Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992.
Erlend bóksjá
Móðursýki
í massavís
Þekktir breskir leikarar og
skemmtikraftar hafa efnt til sérs-
takra sýninga þar í landi til íjár-
öflunar fyrir The Terence Higg-
ins Trust sem veitir eyönisjúkl-
ingum og aöstandendum þeirra
stuðning. Sýningar þessar bera
nafnið Hysteria, þ.e. móöursýki.
í þessari bók hefur veriö safnaö
saman nokkrum tugum grínat-
riða sem flutt hafa verið á slíkum
samkomum.
Margir þessara leikara og höf-
unda eru vel kunnir hér á landi -
í það minnsta meðal þeirra sem
fylgst hafa með áhugaverðum
enskum grínþáttum í sjónvarp-
inu síðustu misseri. Þar ber sér-
stakiega að nefna þá félaga Step-
hen Fry, Rowan Atkinson og
Hugh Laurie. Margir aðrir koma
hér einnig við sögu, svo sem
Jerry Hall, Elton John, Ben El-
ton, John Cleese og Tina Tumer.
Texti grínatriðanna er hér birt-
ur í heild sinni og yfirleitt fylgir
ljósmynd frá uppfærslu þeirra.
Flest atriðin eru á einn eða annan
hátt tengd kynlífl og eyðnihætt-
unni.
AMASSED HYTSTERIA!
Ritstjórar: Lise Mayer & Rachel
Swann.
Penguin Books, 1991.
C ARO Ll N E LASSALLt
GOING
TOO FAR
Þriggja
manna tal
Þessi skáldsaga er að sumu leyti
líkust leikriti. Sagan gerist á ein-
um degi á svölum einbýlishúss í
Grikklandi. Húseigandinn er
miðaldra kona, Bettina. Hún er
þar á tah við tvo gesti sína -
Johnny, sem hefur verið hjá
henni nokkra hríö, og Deliu sem
er nýkomin. Öll eiga þau rætur í
Suður-Afríku en skapgerð þeirra,
aðstæður, póhtísk afstaöa og fer-
ill er annars hver með sínu lagi.
Bettina er gegnsýrð af and-
rúmslofti grískrar fommenning-
ar og segir ítarlegar sögur af eftir-
minnhegum persónum grískrar
goðafræði.
Delia er á flótta frá stjórnvöld-
um í Suður-Afríku en einnig frá
sjálfri sér og drykkjuþrá sinni.
Johnny er velíauðugur, sléttur
og fehdur á ytra borði en ihviljað-
in- í meira lagi hið innra. Með
lævíslegum tjandskap sínum viö
Delíu hrindir hann af stað
óvæntri atburðarás.
Þetta er stutt skáldsaga en hún
grípur lesandann fóstum tökum.
Stundum er engu líkara en sögu-
persónumar séu af ætt þeirra
harmsöguiegu grísku goða sem
Bettina er sífeht að segja frá.
GOING TOO FAR.
Höfundur: Caroline Lassalle.
Penguin Books, 1992.
Þremur árum
eftir fatwa
Þijú ár eru hðin síðan erkiklerkur-
inn í íran, Kómeiní, lýsti dauðadómi,
fatwa, yfir breska rithöfundinum
Salman Rushdie fyrir skáldsöguna
Söngvar satans sem íslamklerkar
töldu guðlast. Sá atburður gjör-
breytti daglegu lífi Rushdie sem hef-
ur allar götur síðan verið í felum
undir lögregluvernd.
Stuðningsmenn Rushdies í Bret-
landi efndu th baráttusamkomu í
nýhðnum mánuði til að minna á
þessa langvarandi útlegð hans úr
venjulegu mannlegu samfélagi. Öh-
um á óvart mætti hann sjálfur, í fylgd
lögreglumanna, og flutti erindi. Aug-
ljóst var af orðum Rushdies að hann
óttast mjög að bresk stjórnvöld svíki
sig með því að taka upp vinsamleg
samskipti við ráðamenn í íran án
þess að leysa mál hans áður á þann
veg að hann geti farið að lifa eðhlegu
lífi á ný. Þessi ótti er ljóslega ríkur
meðal helstu stuðningsmanna Rush-
dies í Bretlandi.
„Ég hef glatað..."
„Ég hef glatað frelsi mínu, heimih
mínu, fjölskyldu minni, daglegu lífi
mínu og ég vil fá það allt aftur,“ sagði
hann í ræðunni í London.
Rushdie nýtur lögregluvemdar all-
an sólarhringinn. Hún kostar reynd-
ar meira en eitt hundrað mhljónir
íslenskra króna á ári. Hann býr
skamma hríð á hverjum stað og er
þess vegna alltaf á flakki; hefur að
sögn búið í hundruðum íbúða á þess-
um þremur árum.
Þrátt fyrir svo erfiðar aðstæður
hefur Rushdie reynt að sinna rit-
störfum. Það hefur gengið brösulega.
Á dögunum kom að vísu út bókin
Imaginary Homelands en það er safn
ritgerða sem hann hefur samið á
undanfómum ámm. í fyrra sendi
hann frá sér unghngabók sem hann
skrifaði í útlegðinni. Hins vegar hef-
Salman Rushdie áritar unglingasögu sem hann samdi i felum.
ur honum ekki tekist að byrja á nýrri
skáldsögu.
Milljónamæringur
Söngvar satans komu út á Englandi
haustið 1988. í febrúar árið 1989 var
hringt í Rushdie frá fréttastofu
breska útvarpsins, BBC, og honum
tjáð að Kómeiní erkiklerkur hefði
dæmt hann th dauða og reyndar aha
þá sem kæmu nálægt útgáfu bókar-
innar. Hann lokaði dymm og glugg-
um, var viðstaddur minningarguðs-
þjónustu um rithöfundinn Bruce
Chatwin en hvarf svo sjónum
manna. Á þessum þremur ámm hef-
ur hann einstaka sinnum komið
fram opinberlega en þá alltaf óvænt
og í fylgd öflugs lögregluvarðar.
írönsk stjómvöld hafa ekki tekið í
mál að aflétta dauðadóminum yfir
Rushdie. Þvert á móti hafa íranir
sett mikið fé til höfuðs honum; jafn-
gildi um 300 mhljóna íslenskra
króna. Og margir þeir sem hafa kom-
ið nálægt útgáfu bókarinnar hafa
orðið fyrir aðkasti. Þrír reyndar
misst lífið, þar á meðal japanski þýö-
andinn. Sá ítalski lifði af hnífstungu.
Útgefendur og bóksalar máttu þola
hótanir og hryðjuverk. Þess vegna
hefur sagan ekki enn komið út í
pappírskhju. Rushdie var tregða
Penguin í því efni mjög á móti skapi
og fékk því útgáfuréttinn aftur í eigin
hendur nú í janúar. Síðan hefur ver-
ið reynt að fá samstöðu margra for-
laga um útgáfu bókarinnar í pappírs-
kilju. Það hefur ekki gengið enn sem
komið er.
Hitt er svo annað mál að Rushdie
og nánustu samverkamenn hans
hafa grætt vel á þessari bannfærðu
skáldsögu. Hún hefur gert hann sjálf-
an að margfóldum mhljónamæringi
og umboðsmenn hans í London og
New York sömuleiðis.
En þær mhljónir duga honum
skammt á meðan hann getur ekki
um frjálst höfuð strokið.
Metsölukiljur
Bretland
SkAldsogur:
1. Ðen Okrl:
THE FAMISHED HOAD.
2. Gabrlel G. Marquez:
THE GENERAL IN HIS
LABYRINTH.
3. Judlth Krantz:
DA22LE.
4. Rosamunde Pllcher:
THE ROSAMUNDE PILCHER
COLLECTION - 2.
5. Colin Dexter:
THE JEWEL THAT WAS OURS.
6. Mary Westey:
THE CAMOMILE LAWN.
7. Thomaa Harrls:
THE SILENCE OF THE LAMBS.
8. Pat Conroy:
THE PRINCE OF TIDES.
9. Melvyn Bragg:
A TIME TO DANCE.
10. Maeve Blnchy:
CtRCLE OF FRIENDS.
Rit almenns eðlis:
1. Jlm Garrison:
ON THE TRAIL OF THE
ASSASSINS.
2. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
3. Hannah Hauxwetl:
SEASONS OF MY LIFE.
4. Hannah Hauxwoll;
DAUGHTER OF THE DALES.
5. John Harvey-Jones:
QETTING IT TOOETHER.
6. Kltty Kellay:
NANCY REAGAN: THE UN-
AUTHORI2ED 8IOGRAPHY.
7. Kitty Fergusön:
STEPHEN HAWKING: QUESTFOR
THE THEORY OF EVERYTHING.
B. Tom Bower:
MAXWELL: THE OUTSIDER.
9. Jeremy Paxman:
FRtENDS IN HIGH PLACES.
10. Timothy Good:
ALIEN LIAISON.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
THE FIRM.
2. Danielte Steel:
HEARTBEAT.
3. Fannle Flagg:
FRIED GREEN TOMATOES AT
THE WHISTLE STOP CAFE.
4. Mary Hlggins Clark:
LOVES MUSIC, LOVES TO
DANCE.
5. Pet Conroy:
THE PRINCE OF TIDES.
6. V.C. Andrews:
TWILIGHT S CHILD.
7. Sandra Brown:
TEXASI SAGE.
8. Judlth Krantz:
DAZZLE.
9. LaVyrie Spencer:
FORGIVING.
10. Terry Brooks:
THE DRUID OF SHANNARA.
11. Jude Deveraux.
ETERNITY.
12. Martha Grimes:
THE OLD CONTEMPTIBLES.
13. Michael Crichton:
JURASSIC PARK.
14. Mlchael Jan Friedman:
FACES OF FIRE.
15. Stephen King:
THE WASTE LANDS.
Rit almenns eöiis:
1. Jlm Garrison:
ON THE TRAIL OF THE
ASSASSINS-
2. Deboroh Tannen:
YOU JUSTDON'T UNOERSTAND,
3. M. Scotl Peck:
THE ROAD LESS TRAVELLED.
4. Robert Bly:
IRON JOHN.
5. V. Bugliosi & B.B. Henderson:
AND THE SEA WILL TELL.
6. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
7. Jim Marrs:
CROSSFIRE.
8. R.J. Groden & H.E. Livingstone:
HIGH TREASON.
9. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
10. Dianc Ackermon:
A NATURAL HISTORY OF THE
SENSES.
11. Sue Bender:
PLAIN AND SIMPLE.
12. Kenneth C. Ðavls:
DON’T KNOW MUCH ABOUT
HISTORY.
(Byggl á Nsw York Times Book Review)
Danmörk
Skaldsogur:
1. Jorn Rlel:
SIGNALKANONEN OG ANDRE
SKR0NER.
2. Andre Brink:
RYGTER OM REGN.
3. Carit Etlar:
GJ0NGEH0VDINGEN,
4. Mary Wesley:
IKKE EN AF DEN SLAGS PIGER.
5. Betty Mahmoody:
IKKE UDEN MIN DATTER.
6. Herbjorg Wassmo:
DINAS BOG.
7. Reglne Delorges:
PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL.
B. Leif Davldsen:
DEN RUSSISKE SANGERINDE.
9. Leil Davidsen:
UHELLIGE ALLIANCER.
10. Carit Etiar:
DRONNINGENS VAGTMESTER.
(Byggt á Politlken Ssndag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Blaðamaðurinn
Graham Greene
Breski rithöfundurinn Graham
Greene lifði árum saman af
blaðamennsku áður en hann
hlaut slíka viðurkenningu fyrir
skáldverk sín að hann gat helgað
sig þeim ritstörfum. Blaða-
mennskan var sömuleiðis mikil-
væg fyrir skáldskapinn en marg-
ar skáldsagna hans gerast í fjar-
lægum löndum sem Greene hafði
heimsótt.
Þegar hafa verið gefnar út
nokkrar bækur sem hafa að
geyma ritgerðir, blaðagreinar og
kvikmyndagagnrýni Greene. í
þessu riti er safnað saman ríflega
níutíu greinum sem þá urðu af
ýmsum ástæðum útundan. Rit-
stjórinn, Judith Adamson, leitaði
víða fanga í blöðum og tímaritum
og fann ýmsar greinar sem
Greene mundi vart eftir aö hafa
skrifað.
Elstu greinina í þessu safni
samdi Greene þegar hann var
aðeins nítján ára. Þar lýsir hann
írsku borginni Dubhn á persónu-
legan hátt. Annars eru hér frá-
sagnir hans frá fjölmörgum lönd-
um en jafnframt greinar um til
dæmis stjórnmál, bókmenntir og
kvikmyndir. Vissulega forvitni-
leg viðbót við fyrri greinasöfn
þessa merka rithöfundar og
blaðamanns.
REFLECTIONS.
Höfundur: Graham Greene.
Penguin Books, 1991.
'IH£ BEST AMffilCAN
(RIME HDVEl SJNCt 4
mmmiMmr*.
- mHimoNpösrx
Hörkuátök
í NewYork
Hörmulegir atburðir gerast í
La Guardia menntaskólanum í
New York. Piltur úr skólanum
finnst í einum íþróttasala skólans
með skólasystur sína í fanginu
og hníf í hendi. Einn kennaranna,
Steven Hillyer, reynir að tala pilt-
inn til. Áður en honum tekst það
kemur lögreglan á vettvang og
banar piltinum með byssuskoti. í
ljós kemur að stúlkan var látin
þegar pilturinn var skotinn og aö
lögreglumennirnir vissu það.
Með þessum atburði hefst þessi
hraða og læsilega sakamálasaga
sem er svo sannarlega hörku-
spennandi og viðburðarík. Hún
fjallar ekki aðeins um rannsókn
þessara atburöa heldur ekki síð-
ur þær pólitísku flækjur sem af
málinu hljótast. Steven Hillyer
kemst fljótlega að raun um að
margt er öðruvísi en ætla mætti
og að engum er að treysta.
Þetta er hreint út sagt fyrsta
flokks spennusaga.
TYGERS WRATH.
Höfundur: Philip Rosenberg.
Penguin Books, 1992.