Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn mánudaginn 9. mars 1992 kl. 20.30 að Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Til sölu eða leigu húseign í Vestmannaeyjum Kaup eða leigutilboð óskast í Kirkjuveg 22, Vestmannaeyjum (Samkomuhús Vestmannaeyja). Stærð hússins er 9.275 m3. Brunabótamat er kr. 102.404.000,-. Húsið verður til sýnis í sam- ráði við Ingvar Sverrisson, fulltrúa bæjarfógeta Vestmannaeyjum, sími 98-11066. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrif- stofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð, merkt „Útboð 3801 /2", skulu berast fyrir kl. 11.00 þann 20. mars 1992 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RÍKISIIMS BORGARTUNI 7 I05 REYKJAVIK KJARVALSSTOFA í PARÍS Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samn- ingi við stofnun sem nefnist Cité Internationale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts er tekur endan- lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heim- ilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnað- ar sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dval- argestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín ef óskað er. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1992 til 31. júlí 1993. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar i skjalasafni borgarskrifstof- anna að Austurstræti 16 en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 30. mars næstkomandi. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu TCM Rafmagns- og diesel lyftarar Eigum til afgreiðslu 2,5 tonna rafmagns- og diesel lyftara með eða án snúningsgöfflum. Vélaverkstæði Sigurjóns Jónssonar hf SÍMI (91) 62 58 35 Matgæöingur vikurmar Rjómaostsábætir Margrét Pálsdóttir valdi að fara tiltölulega ótroðnar slóðir sem matgæðingur vikunnar. Hún býð- ur lesendum upp á ítaiskættaðan eftirrétt sem hún hefur sjálf stað- fært. Sérstakur ostur og Utar kex- kökur, sem notast er við í uppruna- legu uppskriftinni, fæst ekki hér á landi og því varð Margrét að stað- færa uppskriftina. Þótt hún sé að- eins öðruvísi gefur íslenska útgáf- an þeirri upprunalegu lítið eftir. Margrét hefur mjög gaman af að matreiða, sérstaklega þegar eitt- hvað óvenjuiegt er í bígerð. Þannig hefur hún dálæti á að elda ítalska og austurlenska rétti en er að sama skapi lítið fyrir að elda hefðbundn- ar steikur. Húsbóndinn er vel Uð- tækur í eldÍJÚsinu, ekki síst þegar tilraunastarfsemi er í gangi. í rjómaostsábæti Margrétarer 6 eggjarauður 125 g sykur og vaniUusykur (bland- að eftir smekk) 400 g ijómaostur 1 peU þeytirjómi 1-1 'h svampbotn - riflnn í búta kait, sterkt kaffi ef viU: líkjör, t.d. Amaretto eða Kahlúa fat eða mót, t.d. soufflémót (kringl- ótt og hátt) Þannig er farið að Þeytið eggjarauðumar ásamt sy- krinum þar til blandan verður ljós og létt. Bætið rjómaostinum út í og síðan óþeyttum þeytirjómanum og hrærið. Setjið kremið og svampbotnsbút- ana tíl skiptis í mótið (á svipaðan Margrét Pálsdóttir. hátt og þegar lasagna er matreitt). Kremið er sett í mótið og síöan er svampbotnsbútunum raðað ofan á þannig að þeir þekji kremið nokk- um vegmn. Þá er bleytt í þessu með kaffinu (og Ukjör). Þetta er síö- an endurtekið eins oft og þarf og endað á kreminu. Kakó er sigtað yfir og síðan skreytt með súkkulaði, kokkteU- beijum og þess háttar. Ábætisrétturinn er settur í kæli og látinn standa þar í að minnsta kosti 3 klukkustundir. Ef hægt er að koma því við er ekki verra að láta réttinn standa í kæU yfir nótt. Margrét skorar á Ingibjörgu Bragadóttur húsmóður að vera matgæðing næstu viku. „Hún kann sitthvað fyrir sér og býr tU mjög góðan mat.“ -hlh Hmhliðin Bifhjólaakstur - er meðal áhugamála Úlfars Snæs Ulfar Snær Amarson hefur skip- að sér á bekk með þeim fáu karl- mönnum sem hafa tekið að sér starf dagskrárþular í Sjónvarpinu en hann byijaði sem þulur í októb- er síðastUðnum. Úlfari líkar vel við starfið og segir það ekkert trufla sig þótt hann sé inni á stofuteppi hjá velflestum landsmönum. „Eg segi vinum mínum bara að veifa tíl mín.“ Þótt starfið leggist vel í Úlfar á hann ekki von á að vera í þular- stólnum til langframa. DagskrárþuUmir sitja í smá- kompu við að kynna dagskrána en það vUja sjálfsagt margir vita hvað þeir gera milU kynninga. „Maður horfir oftast á sjónvarpið eða les blöðin. Þá þarf stundum að undirbúa næstu kynningu en við skrifum kynningamar sjálf.“ Þaö er CÚfar Snær sem sýnir les- endum DV á sér hina hUðina í dag. FuUt nafn: Úlfar Snær Amarson. Fæðingardagur og ár: 31. október 1966. Maki: Gréta Guðmundsdóttir. Böm Saga, 1 'A árs. Bifreið: Lada Lux, árgerð 1984. Starf: Nemi í íslensku við Háskól- ann og þulur. Laun: 40 þúsimd á mánuði. Áhugamál: Bifhjólaakstur og lúðrablástur. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i iottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Leika við dóttur mína. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Reikna út heimiUsfjármáUn. Úlfar Snær Arnarson. DV-mynd GVA Uppáhaldsmatur: Skyr með rúsín- um, púðursykri og rjóma. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Hjalti Úrsus. Uppáhaldstímarit: Skímir. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Banda- ríska leikkonan Rosanne Arquette sem lék í Big Blue. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég hefði viljað hitta karl dagskrárþular heitinn, hann afa minn. Uppáhaldsleikari: James Woods. Uppáhaldsleikkona: Sigríður Haga- Un. Uppáhaldssöngvari: Prófessor Höskuldur Þráinsson. Uppáhaldsstjórnmáiamaður: Steingrímur Hermannsson. Uppáhaidsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og veður. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Andvíg- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stein- grímur Ólafsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Adolf ErUngsson, sem sér um íþrótta- spegiUnn, er ansi góður. Uppáhaldsskemmtistaður: Casa- blanca. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Valur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að hafa meiri tíma, manni finnst aldrei vera nægur tími þegar maður er að gera eitt- hvað. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór meöal annars í Þórsmörk. Við giftum okkur í sumar og þess vegna er brúðkaupsferð í vændum. Við höfum ekki ákveðið nákvæmlega hvert við förum en það verður ein- hver góður staður í Evrópu. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.