Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992.
15
fvpd'V- £ ptW'f'-*! Wm útfýr j-
fyji i jpH L a m ... V.
-v.V ' 11
wf Æm ' - \ 1 ggl . n
MR W ; - ‘ ' /fe; ■T’T' •-~ jfcpfc- |
Jgjí|jgjj M&SSSm * \
11% |
lOy/í.
Wm{ jí^SiS
„íslendingar hafa einfaldlega ekki enn skorið á andlega naflastrenginn við dönsku mömmu þótt næstum hálf öld sé liðin frá lýðveldisstofnun og nærri þrír fjórðu aldar frá fullveldistökunni."
Bless, Danmörk
Þeim sem hafa langtímum saman
verið öðrum háðir reynist oft erfitt
að meta hlutina á eigin forsendum
þegar þeir standa loks á eigin fót-
um.
Þótt þjóðir hljótí formlegt sjálf-
stæði er hugarfarið gjarnan áfram
flötrað í böndum nýlenduherr-
anna. Til dæmis halda margar slík-
ar þjóðir, löngu eftir að þær hafa
öðlast sjálfstæði, að miðpunktur
alheimsins sé í höfuðborg fyrrum
herraþjóðar, jafnvel þótt um sé að
ræða afkima í veröld samtímans.
Þessu má einna helst líkja við þá
staðreynd að margir eru bundnir
eins konar andlegum naflastreng
við mæður sínar fram eftir öllum
aldri og ná því ekki að sjá tilveruna
með eigin augum.
Þegar nýlendur öðlast sjálfstæði
halda þær því gjarnan áfram óeðh-
lega nánum tengslum við herra-
þjóðina fyrrverandi í stað þess að
horfa vítt um lönd og marka sér
sjálfstæða stöðu í samskiptum við
umheiminn. Nýfijáls ríki eru
þannig gjörn á að apa fáránlegustu
hefðir eftir gömlu nýlenduherrun-
um og beina viðskiptum og menn-
ingarsamskiptum til þeirra langt
umfram það sem eðlilegt er eða
hagkvæmt.
Þetta á líka við um íslendinga.
íslenskri þjóð tókst loks eftir
langvarandi aumingjaskap að end-
urheimta sjálfstæði sitt á þessari
öld. Þá höfðu Danir fengið að kúga
og kúska íslendinga í aldaraðir.
Sjálfstæði fengu íslendingar ekki
vegna sérstakrar góðmennsku
dönsku nýlenduherranna. Þar
réðu fyrst og fremst breytt viðhorf
í heimsmálum vegna umbyltinga
tveggja stórstyrjalda. FuUveldið
fengum við undir lok fyrri heims-
styrjaldarinnar þegar ný áhersla
var lögð á sjálfsákvörðunarrétt
smáþjóða, en fidlt sjálfstæði fyrir
eigin frumkvæði í þeirri síðari þeg-
ar Danir sátu án teljandi mót-
spymu við fótskör þýskra nasista
og gátu engin afskipti haft af ís-
lenskum málum árum saman.
Einstefnubraut
Þrátt fyrir að íslendingar fengju
fuUveldi og síðar sjálfstæði héldu
þeir áfram nánum samskiptum við
gömlu herraþjóðina.
Mikill hluti íslenskra viðskipta
fór þannig áfram í gegnum danska
kaupmenn. Heildsalar keyptu
gjaman vörur af Dönum þótt þær
væm framleiddar í öðrum löndum
og auðvitað mun hagkvæmara að
kaupa þær beint frá framleiðend-
um. Þetta hefur sem betur fer mik-
ið breyst síðustu áratugina en vafa-
laust em samt mörg dæmi um að
Danir græði enn á íslandsverslun.
Á nýlendutímanum var háskóU
íslendinga í Kaupmannahöfn. Eftir
ehdurheimt fuUveldis og sjálfstæð-
is hafa ótrúlega mikU menningar-
tengsl haldist við Dani. En þar hef-
ur, vel að merkja, verið um ein-
stefnubraut að rseða, eins og gjam-
an í samskiptum fyrmm nýlendu
við herraþjóð. íslendingar héldu
sum sé áfram að leita fræðslu og
andlegrar næringar í Danmörku.
Ljósasta dæmið um þetta var að
þúsundir íslendinga sóttu eins og
áður framhaldsmenntun sína til
Danmerkur eins og hún væri enn
nafli íslensks þjóðfélags. Hin síöari
ár hafa námsmenn sem betur fer
farið í vaxandi mæU til annarra
landa sem eru meira í þjóðbraut
nútímastrauma í vísindum og Ust-
um en samt leitar mikiU fjöldi ís-
lenskra námsmanna enn á dönsk
skólamið.
Danska mamma
Eftirhreytur nýlenduhugsunar-
háttarins ná þó hámarki hér á landi
í þeirri ótrúlegu staðreynd að enn
í dag er íslenskum börnum þröng-
vað til að læra dönsku í bamaskól-
um. Jafnvel er eytt í það miklu
meiri tíma, orku og peningum að
troða dönsku í íslensk böm en að
kenna þeim ensku - tungumáUð
sem öUum sem eiga samskipti við
aðrar þjóðir er nauðsynlegt að
kunna.
Nýlenduherrar hafa aUa tíð lagt
einna mesta áherslu á að ræna íbúa
nýlendna sinna eigin tungu, menn-
ingu og trúarbrögðum og neyða þá
til að nota í staðinn tungu, menn-
ingararf og guöi herraþjóöarinnar.
Fyrir endurreisn fuUveldisins
notuðu íslendingar, ekki síst emb-
ættismenn og annað svokaUað fyr
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
irfólk þjóðfélagsins, danskíslenskt
hrognamál, eins og sjá má í skjöl-
um þess tíma. Dönum tókst samt
sem áður ekki að eyðUeggja ís-
lenska tungu. Þvert á mótí hefur
hún risið upp úr dönsku forinni á
þessari öld, ótrúlega hrein og tær.
íslendingar gera sér auðvitað
grein fyrir þvi að íslenskan er ekki
vænleg til útflutnings. Engum dytti
í hug að gera íslensku að skyldu-
námsgrein í erlendum bamaskól-
um. Jafnvel í Skandinavíu þætti
slíkt fáránlegt, og það réttilega.
Jafn fáránlegt er aö við skulum
neyða bömin okkar til að sóa orku
sinni og tíma í aö læra dönsku
árum saman. Danska er útkjálka-
mál í veröldinni í dag. Hún er eng-
um til gagns nema Dönum sjálfum.
Ekkert sem skiptir einhveiju máli
er sérstaklega eða einvörðungu rit-
að á danska tungu, hvorki í vísind-
um né bókmenntum. Samt em ís-
lensk böm neydd tíl að leggja meira
á sig til að læra dönsku en ensku,
hvað þá frönsku eða þýsku - svo
að nefndar séu þær heimstungur
sem ráðandi em og verða í alþjóð-
legum samskiptum.
Þetta dönskudekur kemur því
ekki tU af nauðsyn. Það er þvert á
móti andstætt raunverulegum
þörfum þjóðarinnar nú á tímum.
Ástæðan er eingöngu undirlægju-
háttur gagnvart fyrrum nýlendu-
hermm okkar - kannski ómeðvit-
aður en jafn raunverulegur fyrir
því.
íslendingar hafa einfaldlega ekki
enn skorið á andlega naUastreng-
inn við dönsku mömmu þótt næst-
um hálf öld sé hðin frá lýðveldis-
stofnun og nærri þrír fjórðu aldar
frá fuUveldistökunni.
Það er kominn tími til að skera.
Á vegamótum
Þær öm breytingar, sem orðið hafa
í alþjóðamálum síðustu misseri,
gefa Islendingum gullið tækifæri til
að endurmeta stöðu sína í samfé-
lagi þjóðanna, sjá veröldina á eigin
forsendum og sýna raunverulegt
sjálfstæði í orðum og athöfnum.
Það er rétt sem sagt hefur verið
að við stöndum af þessum sökum
á vegamótum. Miklu skiptir að rétt
sé vahð. Annars endum við í blind-
götu.
Skandinavar einbhna á Þýska-
land og Evrópubandalagið þeirra.
Ljóst er að innan fáeinna ára verða
þeir alUr komnir undir skrifræðis-
báknið í Brassel; þunglamalegasta
og óhagkvæmasta skriffinnsku-
kerfi veraldarinnar eftir að Sovétið
hrundi. Norræna veislusamstarfið
breytir um svip. Það mun í framtíð-
inni snúast um valdabaráttu innan
évrópska bandalagsins.
Skandinavar era að reyna að fá
íslendinga með sér inn í evrópsku
blindgötima. Vísa til þess aö íslend-
ingar eigi á hættu að einangrast frá
Skandinavíu. Sumir stjómmála-
menn hér á landi segjast óttast
sUka þróun og bUmskakka augum
til Brussel.
En það er ekkert að óttast.
Við eigum þvert á móti að fagna
því að breytt heimsmynd gefur
okkur tækifæri tíl að skera á
morknaða naflastrengi; rekur okk-
ur til að beina sjónum tíl annarra
átta og meta veröldina á eigin for-
sendum.
Viðskiptí við Evrópu skipta okk-
ur vissulega miklu máli. MikUvægt
er aö hafa góða viðskiptasamninga
við Evrópubandalagið. Samkomu-
lagið um evrópskt efnahagssvæði
virðast fullnægja okkar þörfum í
því efni. Það skiptir okkur engu
máU þótt aðrir aöUar að þeim
samningi gangi í Evrópubandalag-
ið.
En þótt Evrópa sé mikilvæg í dag
þá er framtíðin annarra.
Eina risaveldið í heiminum í dag
er í Ameríku. íslendingar þurfa að
efla viðskipta- og menningartengsl
við Bandaríkin og Kanada. Fyrir
nærri hálfri öld var lagt til á Al-
þingi að gerður yrði fríverslunar-
samningur við Bandaríkjamenn.
Því máU hefur Utillega verið hreyft
að undanfórnu. Á það þarf að leggja
mikla áherslu næstu misseri. Ekki
síður ef Evrópurikin ýta Banda-
ríkjamönnum í vaxandi mæU út
úr vamarsamstarfmu, eins og
margt bendir tíl. Það kaUar á ný-
hugsun af íslendinga hálfu, því
okkar staða er aUt önnur en evr-
ópsku meginlandsþjóðanna.
ÖUugasta efnahagssvæði fram-
tíðarinnar verður hins vegar við
Kyrrahaf. Japan er þar í farar-
broddi en mörg önnur Kyrrahafs-
ríki era á fuUri ferð á sömu braut
stórstígra efnahagslegra framfara.
Möguleikar okkar á viðskiptum við
þjóðir Kyrrahafssvæðisins era afar
miklir.
TU þessara heimshluta Uggja
þjóðbrautir. Látírni því ekki hræða
okkur til að velja bUndgötima.
EUas Snæland Jónsson