Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. Spumingin Fá Börn náttúrunnar ósk- arsverðlaunin? Steinn Símonarson, fyrrv. bifreiða- stjóri: Ég veit það ekki. Ég vil engu spá. Lína Steinsdóttir ritari og Jón Aldar: Ég vona það. Ámundi Halldórsson deildarstjóri: Já, ég hugsa það. Guðni Harðarson, starfsm. á Kleppi: Við skuium bara segja það. Birgir Guðgeirsson bankamaður: Ég hef ekkert fylgst með því en vona bara það besta. Auður Benediktsdóttir, starfsm. í Miklagarði: Vafalaust. Ég er bara bjartsýn á það. Lesendur dv Áfengið hjá ríki eða einkaframtaki? ....algjörlega útilokað að losa ríkið undan áfengissölunni," segir m.a. í bréfi Konráðs. Konráð Friðfinnsson skrifar: Er hyggilegt að láta einkaframtakið yfirtaka áfengisútsölu á íslandi? Margir telja að þama sé breytinga þörf. Einkageirinn sé hæfari og muni veita viðskiptavinum betri þjónustu en ríkið megnar. Glöggvum okkur á fáeinum staðreyndum áður en lengra er haldið. Sú fyrsta er að talverður „hagnaö- ur“ er af sölu áfengra drykkja. Önn- ur er sú að kostnaðarhlutur ríkis- sjóðs er ærinn vegna „þræla“ Bakk- usar. Og þriðja staðreyndin er að þrátt fyrir að einkaaðilum verði færður þessi gimilegi biti mun hið opinbera áfram sem hingað til þurfa að líða, útgjaldalega séð, vegna alkó- hófista. Já, þetta ástand mun senni- lega versna ef menn úti í bæ fara að selja fólki brennivínið í stað ríkisins. Og enn ein staðreyndin. Megnið af því sem fæst fyrir hiö selda vín í núverandi kerfi fer út aftur „bak- dyramegin“. - En núna í formi fyrir- byggjandi aðgerða og til umönnunar á áfengissjúklingum. í skjóli þessa er auðvitað rangt af mér að tala um „gróða“ í sömu andrá. Hitt er víst að einkaframtakið myndi þéna vel á þessu. Á þetta vil ég benda fyrir þær sak- ir að afsali ríkið sér einokunarað- stöðu sinni myndast þar gap sem nauðsynlegt verður að fjármagna á annan hátt. Með nýjum sköttum eða K.Þ. skrifar: Víst tók þjóðin við sér og gerði myndarlegt átak þegar þaö kom fram að hér væm á milli 20 og 30 vegalaus böm á aldrinum 6-12 ára. En um svipaö leyti kom annaö upp á yfir- borðið, ekki síður alvarlegt. í gmnn- skólum landsins á fimmta hvert barn við alvarlega lestrar- og skriftarörð- ugleika að etja. Þóra Kristinsdóttir, lektor í Kenn- araháskóla íslands, telur þetta eiga sér félagslegar og sálrænar rætur. Um þetta held ég að við öll sem kenn- um í grunnskólum landsins séum sammála. Og þetta fer vaxandi. Þótt skólum sé kennt um margt sem af- laga fer, og oft með réttu, er sökin hér hjá heimilunum. - Sú kynslóð sem nú er að ala upp börn sín, talar mun minna við börn sín en fyrri kynslóðir gerðu. Að ekki sé minnst Ólafur Ragnar Ólafsson skrifar: Ég vil byrja á því að þakka fyrir ágæta tónleika sem ég fór á sl. mið- vikudag (25. mars). Ég las í blaði að tónieikar færu fram í Maríkukirkj- unni í Breiðholti um kvöldið. Aldrei þessu vant fór ég á þessa tónleika til að heyra hvað þessi kirkja hefði fram að bjóða. Á efnisskránni var söngur tveggja kóra - kórs Maríukirkjunnar og kórs aldraðra í Breiðholti. Einnig var á efnisskránni orgel- leikur Ingunnar Guðmundsdóttur og Þóru Guðmundsdóttur og fiðluleikur Ragnheiðar Þorsteinsdóttur. Ein- söngvarar voru þama líka. Guðrún Tómasdóttir, sópran, söng einsöng, ásamt Ingunni Guðmundsdóttur og Valgarði Jörgensen sem einnig eru Hringið í síma 632700 millikl. 14 og 16 -eða skrifið Nafn og sfmanr. veróur aö fylgja bréfum niðurskurði. - Eða ætla menn að sá einkaaðilinn sem hnossið hreppti myndi leggja arðinn, eða hluta hans, í þá „bakhlið" sem skapast vegna sölu þessarar vörutegundar? Ríkið hefur hins vegar nokkrum skyldum að gegna gagnvart þegnum sínum og langt umfram það sem hinn almenni einstaklingur hefur. Afþessu má sjá að það gengur ekki upp, er í raun algjörlega útilokað, að losa ríkið undan áfengisútsölunni. á að fjölskyldan lesi upphátt og ræði síðan um lestrarefnið. Tjáskipti innan fjölskyldunnar hafa minnkað, og eru oftar en ekki aðeins í því formi að leysa úr spum- ingum bamanna á sem fljótlegastan hátt. - Barn sem er aö ljúka grunn- skóla getur því búið við slíka hug- myndafátækt að það skilji ekki hug- takið, sem býr að baki einfoldum texta. Þá hefur mikil firring innan fjöl- skyldunnar þróast á síðari árum. Einnig er algengt að ungmenni sem er að ljúka grunnskóla hafi átt einn, tvo eða jafnvel þrjá stjúpfeður á þroskaferli sínum. Þó allt sé „í lagi“ á heimilinu em sfik börn ándlega og félagslega merkt af þessu umróti, og oft tilfinnanlega sködduð. Ef íjölskyldan er vel stæð eiga þau gjarnan allt sem hægt er að veita félagar í kór Maríukirkunnar. Tón- leikarnir virtust mjög vel undirbúnir og vel upp færðir af hálfu flytjenda. Hljómburður er með eindæmum góður þó svo að kirkjan sé lítil. Tilefni tónleikanna var sjö ára af- mæfi Maríukirkjunnar í Breiðholti og þá engin tilviljun að meginþema tónleikanna var söngur og sálmar um Maríu mey. - Þessir tónleikar heppnuðust með eindæmum vel og Og vitaskuld verður því rödd áfeng- isvarnar-„vaðalsins“, eins og sumir kjósa að kalla baráttuna gegn áfengi, að halda áfram að hljóma sem víðast og sem oftast. Hún má ekki þagna. Gerist það erum við íslendingar i vondum málum því það verður loka- staðreynd mín í þessu bréfi að neysla á áfengis hér á landi er heimil lögum samkvæmt og mér vitanlega hefur ekki verið lagt til að bregða af þeirri braut. Því miður. þeim fyrir peninga, en fjölskyldu- tengsl og kærleikur foreldra er það sem þau vantar. Þau fá sjaldan viður- kenningu en oft ákúrur. Oft er til þess ætlast að þau láti sem minnst á sér bera á heimilinu, haldi sig sem mest inni í herbergi sínu, þar sem þau hafa sitt eigið sjónvarp, og séu ekki að trufla foreldra sína á kvöldin. Ég held að hér þurfi meira en eitt átak eins og um daginn. Hér þarf algjöra hugarfarsbreytingu foreldra. Hvernig væri að Qölskyldan tæki eitt kvöld í viku og læsi saman góða bók og ræddi um hana? Og hvemig væri að ungménnið á heimilinu hefði stof- una til umráða svo sem eina helgi í mánuði, þar sem það gæti komið með kunningja sína? - Þetta er eitt af því sem ég hef oft velt fyrir mér þegar ég horfi á vansæl andlit nemenda minna á mánudagsmorgni. vil ég flylja þakkir til þeirra sem að tónleikunum stóðu, svo og þeim flytj- endum sem komu þama fram. Einnig langar mig til að lýsa furðu minni á að fleiri sem em að biðja um svona nokkuð mæti ekki sem skyldi á svona uppákomur. Ég vona að þakkir mínar skili sér, og sérstakar þakkir tíl kórs Maríukirkjunnar og kórs aldraöra í Breiðholti. Póstkortog myitdalengjur Birgir Þórhallsson, f.h. Sólar- filmu, skrifar: Vegna hófsamlegra orða Péturs Stefánssonar í lesendadálki DV í gær mátti ég til meö að leggja inn nokkur orð viðvíkjandi póst- kortaútgáiu hér á landi. Sakir þess að umræðan hófst á grein eftir Elínu Pálmadóttur hefi ég sent henni orðsendingu um hvemig þetta mál horfir við okk- ur í Sólarfihnu. Auk póstkortanna minnist þú á skort á „myndaharmóníkum". Við köllum þetta myndalengjur og þær fást yfirleitt í verslunum Rammagerðarinnar - og reyndar líka hjá fáeinum bóksölum. - Með íyrirfram þökk og bestu óskum. Dagpeningaþörf ráðherra: Láglaunabætur Kristin Magnúsdóttir skrifar: Maður heyrir ýmsar skýringar á hinni miklu þörf ráðhei'ra og þingmanna fyrir dagpeninga. - Beinharöan gjaldeyri. Sennilega er það nú hann og feröalögin til útlanda sem freista. Nema þeir séu að undirbúa sig fyrir hina nýju skattheimtu af innlendum fjármagnstekjum! En nýjasta skýringin á dagpen- ingaþörfinni er nú sú að ráðherr- ar hafi einfaldlega svo lág laun að þeim veiti ekki af þessum dag- peningum, sem eru í raun alveg „frítt í vasann". Þeir fá nefnilega allan kostnað greiddan eftir sem áður. - Það sem menn halda að gangi í fólk!!! Vorkenni Efra- neshjóminum Guðný hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna dómsins sem gekk í máli Ólafs Þ. Þórðarsonar alþingismanns gegn ábúendum á jörðinni Effa- nesi um rétt á jörðinni. Ég efast ekki um réttmæti dómsins í sjálfu sér. Ég er aftur á móti að hugsa um vesalings hjónin með tvö börn sem verða nú að flytja af jörðinni með bömín inn á for- eldra sína. Bústofni veröur að lóga eða selja hann sem er illger- legt. - Hjónin standa nú uppi at- vinnulaus og svo gott sem hús- næðislaus. Já, það ekki meira öryggi í sveitinni en i þéttbýlinu. Og ekki er þetta hvatning fyrir ungt fólk að setjast að í sveitinni. Meðhöndlun brauða Guðbjörg hringdi: Mér hetur lengi blöskrað með- höndlun brauöa í bakaríum. Raunar ekki viö hæfi að halda uppteknum hætti. Það sem ég gagnrýni er að stúlkumar skuli þurfa að taka og afhenda brauðin með berum höndum og í sömu andrá að taka við peningaseðlum frá viðskiptavinunum. Peninga- seðlar eru, eins og alfir víta, ein- hverjir mestu smitberar sem hugsast getur. - Lausnin væri e.Lv. sú að sérstök stúlka væri höfð viö kassann eingöngu til að taka viö peningum. Þurfi hún að skípta viö aðra þvoi hún sér um hendurnar áður en hún tekur til viö afgreiöslu. Tískuþátturof seintádagskrá Sylvía Guðmundsdóttir hringdi: Stöð 2 sýnir vikulega tískuþætti sem eru ú dagskrá á miðvikudög- um. Þeir byrja hins vegar ekki fyrr en kl. 23 að kvöldinu eða síð- ar. Þetta er að margra dómi, þ.á m. minum, allt of seint. Mað- ur vill fá þessa þætti mun fyrr að kvöldinu. Það er oft þreytandi að vaka eftir þeim þegar vakna þarf snemma að morgni. Vonandi sér Stöð 2 ráö til að færa þennan þátt framar í kvölddagskrána. Vegalaus börn - ólæsi Vel heppnaðir tónleikar Tilefni tónleikanna var sjö ára afmaeli Maríukirkjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.