Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992.
43
Talið er að um 45% þeirra sjúklinga sem leggjast á sjúkrahús vegna kransæðastíflu fái einhver þunglyndis-
einkenni. Hannes var einn þeirra. Hann sá engan tilgang í endurhæfingu. Það hafðist ekki upp úr honum orð
og á síðkvöldum sat hann einn og grét.
Þunglyndi eftir
kransæðastíflu
Hannes B., embættismaður í þjón-
ustu lýðveldisins, fékk kransæöa-
stíflu um daginn. Hann hafði lifað
annasömu lífi sem einkennst hafði
af þrotlausu klifri upp torfæran
metorðastiga ráðuneytanna.
Nokkrum sinnum fannst Hannesi
freklega fram hjá sér gengið og póh-
tískir skutulsveinar fengu stöður
sem honum bar. Aldrei gafst hann
þó upp heldur þrjóskaðist við á
grýttri framabrautinni.
Hann kvæntist ungur stúlku í
Kennaraskólanum sem rakti ættir
sínar og getnað inn í ráðuneytin.
Þau eignuðust þrjú mannvænleg
böm sem Hannes neyddi til náms í
menntaskólum. Smám saman virt-
ist lífið vera að færast í ákjósanlegt
horf. Hannes komst í ágæta stöðu,
átti hús á réttum stað og þýskan bíl
og starfaði kappsamlega í eftirsótt-
um karlaklúbbum.
Eiginkonan eygði von um yfir-
kennarastöðu og vann í frístundum
að líknarmálum á vegum félags
ættgöfugra kvenna á besta aldri.
Bömin era öll í námi og sambúðum,
lifa á námslánum og gengur vel.
Bamabömin era orðin tvö, sann-
kallaðir augasteinar afa og ömmu
og heita í höfuðiö á þeim og bera
þannig áfram inn í framtíðina
nafnahefð margra kynslóða af sam-
viskusömum embættismönnum.
Skyndilegur verkur!
Þá gerðist það einn morguninn að
Hannes fékk skyndilega mikinn
verk fyrir brjóstið sem leiddi út í
vinstri handlegginn. Hann kald-
svitnaði og greip um stigahandrið
sér til stuðnings. Honum sortnaði
fyrir augum af sársauka og kallaði
í skelfmgu til konu sinnar. Hún
gerði stutt hlé á snyrtiverkum
morgunsins og kom bónda sínum til
aðstoðar. Hringdi hún strax á
sjúkrabíl sem kom að vörmu dekki.
Út úr bílnum hiupu vörpulegir,
glaöværir sjúkraflutningsmenn og
læknir og hjúkrunarfræðingur sem
geisluðu af æsku, atorku og kunn-
áttuenaugunvoruísköld.Þau *
sögðu fátt við Hannes en settu
leiðslur á brjóst og nál í æð og gáfu
honum verkjalyf. Hann var drifinn
upp á börur og keyrður á spítala.
Innan nokkurra stunda leiö honum
betur en önnum kafnir læknar
sögðu honum á hlaupum að hann
hefði fengið kransæðastíflu.
„Þetta verður allt í lagi,“ sagði
einn og horfði annars hugar á sjón-
varpsskerm sem sýndi hjartslátt-
inn.
Á næstu dögum fékk Hannes alls
konar lyf vegna óreglu á hjartslætti
og verkja og um tíma virtist tvísýnt
um líf hans. En smám saman jafn-
aði hann sig og varð verkjalaus en
kvartaði undan mikilh andlegri
þreytu. Þetta jókst og Hannes varð
ákaflega niðurdreginn, dapur og
beiskur. Honum fannst tilveran grá
Á læknavaktinni
Óttar
Guðmundsson
læknir
og morgundagurinn huhnn þokum
vonleysis. Hann sá engan tilgang í
sjúkraþjálfun eða endurhæfmgu
enda væri hann maður án framtíð-
ar. Það hafðist ekki upp úr honum
orð og á síðkvöldum sat hann einn
og grét. Þetta var talið mikið vanda-
mál og var geðlæknir fenginn th
ráðuneytis um andlegt ástand
Hannesar.
Þunglyndi eftir
kransæðastíflu
Þunglyndi eftir kransæðastíflu er
algengt fyrirbæri. Tahð er að um
45% þeirra sjúkhnga sem leggjast á
sjúkrahús vegna þessa fái einhver
þunglyndiseinkenni. Það er alvar-
legt mál vegna þess að mikill dapur-
leiki getur haft slæm áhrif á fram-
tíðarþróun sjúkdómsins. Slíkum
þunglyndum sjúkhngum er hættara
við fylgikvillum kransæðastiflunn-
ar, þeir hafa meiri verki, þurfa oftar
að leggjast-inn á nýjan leik og
skyndidauði er algengari í þessum
hópi.
Bjartsýni, æöruleysi og glaðværð
virðist þannig auka batalíkur.
Vegna þessa er mjög þýðingarmikið
að veita meðferð þegar fólk kvartar
undan alvarlegu þunglyndi eftir
kransæðastíflu. Helstu einkenni
era:
1. Deyfö og dapurleiki mestahan
daginn.
2. Minnkaður áhugi og hth ánægja
afdagleguamstri.
3. Mikh eða líth matarlyst sem leið-
ir th þess að fólk þyngist eða leggur
af.
4. Svefnleysi eða of mikhl svefn.
5. Óróleiki eða algjört aðgerðaleysi.
6. Þreyta og orkuleysi.
7. Fólki finnst það vera einskis virði.
Sumum finnst þeir jafnvel sekir um
einhvem voðaverknað.
8. Minnkuð hæfni th að hugsa skýrt,
erfitt að taka ákvarðanir.
9. Stöðugar hugsanir um dauðann
og jafnvel um sjálfsmorð.
Þessi einkenni eru oft í engu sam-
ræmi við andlegt ástand einstakl-
ingsins áður en hann veiktist.
Meðferð
Hannes var greinhega kominn í
alvarlegt þunglyndi. í viðtalinu við
geðlækninn endurtók hann í sífellu
að hann sæi enga framtíð neins
staðar. Hann kvaðst helst vhja
deyja.
„Krans á leiði er sambærhegur við
kransæðastíflu í hjarta," endurtók
hann í sífellu. „Hver getur notað
embættismann með bijóstverk en
ekkert brjóstvit. í valdapoti ráðu-
neytanna verður hjartað að vera
sterkt eins og vél í frystitogara."
Geðlæknirinn lagði línur fyrir
áframhaldandi meðferð. Hann
bauðst th aö tala við Hannes nokkr-
um sinnum. Slík viðtöl eru sérlega
þýöingarmikil. Þá er hægt að segja
sjúkhngnum frá kransæðasjúk-
dómnum, batahorfum og hfshkum
og leiðrétta mikið af ranghugmynd-
um sem margir hafa um þennan
sjúkdóm.
Þeir ræddu um ýmsar hhðar sjúk-
dómsins sem vafist höfðu fyrir
Hannesi, kynlíf, mataræði, líkams-
rækt o.fl. Hann hjálpaöi Hannesi að
horfast í augu við þær neikvæðu
tilfmningar sem kviknað höfðu í
bijósti hans. Hannes var hvattur til
aö taka þátt í endurhæfmgunni af
fullum krafti.
Lyf era oft notuð í alvarlegu þung-
lyndi. Flest þeirra eru þó þeim ann-
mörkum háð að virka hla á sjúkl-
inga með hjartasjúkdóma. Sum
þeirra lækka blóðþrýsting, önnur
hafa skaðleg áhrif á hjartsláttar-
tíðni. Geðlæknirinn valdi að gefa
Hannesi alprazolam (Tafh) sem hef-
ur ágæt áhrif á spennu og þung-
lyndi eins og það sem Hannes var
að fást við. Það dugði ekki svo að
hann bætti við ööra lyfi, fluoxetine
(Fontex).
Hannes jafnaði sig smám saman á
þunglyndinu og fór að stunda end-
urhæflnguna af sama kappi og
valdabaráttuna í ráðuneytinu.
Hann komst til ágætrar heilsu á
nýjan leik, hætti að reykja og gerði
ákveðnar breytingar á lífi sínu.
„Ég vh aht til þess vinna að lifa
lengur," sagði Hannes og bætti viö:
„Víðar er líf en í ráðuneytum."
Massíít haröviðarparket
Tilbúið til áiímingar
Lakkað.vandað parket
Verö frá 1880 kr. stgr.
Mðsaík - Stafaparket - Útihurðir • Stigar
Opiö laugardaga kl. 10 -16.
Parket og huröir sf
Týsgötu 8, sínru 26699
CILP ER NYTTOG
SÉRSTAKT BINDIFR/
LIBRESSE.
LITLIR KANTAR BRJÓTAST
UM BUXNABRÚNINAOG
- VARNALEKA.
ÞVÍ ERBINDIÐ ÞANNIG
HLUTI AF BUXUNUM.
Heildsala
Kaupsel sf., Laugavegi 25, sími 27770
UMHVERMSVftH
iui k L N 1 N G