Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. íslensk kona aðstoðarbúningahönnuður í þáttunum Með oddi og egg: Anna Hildur Hildibrandsdóttir, DV, London: „Þættirnir voru geröir í Manchest- er og ég var stödd þar með mannin- um mínum sem var aðstoðarleik- stjóri í verkinu. Hann kynnti mig fyrir búningahönnuðinum sem réð mig sem aðra af tveimur aðstoðar- manneskjum sínum. Þannig kom það til að ég var að vinna við þættina," sagði Anna Ásgeirsdóttir þegar hún var spurð hvemig þessi vinna henn- ar væri til komin. Athugulir sjón- varpsáhorfendur hafa eflaust tekið eftir nafni hennar í sambandi við bresku framhaldsþættina Með oddi og egg sem verið er að sýna þessa dagana á Stöð 2. Okkur lék forvitni á að vita meira um starf Önnu og hvað hún væri að gera í útlöndum. Breytti atvinnu- miðlún í saumastofu Anna segir algjöra tilviljun að hún byrjaði í búningahönnun. Ég var gift manni sem vann við laxeldi og það hafði í fór með sér að við þvældumst mikið um landið. Mig hafði alltaf langað í búningahönnun en slíkt nám stendur ekki til boða á íslandi. Við áttum lítinn snáða og bjuggum á Hólum í Hjaltadal þegar ég ákvað að fara til Reykjavíkur og byrja í klæð- skurðarnámi í Iðnskólanum, þá orð- in 27 ára gömul. Við bjuggum í litlu herbergi, ég og sonur minn, sem var þá fjögurra ára gamall. Ég útskrifað- ist sem klæðskeri 1984. Hins vegar hef ég aldrei unnið við klassískan klæðskurð ef frá eru taldir 3 mánuð- ir í Últíma. Það var tími sem ég þurfti að vinna mér inn svo að ég gæti sótt um sveinsbréf. Þetta er hins vegar eitt það alversta sem ég hef lent í á ævinni. Ég var síðan hluthafi í Flónni hjá Gerði Pálma í eitt og hálft ár eða þar til Flóin leið undir lok. Ég vann þar bæði í framleiðslu- eftirliti og rak pínuhtla saumastofu. Þegar Flóin hætti aðstoðaði ég Gerlu við verk fyrir Iðnó á 90 ára afmæli Leikfélagsins. Það hefur sennilega verið í fyrsta skipti sem ég vann við búninga. Það var þó ekki upphafið að búningagerðinni. Ég fór út í fyrir- tækjarekstur með vinkonu minni, Ragnheiði Ólafsdóttur. Við vorum í svipaðri aðstöðu, vorum að leita að einhverju að gera í lífinu. Við stofn- uðum atvinnumiðlun og vörukynn- ingarfyrirtæki sem var alveg rosa- lega leiðinlegt að vinna viö en það var einmitt í því stússi sem búninga- gerðin hófst fyrir alvöru. Fyrirtækinu breytt í saumastofu Vinur Röggu, sem er leikmynda- og búningahönnuður, hafði tekið aö sér verkefni en hafði ekki tíma til að sjá um búninga. Hann var búinn að impra á því við Röggu hvort hún gæti ekki hjálpað sér. Hún hafði hins vegar aldrei komið nálægt búninga- gerð og gaf lítið út á það. Stuttu síðar birtist hann á atvinnumiðluninni með þrjá risastóra pappakassa, hvolfdi úr þeim á skrifstofunni hjá okkur og sagöi: „Þið verðið að hjálpa - segir Anna Ásgeirsdóttir búningahönnuður í DV-viðtali „Ég hef verið að reyna að kynna mig undanfarið i fyrsta skipti á ævinni en ég er lítið fyrir að koma sjálfri mér á framfæri," segir Anna Ásgeirsdóttir búningahönnuður meðai annars í viðtalinu. mér.“ Þar með var þessu fyrirtæki okkar breytt í saumastofu yfir nótt. Okkur fannst þetta svo gaman að við slógumst um að fá að vera á upptöku- stað. Eftir þetta fórum við að vinna við auglýsingar og lentum inni á gafli í Hugmynd. Fyrirtækið setti upp eina af fyrstu rokksýningunum á Broad- way og við gerðum búningana fyrir það verk. Síðan kom þetta eitt af öðru. Ég hef í rauninni aldrei ráöið neitt við þróunina eða reynt að ráða við hana. Ragga vinkona mín réð mig og samdi um laun í Nonna og Manna þegar ég var í sumarfríi á Ítalíu. Una Collins var búningahönn- uður í því verki, ég rak saumastof- una og Ragga var yfir búningunum á upptökustað. Það var reyndar þar sem ég kynntist manninum mínum, Chris Newman, en hann var aðstoð- arleikstjóri í myndinni. Við fórum að rugla saman reytum svona undir lok Noregskafla vinnunnar. Það var í lok 1987. Ég var síðan heima á ís- „Ég er alsæl með lífið. Ef maður hættir að láta sig dreyma um eítt- hvað í lífinu verður það leiðinlegt og maður sjálfur gamall." landi í eitt ár áður en ég flutti hingað út til London í byijun árs 1989. í millitíðinni heimsótti ég reyndar Chris á Filippseyjum þar sem hann var að vinna að mynd og ég fékk þá starf við búningana. Það var mikil lífsreynsla að vinna í frumskógunum þar. Við höfum alltaf unnið mikið saman og svona skipst aðeins á að redda hvort öðru um vinnu. Þannig vorum við til dæmis heima sl. sumar aö vinna að myndinni hennar Krist- ínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni. Chris var aðstoðarleik- stjóri og ég aðstoðaði Helgu Stefáns- dóttur með búningana." Ögrandi starf Eftir Filippseyjadvölina fór Anna aftur til íslands um mitt ár 1988 og rak saumasofu Ríkissjónvarpsins til ársloka 1990, eða þangað til hún flutti hingað út. Anna segist ekkert hafa verið viss um að hana langaði að búa í London. Hún gaf sér eitt ár til aðlög- unar. Anna þurfti hins vegar að taka þá erflðu ákvörðun að skilja soninn eftir hjá foreldrum sínum á Selfossi til að hann gæti klárað grunnskólann þar. Fyrir utan hvað erfltt sé aö vera án hans segist hún kunna mjög vel við sig. Anna hefur, fyrir utan að starfa við framhaldsmyndaflokkinn Með oddi og egg, unnið við gamanþættina Chelmsford 1,2,3, sem líka voru sýnd- ir á íslandi. „Ég fer alltaf heim að vinna á milli. Áður en ég vann við Með oddi og egg var ég búningahönn- uður fyrir Ágúst Guðmundsson í Lit- brigðum jarðar. Einnig vann ég fyrir Friðrik Þór í Flugþrá.“ Anna segist aldrei hafa séð eftir að hafa farið út í búningagerðina. Það sé miklu meira ögrandi og skapandi að vinna við búningagerð en klass- ískan klæðskurð. „Þú sérð að karlmenn klæðast allt- af mjög svipað. Þeir hafa losað um mitti og breikkað axlir á jakkafótun- um og það er engin kúnst. Mér finnst bæði skemmtilegra og meira gefandi að vinna við búningana. Ég hef til dæmis fengið verkefni þar sem ég átti að útbúa búninga fyrir árið 400. Maður verður að lesa sér til en lítið er til um klæðnað fólks á þeim tíma. Síðan lætur maður hugmyndaflugið ráða. Ég efast um að ég gæti gert jakkafot núna þótt ég geri búninga skammlaust." Hef aldrei séð þættina sjálf Við snúum okkur aftur að þáttun- um Með oddi og egg og ég bið Önnu að segja mér aðeins meira af starfi hennar þar. „Þetta er nútímaverk sem þýðir að það er aldrei unnið nema svona tvær vikur fram í tímann. Búningahönn- uöurinn sjálfur er alltaf á hlaupum að fmna fót, máta og versla þannig að við tvær sem vorum aðstoðar- menn sáum alveg um búninga í öll- um tökum; að allt væri rétt frá einu atriði til annars og síðan auðvitað að klæða leikara og hreinsa búning- ana. Við vorum því alltaf til staðar þegar tökur fóru fram en búninga- höfundurinn sást varla á upptöku- stað.“ Anna leiðréttir þann misskilning blaðamanns að búningahönnuðir séu alltaf að sníða og sauma: „Fjöldi þeirra kann það ekki einu sinni. Þeir teikna skissurnar og ráða útlitinu en ef eitthvað þarf að sauma eða sníða er ráðið sérstakt fólk í það. Það var ekkert saumað í þessum þáttum. Ég held að búin hafi verið til tvö pör af skóm fyrir eina leikkonuna sem var óvön að ganga á háum hælum, ann- ars var allt keypt inn. Heima er miklu algengara að það sé saumað; þar eru ekki til búningaleigur eins og hér.“ Anna segir að þættirnir hafi verið framleiddir hér og sýndir undir heit- inu GBH sem ýmist hafi verið útlagt „Great British Holyday" eða Griev- ous Bodily Harm“. „Við unnum við þættina frá júní- byijun 1990 fram til janúar 1991 og bjuggum öll í Manchester á meðan. Þetta var síðan sýnt hér í sex eins og hálfs tíma þáttum sl. sumar en ég var heima á íslandi þá að vinna í myndinni hennar Kristínar. Ég hef því ekki séð þættina sjálf. Engu að síður vissi ég að þættirnir voru vin- sælir hér og gerðu mikla lukku. Verkiö hefur líka fengið einar 8 út- nefningar til BAFTA-verölauna sem eru bresk verðlaun, veitt fyrir kvik- myndir og sjónvarpsefni, og verða afhent um miðjan mars.“ Þegar Anna er innt eftir því hvort henni sé eitthvað sérstaklega minn- isstætt frá þessum tíma hugsar hún sig um um stund og segir svo hressi- lega: „Já, ég get sagt þér eitt. Heimili móður aðalsöguhetjunnar, sem Julie Walters leikur, var íbúðin okkar hjónanna. Við höfðum fengið bestu íbúðina þarna í Manchester með því skilyrði að það mætti nota hana til að taka upp í henni. Við bjuggum því bara í svefnherbergi í hálfan mánuð á meðan her manna vann frammi við tökur. Það var skemmtileg lífs- reynsla. Við erum ákafari og viljugri heima Þetta var gert á breskum stand- ard sem þýðir að það er mjög margt fólk sem vinnur við þættina. Hér er kvikmyndagerð búin að vera til lengi og allt gamalgróið. Meðal starfsfólks- ins er mikil stéttaskipting og það hefur hver sitt starf. Hér er fólk á mjög misjöfnum aldri en heima á íslandi eru flestir í yngri kantinum sem vinna við kvikmyndagerð. Vegna þess hversu margir starfa við þetta hér rennur þetta allt miklu mýkra.“ Anna segir að þetta sé töluvert frá- brugðið því sem tíðkist á íslandi í kvikmyndavinnu. Þar hafa allir tvö til þrjú störf með höndum og gera allt sem til fellur. Kosturinn er sá að þar skapast sterk tengsl meðal fólks sem vinnur saman: „Vinnudagurinn er mjög langur, unnið myrkranna á milli upp í 16 tíma á dag og þykir allt í lagi. Fólkið er saman í lengri tíma og vinnur af miklum móð. Hérna heldur fólk sig meira út af fyrir sig.“ Anna er sannfærð um að íslensk kvikmyndagerð eigi framtíð fyrir sér ef menn hugsa meira um að fram- leiða fyrir erlendan markað: „Það er alveg sjálfsagt að reyna að selja þessa framleiðslu okkar. Það er allt of dýrt að framleiða myndir fyrir 250.000 manna markað og aðeins lítill hluti fer í bíó. Það verður aldrei hægt að hafa svo öflugan kvikmyndasjóð að hann geti farið að fjármagna meiri hluta mynda. Kvikmyndagerðar- menn verða að bæta viðskiptavitinu ofan á Ustræna metnaðinn hjá sér. Mynd Friðriks Þórs sannar að þetta er alveg hægt.“ Óttalegtvændi - Hvað er fram undan hjá þér í búningagerðinni, ertu með einhver verkefni í sjónmáU? „Ég er hálfpartinn búin að vera að bíða eftir kalU í myndina hjá Hilmari Oddssyni þar sem ég var ráðin tíl að vinna með Unu CoUins. Ég er hins vegar nýbúin að frétta að það verði ekkert af gerð þeirrar myndar í biU, vegna fjárskorts að mér skUst. Ég dreif mig því, í fyrsta skipti á ævinni, í að senda út upplýsingar um mig til fyrirtækja sem framleiða þætti fyrir sjónvarp. Ég hef fram til þessa verið frekar léleg í að koma mér á fram- færi. Ég hef aldrei þurft að hafa fyrir því að ná mér í vinnu. Hún hefur alltaf komið upp í hendumar á mér. Sem íslendingur tek ég út fyrir að þurfa að selja mig svona. Þetta er eitthvað sem okkur er aldrei kennt heima. Viö erum aldrei hvött til að halda saman vinnunni okkar og safna í möppu. Hér ganga aUir um með möppu til kynningar á sjálfum sér og verkum sínum, enda þarf fólk helst að vera búið að sanna sig tU að eiga möguleika á vinnu. Hér þarf maður Uka helst að komast mjög nálægt fólki, láta kynna sig fyrir þeim sem ráða. Mér finnst þetta ótta- legt vændi en þetta er óhjákvæmi- i : ' :■ ;:■: * : : . ; ' ^ . V: J ':V.. ,* ■•;■;■ v'-- Anna Asgeirsdóttir, búningahönnuður í London, starfaði við þættina Með oddi og egg sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir. Auk þess hefur hún starfað við margar íslenskar kvikmyndir. legt. Ég er sem sagt að bíða eftir að fá eitthvað að gera - vonast eftir sím- tali. Það er reyndar hugsanlegt að ég fari að vinna við mynd í Suður- Afríku sem Chris er aðstoðarleik- stjóri í en ekkert er frágengið ennþá. Ég veit heldur ekki hvort ég hef mik- inn áhuga á að fara að vinna í þeirri óöld sem þar ríkir, það verður að koma í ljós.“ Langar í leiklistarskóla Þegar Anna er spurð að lokum hvort hún sé búin að finna þaö sem hún var að leita að þegar hún setti upp atvinnumiðlunina forðum daga hlær hún góðlátlega en segir svo ákveðin: „Nei, elskan mín, mér flnnst ég aldrei verða nógu gömul til að vera fuUkomlega ánægð. Þetta er vafa- laust bara eitt af mörgu sem ég mun gera um ævina. Ég hef ofsalega gam- an af að ferðast og hef verið svo hepp- in að búningagerðin hefur gert mér kleift að sjá marga staði sem mig hefur langað til að heimsækja. Mér finnst hins vegar alveg einstaklega leiðinlegt að taka upp úr töskum og pakka niður. Ef ég hefði einhvem sem gerði það fyrir mig vUdi ég gera DV-myndir Gísli Guðmundsson þaö að ævistarfi mínu að ferðast. Það sem er hins vegar á döfinni hjá mér er að fara í leiklistarskóla. Ég er að berja saman í huga mér kjark og þor til að ráðast í inntökuprófið. Eg er búin að fara á eitt námskeið þar sem maður lærir að setja saman inntöku- efni. Hvort ég verð síðan leikkona er í rauninni algjört aukaatriði. Leik- Ustarnám er það sem mig langar mest til nú þótt ekki væri nema bara til að styrkja persónuleikann. Ég hef gaman af að ögra sjálfri mér. Ég hat- aði tíl dæmis handavinnu í skóla þegar ég var krakki og því urðu margir hissa þegar ég lagði fyrir mig klæðskurðamám. Ég held að ef maður hættir að láta sig dreyma um eitthvað nýtt í lífinu verði það óskaplega leiðinlegt og maður sjálfur gamall. Mér finnst ég hafa lifaö mjög skemmtUegu lífi og finnst gaman að vera tU. Ég er hins vegar ekki hætt að leita fyrir mér eða tilbúin að planta mér einhvers staðar niður að eUífu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.