Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. 5 Fréttir ísver selt á 120 miinónir Kaupa rækjuverksmiðju á Isafirði sem hefur orðið gjaldþrota í þrígang Þrír einstaklingar á Isafiröi hafa keypt þrotabú rækjuverksmiðjunnar ísvers á 120 milljónir króna. Lítill hluti verösins er greiddur út en mest af upphæðinni er yfirtaka á skuldum hjá Fiskveiðasjóöi, Byggðasjóöi og Landsbankanum. Þar af á bankinn stærstu kröfumar. Kaupendur eru Eiríkur Böðvarsson, framkvæmda- stjóri Niðursuðuverksmiðjunnar, sem nú bíður leyfis til nauðarsamn- inga, Amar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Togaraútgerðar ísfirð- inga, og Hinrik Matthíasson, fram- kvæmdastjóri Vélbátaábyrgðarfé- lags ísfirðinga. Fyrirtækið mun heita Básafell hf. Rekstur á sömu verk- smiðju hefur í þrígang á fáum ámm orðið gjaldþrota hjá fyrirtækjunum O.N. Olsen, Bjartmari hf. og ísveri hf. Rækjuvertíð er að ljúka og að sögn Amars Kristinssonar stendur ekki til að veiða rækju fyrir Básafell núna heldur vinna hörpuskel fyrsta kast- ið. Vertíð á hörpudiski hefst nú í mars. „Rækjan er búin að vera í lægð í langan tíma og við trúum ekki öðru en verðið fari að stíga hægt og ró- lega,“ segir Amar. Kvóti verksmiðj- unnar nemur um 19% af rækjukvót- anum í ísafiarðardjúpi. -VD Akureyri: Atvinnulaus- um fjölgar NISSAN PRIMERA Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Atvinnulausir á skrá hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akureyri nú um mánaöamótin voru 333 talsins -og hafði fiölgað um 28 í febrúarmán- uði. Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, forstöðumanns Vinnumiðlunar- skrifstofunnar, er þetta talsvert meira atvinnuleysi en á sama tíma í fyrra, en þá voru 239 á skrá yfir at- vinnulausa eða 94 færri en nú. Á Hsta yfir atvinnulausa eru verkamenn og iðnaðarmenn mest áberandi nú og er áberandi að verkamenn eru mun fiölmennari í hópi atvinnulausra nú en í fyrra. VestQarðamið: f ullur af loðnu - veiðin að glæðast „Það hefur heldur lifnað yfir þessu síðustu dagana. Mikil loðna er á Vestfiarðamiðum. Þorskurinn liggur í henni og þegar hann hefur fyllt sig leggst hann á botninn og um leið glæðist veiðin. Þaö er mikið um hálf- melta loðnu í maga þess fisks sem við höfum verið að fá síðustu dag- ana. Þetta er annaðhvort stór geld- fiskur eða fiskur af millistærð fullur af hrognum,“ sagði Reynir Trausta- son, yfirstýrimaður á Sléttanesinu, í samtali við DV í gær. Reynir sagði að fiskileysi og ógæft- ir hefðu hrjáð sjómenn á Vestfiarða- miðum allt frá áramótum. „Ótíðin hefur verið með ólíkindum. Það hefur ekkert verið á milh þess að vera annaðhvort 2 vindstig eða 12 og miklu oftar 12 vindstig," sagði ReynirTraustason. -S.dór Mývatnssveit: Enginn snjór og vélsleða- móti aflýst Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrsti hluti landsmóts vélsleða- manna átti að fara fram í Mývatns- sveit um helgina en keppninni hefur verið frestað vegna snjóleysis. Keppnin um Íslandsmeistaratitil- inn fer fram á nokkrum stöðum um landið og á t.d. einn hluti hennar að fara fram á Stóru-Tjömum í Þingeyj- arsýslu eftir um mánuð og er undir- búningi fyrir þá keppni haldið áfram af fullum krafti. Það era björgunarsveitin Stefán og íþróttafélagið Eilífur sem hafa undir- búið keppnina í Mývatnssveit og er það áfall fyrir þessa aðila ef ekki getur orðið af keppni þar í vetur. En í dag er ástandið í Mývatnssveit þannig að þar vantar allan snjó eins og annars staðar á Norðurlandi og til lítils að vera að stefna vélsleða- mönnum þangað. ■ uv^sis.'L l BERÐU HANN SAMAN VIÐÞAÐBESTA. 2,0 I. 16 ventla vél sem skilar miklu afli og er jafnframt Ijúf, hljóðlát og sparneytin. Sérhönnuð fjölliðafjöðrun tekin beint úr hinum fullkomna Nissan 300 ZX sportbíl. Pýskaland: Gullna stýrið, Bild am Sontag Sigurvegari í samkeppninni um heimsins besta bíl 1992, Auto Car & Motor Danmörk: Bíll ársins, valinn af samtökum danskra bílaskríbenta ECOY '91: Primera í öðru sæti Finnland: Valkostur ársins, hjá helsta bílablaði Finna, Tuulilasi Portúgal: Bíll ársins, valinn af stærsta bílablaði þar í landi; Troféu Volante de Cristal Noregur: Besti nýi bíll ársins, valinn af lesendum /Wofortímaritsins Bíll ársins hjá Norska Dagblaðinu, stærsta dagblaði landsins Bretland: Bíllinn okkar í ár, kjörinn af AUTO Express Ítalía: Bíll Evrópu 1991, valinn af samtökum ítalskra bílaskríbenta (UIGA) Premio dell Attualita 1991; Motor magazine Spánn: Vinsælasti bíll ársins, Popular útvarpsstöðin Holland: Dráttarbíll ársins, samtök tjaldvagna og hjólhýsaeigenda Belgía: Fjölskyldubíll ársins, valinn af Félagi belgískra bifreiðaeigenda VTB-VAB Verð frá 1.313.000.kr.-.stgr. fyrir utan ryðvörn og skráningu Grunnmálmur Cation electrodeposition Miðlag málningar Aðallag málningar 4ra laga lakkáferð sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Sýning laugardag og sunnudag 1400-1700 Komdu og reynsluaktu Ingvar Helgason hf. Sævarhöfóa 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.