á nýjan leik og ljóst er
að svartur á nú mjög erfitt upp-
dráttar.
43. - Hel+ 44. Kf2 Hdl 45. Rb3! Kc7
46. Hh5 Hd5 47. h4! Rd6 48. hxg5
Re4+ 49. Kf3 Rxg5+ 50. Kg4 Re4
8
7
6
5
3
2
1
51. Hh7+?
Lítur vissulega vel út en býsna
erfitt reynist að innbyrða vinning-
inn. Eftir skákina kom í ljós að með
51. Hxd5 RÍ6+ 52. Kxf4 Rxd5 53.
Ke5 Rxb4 54. Rd4! ætti hvítur að
vinna með því að tefla nákvæmt.
51. - Kd6 52. Kxf4 Rg5 53. Hh6+
Re6+ 54. Ke3 He5+ 55. Kf2 Kd5 56.
Hh4 Hf5+ 57. Kg3 He5 58. Kf2 Hf5+
59. Ke3 Hg5 60. Rd4 Hg3+ 61. Kf2
IjsisIZj-
a % A, s
X
A a ;;
ABCDEFGH
Svo virðist sem svarta taflið sé nú
tapað. Sírov hugsaði sig hins vegar
lengi um og fann síðan glæsilega
björgunarleið:
61. - Hxg2+!! 62. Kxg2 Rxd4 63. Kf2
Engu breytir 63. c3 Re2 64. Hh5 +
Kc4 65. Hc5+ Kb3 66. Hxb5 Rxc3
67. Hb8 Kc4 og næst 68. - Rb5 og 69.
- Kxb4 með jafntefli.
63. - Rxc2 64. Ke2 Rd4 65. Kd3 Re6!
Staðan er ekki jafntefli nema
svarti riddarinn sé á réttum reit.
Lettinn veit hvað gera skal - sagð-
ist raunar áður hafa lent í svipuðu
endatafli sem auðveldaði honum
að finna leiðina.
66. Hh5+ Kc6 67. Ke4 Rc7 68. Ke5
Ra6 69. Hh4 Kc7 70. Kd5 Kb6 71. Kd6
Kb7 72. Hg4 Kb6 73. Kd7 Kb7 74. Kd8
Kb6 75. Kc8 Ka7
Og í þessari stöðu sættust þeir
Sírov og Hannes á jafntefli. Hvítur
getur ekki bætt stöðu sína frekar
og svartur kemst aldrei í leikþröng
- fræðileg jafnteflisstaða. Þama
slapp Sírov svo sannarlega með
skrekkinn.
-JLÁ