Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. Merming Myndgáta Fagurt sungið í f irðinum Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona hélt tónleika í Hafnarborg í Hafnarflröi í gærkvöldi. Undirleikari á píanó var Ólafur Vignir Albertsson. Sungin voru lög eftir Henry Purcell, Wolfgang Amadeus Mozart, Þórar- in Jónsson, Richard Strauss, Vincenzo Bellini, Gius- eppe Verdi, Georges Bizet og Giacomo Puccini. Alda er um þessar mundir aö ljúka brottfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík en stóð samt sem áöur sjálf fyrir þessum tónleikum. Margir líta svo á aö séu almennir tónhstarhæfileikar náðargáfa þá sé fógur rödd óborganlegt kraftaverk. Og það má til sanns veg- ar færa aö þótt mikið sé hægt að gera til aö þjálfa og efla söngrödd nálgast slik tilbúin raddfegurö aldrei þann áhrifamátt sem guðsgjöfm, hin náttúrulega fagra rödd, hefur. Það telst því jafnan til tíöinda þegar fram kemur á sjónarsviðiö söngvari sem hefur áberandi eðlislæga sönghæfileika. Þannig söngvari er Alda Ingi- bergsdóttir. Rödd hennar er hrein og tær og hefur mjög eölilega fallegan hljóm sem helst vel þótt hún syngi háa tóna. Virtist hún ekki hafa mikið fyrir slíku né því aö láta röddina hijóma vel yfirleitt. Lengst af var söngurinn hreinn einnig þótt út af því brygöi á stöku stað. Sjálfsagt á Alda eftir aö læra sitt hvað í hst sinni en ekki fer á mihi mála aö þarna er gott efni á ferðinni sem áreiðanlega á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Ólafur Vignir lék margt vel á þessum tónleikum, meðal annars í lögum Mozarts. Með köflum var leikur hans samt svolítið losaralegur, eins og hann væri ekki nógu vel undirbúinn. Efnisvahð var eins konar sýnishorn af því sem ung söngkona þarf að læra th að komast í gegn um nám og var því nokkuð sundurlaus í stíl. Margt var þama góðra laga. Aría Mozarts úr Töfraflautunni, „Ach ich Tónlist Finnur Torfi Stefánsson fuhls“, bar þó af öðru efni. Sú aría ber raunar af í flest- um samanburði nema aö um sé að tefla aðrar aríur eftir Mozart. Meðal annarra laga sem hljómuðu sér- lega vel á þessum tónleikum var „Music for a while“ eftir Purceh og „Quando me vo“, aría Musettu úr La Boheme efhr Puccini. Mjög góð aðsókn var að þessum tónleikum og er óhætt að óska Öldu tfl hamingju með árangurinn. Andlát Margrét Björnsdóttir Ármann lést á hjúkrunarheimihnu Seljahhð 30. mars. Laufey Bjarnadóttir Snævarr lést sunnudaginn 29. mars sl. Þorvaldur Ármannsson, Nóatúni 24, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 28. mars. Jarðarfarir Anna Stefánsdóttir, fyrrverandi kennari frá Eyjardalsá, verður jarð- sungin frá Ákureyrarkirkju fostu- daginn 3. apríl kl. 13.30. Sigurjón Guðmundsson, Stóra- Saurbæ, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 14. Leifur Vilhjálmsson, Bergþórugötu 15 A, Reykjavík, er lést mánudaginn 23. mars sl„ verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.30. Útfor Stefáns Rafns Sveinssonar fræðimanns, sem andaðist á lang- legudeUd HeUsuvemdarstöðvar Reykjavíkur hinn 25. mars sl.( verður gerð frá nýju kapeUunni við Foss- vogskirkju nk. fimmtudag kl. 10.30 ftrir hádegi. Ólafía (Lóa) Guðmundsdóttir, Há- teigsvegi 17, sem andaðist 17. mars sl., verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 1. aprU kl. 13.30. Guðmundur Friðbert Þorbergsson, fyrrverandi póstur, andaðist 19. þessa mánaðar. Útforin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, þriðju- dag, kl. 14. Jarðsett sama dag á Bfldudal. Guðrún Arngrímsdóttir frá ÁrgUs- stöðum, Melabraut 18, Seltjarnar- nesi, sem lést 19. mars sl„ verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 31. mars kl. 15. Tilkyimingar Bústaðakirkja: Starf aldraðra. Fótsnyrt- ing fimmtudag kl. 10-12. Tímapantanir í s. 38189. Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað- arheimilinu Lækjargötu 12A, kl. 10-12. Fótsnyrting eflir hádegi í dag. Pantanir þjá Ástdísi, s. 13667. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Þá helgi- stund með fyrirbænum og altarisgöngu. Að því loknu léttur hádegisverður. Bibl- íulestiu- alla þriðjudaga kl. 14 fyrir eldri borgara og vini þeirra. Opið hús og kaffi- veitingar á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hailgrímskirkja: Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18.00. Neskirkja: Mömmumorgunn kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Göngu- Hrólfar halda upp á 3 ára afmælið 1. apríl kl. 20 með mat og skemmtun í Risinu. Margrét Thoroddsen er við fimmtudag- inn 2. apríl. Panta þarf viðtal á skrifstofu félagsins. Fáksferð á Skeifudegi Fáksfélagar fara í fræðsluferð til Hvann- eyrar á Skeifúdegi Bændaskólans sunnu- daginn 5. apríl tíl að fylgjast meö árlegri sýningu hrossa, sem nemendur hafa tam- ið. Kafliveitingar verða á staðnum. í leið- inni verður komið við í tamningastöð Benedikts Þorbjömssonar í Staðarhús- um. Brottför verður frá Félagsheimili Fáks kl. 10.30. Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofu Fáks, síma 672166, ekki síðar en fóstudaginn 3. apríl. Fræðslunefnd Hestamannafélagsins Fáks stendur fyrir þessari hópferð. Vináttudagur vesturbæjar Vináttudagur verður í vesturbæ 2. apríl nk. Vestm-bæingar munu þá efla tengsl og sýna vináttuhug með ýmsu móti. Mælst er til að fjölskyldan eyði tíma sam- an þennan dag. Neskirkja verður opin allan daginn og verður safnaðarstarfið kynnt. Frá kl. 10-17 verður tónlistarflutn- ingur, leikið verður á orgel og flautu, sunginn einsöngur og kórsöngur. Félags- miðstöðin Frostaskjól, sem hefur aðsetur í KR-heimilinu, býður gestum og gang- andi upp á veitingar og skemmtiatriði frá kl. 20-22. Þeir sem standa að þessum vin- áttudegi eru: grunnskólar vesturbæjar, félagsmiðstöðin Frostaskjól, barnaheim- ilin í vesturbæ, kirkjan og KFUM og KFUK. Tapað fimdið Heimasmíðaður lykill tapaðist Heimasmíðaður lykill um það bU 10 cm langur með auga á endanum tapaðist fyr- ir skömmu. Gæti hafa týnst á leiðinni: Seltjamames - Kleppsvegur - Grensás. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 681747 eða 615016. Fundarlaun. Kóral týndur frá Hrísateig Kóral, sem er 12 ára svartur köttur meö hvítar loppur og hvitan háls, tapaðist frá heimili sínu aö Hrísateigi mánudaginn 24. mars sl. Hann er með fjólubláa hálsól og gegnir nafni sínu. Ef einhver hefur séð hann eða veit hvar hann er niðurkom- inn, þá vinsamlegast hringið í síma 39766 eða 31772. Kötturinn Pétur týndur Svartur köttur með hvítan blett á bringu, merktur Péhu', Bergstaðastræti 61, sími 16485 tapaðist 27. mars. Ef einhver hefur séð hann eða veit hvar hann er niður- kominn, þá vinsamlegast hringið í ofan- greint símanúmer. Fundir Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í safnaðarsal kirkjunnar fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30. Myndir frá 50 ára afmæli félagsins verða til sýnis. Upplestur, söngur og kaffi. Að lokum flytur sr. Ragnar Fjalar Lámsson hugvekju. Tónleikar Jóhannesarpassían í Skál- holti og Hallgrimskirkju Mótettukór Haligrímskirkju mun ásamt Bachsveitinni í Skálholti og sjö einsöngv- urum flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach núna fyrir pásk- ana. Stjómandi er Höröur Askeísson. Fyrri tónleikamir verða í Skálholtsdóm- kirkju laugardaginn 11. apríl kl. 16 en ekki 17 eins og fram kemur á veggspjöld- um. Síðari tónleikamir verða svo í Hall- grímskirkju mánudaginn 13. apríl kl. 20. Vegna fjölda fyrirspuma um miða á tón- leikana í SkáUioltsdómkirkju er vert að taka það fram að þeim hefur öUum verið ráðstafað. Ekki verða seldir miðar við innganginn. Miðasala á tónleikana sem verða í HaUgrímskirkju stendur yfir og er hægt að nálgast þá í HaUgrimskirkju, Bókabúð Lárasar Blöndal og Kirkjuhús- inu. Frumflutningur á Háskólatónleikum Fimmtu háskólatónleikar misserisins verða miðvikudaginn 1. aprU og í Nor- ræna húsinu og hefjast kl. 12.30 að venju. Tvö verk verða flutt og er fyrra verkið „Fimm smástykki" fyrir klarinett, seUó og píanó eftir ÓUver Kentish og er það verk sérstaklega samið fyrir þetta tæki- færi. Síðara verkið er tríó í B-dúr ópus 11 eftir Beethoven. Flytjendur em Anna Benassi, klarínett, Guðmundur Magnús- son, píanó, og ÓUver Kentish, seUó. Að- gangur er 300 kr. en 250 fyrir handhafa stúdentaskírteinis. JWA. EVþOR---Á. ©293 Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Lausn gátu nr. 293: Klukkan slær sjö Leikhús \(SÍB^ ÞJÓÐLEMÚSffi Sími 11200 M-hátíð á Suðurnesjum: RÍTA GENGUR MENNTAVEGINN eftir Willy Russel Þýölng: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjórj: María Kristjánsdóttlr. Leikmynd og búninggr: Guðrún Sig- riðurHaraldsdóttir. Lýslng: Björn Bergsteinn Guð- mundsson og Páll Ragnarsson. Leikarar: Arnar Jónsson og Tlnna Gunnlaugsdóttir. 2. sýnlng í Festi, Grlndavik, fimmtu- daginn 2. april kl. 20.30. 3. sýning i Stapa, Ytri-Njarövik, föstudaginn 3. apríl kl. 20.30. 4. sýning i Glaðhelmum, Vogum, laugardaginn 4. april kl. 20.30. Mlðapantanir i sima 11200, aö- göngumiðaverð kr. 1500. Mlðasala frá kl. 19 sýnlngardagana i samkomuhúsunum. STÓRA SVIÐIÐ ELÍN HELGA' GUÐRIÐUR eftlr Þórunni Slgurðardóttur 3. sýn. fimmtud. 2. apríl kl. 20. Uppselt. 4. sýn. föstud. 3. april kl. 20. Uppselt. 5. sýn. fös. 10. april kl. 20. Fá sæti laus. 6. sýn. lau. 11. april kl. 20. Fá sætl laus. EMIL ÍKATTHOLTI eftir Astrld Lindgren Mlð. 1.4. kl. 17, uppselt, lau. 4.4. kl. 14, uppselt og sun. 5.4. kl. 14, upp- seltogkl. 17, uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR TILOGMEÐMIÐ. 29.4. MIÐAR Á EMIL í KATTHOLTISÆK- IST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. Menningarverðlaun DV 1992: RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir William Shakespeare Lau. 4.4. kl. 20, fim. 9.4. kl. 20. Siðustu sýnlngar. NEMANDASÝNING LISTDANS- SKÓLA ÞJÓÐLEIKHÚSSINS íkvöldkl. 20.30. Aðgöngumlðaverð 500 kr. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju í kvöld kl. 20.30, uppselt, mlð. 1.4. kl. 20.30, uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR TILOG MEÐ MIÐ. 29.4. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM i SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. J MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN eftir Vigdisl Grimsdóttur í kvöld kl. 20.30, uppselt, mlð. 1.4. kl. 20.30, uppselt, lau. 4.4. kl. 20.30, uppselt, sun. 5.4. kl. 16, uppselt, og kl. 20.30, uppselt. Sala er hafin á eftirtaldar sýningar: Þri. 7.4. kl. 20.30, laus sætl, mið. 8.4. kl. 20.30, laus sæti, sun. 12.4. kl. 20.30, laus sætl, þri. 14.4. kl. 20.30, laus sæti, þrl. 26.4. kl. 20.30, laus sætl, mið. 29.4. kl. 20.30, uppselt. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INNÍSALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. Farandsýnlng á vegum Þjóðleikhússins: ÁHORFANDINN í AÐALHLUTVERKI -um samskipti áhorfandans og leikarans. eftir Eddu Björgvinsdóttur og Gisla Rúnar Jónsson. Fyrirtæki, stofnanir og skólar, sem fá vilja dagskrána, hafi sam- band í sítna 11204. Miöasalan er opin frá kl. 13-18 aila daga nema mánudaga og fram aö sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRI HAFISAMBAND í SÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. Leikfélag Akureyrar Islandsklukkan eftir Halldór Laxness Fimmtud. 2. april kl. 17.00. Föstud. 3. apríl kl. 20.20. Uppselt. Laugard. 4. april kl. 15.00. Laugard. 4. april kl. 20.30. Miðasala er i Samkomuhúslnu, Hafnarstræti 57. Miðasalan er opln alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- Ingu. Greiðslukortaþjónusta. Siml i miðasölu: (96) 24073.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.