Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. Hafnar eru æfingar á amerískri uppfærslu Brúöarmyndarinnar eftir Guðmund Steinsson. Þaö mun vera fyrsta íslenska leikritiö sem sett er á svið í amerískri útfærslu í Banda- ríkjunum. Leikstjóri verksins er Rebecca Kreinen en hún hefur leikstýrt fjölda svonefndra Off-Broadway leikrita. Hún hefur einnig veriö leiklesari á árlegri ráðstefnu leikritaskálda síö- an 1984. Þá hefur hún staðið að und- irbúningi og framleiðslu ýmissa inn- lendra og erlendra nútímaleikrita. Rebecca hefur einnig unnið við kvik- mynda- og myndbandagerð, verið virkur þátttakandi í amerísku leik- hstarlífl og hefur hlotið mjög góða dóma fyrir störf sín fram að þessu. Alls eru áætlaðar tíu sýningar á Brúðarmyndinni; frumsýnt verður föstudaginn 20. mars en sýningum lýkur sunnudaginn 29. mars. Það er í Kampo Cultural Center, 31 Bond Street, Manhattan, sem leiksýning- amar fara fram og tekur salurinn 90 manns í sæti. Ýmsir aðilar og fyrir- tæki, íslensk og erlend, hafa styrkt uppfærsluna og má þar nefna Amer- ican Scandinavian Tourist Board, Coldwater, Flugleiðir, Frankhn Furnace Archives og Propaganda Films. Guðmundur Steinsson var vænt- anlegur til New York 3. mars til að vera viðstaddur æfingar og sýningar á Brúðarmyndinni. Að sögn leik- stjórans, Rebeccu Kreinen, munu Rebecca Kreinen leikstjóri og William Atli Kendall, þýðandi Brúðarmyndar Guðmundar Steinssonar i New York. William er íslenskur i aðra ættina. þau Guðmundur í sameiningu móta endanlega útfærslu verksins. Ný endurbætt þýðing Fyrir nokkrum árum þýddi Martin Regal Brúðarmyndina á enska tungu. Þar eð sú þýðing er einkum miðuð við breskt málsamfélag þótti nauösynlegt að laga þýðinguna að bandarískum aðstæðum. Whliam Ath Kendall, sem er ís- lenskur í aðra ættina, tók að sér verkið í samvinnu við leikstjórann. Saman fóru þau í gegnum ensku frumþýðinguna, veltu vöngum yfir því hvemig Brúðarmyndin yrði best borin á borð fyrir ameríska áhorf- endur og lagfærðu eftir atvikum. Wilham Ath starfaði í nokkur ár sem leikari hér vestanhafs, fór með hlut- verk í hinum ýmsu sápuóperum, sem svo eru kahaðar, en hefur nú að mestu sagt skilið við leikhstina og snúið sér að fjármálaráðgjöf. Hann sagði þaö hafa verið mjög áhugavert að takast á við þýöinguna, bæði vegna hrifningar hans á verkinu og að það hafi fært sig nær leikhstinni á ný. Og hann kvaðst nokkuð ánægð- ur með árangurinn. Áður sýnt á íslensku Árið 1986, á svokahaðri Eugene O’Neill ráðstefnu leikritaskálda í Connecticut, kom hópur leikara að heiman og færði upp Brúðarmynd- ina undir leikstjórn Stefáns Baldurs- sonar. Leikritið var þá sýnt á ís- lensku en enskumælandi áhorfend- um gefinn kostur á að hlusta á þýð- ingu Martins Regal gegnum heymar- tól meðan á sýningu stóð. William Ath var einn lesaranna og í fram- haldi af því var hann nýverið fenginn til aö staðfæra leikritið og lagfæra eldri þýðinguna. Hann sagði í sam- tali við DV að með þátttöku sinni á umræddri ráðstefnu hefði honum orðið ljóst að til þess að koma á fram- færi boðskap verksins til amerískra áhorfenda þyrfti ýmsu að breyta. Og það varð úr eins og þegar hefur kom- ið fram. Um höfundinn í kynningarbækhngi um Brúðar- hátt. í skrifum hans er augljóst að það samfélag sem hann á rætur að rekja th er mun lengra komið í bar- áttu kvenna en bandarískt þjóðfélag. Við heyrum ekki þessa rödd frá bandarískum höfundum. Ástæðan er ekki einungis hugleysi þeirra heldur einnig sú að th þess að ná árangri hér þurfa konur að feta í fótspor karlmanna þar eð við höfum ekki enn fundið eigin styrk eða hvemig koma beri honum á framfæri." Veruleiki verksins Rebecca Kreinen sagði að ótrúlega mikinn sannleik væri að finna í Brúðarmyndinni. Upptökuvélin á sviðinu væri blákaldur raunveru- leikinn. Fjölmiðlamir, sem í mörg- um tilvikum væru fulltrúar ríkjandi stjórnar, hfðu á óhamingju og hörm- ungum fólksins. Þeir væm tilfinn- ingalaust afl, án andhts og um- hyggju. Auk þess ýttu þeir undir misskiptingu kynjanna. Og á þá vegu væm áhrif fjölmiðlanna á menningu ógnvænleg. Rebecca sagði það einnig vekja hjá sér ugg að Bandaríkin, sem væru eitt leiðandi ríkja í heiminum, ættu enn óralangt í land að jafnrétti kynj- anna. „Guðmundur hittir að mínu áhti sannarlega naglann á höfuðið. Hann setur sögu umræddrar fjöl- skyldu í samhengi viö heimsmálefni og vegna einstaks innsæis í mannlegt eðh tekst honum afburðavel th. Hann varpar ljósi á sambönd eða sam- bandsleysi milh einstakhnga innan fiölskyldu og sýnir um leið hversu brothætt manneskjan er. Ég veit að þessi uppfærsla er einungis byriunin á samvinnu okkar Guðmundar. Við emm þegar farin að leggja grunninn að næstu uppfærslu," sagði leikstjór- inn að lokum. Boð til heiðurs Guðmundi Að lokinni sýningu fimmtudaginn 26. mars verður haldið boð th heið- urs höfundi. Það er Íslensk/Amer- íska-félagið í New York sem stendur fyrir samkomunni og mun Guð- mundur Steinsson veröa viðstaddur. Öhum sem svo sýnist og leið eiga um stórborgina er velkominn aðgangur, Anna T. Pálmadóttir, New York. Frá æfingu á Brúöarmyndinni. myndina segir að Guðmundur Steinsson sé íslenskur rithöfundur og leikritaskáld, fæddur á Eyrar- bakka en að mestu ahnn upp í Reykjavík. Hann hafi lagt stund á lífeðhsfræði við Bostonháskóla og bókmenntir við Sorbonne í París. Honum hafi verið veittur breskur styrkur til að læra leikhúsfræði hjá Grotosky og fengið í framhaldi af þvi styrk th að fara th Austur-Þýska- lands sem þá var og hét. Nýlega hafi honum verið boðið á alþjóðlegt rit- höfundanámskeið í Bandaríkjunum og sé nú heiðursfélagi í ritlist við háskólann í Iowa. Einnig er fiallað um útgefnar bækur Guðmundar Steinssonar, þátttöku hans í leikhús- málum heima og heiman og að síö- ustu nefnd leikrit hans. Þá er sagt að verið sé að kvikmynda leikrit hans Lúkas/Mattheus í Eistlandi og sé það fyrsta kvikmyndin sem þar er gerð eftir að ríkið öðlaðist sjálf- stæði frá Sovétríkjunum. Sorgarleikur lífsins Um Brúðarmyndina er sagt að verkið sé frumlegt og auk þess að vera hefðbundin uppfærsla hvað tækni viðkemur sé myndband í gangi á sviðinu ahan tímann. Þannig sé líf persónanna átta, sem leiknar eru af leikurum af óhkum kynþáttum, skoðað gegnum hnsu upptökuvélar- innar. Ætlun upptökumannsins er að festa á band sorgarleik lífsins. Brúðarmyndin er sögð búa yfir kald- hæðnislegri kímni í bland við þann bitra veruleika sem brothætt mann- skepnan þarf að takast á við. Blaða- maður DV fékk að loknu viðtali við leikstjóra og þýðanda að vera við- staddur fyrstu æfingu á Brúðar- myndinni. Ekki var annað að sjá og heyra en að leikarar og aðrir þátttak- endur skemmtu sér konunglega við upplesturinn en þó vantaði ekki at- vinnumannsleg tilþrif og vinnu- brögð. Fyrr en varði var undirrituð orðin vitni að myndrænni umfiöllun um sannleika og lygi hfsins. Svo sannfærandi voru orðaskiptin að orðiö „leikrit" kom varla upp í hug- ann. Heilluð af verkum Guómundar Rebecca Kreinen sagöi að hún hefði unnið að uppfærslunni í náinni sam- vinnu við Guðmund Steinsson. „Ég hef unnið að þessu í heht ár og allan þann tíma í samráði við höfund. Ég er heilluð af leikritum hans og þrátt fyrir að þau séu skrifuð af íslenskum höfundi og á íslandi þá er boðskapur þeirra svo almennur að hann má heimfæra á aht mannkynið," sagði leikstjórinn. í Brúðarmyndinni thgreinir Guð- mundur hvorki stað né stund. Hann gefur persónum sínum ekki starfs- heiti og skhur þannig margt eftir opið th túlkunar. Rebecca sagði að þess vegna væru hlutverk leikar- anna mjög spennandi að takast á við. Þau væru að mörgu leyti erfiðari en ella en jafnframt mjög skapandi og gjaman skemmthegri á endanum ef vel tækist. í þessari uppfærslu er fiöl- skyldan amerísk þvi það telur Rebecca að höfði frekar th áhorf- endahópsins. Kvenréttind abarátta lengra komin Rebecca sagði einnig að sér þætti Guðmundur sérstaklega víðsýnn höfundur og ekki síður djarfur. „Hann tekur á málefnum hðandi stundar á aht að byltingarkenndan Brúðarmyndin í New Y ork - fyrsta ameríska uppfærslan á íslensku leikriti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.