Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. Fréttir Blaðagrein Halls Magnússonar um séra Þóri Stephensen, staðarhaldara 1 Viðey: Ummælin dæmd ómerk - Hæstiréttur telur mannréttindasáttmálann ekki girða fyrir íslensk lög Hæstiréttur hefur dæmt Hall Magnússon, fyrrverandi blaðamann hjá Tímanum, til að greiða séra Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey og fyrrum dómkirkjupresti, 150 þús- und krónur í miskabætur vegna skrifa hans um prestinn og störf hans í blaðagrein í Tímanum árið 1988. Halli er einnig gert að greiöa 60 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs vegna meiðandi ummæla gagnvart hinum opinbera starfsmanni. Blaðamann- inum er auk þess gert að greiða tæp- ar 400 þúsund krónur í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Ummæh Hahs í greininni voru dæmd ómerk. Hæstiréttur staðfesti að nær öllu leyti dóm Jónasar Jóhannssonar sem dæmdi í máhnu í héraði. Fyrir dómi kom fram að tildrög skrifa Hahs voru frétt í DV 12. júh 1988. Þar kom m.a. fram í viðtali við sonarson Gunnars heitins Gunnars- sonar rithöfundar að dráttarvél hefði verið notuð til að slétta yfir leiöi í kirkjugarðinum í Viðey - það hefði verið gert án vitundar ættingja þeirra sem þar voru grafnir. í sömu frétt var hins vegar haft eftir séra Þóri að fariö hefði verið að lögum við lagfæringu kirkjugarðsins enda hefðu framkvæmdimar verið aug- lýstar áður í útvarpi og fundur hald- inn með aðstandendum sem gáfu sig fram. Fyrir dómi kom síðan fram að séra Þórir bar ekki ábyrgð á um- ræddum framkvæmdum. Tveimur dögum eftir frétt DV skrif- aði Hahur um málið í Tímanum, undir fuhu nafni, þar sem áht hans kom fram. Þar var meðal annars sagt að séra Þórir hefði sjálfur skipað sig staðarhaldara í Viðey, athæfi hans væri ekki kristilegt, póhtískar „skoð- anir hans og ráðríki ætíð komið á undan kristhegum náungakærleik", það hefði „ekki hvarflað" að prestin- um að hafa samband við ættingja og að Þórir hefði verið duglegur við að „troða íhaldsskoðunum sínum og sinna kollega" í Sjálfstæðisflokknum inn í stólræður. Undir lokin segir eftirfarandi: „Greinarkomið er ritað í heilagri reiði, reiði yfir ófyrirgefan- legu skemmdarverki á hehögum staö sem skinheilagur maður ber ábyrgð á“. í vörn lögmanns Hahs fyrir dómi var bent á 1. málsgrein 10. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem segir m.a. að „hver maður eigi rétt th að láta í ljós áht sitt og fehst í því frelsi th að ráða skoðunum sín- um og fá að miðla vitneskju og hug- myndum án afskipta stjórnvalda." Verjandi blaðamannsins taldi sam- kvæmt þessu ákvæði að Hahi yröi ekki refsað fyrir skoðanir sínar í blaðagreininm þótt deila hefði mátt um réttmæti þeirra. Héraðsdómur féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem Hallur hefði vegið alvarlega að æru prestslærðs manns sem dómkirkju- prests og opinberu starfi hans á veg- um Reykjavíkurborgar. Dómurinn taldi mannréttindasáttmálann ekki girða fyrir að refsað yrði fyrir um- mæh Halls um Þóri og thgreinir í því sambandi 2. málsgrein 10. greinar- innar - þar segi að hægt sé að setja tjáningarfrelsinu þau skhyrði og tak- markanir sem mælt er fyrir 1 lögum enda séu þær nauðsynlegar í lýð- fijálsu þjóðfélagi, m.a. til að vemda mannorð allra. Áht héraðsdómsins var að slík nauðsyn sé fyrir hendi í þessu máh og tálmi sáttmáhnn því ekki að íslenskum lögum verði beitt við dómsniðurstöðu. Þetta staðfesti Hæstiréttur. -ÓTT Maöur fær það á tilfinninguna að þjóðfélagið hafni manni, að það sé eng- in þörf fyrir mann lengur i þjóðfélaginu," segir Kjartan Auðunsson verka- maður sem hefur verið atvinnulaus i tvö ár. DV-mynd GVA Plaggið sem hengt var upp á vinnustað íslenskra aðalverktaka á Keflavíkur- flugvelli. Kjartan Auðunsson, atvinnulaus verkamaður: Það er eins og þjóð- félagið haf ni manni - éghefaldreiupplifaðþessareynslufyrr „Hún er vond tilfinningin sem fylg- ir því að verða atvinnulaus þegar maður er fullfrískur og vhl vinna. Og það er jafnvel enn verri tilfmning að fara um og leita eftir vinnu og fá ahtaf nei. Maður fær það á tilfinning- una að þjóðfélagið hafni manni, að þaö sé engin þörf fyrir mann lengur í þjóðfélaginu," sagði Kjartan Auð- unsson verkamaður sem hefur verið atvinnulaus í tvö ár. Atvinnuleysi er nú farið að knýja fast á hjá mörgum og sérstaklega hafa verkamenn og verslunarmenn í Reykjavík orðið fyrir barðinu á at- vinnuleysinu í vetur. Kjartan sagðist þó fara betur út úr þessu en margur annar. Hann væri orðinn 68 ára gam- ah en við hestaheilsu og heíði því elhhfeyri. „Ég nýt hka góös af því að ég hef alla tíð verið nokkuð laghentur. Ég hef því verið að reyna að drýgja tekj- umar með því að búa til smámuni eins og th að mýnda svonefnda hesta- platta. Þótt það gefi ekki mikið af sér hefur maður þó eitthvað til að dunda við og drepa tímann. Ég hef líka svo- htið fengist við að mála vatnshta- myndir en kann of lítið th þess. Mig hefur langað til að komast á nám- skeið til að læra svohtið. Það er bara svo dýrt aö ég hef ekki efni á því.“ - Hefuröu áður orðiö atvinnulaus um dagana? „Nei, þetta er alveg ný reynsla fyr- ir mig. Maður hefur að vísu lent í verkfóhum og svoleiðis löguðu en mér hefur aldrei verið sagt upp at- vinnu fyrr. Ég vann hjá Hagkaupi en var sagt þar upp. Þá fékk ég vinnu um tíma hjá BP en var látinn hætta þar líka. Nú hef ég verið atvinnulaus í um þaö bh tvö ár og' mikið reynt til að fá mér atvinnu. Svo þegar mað- ur leitar eftir henni og fær neitun þá er gjaman látið fylgja að ég skuli nú bara láta mér ellhaunin nægja. En ég verð að segja eins og er að þótt ég hafi úr um 60 þúsund krónum á mánuði að spila og búi einn þá þarf ég að velta hverri krónu fyrir mér. Nei, atvinnuleysi er hræðhegt. Ég vil engum manni svo hlt að þurfa að upplifa það að fá hvergi at- vinnu," sagði Kjartan Auðunsson. -S.dór Atlantsflug: Árssamningur við Vietnam Airlines Gert er ráð fyrir að Boeing 727-200 flugvéi Atlantsflugs fari th Ho Chi Minh-borgar í Víetnam þann 9. þessa mánaðar og félagiö hefji þá samstarf við ríkisflugfélagið í Víetnam, Viet- nam Airhnes, samkvæmt árssamn- ingi sem félögin hafa gert með sér. Enn er þó beðiö eftir formlegu sam- þykki þarlendra stjórnvalda fyrir komu flugvélarinnar en shkt er að- eins dagaspursmál, að sögn Hahdórs Sigurðssonar, forstjóra Atlantsflugs. „Þessi samningur helst í hendur við að Víetnamar hafa verið að reyna aö byggja upp ferðamennsku hjá sér. Þetta er ársverkefni sem gefur okkur ágæta undirstöðu og við erum þá ekki eins háöir árstíðabundnu sveifl- unum hér heima,“ segir Hahdór. Atlantsflug mun verða með tvær áhafnir á véhnni sem fljúga henni á áætlunarleiðum Vietnam Airlines frá Ho Chi Minh til Bangkok, Singa- pore, Hanoi, Hong Kong og Ástralíu. í stað vélarinnar, sem verður í Ví- etnam, héfur Atlantsflug leigt Boeing 737-300 vél th flugs fyrir þýskar ferða- skrifstofur og th sólarlandaflugs fyr- ir Samvinnuferðir og Flugferðir- Sólarflug. -VD Óvenjuleg tilkynning 1 húsnæði íslenskra aðalverktaka: Þurf i starfsmenn að hægja sér til baks eða kviðar - er þeim bent á að nota salemin „Það kom tilkynning frá eftirhts- manninum um að kvörtun hefði bor- ist þess efnis að starfsmennnimir væru að pissa þama úti á vinnu- svæðinu. Hann baö mig um að koma upp auglýsingu," sagði Ólafur Þ. Gunnarsson, fuhtrúi í öryggisnefnd hjá íslenskum aðalverktökum. Óvenjuleg tilkynning, sem fest hafði verið upp á vegg, blasti við sjónum starfsmanna fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelh í fyrradag. Hún flutti eftirfarandi boðskap: „Að gefnu thefni skal starfsmönn- um á þessum vinnustað sérstaklega bent á, að ef þeir þurfa aö hafa hægö- ir, hvort sem er th baks eða kviðar, þá er th þess ætlast að þeir noti þar th gerð húsnæði, svoköhuð salemi. Vinsamlegast takið tilht th þeirra er búa í næsta nágrenni við vinnustað- inn.“ Fyrir hönd öryggisnefndar skrifaði Ólaifur Þ. Gunnarsson undir tilkynn- inguna. Vinnusvæðið, sem um er aö ræða, er byggingarsvæði í Keflavík þar sem íslenskir aðalverktakar em að reisa fjölbýhshús. Ólafur kvaðst eklú vita hver hefði kvartað. Það hefði verið effirlitsmaðurinn sem hefði komið kvörtuninni áleiðis til sín. „Tilkynningin er á kjamyrtri ís- lensku og þarna sést best hvað maö- ur getur náö langt með því að orða hlutina rétt,“ sagði Ólafur. „Ég veit ekki hversu umfangsmikið þetta var. En maður tekur á þessu nákvæmlega eins og það er meint, með góðlátlegu yfirbragði." -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.