Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992. 59 Afmæli Þorsteinn Steingrímsson Þorsteinn Steingrímsson, b. á Hóli í Öxarfj arðarhreppi í Norður-Þing- eyjarsýslu, verður áttræður á morg- un. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Hóli og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann hóf nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1934 og lauk þaðan bú- fræðiprófi 1936. Þá hóf hann búskap á Hóli í félagi við bróður sinn, Frið- geir, og foreldra sína. Þorsteinn tók svo alfarið við búskapnum á Hóli árið 1942 og stundaði hann til 1979 er synir hans tóku við búinu. Þorsteinn hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sína sveit. Hann sat í hreppsnefnd 1944-47 og aftur 1958-66 er hann var jafnframt oddviti. Þá sat hann í skattanefnd og sá um fjallaskil og forðagæslu. Hann sat í stjóm Kaupfélags Rauf- arhafnar frá stofnun og þar til það hætti störfum og sat í stjóm Búnaö- arfélagsins Arðs. Þá var hann meðal stofnenda tveggja veiðifélaga, Veiði- félags Ormarsár og Veiðifélags DeildaráráSléttu. Þorsteinn var einn þeirra fáu bænda sem héldu búreikninga í samfellt tuttugu ár en þeir vom m.a. lagðir til viðmiðunar fyrir verðlagsgrundvöllinn. Þá má geta þess að Þorsteinn stóð í langvinnum málaferlum (svokölluðu Vatnstöku- máli) við Raufarhafnarhrepp sem lauk með gerðardómi 1986 með full- um sigriÞorsteins. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 16.6.1945 Margréti Eiríksdóttur, f. 6.1.1916, húsmóður. Hún er dóttir Eiríks Kristjánssonar, b. síðast á Grasgeir á Sléttu, og konu hans, Þorbjargar Guðmundsdóttur húsfreyju. Þorsteinn og Margrét eiga tvo syni. Þeir em Steingrímur, f. 13.5. 1946, b. á Hóli; Höskuldur, f. 17.9. 1947, b. á Höfða í Öxarfjarðar- hreppi, kvæntur Guðrúnu Matthildi Sigurjónsdóttur frá Akureyri og eiga þau þrjár dætur. Böm Guðrún- ar og stjúpböm Höskulds em Dóra Hrönn Gústafsdóttir, f. 1970, og Sæv- ar Ingi Sverrisson, f. 1972. Dætur Höskuldar og Guðrúnar era Mar- grét Sigríður, f. 1980, Nanna Steina, f. 1983 og Árdís Inga, f. 1986. Systkini Þorsteins: Friðgeir, f. 1914; Þorbjörg, f. 1915; Friðný, f. 1917, nú látin; Kristín Karólína, f. 1922, nú látin; Þóra, f. 1927; Guðný Þorsteinn Steingrímsson. Friðrika, f. 1937. Foreldrar Þorsteins vom Stein- grímur Guðnason, f. 11.12.1884, d. 1958, b. á Hóli, og kona hans, Sigríð- ur BjörgÞorsteinsdóttir, f. 18.11. 1891, d. 1982, húsfreyja. Steingrímur var sonur Guöna Kristjánssonar og Friðnýjar Sabínu Friðriksdóttur sem bjuggu á Hóli í fjöldaára. Sigríður Björg var dóttir Þorsteins Jónssonar, b. á Blikalóni á Mel- rakkasléttu, og konu hans, Jónínu Þorbjargar Jónasdóttur húsfreyju. Hörður Friðbertsson Hörður Friðbertsson skipstjóri, Bogahlíð 20, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill: Hörður fæddist á Suðureyri við Súgandaíjörð og ólst þar upp. Hann lauk farmannsprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1953 og stundaði sjómennsku í þrjátíu og þrjú ár, fyrst á fiskiskipum, síðar á farskipum, þar af stýrimaður og skipstjóri frá 1954 til 1971. Þá hóf hann störf sem stöðvar- stjóri hjá Olíustöð Oliufélagsins hf. í Orfirisey en síðustu fjögur árin hefur hann verið starfsmaður í Samvinnubankanum f Bankastræti sem nú er Landsbankinn. Hörður hefur starfað að félags- málum með Súgfirðingafélaginu í Reykjavík þar sem hann er heiðurs- félagi, í stjóm Slysavarnadeildar Ingólfs um árabil og einnig í stjórn og varastjóm Slysavamafélags ís- lands þar sem hann var sæmdur gullmerki fyrir unnin störf í þágu félagsins. Nú starfar hann að félags- málum fyrir Parkinsonsamtökin. Fjölskylda: Hörður kvæntist 14.6.56 Báru Daníelsdótturf. 14.06.34, dóttur Daníels Jónssonar, f. 1901, og Jór- unnar Þorsteinsdóttur, f. 1905, d. 1966. Böm Harðar og Báru em: Haf- dís f. 6.7.57, aðstoðarstúlka tann- læknis, sonur hennar Hörður Lár- usson f. 20.09.79. Haukur f. 26.9.60, bifvélavirki hjá SVR. Jórunn, f. 5.12.68, nemi í HÍ. Sambýlismaður hennar er Guðmundm- Helgi Christ- ensen. Systkini Harðar em Trausti, f. 26.7.1917, fyrrverandi kaupfélags- stjóri, kona hans var Ragnheiður Sigurðardóttir og eignuðust þau flögiu- börn; Ásdís f. 24.5.19, maður hennar var Njáll Njálsson og eign- uðust þau fimm böm. Hörður Friðbertsson. Foreldrar Harðar voru Friðbert Friðbertsson f. 1888, d. 1938, skóla- stjóri á Suðureyri við Súgandafjörð og Pálína Sveinbjamardóttir f. 1879, d: 1960. Hörður verður að heiman á af- mælisdaginn. SPENNANDI KOLAPORT UM HELGINA! spennandi varningi - úrvaliö er ótrúlegt og verölagiö jafn spennandi. BÓKAMARKAÐURINN = SÍÐASTA SÖLUHELGI = 10% AUKAAFSLÁTTUR! FÉLAG EINSTÆÐRA FORELDRA með stórkostlegan flóamarkað á sunnudögum! OPIÐ: Laugardaga frá kl.10-16 og sunnudaga frá kl. 11-17. KOLAPORTIÐ MtfRKa-ÐJ/O&r -undir seðlabunkanum! Nauðungaruppboð Eftir beiðni Steinunnar Guðbjartsdóttur hdl., skiptastjóra í þb. Friðgeirs Sörlasonar, fer fram opinbert uppboð mánudaginn 9. mars nk. kl. 11.00 að Hesthálsi 12. Seldir verða tveir vinnuskúrar, taldir eign þrotabúsins. Greiðsla við hamarshögg. UPPBOÐSHALDARINN í REYKJAVÍK VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR NÝLEGA FÓLKSBÍLA Á STAÐINN OG Á SKRÁ. HÖFUM KAUPENDUR AÐ BÍLUM ÁRG. 1990 OG1991, MMC COLT, MAZDA 323/626 OG TOYOTA 4X4 TOUR- ING. S. 675200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.